Morgunblaðið - 28.06.2004, Qupperneq 25
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 25
Einu sinni voru börn
í Tjarnarborg á göngu
með Idu fóstru sinni
Ingólfsdóttur og sögðu
þá: „Segðu okkur sög-
una af pabba þínum sem kom fyrstur
til landsins.“
Börnunum fannst sjálfsagt að Ida,
dóttir Ingólfs, hefði verið til svo lengi
sem land hefði verið í byggð. Sú ósk-
hyggja átti sér góðar rætur: vissu-
lega er manneskja eins og Ída alltaf
mikil nauðsyn í mannlegu félagi og
þá einkum börnum þess. Hún var
lengst af kennd við Steinahlíð, við því
húsi tók hún 1949 og veitti barna-
heimilinu þar forstöðu uns hún lét af
störfum sjötug árið 1982. Ég var
ekki svo lánsamur sjálfur að vera
einn af barnsfeðrum Idu, en fékk
samt að hnusa svolítið af bæjarbrag í
Steinahlíð. Þar var allt með svipuð-
um hætti og á stóru heimili. Allt svo
eðlilegt og sjálfsagt. Líka það, að
börnin þyrftu ekki að vera komin úr
húsi á fyrirfram ákveðnum tíma, öll-
um uppákomum hjá foreldrum mátti
bjarga fyrir vinsamlegt horn, einnig
var á það stundað að börnin fengju
að vera með í öllu, til dæmis í því að
búa til mat í alvörunni. Þetta féll allt
ungum skjólstæðingum Idu svo vel í
geð, að sum höfðu við orð að þau ætl-
uðu að vera áfram í Steinahlíð þar til
þau yrði stór og hjálpa henni þá með
litlu krakkana.
Ida var sjö ára þegar fjölskylda
hennar tvístraðist, fyrst var hún hjá
föður sínum en frá 12 ára aldri hjá
vandalausum. Árið 1938 hélt hún til
Svíþjóðar og var úti öll stríðsárin,
hún lærði m.a. á sósíalpedagógískum
skóla sem Alva Myrdal stjórnaði,
einnig lærði hún sérstaklega að ann-
ast taugaveikluð börn. Má nærri
geta að þetta var meira veganesti en
flestir aðrir höfðu, sem komu að
störfum á barnaheimilum hér á
landi, en þau voru enn ekki ýkja
mörg þegar Ida sneri heim árið 1946.
Í útivistinni kynntist hún líka mörg-
um ágætum námsmönnum íslensk-
um – m.a. Sigurði Þórarinssyni og
Magnúsi Kjartanssyni, og styrkti sig
í þeim róttæku viðhorfum til þjóð-
félagsmála, sem hún taldi sjálf að
hefðu verið sér með nokkrum hætti
eðlislæg, því hún sætti sig aldrei við
böl fátæktar og vildi frá ungum aldri
koma í veg fyrir að hún smækkaði
nokkurn mann. Það var líka þá, að
enn einn ágætur kunningi Idu, pró-
fessor Jón Helgason, vildi stríða
henni á því að nafn hennar væri nátt-
úrlega stytting á orðinu Ídeológía.
Sjálfur komst ég í góðan vinskap
við Idu um það bil sem hún var að
láta af störfum og var í bili húsnæð-
islaus – hún bjó hjá okkur um hríð og
lagði okkur reyndar gott lið í veik-
indum sem þá steðjuðu að. Það var
bæði þá og síðar gott að eiga frið-
sælar stundir með Idu í samtölum
um skrýtnar uppátektir manna og
vandamál þeirra og hvað mætti til
bragðs taka í tilvistarkreppum ein-
staklinga og þjóða. Sem fyrr segir
var Ída vinstrisinnuð vel og áhuga-
söm, ekki síst um viðleitni herstöðva-
andstæðinga – og hún var ekki ein
þeirra sem loka sig af í sælli vissu um
að hafa á réttu að standa. Henni
fannst vinstrimenn fyrst og síðast
bera mikla ábyrgð. Það er, sagði hún
eitt sinn við mig, „lítið varið í þann
sem segist vera sósíalisti en hagar
sér þvert á þær hugsjónir“.
Sjötug sagði hún: „Ég hefi reynt
að vera manneskja og haft gaman af
að vera til.“ Vissulega var það, hin
síðustu ár á Droplaugarstöðum,
henni erfiðara en fyrr að hafa gaman
af tilverunni – en hún reyndi sitt
besta, hún lét ekki undan beiskju ell-
IDA
INGÓLFSDÓTTIR
✝ Ida Ingólfsdóttirfæddist á Innra-
Hólmi í Innri-Akra-
neshreppi 15. desem-
ber 1912. Hún lést á
Droplaugarstöðum
3. júní síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Lágafells-
kirkju í Mosfellsbæ
14. júní.
innar, hún hélt sinni
forvitni vel lifandi um
menn og málefni,
gladdist af einlægni
þegar gest bar að garði
sem fréttir sagði. Við
kveðjum Idu með
þakklæti fyrir vináttu
hennar, fyrir góðar
stundir og ágæt for-
dæmi og sendum að-
standendum hennar
einlægar samúðar-
kveðjur.
