Morgunblaðið - 28.06.2004, Síða 16
MINNSTAÐUR
16 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Egilsstaðir | Kosning um samein-
ingu sveitarfélaganna Austur-Hér-
aðs, Norður-Héraðs, Fljótsdals-
hrepps og Fellahrepps var felld, en
íbúar kusu samhliða forsetakosn-
ingum á laugardag.
Það voru Fljótsdælingar sem
felldu sameininguna, 36 sögðu þar
nei, en 23 já. Í hinum sveitarfélög-
unum fóru atkvæði þannig að á
Austur-Héraði sögðu 892 já, en 165
nei, á Norður-Héraði greiddu 97 at-
kvæði með tillögunni en 87 á móti
og í Fellahrepp vildi 151 samein-
ingu en 100 manns ekki.
„Mér finnst vont fyrir samfélagið
á Héraði að þessi tillaga um sam-
einingu skyldi ekki ganga upp,“
sagði Óðinn Gunnar Óðinsson,
verkefnisstjóri samstarfsnefndar
um sameiningu sveitarfélaganna
fjögurra, í samtali við Morgunblað-
ið þegar úrslit lágu fyrir. „Búið var
að leggja mikla vinnu í að gera
vandaða málefnaskrá og samþykkt-
ir um þróunar- og fjárfestingasjóð
og sveitarfélögin öll búin að sam-
þykkja samþykktir um hann, sem
hefðu tekið gildi sjálfkrafa við sam-
einingu.“ Óðinn vísar þar til sjóðs
sem skyldi hafa það hlutverk að
styrkja byggða- og atvinnuþróun-
arverkefni, einkum í Fljótsdals-
hreppi og á Norður-Héraði. Tekjur
hans áttu að vera sem svarar 50%
af árlegum brúttótekjum vegna
fasteignagjalda af mannvirkjum
Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal,
fyrstu 15 árin sem slíkar tekjur
féllu til.
„Mér finnst þetta verst fyrir
Fljótsdælinga sjálfa að hafa sagt
sig frá sameiningu. Það er ljóst að
forystumenn Fljótsdalshrepps töl-
uðu gegn þessu í ræðu og riti og
íbúar hljóta að taka að einhverju
leyti mark á þeim. Kannski hugnað-
ist íbúunum ekki heldur að þeim
fjármunum, sem koma til þeirra
2007 eða 8 í formi fasteignagjalda
vegna Kárahnjúkavirkjunar, skyldi
varið eins og ætlunin var með þess-
um sjóði.“
Austur-Hérað, Norður-Hérað
og Fellahreppur sameinist
„Mér finnst eðlilegt að þau þrjú
sveitarfélög sem samþykktu sam-
einingu taki þá ákvörðun að sam-
einast,“ segir Óðinn. „Það er heim-
ilt samkvæmt lögum, því þetta eru
2⁄3 hlutar sveitarfélaganna og þar
eru fleiri en 2⁄3 hlutar íbúanna.
Sveitarstjórnirnar geta því ákveðið
að sameiningin gildi fyrir þessu
þrjú og ekki þarf að fara fram önn-
ur kosning. Ég vona að farið verði í
þá vinnu á næstu dögum og þá yrði
til þetta tæplega þrjúþúsund manna
sveitarfélag í stað þess rúmlega
þrjúþúsund manna sveitarfélags
sem vonir voru bundnar við. Þá
þarf að velja því nýtt nafn og von-
andi láta menn það standa að sam-
einingin taki gildi 1. nóvember eins
og kom fram í málefnaskránni.
Þessi sjóður verður þá ekki til en
að öðru leyti eru hverfandi breyt-
ingar á stefnumálum.“
Líklegt að A.-Hérað, N.-Hérað og Fellahreppur sameinist
Fljótsdælingar
felldu sameiningu
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Íbúar á Fljótsdalshéraði gengu til sameiningarkosninga samhliða forseta-
kosningum á laugardag. Fljótsdælingar felldu sameiningaráformin.
