Morgunblaðið - 28.06.2004, Side 4

Morgunblaðið - 28.06.2004, Side 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vinsælasti sumarleyfiststaður Ítalíu. Glæsileg ströndin teygir sig kílómetrum saman eftir fallegri strandlengjunni og hér er að finna ótrúlega stemmningu yfir sumartímann, þar sem bærinn iðar af mannlífi, jafnt daga sem nætur, af innlendum sem erlendum ferðamönnum, sem koma hingað til að njóta hins besta sem sumardvöl á Ítalíu hefur að bjóða. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð frá kr. 29.895 Stökktu tilboð, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, 8. júlí, netbókun. Verð frá kr. 39.990 Stökktu tilboð, m.v. 2 í íbúð/stúdíó, vikuferð, 8. júlí, netbókun. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin í júlí Stökktu til Rimini 8. júlí frá kr. 29.895 LÁRUS Blöndal Guð- mundsson, fyrrverandi bóksali, andaðist á heimili sínu í Mos- fellsbæ 25. júní síðast- liðinn. Hann fæddist á Eyr- arbakka 11. mars 1914 og starfaði við bóka- verslun í Reykjavík frá árinu 1936. Hann stofn- aði Bókabúð Lárusar Blöndal á Skólavörðu- stíg í Reykjavík árið 1943 og rak hana ásamt útibúi fram til 1980. Lárus sat í stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur í nokkur ár. Hann sat í stjórn Félags íslenskra bókaverslana frá upphafi og gegndi formennsku á árunum 1961–78. Hann átti einnig sæti í stjórn Innkaupasam- bands bóksala frá stofnun og gegndi for- mennsku á árunum 1960–80. Lárus átti sæti í stjórn Kaupmanna- samtaka Íslands, stjórn Skógræktarfélags Ís- lands frá 1958 og í stjórn Eyrbekkinga- félagsins í Reykjavík frá stofnun þess. Eftirlifandi eigin- kona Lárusar er Þórunn Kjartans- dóttir húsmóðir. Þau eignuðust fimm börn sem öll eru á lífi. Andlát LÁRUS BLÖNDAL GUÐMUNDSSON „Það er margt sem tengir okkur Íslendinga og Norðmenn saman og Norðmenn kunna vel að meta ís- lenska menningu, til dæmis tónlist, kvikmyndir og auðvitað menningar- arfleifðina. Það er líka margt í við- skiptalífinu sem tengir okkur sam- an, til dæmis sjávarútvegurinn. Við erum með samsvarandi atvinnuvegi sem eru mikilvægir fyrir bæði löndin,“ sagði Hákon. Leifur íslenskur eða norskur? Hákon var spurður hvort hann liti á Leif Eiríksson sem Íslending eða Norðmann og svaraði hann því til að þjóðirnar gætu átt Leif sam- an. Ólafur bætti við að Snorri væri þó íslenskur og vísaði til þess að hann átti jörð á Bessastöðum. Því væri vel við hæfi að heimsókn þeirra hjóna hæfist einmitt þar. Krónprinsinn sagði á blaða- mannafundinum að hann hlakkaði til að kynnast betur sameiginlegri sögu Íslendinga og Norðmanna. Þá sagðist hann einnig vilja kynnast betur „nútíma“ Íslandi og íslensku atvinnulífi. Í dag heimsækja Hákon krón- prins og Mette-Marit krónprins- essa Þjóðmenningarhúsið þar sem þau skoða handritasýninguna, þá munu þau kynna sér starfsemi Nesjavallavirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, skoða Þingvelli og leggja leið sína á Grundartanga. Um kvöldið snæða þau kvöldverð í boði Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra í Reykholti í Borgarfirði. Dagskrá morgundagsins verður sömuleiðis þéttskipuð hjá norsku hjónunum en þau halda utan á ný á miðvikudag. ÞAÐ gustaði hressilega um Hákon krónprins og eiginkonu hans, Mette-Marit krónprinsessu, við upphaf opinberrar heimsóknar þeirra til Íslands síðdegis í gær. Með þeim í för er ung dóttir þeirra, Ingrid Alexandra prinsessa auk embættismanna frá norska ut- anríkisráðuneytinu og konungshöll- inni og norskra fréttamanna. Hjónin héldu beint til Bessastaða þar sem Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans, Dorrit Moussa- ieff, tóku á móti þeim, en að því búnu var efnt til fréttamanna- fundar á Bessastöðum þar sem þau svöruðu spurningum blaðamanna. Um kvöldið snæddu þau á Bessa- stöðum í boði íslensku forseta- hjónanna. Hjartanlega velkomin til Íslands „Það er mér mikil ánægja að bjóða norska krónprinsinn og krón- prinsessuna hjartanlega velkomin til Íslands. Það hefur verið hefð fyrir því að norskir krónprinsar heimsæki Ísland. Ólafur Nor- egskonungur kom hingað fyrst