Morgunblaðið - 28.06.2004, Page 1
STOFNAÐ 1913 174. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Heitur
Teitur
Færeyingurinn sem spilar á kjörtíma
á Hróarskeldu 2004 í viðtali| Fólk
Fasteignablað | Viðhald og viðgerðir Fúnkis Lagnafréttir
Blóm vikunnar Hvolsvöllur Markaðurinn Hús og lög Íþróttir |
Tékkar taldir líklegastir KR tapaði á Akureyri Fylkir úr leik
NÝR Íraksher mun verða þjálf-
aður með aðstoð Atlantshafs-
bandalagsins (NATO). Var þetta
tilkynnt í Istanbúl í Tyrklandi í
gær, en í dag hefst þar leiðtoga-
fundur bandalagsins og stendur til
morguns.
Ekki liggur þó fyrir hvort þjálf-
unin sem NATO kemur til með að
veita fer fram í Írak eða annars
staðar, en þetta er lykilatriði því
að Frakkar og Þjóðverjar, sem
eindregnir andstæðingar herset-
unnar í Írak, hafa ekki viljað
senda hermenn til landsins.
Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra
í bráðabirgðastjórninni í Írak, seg-
ir aftur á móti að það sé lykilatriði
að þjálfunin fari fram innan landa-
mæra Íraks.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
og Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra sitja leiðtogafundinn fyr-
ir Íslands hönd. Segir Davíð í við-
tali við Morgunblaðið að íslensk
stjórnvöld telji sjálfsagt að NATO
verði við beiðni Íraka um aðstoð.
Halldór segir að hvað Írak varði
finnist sér menn vera hættir að
horfa til fortíðarinnar og líti þess í
stað til framtíðar, og það sé mik-
ilvægt.
Davíð og George W. Bush, for-
seti Bandaríkjanna, komu saman
til hópmyndatöku NATO-leiðtog-
anna í gærkvöld. Að sögn Illuga
Gunnarssonar, aðstoðarmanns for-
sætisráðherra, gengu þeir spöl-
korn saman en ekki kom fram
hvert umræðuefnið hafi verið.
Reuters
Davíð Oddsson forsætisráðherra ræðir við George W. Bush Bandaríkjaforseta og Kjell Magne Bondevik, forsætis-
ráðherra Noregs, er leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna komu saman til kvöldverðar í Istanbúl í gær.
NATO þjálfar Íraksher
Istanbúl. AP, AFP.
Leiðtogafundur/2
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, var endurkjörinn í kosn-
ingum sem fram fóru á laugardag.
Hann hlaut 90.662 atkvæði, eða
85,6% gildra atkvæða en 67,5%
greiddra atkvæða. Alls skiluðu 20,6%
þeirra sem mættu á kjörstað auðu at-
kvæði. Mótframbjóðendur Ólafs
hlutu mun minna fylgi, Baldur
Ágústsson hlaut 12,3% gildra at-
kvæða og Ástþór Magnússon 1,9%. Á
kjörskrá voru 213.553 manns.
Alls voru 27.627 auð atkvæði. Aldr-
ei fyrr hafa svo mörg auð atkvæði
verið talin í kosningum á Íslandi.
Fjöldi þeirra var nú í fyrsta sinn til-
kynntur jafnóðum samhliða öðrum
tölum, samkvæmt ákvörðun for-
manna fjögurra yfirkjörstjórna. Séu
auðu atkvæðin talin með hlaut Bald-
ur Ágústsson 9,9% og Ástþór Magn-
ússon 1,5%. Kjörsókn var sú minnsta
í sögu lýðveldisins, eða 62,9%.
Ólafur Ragnar Grímsson sagðist í
gær vera þakklátur fyrir það afger-
andi traust sem þjóðin hefði veitt sér
í kosningunum. „Ég er í senn auð-
mjúkur og hrærður að fá svo afger-
andi umboð, sérstaklega í ljósi þess
að þetta kemur í kjölfar einhverrar
erfiðustu ákvörðunar sem forseti Ís-
lands hefur nokkru sinni tekið. Ég
met það mjög mikils að þjóðin skuli
hafa gefið mér þennan styrk að veita
mér 85% stuðning af atkvæðum í
landinu eins og þau hafa jafnan verið
mæld.“
Ólafur segir, aðspurður um auðu
seðlana, að öflugir og sterkir aðilar í
þjóðfélaginu, þar á meðal Morgun-
blaðið, hafi barist einarðlega fyrir því
að fólk færi á kjörstað og skilaði
auðu. „Morgunblaðið átti stóran hlut
í því á kjördag með því að birta þessa
skemmtilegu en um leið sérkennilegu
fyrirsögn – fimm dálka, tveggja hæða
á forsíðu – sem yfirleitt er fyrir-
sagnastíll sem eingöngu er tengdur
heimsviðburðum. Sá heimsviðburð-
ur, sem þar var verið að segja frá, var
að það yrði greint frá auðum seðlum
jafnóðum og talið væri.“
Davíð Oddsson forsætisráðherra
telur að forsetinn hljóti að vera sleg-
inn yfir niðurstöðu kosninganna.
