Morgunblaðið - 07.06.2004, Side 25

Morgunblaðið - 07.06.2004, Side 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2004 25 ✝ Jón Eyþór Guð-mundsson fæddist á Patreksfirði 5. jan- úar 1915. Hann lést 28. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson smiður, f. 6. septem- ber 1872, d. 11. febr- úar 1937 og Valgerð- ur Kristín Jónsdóttir húsmóðir, f. 23. júlí 1876, d. 20. septem- ber 1968. Eiginkona Jóns var Valgerður Eyjólfsdóttir, f. 6. október 1917, d. 9. mars 2000. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Eyjólfsson sjómaður, f. 29. júní 1896, d. 8. maí 1933 og Sig- ríður Einarsdóttir, f. 10. ágúst 1895, d. 11. september 1988. Börn Valgerðar og Jóns: 1) Eyj- ólfur Guðmundur tannsmiður, f. 18. apríl 1938, maki Inga Jóna Sig- urðardóttir ritari, f. 14. mars 1939; 2) Valgerður Kristín ritari, f. 15. ágúst 1944, d. 16. október 1995, hennar maki Gunnar Gunnarsson fasteignasali, f. 24. mars 1945; 3) Sigurlaug sjúkraliði, f. 29. mars 1947, maki Helgi Sævar Helgason lögreglu- maður, f. 18. júlí 1946; 4) Marta hjúkr- unarfræðingur, f. 30. nóvember 1949, maki Guðmundur Aldan Grétarsson prentari, f. 16. febrúar 1948. Árið 1939 var Jóni veittur námsstyrkur dansk-íslenska fé- lagsins og var hann við myndlistarnám í Kaupmannahöfn í tvö ár. Kennaraprófi frá Handíða- og myndlistarskólanum lauk hann 1948. Jón kenndi myndlist við Mið- bæjarskólann, þangað til að sá skóli var lagður niður, síðan starf- aði hann við Austurbæjarskólann. Jón stofnaði Íslenska brúðuleik- húsið 1954 og er löngu þekktur fyrir brautryðjandastörf hér á landi í þessari ævafornu listgrein. Útför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag er kvaddur hinstu kveðju tengdafaðir minn, Jón E. Guð- mundsson, myndlistarmaður og frumkvöðull brúðuleikhúslistar hér á landi. Jón nam myndlist á Íslandi og síðar í Kaupmannahöfn. Í Danmörku kynntist Jón brúðuleikhúslist og varð hann upphafsmaður brúðuleik- húslistar hér á landi. Er hann kom heim frá námi stofnaði hann Íslenska brúðuleikhúsið sem hann ferðaðist með um landið í mörg ár. Eftir að heim var komið starfaði hann sem myndlistarkennari. Jóni kynntist ég er ég gekk að eiga dóttur hans, Valgerði Kristínu. Minnist ég þess enn er ég bað hann í fjölskylduboði að tala við mig undir fjögur augu og bað um hönd dóttur hans. Minntist hann þess alla tíð síð- an og hafði gaman af. Jón var mikill náttúruunnandi og dvaldi oft við Veiðivötn og í Þórs- mörk. Hann keypti sér tjaldvagn sem við ásamt fjölskyldunni ókum með til Þingvalla og Laugarvatns og víðar um land þar sem Jón málaði myndir og naut náttúrunnar og stundaði veiði. Brúðuleikhúsið var það sem átti hug Jóns allan allt frá því að hann kom heim frá námi. Settar voru upp sýningar í Iðnó og á fleiri stöðum og einnig sýningar og leikrit sem sýnd- ar voru í barnatíma sjónvarpsins á upphafsárum sjónvarpsins. Synd er að þær upptökur hafi ekki verið varðveittar. Jón var um tíma forseti UNIMA, alþjóðlegra samtaka brúðuleikhús- gerðarmanna. Var það honum mikið gleðiefni er samtök þessi héldu sýn- ingu á Kjarvalsstöðum um leið og Ís- lenska brúðuleikhúsið hélt upp á 30 ára afmæli sitt. Ég aðstoðaði Jón við þessa sýningu sem oftar, tókst hún mjög vel og vakti mikla hrifningu hjá gestum sem heimsóttu Kjarvalsstaði meðan á sýningum stóð og hafði ég mikla ánægju af. Eftir að Jón hætti störfum sem myndlistarkennari hvatti ég hann til að festa kaup á húsnæði í bílskúra- samstæðu við Flyðrugranda, skammt frá heimili hans við Kapla- skjólsveg. Þar innréttaði hann leik- hús og setti þar upp brúðuleikhús- sýningar fyrir leikskóla, grunnskóla og erlenda og innlenda ferðamenn. Veitti þetta Jóni mikla gleði og ánægju og var hann að