Morgunblaðið - 28.06.2004, Side 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 9
Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222.
www.feminin.is
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16.
Pils, pils,
pils
Mikið úrval af
pilsum í
mörgum síddum
Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347
Fataprýði
Sérhönnun, st. 42-56
Sumarsala
20% afsláttur af hörfatnaði
Fyrstur kemur fyrstur fær
Póstsendum
Laugavegi 4, sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Útsalan
í fullum gangi
Stórútsala
í kjallara
byrjar í dag
Skólavörðustíg 7, RVÍK, Sími 551-5814
Stærsta töskuverslun landsins
Gæðatöskur á frábæru verði!
Verð kr.
7.100.-
Verð kr.
6.800.-
Verð kr.
4.700.-
Verð kr.
3.400.-
Verð kr.
2.300.-
Verð kr.
4.600.-
Verð kr.
9.200.-
Verð kr.
10.300.-
Ný sending
Laugavegi 63, sími 551 4422
Sumarútsalan
hafin
30-70%
afsláttur
Opið mán.-fös. 10-18,
lau. 10-16, sun. 12-16.
Tokyo, Hjallahrauni 4,
Hafnarfirði, sími 565 8444.
Sumartilboð - 30%!
Full búð af nýjum vörum
fyrir hunda ketti og önnur gæludýr.
30% afsláttur af öllum vörum.
FAGNAÐ var á Akureyrarflugvelli
fimmtíu ára flugferli Arngríms Jó-
hannssonar, flugstjóra og annars
stofnanda flugfélagsins Atlanta, með
sýningu um flugferil hans á Flug-
safni Akureyrar um helgina. Jafn-
framt var keppt í listflugi, sýnt list-
flug, svifflug og módelflug og boðið
var uppá útsýnisflug. Arngrímur
flaug stutta ferð í svifflugu, sem
hann hóf flugnám sitt á fyrir fimmtíu
árum, rennisvifflugan Grunau 9, sem
smíðuð var 1937 og dregin var á loft
af vélflugu.
„Þetta var mjög skemmtilegt,“
sagði Arngrímur í samtali við Morg-
unblaðið að loknu fluginu en fannst
að öðru leyti heldur mikið gert úr
þessum tímamótum. Flugferli hans
er þó vart lokið því hann getur hald-
ið áfram þar til hann nær 65 ára
aldri á næsta ári. Arngrímur sagði
að þarna hefðu verið viðstaddir ýms-
ir frumkvöðlar og forgöngumenn í
fluginu á Akureyri, m.a. Gísli Ólafs-
son, einn stofnenda Flugskóla Ak-
ureyrar og Viktor Aðalsteinsson,
fyrsti flugkennari skólans. Viktor
hóf einmitt feril sinn sem flugstjóri
sama dag og Arngrímur byrjaði
flugnámið. „Þetta hefur verið mikið
ævintýri að taka þátt í þessari ótrú-
legu þróun sem verið hefur í fluginu
þessi ár, að fljúga DC-3, DC-4,
DC-6, Boeing 707 þotum og síðar
737 og 747,“ sagði Arngrímur.
Halldór Blöndal, forseti Alþingis,
opnaði sýninguna og rifjaði upp að
þegar hann var samgönguráðherra
hefði vöxtur og viðgangur Atlanta
verið mikill undir stjórn stofnend-
anna, Arngríms og Þóru Guðmunds-
dóttur, með mikilli starfsemi erlend-
is. Önnur fyrirtæki hefðu fetað í
fótspor þeirra með því að hasla sér
völl erlendis. Við opnunina flutti
Brendan Brian kveðju frá erlendum
starfsbræðrum og vinum Arngríms.
Arngrímur þakkaði fyrir sig og
sagði að hann einn ætti ekki skilið
slíka viðhöfn og nefndi nokkra eldri
flugmenn sem voru viðstaddir en eru
nú hættir störfum.
Svanbjörn Sigurðsson, sem veitir
Flugsafni Akureyrar forstöðu, segir
að draumurinn sé að byggja 2.100
fermetra hús í viðbót við núverandi
hús sem er 500 fermetrar. Sagði
hann það myndu kosta um 60 millj-
ónir króna.
Fimmtíu ára flugafmæli fagnað á Akureyri um helgina
Morgunblaðið/RAX
Á myndinni má sjá Arngrím Jóhannsson í aðdraganda að lendingu á renniflugu sinni með íslenska fánanum. Þess-
ari flugvél flaug Arngrímur fyrst á ferli sínum þegar hann hóf flugnám fyrir fimmtíu árum,
„Þetta hefur verið
mikið ævintýri“
Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Atlanta, aðstoðar Arngrím Jóhannsson
úr flugvél sinni eftir að Arngrímur sýndi loftfimleika í sýningarflugi.
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Ýmislegt áhugavert
fyrir safnara