Morgunblaðið - 28.06.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 28.06.2004, Síða 18
DAGLEGT LÍF 18 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir nokkrum vikum birti ég svar við spurn- ingu um hvað væri til ráða við óþægindum á breytingaskeiði. Þar sagði ég að ekki hefði ótví- rætt verið sýnt fram á verkanir og öryggi jurta- östrógena (fýtóöstrógena) í þessu sambandi. Þessu mótmælti Örn Svavarsson, eigandi Heilsuhússins, í bréfi til blaðsins sem birtist ný- lega. Hann heldur því fram að „rannsóknir bendi sterklega til að soja ísóflavon gagnist gegn þrautum tengdum breytingaskeiði kvenna“ og nefnir nokkrar tilteknar rannsóknir máli sínu til stuðnings. Hann gefur einnig í skyn að þessi efni séu án aukaverkana. Þetta mál snýst að verulegu leyti um það hvort bæði kostir og gallar östrógenmeðferðar á breytingaskeiði hafi með östrógenverkunina sem slíka að gera. Ef það er svo hefur efni með östrógenverkun, hvort sem það kallast lyf eða náttúruefni, jákvæð áhrif á svitakóf og dregur úr beinþynningu en óhjákvæmilegur fylgifiskur er aukin hætta á brjóstakrabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum og vitglöpum. Þetta er í raun niðurstaða rannsókna undanfarinna ára á kon- um á breytingaskeiði. Þær rannsóknir sem sýndu hætturnar sem fylgja tíðahvarfahorm- ónum voru einungis gerðar á fáeinum af þeim mörgu östrógenum sem eru á markaði. Talið er víst að sömu kostir og gallar fylgi öllum þessum mismunandi östrógenum og sömu hömlur hafa verið settar á notkun allra lyfja sem innihalda tíðahvarfahormón, hvort sem þau voru með í rannsóknunum eða ekki. Niðurstaðan var þann- ig sú að áðurnefndar hættur fylgi öllum östró- genum hjá þessum aldursflokki. Í þessu máli eins og öllum öðrum er ekki hægt að útiloka að eitthvað annað eigi eftir að koma í ljós í framtíðinni en eins og málin standa nú bendir allt til þess að sömu hættur fylgi notkun jurtaöstrógena og tíðahvarfahormóna, ef notaðir eru skammtar sem slá á óþægindi breytingaskeiðsins. Nokkrar nýlegar rann- sóknir styðja þetta sjónarmið þó að frekari stað- festinga þurfi við. Í bandarískri rannsókn sem birtist 2003 fannst samband milli neyslu á tofu, sem inniheldur mikið af jurtaöstrógenum, og heilarýrnunar með vitglöpum hjá konum og körlum. Þetta sannar ekki að um orsaka- samband sé að ræða, en önnur rannsókn á ræktuðum frumum eykur líkur á að svo gæti verið. Í breskri rannsókn sem birtist í maí sl. fannst samband milli 7 jurtaöstrógena og brjóstakrabbameins hjá konum á aldrinum 45– 75 ára. Þessar niðurstöður eru nefndar hér sem dæmi til að sýna að full ástæða er til að hafa áhyggjur af þessum efnum og ekki er hægt að halda því fram að jurtaöstrógen séu hættulaus og án aukaverkana. Því miður er lítið fylgst með aukaverkunum náttúruefna og fæðubótarefna og í Evrópu er það ekki gert á kerfisbundinn hátt. Sem dæmi um vandræði sem geta hlotist af þessu má nefna brjóstastækkunarpilluna sem var hér á markaði fyrir fáeinum árum. Þessar pillur voru á mark- aði sem náttúruefni og innihéldu jurtaöstrógen. Fljótlega fóru að berast kvartanir vegna óreglu á tíðablæðingum sem löguðust þegar hætt var að nota efnið. Fyrirspurnir til nokkurra ná- grannalanda báru ekki árangur vegna þess að þar var að sögn ekki fylgst með aukaverkunum eða kvörtunum vegna náttúruefna og fæðubót- arefna. Þegar kvörtunum hér fjölgaði úr hófi voru þessar pillur teknar af markaði. Eru jurtaöstrógen hættulaus?  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virk- um dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréf- um eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net- fang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. Nú bendir allt til þess að sömu hættur fylgi notkun jurta- östrógena og tíðahvarfahorm- óna.  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Sem barn lék hann sér daglangt við heimilisitt í Svartaskógi í Þýskalandi og lærðiþar eitthvað allt annað en það sem kennt var í skólanum. „Ég lærði að hlusta á og skynja náttúruna, og meðtók þar visku sem hefur fylgt mér síðan,“ segir landslagsarkitektinn og myndlistarmaðurinn Johannes Matthiesen sem ferðast hefur heimshorna á milli og unnið um- hverfisverk og skúlptúra á jafnólíkum stöðum og Grikklandi, í Zagreb í Króatíu, Ástralíu, San Francisco og Þýskalandi. Um þessar mundir vinnur hann að gerð steinskúlptúra sem reistir verða í miðborg Chicago í Bandaríkjunum og vísa til keltneskrar arfleifðar íbúa borgarinnar. Í verkum sínum hefur Matthiesen m.a. lagt áherslu á það sem hann