Morgunblaðið - 28.06.2004, Qupperneq 24
MINNINGAR
24 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Minningarkort
Minningar- og
styrktarsjóðs
hjartasjúklinga
Sími 552 5744
Gíró- og kreditkortaþjónusta
LANDSSAMTÖK
HJARTASJÚKLINGA
A
u
g
l.
Þ
ó
rh
.
1
2
7
0
.9
7
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
Englasteinar
Legsteinar
✝ Rögnvaldur JónAxelsson fæddist
í Reykjavík 13. des-
ember 1923. Hann
lést á hjartadeild
Landspítala – há-
skólasjúkrahúss á
Hringbraut 20. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Axel R.
Magnusen, f. 27.
mars 1892, d. 1. nóv-
ember 1968, og Mar-
grét Ólafsdóttir, f.
11. apríl 1897, d. 12.
mars 1958. Systkini
Rögnvalds Jóns eru
Aðalheiður Þórunn, f. 6. desem-
ber 1920, d. 8. nóvember 1982,
Hjörleifur, f. 30. nóvember 1926,
d. 12. nóvember 1990, Anna Soffía
Axelsdóttir Guest, f. 26. mars
1930, d. 24. apríl 2003, og Ólafur
Helgi, f. 7. febrúar 1932.
Hinn 25. ágúst 1950 kvæntist
Rögnvaldur eftirlifandi konu
sinni, Kristrúnu Elíasdóttur, f. 9.
ágúst 1931 á Reyðarfirði. Foreldr-
ar hennar voru Elías
Eyjólfsson frá Búð-
areyri og Halldóra
Guðrún Björg Vig-
fúsdóttir og eru þau
bæði látin. Börn
Rögnvalds og Krist-
rúnar eru: 1) Rögn-
valdur Axel, f. 3.
febrúar 1952. 2)
Margrét, f. 21. febr-
úar 1954, gift Skúla
Skúlasyni vélstjóra á
Akranesi, f. 15. sept-
ember 1954, börn
þeirra: a) Rögnvald-
ur, f. 30. mars 1979,
b) Björg, f. 15. nóvember 1980, c)
Helga María, f. 28. ágúst 1990. 3)
Anna Aðalheiður, f. 7. ágúst 1965,
gift Ásvaldi Kristjánssyni raf-
eindavirkja, f. 24. febrúar 1965,
sonur þeirra: Alexander, f. 12. júlí
1998.
Útför Rögnvalds Jóns Axelsson-
ar verður gerð frá Kristskirkju í
Landakoti í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Rögnvaldur Jón Axelsson járn-
smiður er látinn eftir skamma legu.
Það var stutt veikindastríð og kom
andlát hans okkur ættingjum öllum
á óvart. Skammt er stórra högga á
milli í þessari fjölskyldu. Ekki er
nema rúmt ár síðan systir hans Anna
Soffía lést á heimili sínu í Englandi.
Í æsku var Rögnvaldur kallaður
Nonni samkvæmt seinna nafninu
Jón. Auðveldara var fyrir systkinin
og okkur hin börnin að segja það og
síðan hefur fjölskyldan ætíð kallað
hann Nonna. Á bernskuárum dvaldi
Nonni langdvölum á heimili foreldra
minna í Bolungarvík og hafði m.a.
það starf að passa undirritaða
frænku sína. Hann var iðulega í fé-
lagsskap fullorðinna sjómanna á
bryggjunni í plássinu og þar fékk
hann gjarnan hráan lifrarbita og
þótti gott. Hann þakkaði góðri heilsu
á lífsleiðinni lýsinu sem hann tók
ætíð og hafði jafnvel út á soðn-
inguna.
Nonni lauk sveinsprófi í járnsmíði
árið 1946 og lærði hjá Ingimundi
Þorsteinssyni járnsmið á Nýlendu-
götunni í Reykjavík. Nonni var
næstsíðastur hér á landi að ljúka
námi í eldsmíði og var sveinsstykkið
hans sigurnagli sem var mikil lista-
smíð. Nú nota menn ekki lengur
hamar og steðja og opinn eld. Vann
hann mestan sinn starfsaldur við iðn
sína. Fyrstu búskaparár sín áttu
Nonni og Rúna heimili í Reykjavík
en fluttu síðan austur á Reyðarfjörð
á heimaslóðir hennar. Þar byggðu
þau sér myndarlegt hús og Nonni
vann hjá Vegagerð ríkisins og undu
þau hag sínum vel. Yngsta barn
þeirra, Anna Aðalheiður, fæddist á
Reyðarfirði.