þegar hann var krónprins og loks Haraldur krónprins og nú er það Hákon krónprins og Mette-Marit krónprinsessa ásamt Ingrid Alex- öndru prinsessu sem heimsækja Ís- land. Það er í raun merkilegt að við eigum okkur yfir þúsund ára sögu milli Íslands og Noregs, en þetta er í raun í fyrsta sinn sem hér á Íslandi er staddur norskur krón- prins og norsk krónprinsessa og líka næsti erfingi krúnunnar. Það hefur aldrei gerst áður í langri sögu Íslands og Noregs, allt frá dögum Haraldar hárfagra til vorra tíma,“ sagði Ólafur Ragnar. Hákon krónprins sagði að hann og Mette-Marit væru afar ánægð með að hafa átt tækifæri til að heimsækja Ísland og að margt væri líkt með þjóðunum tveimur. Hákon krónprins Noregs og Mette-Marit krónprinsessa eru komin í opinbera heimsókn til Íslands „Margt sem tengir Íslendinga og Norðmenn“ Morgunblaðið/Þorkell Það var létt yfir Hákoni krónprins Noregs og Mette-Marit krónprinsessu og íslensku forsetahjónunum við upphaf kvöldverðar á Bessastöðum í gærkvöld sem haldinn var til heiðurs norsku hjónunum sem komu til landsins í gær. HÁKON Magnús krónprins Noregs sagðist feta í fótspor föður síns og afa, sem báðir hafa sótt Ísland heim, við há- tíðarkvöldverð á Bessastöð- um í gærkvöldi. Hann sagði að það væri sér sérstök ánægja að hafa krónprins- essuna Mette-Marit með sér við hlið, en þetta er í fyrsta skipti sem krónprinsessan kemur í heimsókn til lands- ins. Þetta er einnig fyrsta opinbera heimsókn dóttur konungshjónanna, Ingrid Alexandra. Hákon ræddi sameiginlegan bakgrunn þjóðanna og tengsl bæði í nú- tíð og fortíð, „Því verður ekki á móti mælt að við erum bræðraþjóðir og verðum það áfram.“ „Fögur er hlíðin, svo að mér aldrei jafnfögur sýnst“ Hann vitnaði í ræðu sinni til frægra orða Gunnars frá Hlíðarenda „Fögur er hlíðin, svo að mér aldrei jafnfögur sýnst,“ og benti á hvernig Norðmönnum liði eins og þeir væru komnir til heima- haganna þegar þeir kæmu til landsins og þakkaði fyrir stórkostlegar móttökur. Hann ræddi hvernig Norð- menn kynnist Íslandi fyrst í gegnum Brennu-Njálssögu, og hvernig boðskapur Íslend- ingasagnanna sé að heiður og kjarkur geti skipt meira en lífið sjálft og að yfirlýsing Gunnars beri vitni um þá ást hans á landi sínu og býli sem við gætum samsamað okkur við. Alþjóðlegt samstarf bar á góma eins og aðild að NATÓ og EES-samningurinn sem „hefur tryggt aðild okk- ar að innra markaði ESB í rúman áratug“. Við lok ræðu sinnar skilaði Hákon krónprins kveðju frá konungi og drottningu Nor- egs til forseta Íslands og þjóðarinnar allrar. Eru og verða bræðraþjóðir ÞORSTEINN Þorsteinsson og Magnús Örn Úlfarsson, Tafl- félagi Reykjavíkur, og Davíð Kjartansson og Rúnar Sigur- pálsson, Skákfélagi Akureyr- ar, urðu efstir og jafnir með sjö vinninga í níu skákum á fimmta mótinu í Bikarsyrpu Eddu útgáfu og Taflfélagsins Hellis, sem fram fór í gær- kvöld. Hellir fagnaði við sama tækifæri 13 ára afmæli á ICC- netþjóninum. Alls tóku 32 keppendur þátt í mótinu. Skákmót Hellis og Eddu Fjórir jafnir og efstir endur, að því er fram kemur í til- kynningu á heimasíðu FÍA. Flugmenn FÍA hjá Icelandair, Flugfélagi Íslands, Íslandsflugi og Bláfugli hafa allir samþykkt nýgerð- an kjarasamning við þessi félög. FÍA og Icelandair skrifuðu undir kjara- samning í maí sl. og í framhaldi af því náðist að ljúka samningum við Flug- félagið, Íslandsflug og Bláfugl. Er í KOMNIR eru á kjarasamningar flugmanna og stærstu viðsemjenda þeirra. Í fyrradag samþykktu flug- menn Bláfugls samning sem Félag íslenska atvinnuflugmanna (FÍA) gerði við félagið. FÍA á nú í viðræð- um við ríkið vegna flugmanna Land- helgisgæslunnar og eftir er að end- urnýja samninga við Flugskóla Íslands og nokkra smærri flugrek- öllum tilvikum kominn á kjarasamn- ingur með samþykkt flugmanna við- komandi félaga. Flugmenn Flugleiða samþykktu nýjan samning með miklum meiri- hluta. Þá hafa flugmenn hjá Íslandsflugi og Flugfélagi Íslands, um 100 að tölu, samþykkt sinn samning. Alls eru um 400 félagsmenn hjá FÍA. Flestir flugmenn með nýjan samning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.