Morgunblaðið - 07.06.2004, Side 16

Morgunblaðið - 07.06.2004, Side 16
LISTIR 16 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á DÖGUNUM færði Leikfélagið La Barraca okkur brot af nútíma- leikritun frá Frakklandi og Belgíu með leiklestrum á styttum þýðing- um úr fjórum verkum. Í mars síðast- liðnum stóð svo félagið fyrir leik- lestrum með sama sniði í þessum tveim löndum á verkum eftir fjögur íslensk leikskáld. Þessi óvenjulega framtakssemi er lofsverð og þakk- arverð því að oft er erfitt um vik að fá ný erlend verk þýdd og sett upp hér á landi sökum fjárhagslegrar áhættu. Með því að bjóða leiklist- arunnendum upp á leiklesnar stytt- ingar upp á um það bil fjörutíu mín- útur úr hverju verki fékkst prýðileg mynd af þeim leikskáldum sem kynnt voru þó að í sumum tilvikum þyrsti áhorfendur í allan pakkann eða þá allt verkið leiklesið. Höfundarnir voru tvær franskar konur og tveir belgískir karlar. Það var mikill munur á verkum allra fjögurra en mestur var munurinn á verkum kvennanna annars vegar og karlanna hins vegar. Þó að allir höf- undarnir skrifi um manneskjuna í samtímanum og snerti á erfiðum til- finningamálum voru verk belgísku höfundanna tveggja meira á hug- lægum og jafnvel ljóðrænum nótum á meðan frönsku konurnar fjölluðu áþreifanlega um daglegan veruleika og sársaukafull samskipti fólks. Efnistök leikstjóranna voru einnig mismunandi; allt frá einföldum lestri með litlum útúrdúrum til svið- setts leiklestrar. Það var svo mjög ánægjulegt að sjá nemendur í leik- listardeild Listaháskólans vinna með reyndum leikurum Borgarleik- hússins. Fyrsti leiklesturinn var úr trílógí- unni Eva, Gloría, Léa eftir Belgann Jean-Marie Piemme (fæddur 1944) sem er eitt helsta samtímaleikskáld Belgíu og hefur skrifað um tuttugu leikrit. Auk þess er hann virkur dramatúrg og leikhúsfræðimaður. Í trílógíunni segja þrjár konur frá þremur atvikum í lífi sínu í einleiks- forminu en við fengum að sjá leik- listarnemann Söru Dögg Ásgeirs- dóttur fara prýðilega með þátt Léu þar sem hún rifjar upp bankarán og morð sem hún varð vitni að. Saga Léu heitir Morðinginn brosandi og er afskaplega þakklátur einleikur fyrir leikkonu. Farið er fram og aft- ur í tíma og efnistök höfundar og Sigrúnar Eddu leikstjóra hressileg, með ljóðrænu ívafi og þýðingin lip- ur; í kaldhæðnum tón þar sem und- irtextinn er hryggð yfir ofbeldi og firringu. Ofbeldi og firring var líka efnivið- ur leikritsins Agnes eftir Catherine Anne (fædd 1960). Catherine Anne er leikari, leikstjóri og leikhússtjóri í París og hafa fimmtán verka hennar verið sviðsett og gefin út. Agnes er eitt af þekktari verkum hennar en það fjallar um Agnesi á þremur tímaskeiðum í lífi hennar og fara þrjár leikkonur með hlutverk henn- ar: Tólf ára, ung stúlka og fullorðin. Agnes er misnotuð af föður sínum frá tólf til sautján ára og er brugðið upp myndum af samskiptum hennar við hann, við móður sína, við kær- asta og elskhuga seinna meir. Form- ið einkennist af stuttum atriðum og minningum sem eru ýmist leiknar eða Agnes fullorðin segir frá þegar hún reynir að takast á við fortíð sína. Textinn er ljóðrænn og látlaus en feikna sterkur og virðist þýðing Sigurðar Pálssonar hafa tekist vel þar sem verkið snart áhorfendur djúpt með þungri undiröldu sorgar og tilfinningu fyrir beinni snertingu við veruleika sem flestir kannast við á einn eða annan hátt. Kristín Jó- hannesdóttir leikstjóri valdi leið sem oft er sú einfaldasta en um leið sterkasta þegar leiklestrar eru ann- ars vegar: Leikarar stóðu í röð, allir svartklæddir nema Agnes tólf ára sem var hvítklædd, og stigu fram þegar þeir lásu en voru í nánu sam- bandi hver við annan. Leikararnir höfðu unnið bakgrunnsvinnuna sína vel en mest mæddi á þeim Sigrúnu Eddu, Ellert, Kötlu Maríu og Jó- hönnu Friðriku sem áttu auðvitað stærstan þátt í að snerta áhorfendur svo djúpt sem raun bar vitni. Boðun Benoilt eftir Jean Louvet (fæddur 1934) var einnig um erfiðar tilfinningar í mannlegum samskipt- um sem byggjast fyrst og fremst á óraunhæfum væntingum til annarra. Louvet hefur skrifað um tuttugu leikrit og kennir leikritun við há- skóla. Í verki hans var varpað fram stórum