Morgunblaðið - 28.06.2004, Side 14

Morgunblaðið - 28.06.2004, Side 14
ERLENT 14 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ ingkosningar fara fram í Kanada í dag. Kjósendur þar í landi eru óánægðir og virðast reiðubúnir að breyta til eftir tíu ára valdatíð meirihlutastjórnar Frjálslynda flokksins, og samkvæmt skoð- anakönnunum er minnihlutastjórn næst á dagskránni. Keppni stærstu flokkanna um stuðning kjós- enda hefur ekki verið svona hnífjöfn síðan á átt- unda áratugnum, og helsta ástæðan fyrir því að stjórn Pauls Martins, formanns Frjálslynda flokksins, mun nú að öllum líkindum missa meiri- hlutann er fjármálahneyksli sem kom upp á yf- irborðið í fyrra, og hafa frjálslyndir verið sakaðir um hroka sem rekja megi til þess að þeir hafi setið of lengi að völdum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Íhalds- flokkurinn, undir forystu Stephens Harpers, sem sjálfur hefur aldrei setið í ríkisstjórn, mun að öll- um líkindum vinna mikið á í kosningunum, en ekki er þó útlit fyrir að hann nái meirihluta á þinginu, þar sem eru 308 sæti alls. Allra augu munu því beinast að minni flokk- unum tveim, Nýja demókrataflokknum (NDP), sem er vinstriflokkur, og Bloc Quebecois, sem er flokkur aðskilnaðarsinna í Québec-fylki, en líklegt má telja að annar hvor stóru flokkanna myndi minnihlutastjórn með stuðningi annars hvors eða beggja þessara minni flokka. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var á laug- ardaginn fær Frjálslyndi flokkurinn 117 þingsæti, Íhaldsflokkurinn 109, Bloc 60 og NDP 27. Harper dygði samkvæmt þessu stuðningur Bloc til að mynda stjórn, en sá stuðningur fengist ekki nema með stórum loforðum um bættan hag Québec, og kósendur í vesturhluta Kanada, þar sem stuðn- ingur við Íhaldsflokkinn er mestur og dyggastur, hafa fengið yfir sig nóg af sérkröfum Québec. Mikið ber aftur á móti í milli íhaldsmanna og NDP, einkum og sér í lagi í heilbrigðismálum. Því er ljóst, að þótt Harper fái stjórnarmyndunar- umboð að kosningum loknum gæti það reynst honum erfitt að tryggja minnihlutastjórn sinni stuðning, nema þá helst fyrir atbeina sjálfra erki- fjendanna, Frjálslynda flokksins. Martin tók við forsætisráðherrastólnum af Jean Chrétien í desember sl., og boðaði til þessara kosninga áður en kjörtímabilið var úti í því augna- miði að fá sjálfur umboð frá kjósendum til stjórn- armyndunar. Reyndar mun einnig vera fyrir því nokkuð sterk hefð í Kanada, að stjórnvöld boði kosningar áður en kjörtímabilinu lýkur. Martin er 65 ára forstjóri skipafélags, og gat sér gott orð sem fjármálaráðherra í stjórn Chréti- ens með því að vinna bug á gífurlegum fjár- lagahalla. Frjálslyndi flokkurinn – sem oft er sagður vera hinn sjálfgefni stjórnarflokkur í Kan- ada – ætlar sér nú að vinna fjórða kosningasig- urinn í röð. „Hvers konar Kanada viljið þið?