Þegar eldri börnin komust á fram-
haldsskólaaldur seldu þau húsið sitt
sem þau höfðu byggt sér fyrir aust-
an. Keyptu þau sér íbúð í Hraunbæ í
Reykjavík og voru meðal frum-
byggja Árbæjarhverfisins þar sem
þau hafa búið æ síðan.
Alltaf söknuðu þau Reyðarfjarðar
og hafði Nonni oft orð á því að þar
hefði verið gott að vera. Þau fóru líka
nær því á hverju ári austur á gamlar
slóðir og var ein slík ferð á dag-
skránni í sumar en blessaður frændi
fór í lengri ferð í þetta sinn og úr
þeirri ferð verður ekki aftur snúið.
Nonni var mikill fjölskyldufaðir og
voru barnabörnin líf hans og yndi.
Yngsta barnabarnið, Alexander litli,
var sérstaklega mikið hjá ömmu og
afa og var hann hændur að þeim.
Frændi var vel á sig kominn and-
lega og líkamlega og stundaði hann
reglulega sund í Sundhöll Reykja-
víkur. Nú kemur frændi ekki lengur
í innlit og spjall eins og hann gerði
svo oft. Konfektmolinn úr nammi-
skálinni var þá fastur liður.
Blessuð sé minning þessa góða
drengs og vottum við fjölskyldunni
allri okkar innilegustu samúð.
Kristrún Skúladóttir (Rúna
frænka)
Verkatrúr þegn og vænn drengur
hefur kvatt og margar mætar minn-
ingar sækja heim munans borg.
Rögnvaldur Jón Axelsson var einn
þessara vösku drengja sem lögðu
málmiðn fyrir sig og vel var til verka
vandað og í hvívetna lögð að hög
hönd járnsmiðsins, en jafnframt var
hann vel að sér um allt sem að vélum
laut og þótti hvarvetna fengur að
honum á starfsvettvangi. Þannig
kynntist ég honum fyrst heima á
Reyðarfirði, þegar hann vann þar
hjá Vegagerð ríkisins, en þar bjuggu
þau hjón um hríð og kona hans,
Kristrún Elíasdóttir, einmitt frá
Reyðarfirði, dugmikil kona og vel
gerð eins og hún á kyn til.
En lengst af var starfað hér í
Reykjavík og það hefi ég eftir vinnu-
veitendum hans að þar hafi farið
einkar góður verkmaður, ötull og
samvizkusamur og allt leikið í hönd-
um hans er að fagi hans laut. Dag-
farsprúður og óáleitinn, en ákveðinn
og gat verið fastur fyrir, stéttvís hið
bezta, enda lengi í trúnaðarmanna-
ráði Félags járniðnaðarmanna og
kom sér hvarvetna afbragðsvel hjá
vinnufélögum sínum. En ótalið er þó
það sem ég mat allra mest við Rögn-
vald Jón, en það var hið ljúfa og
glaða viðmót er mætti manni allt frá
fyrstu kynnum til síðustu samfunda,
hann var sannarlega gott að hitta og
eiga við orð. Hann kunni manna bezt
að gleðjast með glöðum og góðvilji
hans var mikill í garð annars fólks.
Þórir frændi minn Gíslason og
frændi Kristrúnar um leið átti hjá
þeim atlæti einkar hlýtt og notalegt,
þegar á þurfti að halda og hann var
hér á ferð, þar var hjartarúmið æðst
alls. Hann kveður kæran vin sinn
sem ætíð reyndist honum svo vel
með mikilli og góðri þökk og sendir
Kristrúnu og börnunum einlægar
samúðarkveðjur.
Samfylgdina hans Rögnvalds
þakka ég að leiðarlokum, hann var
einn þeirra sem alltaf brá glaðri
hlýju á veg manns hvenær sem fund-
um bar saman. Hann skilaði góðu
dagsverki af trúmennsku og mikilli
alúð.
Kristrúnu og börnum þeirra send-
um við Hanna kærar kveðjur í sökn-
uði þeirra eftir traustan og tryggan
lífsförunaut og föður.
Blessuð sé mæt minning Rögn-
valds Jóns Axelssonar.
Helgi Seljan.
RÖGNVALDUR JÓN
AXELSSON
✝ Pétur Péturssonfæddist í Krossa-
nesi í Seyluhreppi í
Skagafirði 23. febr-
úar 1921. Hann lést
laugardaginn 19. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Pétur
Magnússon bóndi í
Krossanesi, f. 19. feb.
