Morgunblaðið - 28.06.2004, Side 11

Morgunblaðið - 28.06.2004, Side 11
FORSETAKOSNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 11 ÉG FÓR í þetta til að vinna en hins vegar segja mér fróðir menn að það sé mjög gott að fá þetta fylgi eftir þetta stutta kynningu,“ segir Baldur Ágústsson forseta- frambjóðandi um úrslit forseta- kosninganna. „Ég varð fyrir vonbrigðum að ná ekki kosningu, ég taldi mig hafa hluti fram að færa sem hefðu hjálp- að þjóðinni og nýst, en það gat auð- vitað aðeins einn einstaklingur unn- ið þetta.“ Um fjölda auðra atkvæðaseðla segir hann „leitt að fólk skuli ekki taka þátt í kosningu því að lýðræð- ið eigum við öll en því aðeins að við pössum það og nýtum það“. Baldur segir athyglisvert að þeg- ar tillit sé tekið til allra kosn- ingabærra manna og auðir og ógildir seðlar og atkvæði greidd Ástþóri og sér séu dregin frá standi eftir að einungis þrjátíu prósent kosningabærra manna hafi greitt Ólafi atkvæði sitt. Baldur segist ekki hafa íhugað hvort hann gefi kost á sér eftir fjögur ár. „Mér fannst vera full þörf á að gefa kost á mér núna og ég hef ekkert hugsað um hvað ég geri eft- ir fjögur ár. Mér er hins vegar efst í huga sérstakt þakklæti til þeirra sem kusu mig og þeirra sem hjálp- uðu mér og sýndu mér persónulega velvild á þessum tíma,“ segir Bald- ur Ágústsson. Baldur Ágústsson segist hafa boðið sig fram til embættis forseta Íslands til að vinna „Varð fyrir von- brigðum að ná ekki kosningu“ Morgunblaðið/Þorkell Baldur Ágústsson ásamt eiginkonu sinni og kosningastjóra á kosningavöku sl. laugardagskvöld. „ÉG ÓSKA Ólafi Ragnari til hamingju með kjörið,“ segir Davíð Oddsson forsætisráð- herra um úrslit forsetakosninganna á laug- ardaginn. Davíð segir niðurstöður kosning- anna athyglisverðar og að mati hans hefur myndast hyldýpisgjá á milli forsetans og þjóðarinnar. Kosningaþátttaka hrynur „Því er ekki að neita að þessar tölur eru mjög athyglisverðar. Einu sambærilegu töl- urnar sem við eigum eru kosningarnar 1988 þegar frú Vigdís Finnbogadóttir, sem hafði setið í forsetaembætti í átta ár eins og Ólaf- ur Ragnar hefur gert, fékk framboð af sama toga á móti sér og Ólafur fékk núna,“ segir Davíð. „Þá fékk hún rúm 94% atkvæða og var með nálægt 70% atkvæðisbærra manna á bak við sig. Þá var kosningaþátttakan 73% en hrynur núna niður í 62%, sem er það allra minnsta sem menn hafa séð. Fyrir að- eins ári kusu 88% í alþingiskosningunum. Ólafur Ragnar er með rétt rúm 40% at- kvæðisbærra manna á bak við sig á meðan frú Vigdís var með rétt tæp 70% atkvæð- isbærra manna á bak við sig við alveg sömu aðstæður,“ segir Davíð. Fólk tók upp hjá sjálfu sér að mæta á kjörstað og skila auðu „Síðan gerist það að auðir seðlar eru 21% án þess að nokkur hreyfing sé í gangi, án þess að nokkur skrifstofa sé að skipuleggja eða nokkur sé með hvatningu í þá áttina. Fólkið tekur þetta upp hjá sjálfu sér og mætir á kjörstað eingöngu til þess að skila auðu. Þetta hefur aldrei sést áður, auk þess sem aðrir frambjóðendur fá meira saman- lagt fylgi en menn áttu von á að þeir myndu fá. Þetta segir manni að fólk vill hafa for- seta sem er forseti þjóðarinnar allrar, eins og 70% tala frú Vigdísar sýndi. Þetta sýnir jafnframt að atlaga Ólafs Ragnars að þinginu hefur orðið til þess að hann fær að- eins 40% atkvæðisbærra manna nú. Þessi gríðarlegi munur segir alla söguna,“ segir Davíð. „Þetta hlýtur að vera áfall fyrir Ólaf en auðvitað vona ég að hann taki mið af þessu og hlusti á þau skilaboð sem hann er að fá frá fólkinu í land- inu og vilji vera forseti allrar þjóðarinnar, ekki pólitískur forseti hinna gömlu samherja sinna í Alþýðubandalaginu og þeirra úr þeim flokki sem nú eru í Samfylkingunni,“ segir Davíð Oddsson ennfremur. Spurður hvort sú ákvörðun forseta að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar hafi að hans mati ráðið miklu um niðurstöðu kosn- inganna sagði Davíð: „Þessi atlaga gegn þinginu, sem er alveg óþekkt hér á landi og enginn hafði gert ráð fyrir að nokkur forseti myndi nokkru sinni gera, hlýtur að skýra þennan mun. Ef það er ekki hún