mínu mati með stærri leikhússtjórum landsins. Það var Jóni og eiginkonu hans mikill harmur er eiginkona mín og dóttir þeirra lést árið 1995, eftir al- varlegan blóðsjúkdóm, aðeins 51 árs gömul. Jón var kvæntur mikilli hefð- arkonu, Valgerði M. Eyjólfsdóttur, sem stóð með honum og studdi hann í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, hvort heldur var á sviði myndlistarinnar eða í starfi brúðu- leikhússins. Valgerður, eiginkona Jóns, lést í mars 2000 og var það hon- um mikill missir. Síðustu árin sátum við Jón löngum stundum saman og ræddum lífið og tilveruna og hvað biði okkar þegar þessu lífi lyki. Það er margt sem flýgur um hug- ann og margs að minnast á kveðju- stund sem þessari. Ég færi Jóni al- úðarþakkir fyrir allt það sem hann var mér og eiginkonu minni og börn- um alla tíð og bið honum blessunar á þeirri vegferð sem nú er hafin. Gunnar Gunnarsson. „Eitt sinn verða allir menn að deyja“ söng Vilhjálmur. En þó mað- ur viti að það sé óumflýjanlegt þá fylgir því ávallt bitur sársauki. Eitt- hvað sem enginn nákominn nær að venjast. Fréttin af andláti þínu, kæri afi, barst mér frá Hugrúnu konu minni, yfir úthafið þar sem ég starfa nú á rússnesku skipi. Ég stend við kýraugað í káetu minni, með skeytið í hendi, og horfi votum augum yfir ólgandi hafflötinn. Mér er þungt um hjarta, harmi sleginn. Sólin er að setjast við sjóndeildarhringinn og rökkur færist yfir veröld mína. Það er sárt að vera svona fjarri og geta ekki fylgt þér síðasta spölinn. Upp í hugann hrannast minningar og það æði margar. Reyndar eru ekki nema rétt rúm 10 ár síðan við rifjuðum saman upp þær helstu. Þá höfðum við rekist hvor á annan á Lækjar- torgi, keypt eina bjórkippu og sest niður við gömlu smábátahöfnina. Það var dásamleg stund sem við áttum saman og það kom þér skemmtilega á óvart hvað ég mundi langt aftur í tímann, síðan ég var smágutti. T.d. þegar ég fór með þér til veiða á trill- unni þinni, Soffíu frænku, þar sem ég veiddi einn ufsa og þú einhverja plastbrúsa sem „óvart“ urðu á vegi okkar. En ferskast í minningunni er dvölin hjá ykkur ömmu í Kaup- mannahöfn að Nørrebrogade 44, þá 9 ára snáði. Amma vann á spítalan- um en þú lagðir stund á eina af list- greinum þínum, listmálun. Við þvældumst um borgina saman, vítt og breitt. Og oft þurftum við að setj- ast niður að pústa, þú með bjór og ég með fanta. Lífið var yndislegt, þú gast sungið og trallað og ekki vafðist fyrir þér að valhoppa eftir Strikinu með þeim stutta. Nokkru síðar átti ég það lengsta ferðalag niður sjálfan Laugaveginn með þér. Tók eina tvo klukkutíma því þú virtist þekkja hvern einasta mann sem á vegi okkar varð. Enda engin furða, vel kynntur af lífsstarfi þínu; listmálun, útskurði, brúðugerð og íslenska brúðuleikhús- inu. Að ógleymdri myndlista- og handíðakennslu við Miðbæjarskól- ann og Austurbæjarskólann. Ég veit fyrir víst að nemendur þínir dýrkuðu þig. Það er gríðarlegt lífsstarf sem þú skilur eftir þig og þeir eru ófáir sem notið hafa samskiptanna við þig. Þú mátt vera virkilega stoltur af arf- leifð þinni. Þú komst síðast upp á Skaga, ásamt ömmu, til að vera við- staddur brúðkaup okkar Hugrúnar. En svo komu göngin og ekki tókst að ná þér í gegnum þau ósköpin. Svo sannfærður um að þau lækju og væru full af þangi og öðru sjávar- fangi. Ég veit að þú lætur verða af því núna, áður en þú heldur til fundar við ömmu. Út um kýraugað sé ég hvar sólin fyllir himininn eldrauðum geislum, sem teygja sig á táknrænan hátt upp yfir skýin. Fyrir mína hönd, Hugrúnar og barnanna viljum við þakka þér fyrir gott og upplífgandi samband og óskum þér góðrar ferð- ar á hinsta og hæsta áfangastaðinn. Guð veri með þér, kæri vinur. Megi sál þín hvíla í