1883, d. 8. júní 1920,
og Fanney Þorsteins-
dóttir, f. 21. sept.
1885, d. 4. júlí 1981.
Pétur var yngstur
átta systkina sem öll
eru látin nema Val-
garður sem er á 93. aldursári.
Valgarður er á hjúkrunarheim-
ilinu Víðihlíð í Grindavík. Pétur
ólst upp á Sauðárkróki en um tví-
tugt flutti hann ásamt móður sinni
til Keflavíkur. Starfaði hann bæði
sem sjómaður og landmaður við
báta Steindórs bróður síns sem
rak útgerð í Keflavík. Síðar
keypti Pétur sér vörubíl og starf-
aði sem vörubílstjóri á Vörubíla-
stöð Keflavíkur um árabil. Árið
1965 hóf hann störf sem bílstjóri
hjá Varnarliðinu á Keflavíkur-
flugvelli og starfaði þar til ársins
1991 þegar hann hætti vegna ald-
urs.
Pétur var jafnað-
armaður af hugsjón
og tók á sínum tíma
virkan þátt í starfi
Alþýðuflokksins.
Einnig var hann
virkur í starfi verka-
lýðshreyfingarinnar
og gegndi þar ýms-
um trúnaðarstörfum
og var heiðraður
fyrir þau störf á degi
verkalýðsins 1. maí
1991.
Hinn 3. september
1942 kvæntist Pétur
Guðrúnu Ósk Sæ-
mundsdóttur, f. 22. júlí 1924 í
Grundarfirði. Guðrún lést 13. des.
1993. Pétur og Guðrún eignuðust
sex börn. Guðrún átti soninn Jó-
hannes sem Pétur gekk í föður-
stað. Börn Péturs og Guðrúnar
eru: Hrefna, f. 7. jan. 1943, Sæ-
mundur, f. 16. ágúst 1945, Fann-
ey, f. 25. júní 1947, Júlíana Jó-
hanna, f. 20. feb. 1949, Pétur
Gunnar, f. 26. júní 1952, og Val-
garður Marinó, f. 18. nóv. 1963.
Afkomendur Péturs og Guðrúnar
eru 42.
Útför Péturs verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Nú hefur Pétur Pétursson vinur
minn kvatt þetta jarðneska líf sitt
eftir að hafa barist við erfiðan sjúk-
dóm í mörg löng ár og loks orðið að
láta undan þeim vágesti. Við þau
þáttaskil sem nú hafa átt sér stað,
rifjast upp minningar löngu liðins
tíma. Það mun hafa verið árið 1953
að ég bað hann að standa fyrir
byggingu á íbúðarhúsi fyrir okkur
hjónin. Það var mikið og vandasamt
verk sem hann tók þarna að sér.
Hann var í fyrstu nokkuð tregur til
þess en þegar hann heyrði hver
væri meistari að húsinu lét hann til
leiðast. Við þetta verk sem hann
tók þarna að sér og vann það eins
og best varð á kosið, varð til sú vin-
átta sem staðið hefur í meira en
hálfa öld. Vinar er sárt saknað. Pét-
ur var ákaflega félagslyndur maður
og tryggur vinur vina sinna, verka-
lýðssinni mikill sem bar hag lít-
ilmagnans mikið fyrir brjósti bæði í
orði og verki. Ævi Péturs var bar-
áttusaga þess er tók þátt í þeirri
lífsbaráttu sem háð var upp úr
byrjun síðustu aldar og hann var
svo heppinn að komast hjá því að
bíða tjón af þeim þrengingum og
fátækt sem þá ríkti. Hann eignaðist
góða og myndarlega konu sem stóð
með honum í blíðu og stríðu. Þeim
varð sex barna auðið sem öll eru
myndarfólk sem vinna þjóð sinni
vel og mikið. Konu sína missti Pét-
ur fyrir átta árum. Það var honum
sár og mikill harmur. Hann var
mikill ferðagarpur, ferðaðist mikið
bæði hér innanlands og utan. Við
fórum oft í skemmtilegar ferðir
saman hér um okkar fögru sveitir.
Einnig fór hann mikið utan og í
þeim ferðum naut hann sín mjög
vel. Eflaust fór hann mikið í þær
ferðir til að stytta sér okkar löngu
vetur og til að njóta vináttu félaga
sinna og vina. Bara þrem vikum áð-
ur en hann lést tók hann sér ferð á
hendur til Svíþjóðar til þess að
heimsækja sitt fólk sem þar býr og
kannski bara líka til að kveðja. Allt
sýnir þetta okkur þann dugnað og
þá ferðaþrá sem blundaði innra
með honum þótt fársjúkur væri
orðinn. En nú er hann farinn í ferð-
ina löngu sem enginn kemst undan
og sem er okkur öllum búin. Við
hjónin söknum góðs vinar þar sem
Pétur var og biðjum honum bless-
unar á þeim vegum sem hans eru
nú.