“ hefur Martin ítrekað spurt kjósendur á kosningafundum, og gefið þá mynd af sjálfum sér að hann standi vörð um ríkisrekið heilbrigðiskerfi og félagslegt örygg- isnet, en sakað Harper og íhaldsmenn um að ætla að lækka skatta og draga úr heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að koma á svipuðu fé- lagsþjónustukerfi og Bandaríkjamenn hafi. Að þessu leyti er Frjálslyndi flokkurinn mun nær stefnu NDP og ætti því auðveldara með að tryggja sér stuðning hans til myndunar minni- hlutastjórnar. En samkvæmt skoðanakönnuninni á laugardaginn myndi það ekki duga, og Martin yrði líka að leita á náðir aðskilnaðarsinnanna í Bloc Quebeqois. Því er útlit fyrir að eftir kosning- arnar verði það Gilles Duceppe, leiðtogi Bloc, sem hefur öll tögl og hagldir. Harper hefur heitið því að komist hann til valda muni hann lækka skatta á millistéttarfólk, auka útgjöld til hernaðarmála og færa valdið enn frek- ar frá alríkisstjórninni í Ottawa og til fylkisstjórn- anna. Harper hefur ennfremur fullyrt að Frjáls- lyndi flokkurinn muni gera hvað sem er til að halda völdum, og því yrði samstarf frjálslyndra við Bloc og NDP „spillingarhrærigrautur gerður úr skattpíningu og aðskilnaðarstefnu“. Gæfan hefur heldur betur snúist Duceppe og flokki aðskilnaðarsinna í hag undanfarið. Syst- urflokkur Bloc, Parti Quebeqois, missti völdin á fylkisþinginu í Québec í fyrra, en nú er allt útlit fyrir að Bloc vinni sinn stærsta sigur í kosningum til alríkisþingsins í Ottawa. Duceppe vill reyndar ekkert með það þing hafa, því stefna hans er jú sú, að Québec verði sjálfstætt ríki. „Québec, en ekki Kanada, er heimaland Qué- bec-búa,“ hefur hann sagt. Í þjóðaratkvæða- greiðslu 1995 munaði innan við einu prósenti að aðskilnaðarsinnar hefðu betur. Í Québec-fylki – þar sem Martin á heima – mun Bloc að líkindum fá um 50% greiddra atkvæða, og hafa aldrei notið meiri stuðnings þar. Stuðningur við Frjálslynda flokkinn hefur minnkað mest í Québec eftir að í ljós kom, að milljónir dollara af opinberu fé höfðu verið látnar renna til auglýs- ingafyrirtækja sem voru vinveitt flokknum. En frjálslyndir hafa líka glatað stuðningi í Ontario, einkum vegna óvinsællar fylkisstjórnar flokksins þar, en Ontario hefur löngum verið helsta vígi flokksins. Fari kosningarnar á þá lund sem skoðanakönn- unin á laugardag bendir til ber landstjóranum, Adrienne Clarkson, samkvæmt kanadísku stjórn- arskránni að fela sitjandi forsætisráðherra stjórn- armyndunarumboðið. Það verður því líklega Martin sem fyrstur fær tækifæri til að fara á fjör- urnar við Duceppe og Jack Layton, leiðtoga NDP. En síðan í síðustu heimsstyrjöld hefur rík- isstjórn byggð á samstarfi þessara flokka aldrei setið lengur en í tvö ár, og spá margir stjórn- málaskýrendur því, að aðrar kosningar fari fram síðar á árinu. Aðskilnaðarsinnar að öllum líkindum með tögl og hagldir Toronto. AFP. AP Gilles Duceppe, leiðtogi flokks aðskilnaðarsinna, ræðir við frambjóðanda flokksins í Montréal. Reuters Forsætisráðherra Kanada, Paul Martin, virtist tiltölulega afslappaður er hann flutti kjósendum í Ed- monton í Alberta-fylki boðskap sinn í síðustu viku. Hann á þó undir högg á sækja í kosningunum. ’Québec, en ekki Kanada, erheimaland Québec-búa‘ Fréttaskýring | Allt útlit er fyrir að Frjálslyndi flokkurinn missi þingmeirihluta sinn í kosning- unum sem fram fara í Kanada í dag, og að frjálslyndir eða Íhaldsflokkurinn myndi minni- hlutastjórn. En hvorugur flokk- urinn