Árni Bergmann.
Ég sá Idu fyrst stráklingur fyrir
utan Bólstaðarhlíð 14, hún kom
þangað í svörtum leigubíl frá Bæj-
arleiðum til að drekka brennivín og
tala um fólk, lífs eða liðið, við Ás-
laugu ömmu mína. Þetta var snemm-
sumars eins og núna, áliðið dags og
minningin tengd sérkennilegri lykt
sem alltaf var í stigaganginum í Ból-
staðarhlíðinni og amerískum eðal-
vagni sem flutti gestinn Idu. Það átti
kannski ekki sérlega vel við þennan
einlæga sósíalista að ferðast í limós-
ínu en glettni örlaganna hagaði því
þannig að þessu sinni.
Ida fæddist á Innra-Hólmi í
Innra-Akraneshreppi í byrjun aldar-
innar síðustu þegar Íslendingar voru
farnir að sjá fram á bjartari tíma.
Foreldrar hennar voru þá búnir að
gera tilraun til að nema land í Kan-
ada en sneru aftur til fósturjarðar-
innar þótt frú Hlín, eins og Ida kall-
aði móður sína, ætti enn eftir að
leggja land undir fót síðar, alla leið
til Suður-Ameríku. Frá níu ára aldri
til unglingsáranna var Ida hjá föð-
urfólki sínu á Kirkjuferju í Ölfusi en
12 ára kom hún á Akranes og var um
tíma hjá Böðvari útgerðarmanni og
Helgu í Böðvarshúsi. Árið 1938 fór
hún svo til Svíþjóðar til að nema
hjúkrun en kom heim skömmu eftir
stríð, fullnuma fóstra sem mun hafa
verið nýlunda þá.
Þegar Ida hætti störfum í Steina-
hlíð, þar sem hún réð ríkjum í ára-
tugi, lengst af sem starfsmaður
Sumargjafar, lét nærri að eitt pró-
sent Reykvíkinga hefðu verið hjá
henni í fóstri. Hún vann langan
vinnudag og gerði sér aldrei manna-
mun. Einhverju sinni heimsótti ég
hana á Borgarspítalann. Þar var á
borðinu hjá henni kort frá konu sem
lá í næsta herbergi, einlægar þakkir
fyrir að hafa fóstrað fatlaðan son
hennar í Steinahlíð þrátt fyrir að þar
væru öll pláss full og öll önnur úr-
ræði hefðu brugðist.
Eftir þennan fund okkar Idu á
tröppunum í Hlíðunum kynntumst
við betur við sláturgerð vestur á
Staðastað. Einu sinni var hún fengin
til að passa okkur bræðurna þótt við
værum komnir nokkuð af unglings-
aldri, þegar foreldrarnir brugðu sér
út fyrir landsteinana, og kom auk
þess oft sem gestur eftir að hún
komst á eftirlaun.
Og eftir að hún eignaðist nöfnu í
dóttur minni varð samgangurinn enn
meiri en fljótlega þó þannig að við
fjölskyldan heimsóttum Idu á Dal-
brautina og seinna Droplaugarstaði
því heilsan tók að bresta.
Idu þótti fjarskalega vænt um
nöfnu sína. Eina kvöldstund passaði
hún hana meðan hún var enn í Aust-
urbrún, þar sem hún bjó fyrstu árin
eftir að hún hætti í Steinahlíðinni.
Eins og oft áður lét hún barnið ráða
því sem það vildi meðan það færi sér
ekki að voða og drjúgum hluta
kvöldsins eyddu þær nöfnur í lyft-
unni, upp og niður – af því að það var
gaman!
Nú er lokið langri ævi en margir
munu minnast Idu með ævarandi
þakklæti og hlýju. Haf þökk fyrir allt
og allt.
Finnbogi Rögnvaldsson
og fjölskylda.
Eruð þið systur? Við sitjum við
eldhúsborðið á Staðastað, Ida Ing-
ólfsdóttir og ég og einhver ókunnug
kona sem ég man ekki lengur hvað
hét né hvaða erindi hún átti annað en
drekka með okkur kaffibolla. Við Ida
brostum og neituðum, hún svolítið
vandræðaleg í fyrstu, hélt kannski
að mér þætti miður að vera talin
systir hennar, því víst var hún miklu
nær móður minni að aldri heldur en
mér. Við hlógum oft að þessu síðar
og kölluðum hvor aðra systur. Hver
gat annað en verið stolt af að vera
álitin systir hennar Idu?
Ida í Steinahlíð var hún oft nefnd,
enda réð hún ríkjum á barnaheim-
ilinu Steinahlíð í áratugi. Hún átti
heima í risinu, hún eldaði ofan í börn
og starfsfólk í eldhúsi sem var svo
lítið að maður gat varla smeygt sér
fram hjá henni þegar hún var komin
þar inn, hún hugsaði um lóðina – og
geiturnar – og margar kynslóðir
barna. Hún fylgdist með þessum
börnum sínum löngu eftir að leik-
skólaárum þeirra lauk og oft fékk
hún til fósturs börn barna sem hún
hafði áður gætt, enda varð starfsald-
ur hennar sem fóstru langur. Það var
oft gaman að heyra hana tala um
börnin sín og barnsforeldra sína og
ótrúlegt hvað hún þekkti marga.
