Morgunblaðið - 28.06.2004, Side 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 15
www.ils.is
Peningar í
stað húsbréfa
Frá og með 1. júlí 2004 gefst
viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs kostur á
að taka peningalán, gegn ÍLS-veðbréfum.
Hægt verður að taka ÍLS-lán til 20, 30
eða 40 ára og heimilt verður að stytta
eða lengja lánstímann samkvæmt reglum
sem Íbúðalánasjóður mun setja þar að
lútandi.
Íbúðalánasjóður býðst til að skipta samtals (eins og fram kemur hér fyrir neðan í hverjum
flokki fyrir sig) allt að hámarksmagni útistandandi skuldabréfa í 1., 2., 3. og 4. flokki hús-
og húsnæðisbréfa fyrir ný íbúðabréf á gjalddaga í febrúar 2024, í 5. og 6. flokki fyrir ný
íbúðabréf á gjalddaga í apríl 2034 og í 7. flokki fyrir ný íbúðabréf á gjalddaga í júní 2044.
Flokkur Skiptanleg skuldabréf Hámarksmagn
sem tekið verður við
1 1. flokkur 1996 húsnæðisbréf 100%
2 2. flokkur 1996 húsbréf 85%
3 1. flokkur 1998 húsbréf 85%
4 1. flokkur 2001 húsbréf 85%
5 2. flokkur 1998 húsbréf 85%
6 2. flokkur 1996 húsnæðisbréf 100%
7 2. flokkur 2001 húsbréf 85%
Frá 28.-30. júní býðst eigendum húsbréfa að skipta á þeim fyrir hin nýju,
markaðsvænu íbúðabréf. Hafðu samband við banka þinn, sparisjóð eða verðbréfa-
fyrirtæki og fáðu ráðgjöf vegna þessa.
Ef magnið sem boðið verður í einhverjum flokki fer fram úr því hámarksmagni sem tekið verður við verða
beiðnir vegna þess flokks lækkaðar hlutfallslega, eins og lýst er í minnisblaði um skuldabréfaskiptin.
Endanlegt skiptaverð verður tilkynnt þann 28. júní. Stefnt er að uppgjöri þann 7. júlí 2004.
Bankar, sparisjóðir og verðbréfafyrirtæki sjá um milligöngu skiptanna.
Borgartún 21, 105 Reykjavík,
sími: 569 6900, fax 569 6800, www.ils.is
Áttu húsbréf?
Breytt Íbúðalánasjóðslán
ÚTSENDARI bandarísku leyni-
þjónustunnar, CIA, hefur valdið
uppnámi, en eins og vænta má af
njósnara hefur hann haldið nafni
sínu leyndu. Hann heitir „Nafn-
laus“. Í bók eftir þennan laumulega
mann, sem út kemur í næsta mán-
uði, er herför Bandaríkjanna gegn
hryðjuverkastarfsemi í heiminum
gagnrýnd harðlega.
Bókin heitir Heimsveldishroki:
Ástæða þess, að Vesturlönd fara
halloka í hryðjuverkastríðinu, og
höfundurinn nafnlausi hefur starf-
að hjá CIA í 23 ár. Hann telur
marga galla vera á stefnu Banda-
ríkjamanna og leyniþjónustu-
starfsemi þeirra, og að sístækkandi
hluti hins íslamska heims sé ósáttur
við aðgerðir Bandaríkjamanna.
Róttækir leiðtogar nýti sér þetta,
og fullyrði að íslam sæti árásum
Bandaríkjamanna.
Nafnlaus viðurkennir að hann sé
ekki lengur fremstur í flokki
bandarískra njósnara, en hann
kveðst ekki vera að leita hefnda.
Segist hann af fáu eða engu jafn-
hreykinn og því, að tilheyra banda-
rísku leyniþjónustunni.
Bókin er þegar orðin met-
sölubók, þótt hún sé enn ekki komin
á markað. Á föstudaginn var hún í
13. sæti vinsældalista bandarísku
netbókaverslunarinnar Amazon.
Nafnlaus veitir fjölmiðlum viðtöl,
en kemur einungis fram í sjónvarpi
sem svört skuggamynd eða dulbú-
inn á annan máta, því hann segir að
nafnleysið sé hluti af samningi sem
hann hafi gert til að fá leyfi til að
gefa bókina út.