virðist eiga möguleika á því, nema reiða sig á stuðning flokks aðskilnaðarsinna í Québec. TERRY Goertzen, mennoníta- prestur í Winnipeg í Kanada, steig á þetta 5,5 metra háa reið- hjól um helgina og komst þannig í heimsmetabók Guinnes. Er þetta hæsta reiðhjól sem hjólað hefur verið á í heiminum. Goertzen smíðaði reiðskjótann sjálfur. AP Alvanur reiðhjóli Í ÓSLÓ er hafin bygging mosku sem verða mun sú stærsta á Norðurlöndum, að því er Aftenposten greinir frá. Á húsið að verða fullbúið næsta haust, og verður þar rúm fyrir 2.500 manns. Moskan rís í Grønland- hverfinu í Ósló, en stærsti múslímasöfnuðurinn í Noregi hefur beðið lengi eftir því að moskan verði byggð. „Þörf okkar fyrir nýja mosku hefur verið afar brýn í nokkur ár. Söfnuðurinn fer sístækkandi og lengi hefur ekki verið rúm fyrir alla á trúarhátíðum okk- ar,“ hefur Aftenposten eftir Hafiz Tanver Hussain, frammámanni í Jamaat-E Ahl-E Sunnat, stærsta músl- ímasöfnuði Noregs. Ósló Stærsta moska Norður- landa ÁFORM Evrópusambandsins (ESB) um að byrja um næstu ára- mót að hrinda í framkvæmd ráð- stöfunum gegn fjármagnstekju- skattaflótta ESB-borgara munu frestast um að minnsta kosti hálft ár, að því er embættismenn greindu frá. Fastafulltrúar ESB-ríkjanna 25 ákváðu á lokuðum fundi á miðviku- dag að fresta gildistöku nýrra reglna sem að þessu lúta til 1. júlí 2005 eftir að ekki tókst að fá tryggingar fyrir því að „skatta- paradísirnar“ Sviss og Liechten- stein, sem standa utan ESB, myndu hafa tekið upp hliðstæðar ráðstafanir fyrir 1. janúar. Ákvörðunin verður tekin formlega á fundi ráðherra ESB á mánudag, að sögn Jonathans Todd, tals- manns framkvæmdastjórnar sam- bandsins. Sviss og Liechtenstein undirrit- uðu þann 19. maí sl. samkomulag við ESB um að vinna saman að því að hindra borgara ESB-landa í að koma sér hjá því að greiða skatta af tekjum sem þeir hafa af fjár- magni geymdu í erlendum fjár- málastofnunum. En svissneskir stjórnarerindrekar hafa tjáð ESB að svissnesk stjórnvöld geti ómögulega komið slíkum reglum í lög hjá sér fyrir áramót. Hugs- anlegt væri að það næðist fyrir 1. júlí 2005, en þó aðeins ef ekki yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Það er þó líklegt, enda er söfnun undirskrifta til að knýja slíka atkvæðagreiðslu fram þegar hafin í Sviss. Fulltrúar Liechten- stein hafa líka tjáð ESB að 1. jan- úar væri of knappur frestur til lög- leiðingar umræddra reglna. Samkomulagið, sem loks náðist í maí, kveður á um að stjórnvöld í hverju ESB-landi sjái um að inn- heimta fjármagnstekjuskatt af sparifé sem borgarar annarra ESB-landa geyma í viðkomandi landi, eða að öðrum kosti miðli upplýsingum til stjórnvalda þess lands þar sem fjármagnseigandinn á lögheimili svo að þau geti séð um að innheimta skattinn. Áratugur er síðan fyrst var farið af stað með að reyna að koma slíku samkomu- lagi í kring, en dróst bæði vegna strangra laga um bankaleynd í ESB-löndunum Lúxemborg, Aust- urríki og Belgíu og spurningarinn- ar hvernig reglurnar yrðu látnar ná til landa eins og Sviss og Liechtenstein. ESB-aðgerðir gegn skattaflótta frestast

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.