„Þetta hlýtur að vera reiðarslag fyrir
hann, því það hefur myndast hyldýp-
isgjá á milli hans og þjóðarinnar,“
sagði Davíð í samtali við Morgun-
blaðið. Hann bendir á, að yfir 20%
kjósenda hafi skilað auðu án þess að
nokkur hreyfing þess efnis hafi verið.
„Fólkið tekur þetta upp hjá sjálfu sér
og mætir á kjörstað eingöngu til þess
að skila auðu,“ sagði Davíð.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, telur merkilegt
að ekki hafi meira en fimmtungur at-
kvæða verið auður, „miðað við allt
það afl sem var sett í að fá fólk til að
skila auðu“, segir hann. Hann telur
forsetann hafa staðist það áhlaup
sem að honum var gert.
Halldóri Ásgrímssyni utanríkis-
ráðherra finnst athyglisvert hve
margir skiluðu auðu. „Það ríkir ekki
sá friður um forsetaembættið sem við
höfum vanist frá stofnun lýðveldisins
og við viljum sjá um þetta embætti,“
sagði hann.
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstri-grænna, vonar að þann
óróleika sem verið hefur í kringum
embættið lægi, „og andróðri gegn því
og forsetanum linni, nú þegar þjóðin
hefur fellt sinn dóm“.
Ólafur Ragnar Grímsson endurkjörinn forseti Íslands með 67,5% atkvæða
Þakklátur fyrir afgerandi umboð
Reiðarslag fyrir forsetann, segir
Davíð Oddsson forsætisráðherra
Stóðst áhlaupið sem að honum var
gert, segir Össur Skarphéðinsson
Það ríkir ekki friður um forseta-
embættið, segir Halldór Ásgrímsson
Vona að andróðri gegn forseta
linni, segir Steingrímur J. Sigfússon
Morgunblaðið/Þorkell
HÁKON krónprins Noregs og Mette-Marit krónprinsessa komu í opinbera
heimsókn til Íslands síðdegis í gær. Með þeim í för er ung dóttir þeirra,
Ingrid Alexandra prinsessa, en norsku hjónin dvelja hér á landi fram á
miðvikudag. Þau heimsóttu Bessastaði í gær og snæddu kvöldverð á Bessa-
stöðum í boði íslensku forsetahjónanna./4
!""#
#$! %"
&"!''
#"%!&#$
(!' (
)$*
#$*!$(*
Fyrsta embættisverk nýkjörins forseta
Forsetakosningar:
6/10/11/12/Leiðari
BORIS Tadic, sem hlynntur er umbótum að vestrænum
hætti, sigraði þjóðernissinnann Tomislav Nikolic í for-
setakosningunum sem fram fóru í Serbíu í gær, að því er
fram kom í tilkynningu yfirkjörstjórnar í Serbíu í gær-
kvöld. Hafi Tadic fengið tæp 52,6% atkvæða. Nikolic hafi
fengið 45,9%. Kjörsókn var 48%.
„Þessi úrslit sýna, að Serbar hafa vilja til að grípa
söguleg tækifæri,“ sagði Tadic er hann fagnaði úrslit-
unum. „Þau sýna, að ekki verður aftur snúið eftir októ-
ber 2000.“ Vísaði Tadic þar til þess er Slobodan Milosevic var hrakinn frá
völdum.
Fréttaskýrendur segja úrslitin vera til marks um, að Serbar vilji aukin
tengsl við Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið, og snúa baki við
þjóðerniseinangrunarstefnunni sem ríkt hafi í stjórnartíð Slobodans Milos-
evic.
Nikolic játaði ósigur sinn, og kenndi um „svo að segja öllum serbneskum
stjórnmálamönnum og Vesturlöndum“, sem hefðu alið á ótta meðal serb-
neskra kjósenda.
Tadic sigraði í Serbíu
Belgrad. AFP.
Boris Tadic
Fasteignir og íþróttir í dag