friði. Eyjólfur Magnús (Eyfi Magg). Jón E. Guðmundsson, myndlistar- og brúðugerðarmaður, er frum- kvöðull og brautryðjandi íslensks brúðuleikhúss. Hann var ætíð for- ustumaður í listgreininni, sannkall- aður vormaður brúðulistarinnar á Íslandi. Brúður hans voru gerðar af mikilli kunnáttu og listrænu innsæi. Sér- staklega voru strengjabrúður hans, sem hann skar út úr tré, snilldarlega vel gerðar. Hann var frábær út- skurðarmaður, skar bæði út brúður og höggmyndir. Að koma á vinnustofu Jóns í kjall- aranum á heimili þeirra hjóna við Kaplaskjólsveg var ótrúleg upplifun því verður hreinlega ekki með orðum lýst. Þar var sægur af brúðum af öllum stærðum og gerðum, þó mest af strengjabrúðum, listilega vel gerð- um, höfuð, búkur og útlimir allt skor- ið út af mikilli nákvæmni og snilli. Mann svimaði næstum við tilhugs- unina um alla þá vinnu sem skapari þeirra hefði lagt í verk sitt. Það var segin saga að alltaf þegar erlent brúðuleikhúsfólk kom í heim- sókn var farið beint til Jóns og Val- gerðar eiginkonu hans. Valgerður tók virkan þátt í störfum manns síns og var heimili þeirra hlýlegt og ákaf- lega menningarlegt í orðsins bestu merkingu. Myndir Jóns á veggjum og útsaumur Valgerðar, sem var sér- lega fallegur. Jón E. Guðmundsson var léttur á fæti og léttur í lund. Það var gaman að sjá Jón á labbi í borginni því hann átti aldrei bíl en fór allra sinna ferða fótgangandi. Hann var grannur og spengilegur, ætíð prúðbúinn með slaufu og alpahúfu og vakti alls stað- ar athygli. Jón var alltaf glaður og af- staða hans til lífsins jákvæð. Hrein- skiptinn var hann og réttsýnn. Hann hafði mikið að gefa sínum samferða- mönnum. Jón sagði mér hvernig áhugi hans á brúðuleikhúsi kviknaði í Kaup- mannahöfn 1938. Hann var að sýna kunningja sínum stúlkumynd sem hann hafði málað og kunninginn sem var áhugamaður um brúðuleikhús sagði „heldurðu það væri ekki gam- an, Jón, ef þú gætir hreyft hana“ og Jón sannfærðist um að þarna væri eitthvað sem hann vildi fást við, hreyfanleg myndlist. Myndlist lærði Jón í Reykjavík á árunum 1933–38 og Kaupmannahöfn 1946–47. Hann hélt sína fyrstu mál- verkasýningu í Reykjavík 1939. Hann var myndmenntakennari allt sitt líf ásamt því að starfa í brúðu- leikhúsinu. Hann stofnaði íslenska brúðuleikhúsið árið 1954. Jón sýndi bæði í Reykjavík og ferðaðist um landið með brúðusýningar í mörg ár. Brúðubílinn stofnaði hann 1976 og var með hann í 3 ár. Var ég svo hepp- in að taka við leikhúsi Brúðubílsins og var það yndisleg reynsla. Jón fylgdist alltaf með og kom á flestar sýningar. Nokkrar sýningar unnum við í Leikbrúðulandi með Jóni. Vorum á námskeiðum saman bæði á Íslandi og Norðurlöndunum. Fórum saman á brúðuleikhús-hátíðir á Norður- löndum og einu sinni til Rússlands. Jón var gamansamur og sagði skemmtilega frá. Það var hrein unun að hlusta á hann segja frá ferli sínum og margt kúnstugt kom fyrir. Einu sinni sem oftar á leikferð umhverfis landið með Kardimommubæinn gerðist það á síðustu sýningu að þeg- ar átti að kvikna í turni Tóbiasar frænda þá kviknaði í turninum í al- vöru og var þónokkurt bras að slökkva eldinn. En aldrei höfðu áhorfendur séð eins lifandi og trú- verðugan bruna og á þessari sýningu sem var sem betur fer sú síðasta í þeirri leikferð. En nú hefir tjaldið verið dregið fyrir og listamaðurinn Jón E. Guðmundsson horfið inn í vorið. Innileg hluttekning til fjöl- skyldu hans, vina og vandamanna. Helga Steffensen. Kæri Jón! Svona byrjuðu alltaf símtölin okkar: „Nei ert þetta þú?