spurningum um sannleika og lygi og um það hvað gerist í lífi þess sem skyndilega fær óboðinn gest inn í tilfinningalíf sitt. Persón- urnar í verkinu eru tveir karlmenn og hvor um sig á langar einræður sem ekki nutu sín í leiklestrinum sem var leikstýrt þannig af Pétri Einarssyni að ekkert svigrúm var gefið til sviðsetningar eða sambands milli leikaranna Ellerts og Orra Hugins. Texti Louvet er mjög ljóð- rænn og heimspekilegur og farið fram og til baka í tíma verksins. Þýðing á slíku verki er vandmeð- farin og þess vegna verður verk Kristjáns Þórðar ekki dæmt hér af svo mikilli styttingu. Gaman væri að sjá þetta verk sviðsett í fullri lengd því umfjöllunarefnið er sem fyrr sú margumrædda firring mannsins í órólegu nútímasamfélagi. Einmanaleiki í nútímasamfélagi þar sem verka- og kynjaskipting er skýr og íhaldssöm var efni síðasta leikritsins: Frú Ká eftir Noélle Re- naud (fædd 1949). Hún hefur skrifað fjölda verka og þykir mjög nýstár- legt leikskáld sem gerir sér far um að brjóta hefðbundið form leikrit- unar. Frú Ká er um samnefnda konu og leið hennar að raunhæfu eða óraunhæfu frelsi sem áhorfandi frekar en gerandi í eigin lífi. Ekki er um eiginleg samtöl að ræða heldur paródíu og oft mjög súrrealísk atriði sem gerast jafnt í hugarheimi Frú Ká sem hlutveruleika hennar en hún er fyrst og fremst móðir, eiginkona og tengdamóðir. Þýðing Guðrúnar Vilmundardóttur virðist látlaus og lipur í anda þess fjörlega orðfæris sem einkennir verkið og atriðalýs- ingarnar en þær eru ekki síður mik- ilvægar og fyndnar en samtölin og eintölin. Steinunn leikstjóri valdi að sviðsetja leiklesturinn eins og mögu- legt var og nota nokkuð af leikmun- um. Þetta gaf skemmtilegan og fjör- legan blæ en það hefði verið gaman að sjá einfaldara form þar sem text- inn sjálfur er svo góður í allri ír- óníunni. Hanna María Karlsdóttir var óborganleg sem lesari Frú Ká og væri spennandi að sjá hana leika hlutverkið í sviðsetningu á þessu mannmarga skemmtilega leikriti en hlutverkin eru hvorki meira né minna en áttatíu. Að öllu sögðu er þakkarvert að hafa fengið þetta sýnishorn af evr- ópsk-frönskumælandi nútímaleikrit- un og efst í huga að alstaðar er skrifað um líðan mannanna í sam- félagi sínu. Óræður blær áhrifa frá öðrum samfélögum er kærkominn straumur sem Leikfélagið La Bar- raca hefur veitt til landsins og ósk- andi að framhald verði á starfinu. Leiklestur á Listahátíð Hrund Ólafsdóttir LEIKLIST Leikfélagið La Barraca í sam- vinnu við Borgarleikhúsið, Listahátíð í Reykjavík og leiklist- ardeild Listaháskóla Íslands Höfundar: Jean-Marie Piemme, Cather- ine Anne, Jean Louvet, Noelle Renaud. Leikstjórar: Sigrún Edda Björnsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Pétur Einarsson, Steinunn Knútsson. Þýðendur: Oddný Eir Ævarsdóttir, Sigurður Pálsson, Kristján Þórður Hrafnsson, Guðrún Vilmund- ardóttir. Listræn stjórnun: La Barraca/ Ragnheiður Ásgeirsdóttir og Nabil El Az- an. Leikarar: Sigrún Edda Björnsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Guðrún Ásmundsdóttir, Eggert Þorleifsson, Hanna María Karls- dóttir, Theodór Júlíusson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Gunnar Hansson, Birna Hafstein, Ólafur Steinn Ingunnarson, Birgitta Birgisdóttir, Atli Þór Albertsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Jóhanna Friðrika Sæmunds- dóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir. Ljós: Kári Gíslason. Hljóð: Jakob Tryggvason. Borg- arleikhúsið, Nýja svið, 18. og 19. maí 2004. ACTE HRAÐLESTIN PARÍS – BRUSSEL Catherine Anne Noëlle Renaude Jean Louvet Jean Marie Piemme TVÆR skáldsögur eftir dönsk skáld af yngstu kynslóð með sögusvið á Íslandi komu út hjá danska forlag- inu Gyldendal í vor. Fiskenes Vindue (Gluggi fiskanna) heitir önn- ur eftir Kristian Bang Foss sem fæddur er 1977. Þar segir frá ung- um dönskum manni sem fylgir unn- ustu sinni Þóru í jólafrí til Reykja- víkur og lýsir á skemmtilegan hátt upplifun sinni af daglegu lífi í Reykjavík og hefðbundnum íslensk- um jóla- og áramótasiðum. „Stíllinn er nákvæmur og lýsingar á smáat- riðum oft sérlega spaugilegar en yf- ir frásögninni hvílir óræð ógn sem dregur lesandann