Hverfur margt
huganum förlast sýn
þó er bjart
þegar ég minnist þín.
Allt er geymt
allt er á vissum stað
engu gleymt
ekkert fullþakkað.
(Oddný Kristjánsdóttir)
Og nú þegar komið er að kveðju-
stund, vil ég þakka árin sem við
hjónin áttum með honum og fjöl-
skyldu hans. Blessuð sé minning
Péturs Péturssonar. Við vottum
okkar dýpstu samúð.
Magnús Þór.
PÉTUR
PÉTURSSON
Elsku amma mín, núna skiljast
leiðir. Þú varst alveg yndisleg mann-
eskja sem allir elskuðu. Þú varst
amma mín, önnur móðir mín og góð
vinkona, það er mikill missir að
missa þetta þrennt sem sameinaðist
í þessari einu konu. Það var mjög
efitt fyrir mig að trúa því að þú værir
farin, ég bara gat ekki trúað því að
ég ætti aldrei eftir að hitta ömmu
SAGA
JÓNSDÓTTIR
✝ Saga Jónsdóttirá Rauðá fæddist
18. ágúst 1938. Hún
lést 17. júní síðastlið-
inn. Hún var í
miðjum tíu systkina
hópi. Foreldrar
hennar voru Helga
Magnea Kristjáns-
dóttir og Jón Ólafur
Árnason.
Eftirlifandi maður
Sögu er Grímur Vil-
hjálmsson, bóndi og
hljóðfæraleikari á
Rauðá. Börn þeirra
eru Björn G. Sig-
urðsson, Hauganesi, Vilhjálmur
Grímsson, bóndi Rauðá, og Guðný
Ingibjörg Grímsdóttir, Laugum.
Útför Sögu verður gerð frá
Þorgeirskirkju á Ljósavatni í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
mína aftur, aldrei aftur
eftir að heyra röddina
hennar og aldrei eftir
að fá að faðma hana aft-
ur. Núna er það eina
sem eftir er minning-
arnar sem eru nokkuð
margar og allar góðar,
það var alltaf gaman
hjá okkur ömmu. Okk-
ur leið aldrei illa sam-
an. Ég man sérstaklega
eftir sumrinu sem ég
var að vinna á Fosshóli
og bjó hjá þér. Það var
eitt af mínum skemmti-
legustu sumrum. Það
sem mér fannst sárast eftir að ég var
búin með skólann var að geta ekki
farið til ömmu fyrir jólin að hjálpa
henni.
Það síðasta sem ég átti von á að
heyra þennan fimmtudag 17. júní,
var að amma væri farin, en ég verð
víst að taka það og sætta mig við það.
Ég vildi bara að við hefðum getað
eytt meiri tíma saman, því að mér
fannst við eiga alveg helling eftir. Ég
vona að það verði hugsað vel um þig
og að þú geymir góðan stað handa
mér þegar minn tími kemur. Ég
elska þig, amma mín, guð geymi þig.
Þín
Hólmfríður og Brynjar.
Vinkona okkar er farin. Við sem
eftir stöndum finnum sárt fyrir miss-
inum því Saga var okkur uppspretta
lífsgleði og ánægju, sem ávallt geisl-
aði af henni í hvert sinn er við hitt-
umst. Það var óvænt ánægja að fá að
hitta Sögu þegar hún kom í stutta
heimsókn til Reykjavíkur í vetur.
Eins og drottning sat hún í „hásæti
sínu“ og bókstaflega hristist af hlátri
við að segja okkur skemmtilegar
sögur og stríða okkur örlítið. Þetta
var í síðasta sinn sem við sáum vin-
konu okkar, en mynd hennar er skýr
í huga okkar.
Öll eigum við okkar hlutverk í líf-
inu. Sum stór, önnur lítil, sum minn-
isverð á meðan önnur falla í
gleymsku. Saga skilaði sínu og vel
það. Við munum bros hennar, kímni,
ástúð og umhyggju. Hún lifir í minn-
ingu okkar. Við vottum fjölskyldu
Sögu okkar dýpstu samúð. Megi Guð
geyma ykkur öll.
Björk, Kolbrún, Hrefna og Bella.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað.
Formáli minn-
ingargreina