“ var hann alltaf vanur að segja. Þegar sólin hækkar á lofti, daginn fer að lengja, gróðurinn skartar sínum feg- urstu litum og skólinn á enda þá var það besti tíminn hjá Jóni til að skapa og vinna úr sínum eigin hugmyndum, sem höfðu hrannast upp allan vet- urinn meðan hann var í fullu starfi við kennslu. Hver man ekki Jón með blýantinn á lofti teiknandi á hvað sem var, með slaufuna skakka um hálsinn? Ég starfaði með Jóni af og til í mörg ár. Þá var Jón starfandi með brúðuleikhús í Tjarnarbíói und- ir nafninu Íslenska brúðuleikhúsið. Ein eftirminnilegasta sýning sem við Jón vorum með var jólasýning í sýn- ingarglugga í verslunarhúsnæði SÍS í Austurstræti. Gatan var lokuð og börnin lágu á glugganum og þrýst- ingurinn varð svo mikill að lögreglan stoppaði leikinn. Við færðum okkur bara upp á næstu hæð og áhorfendur færðu sig yfir götuna og nutu sýning- arinnar, sem endaði með jólasveina- dansi. Við Jón fórum margar skemmtilegar sýningarferðir um landið eins og t.d. til Patreksfjarðar, sem var fæðingarbær Jóns. Sagði hann mér þá þessa sögu: Hann átti að vera hjálpardrengur í sveit, reka kýr o.s.frv. en hann var alltaf að stinga af upp í fjall þar sem lítill læk- ur liðaðist niður fjallið. Með vasa- hnífinn sinn og ýsubein í vösunum skar hann út fugla og alls konar ver- ur. Sköpunargleðin byrjaði snemma hjá Jóni. Einn fagran vormorgun hringdi Jón í mig og spurði hvort ég væri til í samstarf með sér, hann hefði verið beðinn að taka að sér brúðusýningar á gæsluvöllum borgarinnar. Ég lagði til bílinn minn, venjulega drossíu og við fórum saman í kjallarann hjá Jóni þar sem allt var fullt af brúðum og af nógu að taka. Þar völdum við leikara í sýningarnar. Við vorum með ferða- leikhús sem var sett upp og tekið nið- ur hverju sinni. Þetta gekk vel fram eftir sumrinu. Alltaf þurftum við að tala hærra og hærra því áhorfenda- hópurinn stækkaði mjög ört. Við vor- um orðin raddlaus svo við fórum á fund með borgarmönnum sem af- hentu okkur stóran bíl, með bíl- stjóra, hljóðnema og hátölurum. Allt gekk eins og í sögu og ennþá rúllar Brúðubíllinn við góðar unditektir. Seinni árin var Jón með sitt eigið brúðuleikhús í bílskúr við Flyðru- grandann, sem hann innréttaði af mikilli smekkvísi og stjórnaði öllum brúðunum sjálfur. Þar var oft glatt á hjalla. Jón kenndi myndmennt við Mið- bæjarskólann og síðar við Austur- bæjarskólann. Í samstarfi okkar Jóns sá ég oft gamla nemendur heilsa upp á Jón með hlýju handtaki og stjörnur í augum. Já, það má með sanni segja að með fráfalli Jóns höf- um við misst einn af fjölhæfustu listamönnum landsins. Jón var lista- maður á heimsmælikvarða. Kæri Jón, ég veit að almættið tek- ur vel á móti þér. Þú kvaddir þennan heim með bros á brá og bráðum færðu annan heim að sjá. Þá er gott að svífa sæll á braut þar sem enginn þarf að líða þraut. Sigríður Hannesdóttir. JÓN E. GUÐMUNDSSON Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 Ástkær eiginmaður minn, TRYGGVI GUÐMUNDSSON frá Vestmannaeyjum, Arnarsmára 2, Kópavogi, lést þriðjudaginn 1. júní. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafn- arfirði þriðjudaginn 8. júní kl. 15.00. Svava Alexandersdóttir, Gylfi Tryggvason, Margrét Rósa Jóhannesdóttir, Aldís Tryggvadóttir, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Guðmundur Ási Tryggvason, Auður Traustadóttir, Sveinn Orri Tryggvason, Steinunn Ósk Konráðsdóttir, Soffía Vala Tryggvadóttir, Vilhjálmur Ólafsson, Bylgja Tryggvadóttir, Ólafur Höskuldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNAR ÞORGRÍMUR KRISTJÁNSSON Höfðagötu 11, Hólmavík, sem andaðist sunnudaginn 30. maí, verður jarðsunginn frá Hólmavíkur- kirkju 9 júní kl. 14.00. Matthildur Sveinsdóttir, Halldór Kr. Ragnarsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ágústa Kr. Ragnarsdóttir, Ingimundur Pálsson, Jóhanna B. Ragnarsdóttir, Már Ólafsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.