kallar „félagslegan arkitektúr“, þ.e. að koma á jafnvægi milli mann- virkja og náttúru, og búa til nokkurs konar griðastaði náttúru og anda bæði í borg og sveit. Þegar blaðamaður hittir arkitektinn að máli í Reykjavík er hann hingað kominn til að vinna skúlptúr til minningar um Karl Sighvatsson tónlistarmann sem lést sviplega í bílslysi fyrir þrettán árum. Matthiesen kynntist landi og þjóð er hann kom hingað árið 2001 og bjó til skúlptúrgarð við Waldorfskólann í Hraunbergi. Matthiesen á að baki bæði myndlistarnám og nám í arkitektúr, og hóf að vinna sjálfstætt sem umhverfislistamaður eftir að hafa kennt mynd- list í fjölmörg ár. „Þegar ég hóf nám í München, hafði ég ekki áður búið í stórri borg. Ég ákvað að sérhæfa mig í landslagsarkitektúr, þar sem mér fannst hið steinsteypta og tæknivædda borgarumhverfi svo yfirþyrmandi. Ég gat hreinlega ekki hugsað mér að bæta við fleiri steypumannvirkjum á jörðinni. Þá tók ég að beina sjónum að rýminu sem liggur á milli fólks og mannvirkja, þess sem vísa mætti til sem hins félagslega rýmis.“ Sérstakt verkefni Minningarsteininn sem Matthiesen er að ljúka við um þessar mundir segir hann hafa ver- ið mjög sérstakt verkefni fyrir sig. „Rósa Björg Helgadóttir, fyrrverandi kona Karls Sighvats- sonar, bar hugmyndina upp við mig en hún er meðal þeirra Íslendinga sem ég kynntist þegar ég var hér síðast. Við höfum að miklu leyti mót- að hugmyndina saman. Steinninn er hugsaður sem nokkurs konar framhald á vörðu sem ást- vinir og ferðalangar hafa hlaðið á slysstaðnum, til þess að votta samúð sína og minnast Karls.“ Minningarsteininum verður komið fyrir síðar í sumar í nánd við kirkjurnar sem Karl var org- anisti í áður en hann lést. „Þegar verkið verður sett upp, verður grjóti úr vörðunni raðað í kringum hann. Þannig vonumst við til þess að skapa nokkurs konar helgireit eða griðastað sem vísar til þess svigrúms sem við þurfum að hafa í nútímanum til að minnast þeirra sem hafa horfið okkur, eða einfaldlega til þess að hugleiða andlega þætti tilverunnar.“ Verkefni Matthiesens fela í sér nána sam- vinnu, en hann segir umhverfisverk sín og skúlptúra alltaf verða til í samspili milli hans og þeirrar menningar og umhverfis sem hann er að vinna í hverju sinni. „Mín vinna gengur út á samvinnu, og að byggja brýr milli ólíkra heima. Það má segja að óvænt samvinnuferli hafi farið af stað hérna á Íslandi þegar mér bauðst vinnuaðstaða hjá verktakafyrirtækinu Magna. Starfsmennirnir þar sköpuðu mér ekki aðeins aðstöðu, heldur aðstoðuðu mig á alla lund og sýndu listsköp- uninni mikinn áhuga. Við gerð steinsins sjálfs lærði ég mikið af fólkinu sem þekkti Karl. Mynstrið í steininum er sterklega innblásið af flæði og hljómum tónlistar, en Karl var eins og margir vita tónlistarmaður af guðs náð,“ segir Matthiesen. Verk Matthiesens eru öðru fremur innblásin af formum og flæði náttúrunnar, sem hann telur hafa bæði vitund og minni. „Náttúran er uppfull af visku og vitund, og ill umgengni okkar við hana skilur eftir sig sár sem ekki gróa fyrr en við sjáum að okkur, og snúum til betri vegar. Meinið liggur þó ekki aðeins í eyðingu regn- skóga eða kjarnorkutilraunum, heldur í hugs- unarhætti okkar mannfólksins og viðhorfum til náttúrunnar. Þessa meinloku held ég að við get- um byrjað leiðrétta með því að skila einhverju aftur til náttúrunnar, og með því að virkja sköp- unarkraft okkar í samneyti við náttúruna í stað þess að ganga stöðugt á hana. Listin er þar mik- ilvægur boðskiptamiðill,“ segir Matthiesen að lokum.  LISTSKÖPUN | Minningarsteinn um Karl Sighvatsson tónlistarmann unninn í samspili við umhverfi og menningu Helgistaðir í sveit og borg Landslagsarkitektinn Johannes Matthiesen hefur ferðast víða um heim og búið til umhverfi sem veitir skjól gegn tæknivæðingu og streitu nútímans. Hann sagði Heiðu Jóhannsdóttur frá verkefni sem hann vinnur að og viðhorfum sínum til náttúru og arkitektúrs. Morgunblaðið/ÞÖK Að störfum: Johannes Matthiesen meitlar flæði tónlistar í minningarsteininn. heida@mbl.is 25 % afsl. Þessa viku er 25% afsláttur af öllum PURITY HERBS vörum í verslunum LYFJU www.purityherbs.is • info@purityherbs.is FARIÐ BRÚN Í FRÍIÐ 10 tíma kort á aðeins 3500 kr. 12 tíma morgunkort 3500 kr Stakur tími 400 kr T I L B O Ð ljósabe kki Við not um ein ungis h ágæða Eddufelli • s. 567 3535 GOSH kynnir áhrifaríkan nýjan mascara, fullan af næringu. Með einni stroku verða augnhárin lengri og þéttari... og þú verður ánægðari með útlit þitt. 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.