Hálsasveit | Írsk-íslenski tónlist-
arhópurinn sem lék í Laugardags-
höllinni á listahátíð skrapp í sveita-
sæluna til æfinga og dvaldi á
Kolsstöðum í Borgarfirði í nokkra
daga. Hópinn leiddu þeir Hilmar
Örn Hilmarsson og Donal Lunny,
einn fremsti tónlistarmaður Íra. Með
þeim léku frábærir listamenn beggja
þjóða en auk þess söng með hópnum
færeyska stjarnan Eivør Pálsdóttir.
Páll Guðmundsson á Húsafelli tók
einnig þátt í verkefninu með tvær
nýjar steinhörpur sem hann bjó til
fyrir þetta verkefni. Mikil stemning
ríkti í hópnum þegar stilltir voru
saman strengir og ekki spillti frá-
bært veður, náttúrufegurð og mikill
sköpunarandi á Kolsstöðum fyrir út-
komunni.
Æft í fjárhúsunum
Á Kolsstöðum hefur verið lagt í
miklar umbætur á húsum og meðal
annars gerð upp gömul fjárhús þar
sem æfingarnar fóru fram. Í þeim
hefur verið innréttaður salur sem
getur rúmað allt að 100 manns, lítil
gestaíbúð og vinnustofa fyrir eigand-
ann, en hann er Helgi Eiríksson, lýs-
inga- og raflagnahönnuður og eig-
andi fyrirtækisins Lumex í Reykja-
vík.
Helgi og kona hans, Katrín Gunn-
arsdóttir, keyptu hluta Kolsstaða ár-
ið 1999 og hafa síðan stöðugt unnið
að uppbyggingu á jörðinni. Eftir um-
byltingu á íbúðarhúsi og lóð réðust
þau í uppbyggingu á fjárhúsunum. Í
sumar hyggst hann reisa gróðurhús
og skemmu á staðnum.
Helgi segir það hafa verið gamlan
draum hjá sér að finna stað eins og
þennan, sem sameinar náttúrufeg-
urð, friðsæld og tengsl við fortíðina.
Í fjárhúsunum hefur hann reynt að
sýna fram á mikilvægi góðrar lýs-
ingar og hljóðs til að skapa rétta
andrúmsloftið svo að fólki líði vel og
það komist í tengsl við sköp-
unarkraftinn. Til þess að glæða
byggingu lífi megi ekkert í umhverf-
inu vera truflandi, allt þarf að renna
saman í eina heild.
Helgi hefur átt gott samstarf með
Páli á Húsafelli en það varð kveikjan
að veru Írsk-íslenska tónlistarhóps-
ins á Kolsstöðum. Listamennirnir
voru hinir ánægðustu með aðstöðuna
er þeir yfirgáfu Borgarfjörðinn.
Morgunblaðið/Lára Kristín Gísladóttir
Tónlistarfólkið naut veðurblíðunnar á Kolsstöðum.
Sköpunarandinn virkj-
aður í fjárhúsunum
Akureyri |Meirihluti íbúa Akureyrar og Hrís-
eyjar samþykkti sameiningu sveitarfélaganna
tveggja en kosið var samhliða forsetakosn-
ingum á laugardag.
Hríseyingar samþykktu sameininguna nær
einróma, eða með 93,5% atkvæða. Af 124 sem
greiddu atkvæði sögðu 116 já og 8 nei eða
6,5%.
Alls voru 133 á kjörskrá í Hrísey.
Meirihluti kjósenda á Akureyri var einnig
hlynntur sameiningu en um 75% þeirra sem
kusu í sameiningarkosningunum sögðu já. um
11.500 manns voru á kjörskrá á Akureyri. Sam-
einingin tekur gildi 1. ágúst næstkomandi og
mun bæjarstjórn Akureyrar fara með stjórn
sameinaðs sveitarfélags fram að almennum
sveitarstjórnarkosningum árið 2006. Samráðs-
nefnd verður starfandi fram að þeim tíma, sem
koma mun sjónarmiðum Hríseyinga á framfæri
við fagnefndir sameinaða sveitarfélagsins. Fag-
nefndir Akureyrar munu fara með stjórn mála-
flokka fram að næstu kosningum, en þá verða
11 fulltrúar kosnir í stjórn hins nýja sameinaða
sveitarfélags.