Nafnlaus segir, að hann hafi
fengið leyfi til að lýsa sjálfum sér
sem fyrrverandi leyniþjónustu-
manni sem starfað hafi í þeirri
deild í höfuðstöðvum CIA sem ein-
beitti sér að leitinni að hryðju-
verkaleiðtoganum Osama bin Lad-
en. Hann hefur verið kallaður
leynilega fyrir þingnefnd sem rann-
sakar hryðjuverkaárásirnar á
Bandaríkin 11. september 2001.
En hvers vegna ákvað hann að
skrifa bókina? „Mér sýndist aug-
ljóst að hvorki bandarískur al-
menningur né þingmenn átti sig al-
mennilega á því við hvers konar
ógn er að etja,“ segir hann, og
kennir þar um embættismönnum í
leyniþjónustunni er hugsi einungis
um eigin starfsframa.
„Ég vildi ennfremur vekja at-
hygli á því, að við höfum enn ekki
gert okkur grein fyrir því, að óvin-
inum stendur nákvæmlega á sama
um lífsmáta okkar, lýðræði og lífs-
gildi.“
„Nafnlaus“ metsöluhöfundur
Washington. AP.
JOSE Manuel Durao Barroso, for-
sætisráðherra Portúgals, nýtur „ein-
róma stuðnings“ í embætti forseta
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins (ESB), sagði Bertie Ahern,
forsætisráðherra Írlands, í gær, en
hann hefur undanfarnar vikur reynt
að finna mann sem öll aðildarríki
sambandsins geta sætt sig við sem
eftirmenn Romanos Prodis í emb-
ættinu.
Írar eru nú í forsæti ESB, og
kvaðst Ahern hafa rætt við Barroso í
fyrrakvöld og flutt honum tíðindin.
Sjálfur hefur Barroso ekki tjáð sig
um málið, en aðstoðarmenn hans
sögðu yfirlýsingar frá honum að
vænta á morgun.
Ahern sagði ennfremur, að leið-
togar allra 25 ESB-ríkjanna myndu
hittast í Brussel á morgun, þar sem
Barroso yrði formlega tilnefndur.
Barroso er 48 ára og hefur síðan
2002 verið forsætisráðherra í hægri
stjórn í Portúgal. Heimafyrir hefur
hann verið gagnrýndur fyrir að hafa
tekið afstöðu með Bandaríkjamönn-
um og Bretum, fremur en Frökkum
og Þjóðverjum, í deilunni um herför-
ina til Íraks.
Hljóti Barroso einróma samþykki
ESB-leiðtoganna þarf hann að fá
stuðning meirihluta á Evrópuþing-
inu. Atkvæðagreiðsla þar gæti farið
fram seinnipartinn í júlí. Talið er
öruggt að hann eigi vísan stuðning
Evrópska þjóðarflokksins, stærsta
flokksins á Evrópuþinginu.
Reuters
Barroso ræðir við fréttamenn.
Dublin. AP.
Einhugur
um Barroso
SADDAM Hussein, fyrrverandi for-
seti Íraks, verður dreginn handjárn-
aður og í fótahlekkjum fyrir íraskan
dómara einhvern næstu daga, þar
sem honum verður lesin handtöku-
ákæra, að því er íraski þjóðarörygg-
isráðgjafinn, Mu-
waffaq al-Rubaie,
sagði í viðtali við
bandarísku sjón-
varpsstöðina
CBS í gær.
„Saddam
Hussein verður á
okkar valdi. Tveir
bandarískir her-
lögreglumenn
munu afhenda
hann fjórum íröskum lögreglumönn-
um. Þeir munu setja hann í hlekki og
fara með hann inn á biðstofuna.
Dómarinn mun kalla nafn hans,
Saddam Hussein Majid. Og þeir
munu leiða hann inn… taka af hon-
um hlekkina, handjárna hann og
leiða hann fyrir dómarann og dóm-
arinn mun lesa honum réttindi hans
og tilnefna verjanda og gefa út
handtökutilskipun á hendur Saddam
Hussein,“ sagði al-Rubaie.
Hann taldi upp þær ákærur sem
bornar yrðu upp á hendur Saddam.
„Saddam Hussein, af hverju myrt-
irðu tugi klerka? Af hverju myrtirðu
tugi þúsunda manna? Af hverju
framdirðu fjöldamorð? Af hverju
beittirðu efnavopnum gegn fólki í
Kúrdistan? Af hverju hófstu stríðið
gegn Íran? Af hverju réðstu inn í
Kúveit? Af hverju leiddirðu allar
þessar hörmungar yfir landið?“
Saddam í
hlekkjum
Bagdad. AFP.
Saddam Hussein
♦♦♦