sem skýrir þennan mun, hvað er það þá? Þetta eru við- brögðin við því. Fólki þykir vænt um for- setaembættið og vill ekki láta fara svona með það,“ segir hann. Hlýtur að vera reiðarslag – Getur forsetinn að þínu mati ekki litið á úrslitin sem sigur? „Ef hann gerir það, þá er hann bara að hugsa sem stjórnmálamaður, sem nægir að hafa 40% atkvæðisbærra manna á bak við sig. En ef hann vill vera forseti allrar þjóð- arinnar, þá hlýtur hann að vera mjög sleg- inn. Þetta hlýtur að vera reiðarslag fyrir hann, því það hefur myndast hyldýpisgjá á milli hans og þjóðarinnar,“ svarar Davíð. Spurður hvort þessar kosningar muni setja mark sitt á næsta kjörtímabil forseta og embætti forseta til lengri tíma litið segir Davíð: „Ég vona að Ólafur Ragnar geri sitt til þess að forsetaembættið jafni sig eftir þetta, því fólkinu í landinu finnst vænt um þetta embætti og vill ekki að það sé eyði- lagt.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra segir tölur forsetakosninganna mjög athyglisverðar Hyldýpisgjá milli forseta og þjóðar ÁSTÞÓR Magnússon forsetaframbjóðandi segir úrslit kosninganna ekki koma sér óvart þar eð umræðan í fjölmiðlum hafi bent til þess að hann yrði „krossfestur“ í kosningunum. „Ég er reyndar með fleiri fylgismenn en Kristur þegar hann var uppi og hann var krossfestur og hann reis upp aftur þannig að upprisan verður bara næst – að fjórum árum liðnum,“ segir Ástþór, sem mun halda gangandi vefnum www.forsetakosningar.is, en þar getur fólk sent inn tillögur og ábendingar við stefnu Ástþórs í frið- armálum. Auðir seðlar segja ekki neitt Ástþór fékk 1,9% fylgi, af atkvæðum greiddum forsetaefnunum. Hann segir dræma kjörsókn skýrast af því að hluta að málefnaleg umræða um for- setakosningarnar hafi hafist of seint sem hafi skapað visst áhugaleysi hjá kjósendum. Ástþór segir það mikil vonbrigði að jafn margir hafi skilað auðum atkvæðaseðlum og raun bar vitni. „Mér finnst það alveg grátlegt að fimmt- ungur þjóðarinnar skuli hafa gengið með svo tómt harta á kjörstað, að það hafi ekki getað lagt friðarmálunum lið. Atkvæði greitt mér hefði verið miklu öflugri mót- mæli gegn forsetanum en að skila auðu. Auðir seðlar segja ekki neitt og mér finnst það að ganga á kjörstað og skila auðu vera lítilsvirðing við lýðræði í landinu og lýsa svolítið því fólki sem gerir þetta.“ Ástþór segir að grundvöllur lýðræðis hljóti að byggjast á því að kjósendur komi fram með sína eigin frambjóðendur, séu þeir ekki ánægðir með þá sem fyrir eru. „Það þýðir ekki bara að stinga höfðinu í sandinn eins og þeir gera með tómum at- kvæðaseðlum. Mér finnst þetta hættuleg þróun og hún leysir ekki neitt,“ segir Ást- þór Magnússon. Morgunblaðið/Þorkell Ástþór Magnússon hitti fylgismenn sína á kosningavöku á Gauki á Stöng í fyrrakvöld. Ástþór Magnússon segir úrslit forsetakosninganna ekki koma á óvart Málefnaleg umræða hófst of seint HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra óskar forseta Íslands til hamingju með kosn- inguna, en Morgunblaðið náði sambandi við Halldór þar sem hann er á leið- togafundi NATO í Ist- anbúl. „Það sem vekur at- hygli allra er lítil þátttaka í kosningunum, sem mér finnst vera áhyggjuefni, ekki bara í þessum kosn- ingum heldur almennt. Það hefur verið aðalmerki Ís- lendinga að taka virkan þátt í kosningum,“ sagði Halldór. Hlýtur að vekja mikla athygli hve margir skila auðu „Í öðru lagi hlýtur það að vekja mikla at- hygli hve margir skila auðu, og ég tel að nið- urstaða kosninganna sýni, svo ekki verður um villst, að það ríkir ekki sá friður um for- setaembættið sem við höfum vanist frá stofn- un lýðveldisins og við viljum sjá um þetta embætti,“ bætti hann við. „Mér finnst að búið sé að draga forseta- embættið inn í pólitísk dægurmál. Það var alltaf hugmyndin að forsetaembættið stæði utan við það og það er forsenda þess að það geti ríkt friður um það, og ég hef áhyggjur af því,“ sagði Halldór að lokum. Halldór Ásgrímsson segir litla þátttöku vekja athygli Embættið dreg- ið inn í pólitísk dægurmál

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.