áfram,“ segir í kynningu. Smukke biler eftir krigen er eftir Lars Frost (f. 1973). Þetta er ferða- saga aðalpersónunnar Lasse sem tekur að sér að flytja ferðatösku fulla af dönskum þúsundkrónaseðl- um vegna brúðkaups vinar síns. Að lokinni veislunni leggur hann upp í ferðalag um landið í bílaleigujeppa ásamt biturri þýskri stúlku, aðlað- andi pólsk-amerískri stúlku og tveimur símasandi Spánverjum. Ökumaðurinn er kanadískur piltur sem hefur mjög sérkennilega aðferð við að lesa vegakort. Og svo fer eitt og síðan annað úrskeiðis. Sögusviðið er Ísland LISTAHÁSKÓLI Íslands braut- skráði nemendur á laugardag. Alls útskrifast nú 89 nemendur frá skól- anum: 21 með diploma í kennslu- fræðum til kennsluréttinda, 33 með BA-gráðu í hönnun úr hönnunar- og arkitektúrdeild, 24 úr myndlist- ardeild með BA-gráðu í myndlist, og 11 með B.Mus-gráðu og BA-gráðu í tónlist frá tónlistardeild. Þetta er í fyrsta sinn sem tónlistardeild út- skrifar fólk með háskólagráðu og er því um að ræða nýjan áfanga í sögu skólans. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans, sagði í ávarpi sínu að háskólarnir gegni lykilhlutverki í ís- lensku þjóðfélagi. „Ekki aðeins eru þeir uppspretta þekkingar og griða- staður til þjálfunar og sérhæfingar, heldur eru þeir hver og einn sam- félag fólks sem stefnir að ákveðnum sameiginlegum markmiðum. Einn skólinn leggur áherslu á uppeldi og umönnun, annar á vísindaiðkun á breiðu sviði og nýtingu upplýsinga, þriðji skólinn ætlar sér sérstakt hlut- verk til eflingar mannlífi úti á landi og enn aðrir háskólar leggja mest upp úr að gagnast atvinnulífinu og skapa þar lifandi tengsl. Þannig eru skólarnir undirstöður hver á sínu sviði, og forystuafl til breytinga og endurnýjunar.“ Að dómi Hjálmars hefur Listahá- skólinn sérstöðu. „Markmið hans er að virkja sköpunarkraftinn, hugar- aflið sem býr í okkur öllum, og miðla hvers konar skáldskap og þekkingu eftir þeim leiðum sem hver og ein listgrein býr yfir. Leiðarljósin eru forvitni, skilningur og áræði – í stuttu máli, að leita uppi nýja þekkingu og nýjan sannleik, að kryfja forsend- urnar til mergjar og skilja þær, og síðan efla með okkur áræði til að brjóta nýjum hugmyndum brautir og finna hlutunum samhengi, sem við áður höfum ekki áttað okkur á. Þetta hlutverk, að virkja sköpunarkraftinn, hefur engin önnur stofnun á Íslandi tileinkað sér sérstaklega, og þess vegna og enn frekar er mikilvægt að þessi skóli fái dafnað og vaxið og fái þann tilstyrk og stuðning sem þarf til að geta staðist samanburð við fremstu listaháskóla í heiminum.“ Listaháskólinn hefur nú starfað í fimm ár. Ósk rektors fyrir skólann á þessum tímamótum er að hann dafni áfram og vaxi eins og hingað til, og leggi undir sig ný svið og ný við- fangsefni. „Ekki síður er það þó von mín að gildin sem skólinn stendur fyrir og hugsjónirnar sem starfið byggir á berist sem víðast út í sam- félagið. Það er ekki stofnunin sem slík sem mestu máli skiptir, ekki skólahúsin eða við starfsfólkið, held- ur það sem í skólanum er gert.“ Sköpunargáfan dvínar aldrei Karólína Eiríksdóttir tónskáld flutti hátíðarræðu við útskriftina og sagði meðal annars við nemendur að þeir ættu örugglega eftir að heyra því haldið fram að listirnar séu á nið- urleið, að vegur klassískra lista fari dvínandi og að list unga fólksins sé lítils virði. „Hlustið aldrei á þessar raddir. Sköpunargáfa mannkynsins dvínar aldrei, hún bara birtist á nýj- an hátt og tekur á sig nýjar myndir, finnur nýjar víddir og farvegi. Það sem þótti óalandi fyrir 20–30 árum á sér endurvakið og nýtt líf nú, ljóst dæmi um það er raftónlistin, sem þótti eintóm óhljóð og ekki hafa neitt með tónlist að gera, en er núna helsti tjáningarmáti ungra tónlistarmanna í öllum geirum tónlistar. Listin hætt- ir aldrei að koma á óvart, þó að stundum heyrist sagt að það sé bók- staflega búið að gera allt. Listamönn- um dettur alltaf eitthvað nýtt í hug,“ sagði Karólína. Ljósmynd/Sóla Útskriftarnemendur frá Listaháskóla Íslands vorið 2004. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands Eini skólinn sem á að virkja sköp- unarkraftinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.