Morgunblaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 17
MINNSTAÐUR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 17
Kynnið ykkur fjölbreytt og spennandi endurmenntunar-
starf Garðyrkjuskólans fyrir fagfólk og áhugafólk.
Sl. ár voru haldin yfir 40 námskeið fyrir meira en 1000
þátttakendur. Námskeiðin eru haldin víðsvegar um
landið, af skólanum sjálfum eða í samvinnu við aðra
aðila eins og Skógrækt ríkisins, Landgræðsluna o.fl.
Sjá nánar heimasíðu skólans: www.reykir.is
Garðyrkjuskólinn er meira en fullsetinn í ár og hefur aðsóknin aldrei verið
meiri. Reiknað er með að 180 nemendur verði við nám í skólanum á komandi
hausti, þar af helmingur skógarbændur í fjarnámi. Um 45 nemendur eru í
háskólanámi og yfir 50 í starfsmenntanámi. Undanfarin ár hefur innra gæðastarf
skólans verið stóreflt. Frábærir fagmenn eru við kennslu. Öflug og virk
stefnumótun með þátttöku allra starfsmanna og ábyrgð í rekstri eru lykilatriði.
Orðspor skólans vegur þungt og skýrir aðsókn.
Við höfum metnað til góðra verka.
SKÓGRÆKT • SKRÚÐGARÐYRKJA • GARÐPLÖNTURÆKT
YLRÆKT • UMHVERFISFRÆÐI • BLÓMASKREYTINGAR
Endurmenntun
í græna geiranum
H
O
R
N
/
H
a
u
k
u
r
1
6
6
8
LANDIÐ
Hellnar | Bygging á nýrri gistiálmu
við Gistiheimilið Brekkubæ á Helln-
um er á lokastigi. Í tengslum við
framkvæmdina þarf að koma fyrir
nýjum rotþróm. Settar eru niður
tvær 6.000 lítra rotþrær sem eiga
að anna því frárennsli sem kemur
frá 20 herbergjum og þvottahúsi
staðarins. Framkvæmd verksins er
í höndum PK pípulagna á Akranesi,
undir stjórn Karvels Lindberg
Karvelssonar pípulagningameist-
ara.
Vatnið hreint eftir ferlið
Karvel segir að fyrir þremur ár-
um hafi verið settar nýjar reglur
um frágang á rotþróm. Mikilvægt
sé að fylgja þeim við niðursetningu
og frágang á þrónum. „Það er víða
pottur brotinn þegar menn eru að
setja niður þrær án þess að njóta
faglegrar aðstoðar,“ segir hann.
„Slíkt leiðir yfirleitt fljótlega til
vandamála. Þrærnar sem við setj-
um niður hér eru framleiddar af
Borgarplasti og við fylgjum ná-
kvæmlega eftir leiðbeiningum
þeirra. Drenlögnin ein sem frá
þrónum kemur nær yfir 250 fer-
metra svæði og greinist í átta þætti.
Með þessu er ekki einungis verið að
tryggja fullt niðurbrot frárennsl-
isins, heldur einnig það að vatnið
sem á endanum kemur frá gisti-
heimilinu og fer út í umhverfið
verði algerlega hreint.“
Karvel segir þetta eina stærstu
frárennslislögn sem hann hefur
lagt við gististað í dreifbýli og því
sé vandað vel til verksins. „Svona
frárennsliskerfi er það umhverf-
isvænsta sem hægt er að setja upp í
dag,“ segir hann í lokin.
Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann
Starfsmenn PK pípulagna við þrærnar og hluta af lagnakerfinu, f.v. Andri
Karvelsson, Karvel Lindberg Karvelsson og Almar Viðarsson.
Umhverfisvæn rotþró
Akureyri | Vatn er svalt er yfirskrift
átaks til heilsueflingar sem hófst á
Akureyri á dögunum og stendur til
1. ágúst næstkomandi. Það hófst
með kynningu og dreifingu vatns á
Glerártorgi, en vatn verður á sér-
stöku kynningarverði í verslunum
og á matsölustöðum bæjarins þann
tíma sem átakið stendur yfir.
Markmið átaksins er að vekja at-
hygli bæjarbúa á mikilvægi neyslu-
vatns til heilsueflingar og nauðsyn
þess að tryggja öllum aðgengi að
góðu vatni.
Að átakinu stendur Heilsuefling-
arráð sem stofnað var síðastliðið
haust, en í því eru fulltrúar fé-
lagsþjónustunnar, heilbrigðiskerf-
isins og atvinnulífsins.
Vatn er svalt!
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Frændsystkinin Nanna Ottósdóttir,
sem búsett er í Reykjavík, og Ak-
ureyringurinn Atli Sigurjónsson
þáðu sódavatnsflösku að gjöf á
Glerártorgi.
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16
Flott föt fyrir
allar konur
Fréttir á SMS