Sameining Akureyrar
og Hríseyjar samþykkt
Dýrafjörður | Dýrafjarðardagar
verða haldnir á Þingeyri dagana
2.–4. júlí. Halldór Halldórsson, bæj-
arstjóri Ísafjarðarbæjar, setur há-
tíðina í félagsheimilinu kl. 20.30 og
Þröstur Sigtryggsson o.fl. leika og
syngja frumsamin lög af nýútkomn-
um hljómdiski. Þá munu María
Ólafsdóttir og Edda H. Ársæls-
dóttir opna listsýningu í Hall-
argarðinum.
Á laugardag og sunnudag verður
ýmislegt til skemmtunar, s.s. reið-
túrar, víkingar kenna börnum forna
bardagalist, sjóstangaveiðiferðir,
gamlar verkhefðir sýndar í Vél-
smiðju Guðmundar Sigurðssonar,
kajakferðir, skemmtisiglingar með
hraðbáti björgunarsveitarinnar,
marhnútaveiðikeppni fyrir börn,
gönguferð um sögusvið Gísla Súrs-
sonar, strandveisla úti á Odda,
dansleikur með hljómsveitinni
„Þessir gaurar“ og tónlistardagskrá
með Þorsteini Hauki og Kristínu
Lilju Kjartansdóttur o.fl.
Margt til
skemmtunar
Grundarfjörður | Í þjóðsögum má finna
sagnir af fljótandi óskasteinum á Jóns-
messunótt á tjörn einni sem er á toppi
Klakksins. En Klakkurinn er fjall við
austanverðan Grundarfjörð. Um nokk-
urra ára skeið hefur það tíðkast að efnt
sé til göngu á Klakk um miðnæturbil en
ennþá hefur ekki bólað á neinum óska-
steinum. Að þessu sinni lögðu leið sína
á Klakinn 36 manns en fyrir gönguna
höfðu göngumenn verið við kvöldmessu
í Setbergskirkju þar sem sr. Elínborg
Sturludóttir messaði og kirkjukór
Grundarfjarðar söng. Eftir messuna fór
sr. Elínborg með gönguhópnum á
Klakk. Enginn óskasteinninn sást fljóta
en þegar komið var niður var hópnum
boðið upp á Jónsmessunæturkaffi á Ak-
urtröðum sem er í nágrenni Klakksins.
Sverrir Karlsson, ljósmyndari í Grund-
arfirði, var með í för og smellti af
nokkrum myndum.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Hópurinn sem gekk á Klakkinn. Margir voru að fara í fyrsta sinn.
Gengu á Klakk á Jónsmessunótt
Dæmdur vegna árásar | Rúm-
lega tvítugur maður hefur verið
dæmdur í eins mánaðar fangelsi í
Héraðsdómi Norðurlands eystra
fyrir líkamsárás. Fullnustu refsing-
arinnar var frestað um þrjú ár og
fellur hún niður að þeim tíma liðnum
haldi maðurinn skilorðið.
Árásin átti sér stað í september í
fyrrahaust fyrir framan veitingastað
á Húsavík. Réðst maðurinn aftan á
brotaþola þannig að hann féll niður
stiga af veröndinni og í götuna.
Fylgdi árásarmaðurinn á eftir og
lenti ofan á brotaþola og tókst á við
hann uns lögregla skildi þá að.
Ákærði var dæmdur til að greiða
fórnarlambi sínu rúmar 66 þúsund
krónur í bætur og allan sak-
arkostnað, þ.m.t. 75.000 króna laun
skipaðs verjanda síns.