Lífið er ekki alltaf dans á rósum.
Því fékk vinkona okkar, Ida, að
kynnast í uppvextinum. En hún
komst til mennta með góðra manna
hjálp og valdi sér ævistarf sem veitti
henni mikla lífsfyllingu. Hún var ein
af fyrstu lærðu fóstrunum á Íslandi,
lauk námi í þeim fræðum í Svíþjóð,
flutti heim og tók til starfa, fyrst í
Hafnarfirði, síðan í Tjarnarborg og
loks í Steinahlíð. Það var gaman að
sjá hvernig hún umgekkst börn,
sýndi þeim virðingu og athygli, ástúð
og jafnframt festu. Var hún þá
kannski að hugsa um það sem hún
sjálf fór á mis við í æsku?
Ida gætti aldrei barna minna á
leikskóla, en hún tók stundum að sér
að annast syni mína vestur á Staða-
stað þegar foreldrar þeirra brugðu
sér af bæ eða af landi brott. Þeir
voru þá reyndar komnir af höndum,
en Ida hafði ekki síður lag á ungling-
um en litlum börnum, og ég veit að
bæði þeir og vinir þeirra minnast
hennar með þakklæti. Sjálf man ég
ótaldar ánægjustundir þegar hún
dvaldist hjá okkur á Staðastað eftir
að starfsferli hennar lauk.
Ida átti ekki afkomendur, en fyrir
tæpum fjórtán árum eignaðist hún
nöfnu sem varð augasteinn hennar
og gleði í ellinni. Hún varð Ida amma
í fjölskyldunni og ég er stolt af að
vera líka ein af ömmunum og tengj-
ast þannig Idu „systur“ minni nýjum
fjölskylduböndum.
Síðustu árin urðu henni erfið, lík-
aminn slitinn en hugsunin skýr. Hún
kvartaði þó ekki oft og var þakklát
fyrir heimsóknir vina og ættingja og
þá góðu umönnun sem hún naut á
Droplaugarstöðum.
Ég kveð mína góðu vinkonu með
kveðjuorðum sem annar vinur henn-
ar notaði oft: Guð geymi þig.
Kristín R. Thorlacius.
Mér var illa brugðið
þegar þær fréttir bár-
ust að æskuvinur
minn hann Snorri L.
Ölversson væri látinn
langt um aldur fram á
fimmtugasta aldursári. Snorri var
næstelstur fimm systkina, barna
þeirra Eddu Snorradóttur og Öl-
vers Guðnasonar. Nöfn þeirra
systkina eru Guðni, elstur, búsett-
ur í Noregi, næstur Snorri, Vil-
borg, Unnur og María. Öll hafa
þau systkini spjarað sig vel og orð-
ið að hinum nýtustu þjóðfélags-
þegnum.
Snorri var menntaður fiskiðnað-
armaður frá Fiskvinnsluskólanum í
Hafnarfirði. Snorri starfaði sem
verkstjóri á ýmsum stöðum á land-
inu við flestar tegundir fiskvinnslu.
Ekki dugði Ísland til þess að svala
þeirri ævintýraþrá sem í Snorra
bjó alla ævi. Hann starfaði við fisk-
vinnslu í mörgum ólíkum löndum,
má þar meðal annars nefna Falk-
landseyjar, Grænland, Færeyjar
auk Afríkulanda. Ekki vorum við
Snorri gamlir þegar við urðum vin-
ir. Margt var brallað á Eskifirði á
bernskuárum okkar við ýmiss kon-
ar leiki. Einhverju sinni vorum við
að vinna að þróun svarta-
púðursblöndu í herbergi Snorra. Á
einhvern hátt komst neisti í dósina
með púðrinu og upphófst nú mikið
gos þarna inni í herberginu. Að
vanda var Snorri fljótur að hugsa,
SNORRI
ÖLVERSSON
✝ Snorri Lárus Öl-versson var
fæddur 14. ágúst
1954. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 7. júní
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
þjóðkirkjunni í Hafn-
arfirði 15. júní.
á ögurstundu tók
hann gjósandi dósina
og hljóp með hana út
úr herberginu fram
eftir ganginum og út á
hlað. Svört rák var
eftir loftinu alla leið
út. Með þessu snar-
ræði kom hann án efa
í veg fyrir eldsvoða.
Á þessum árum var
gaman að alast upp á
Eskifirði, fjöllin,
fjörur og bryggjur
höfðu mikið aðdrátt-
arafl. Einn var sá
staður sem var í há-
vegum hafður hjá okkur en það
var tún sem var ofan Norðfjarð-
arvegar og var í eigu föður míns. Á
vorin myndaðist pollur þar sem við
sigldum bátum og skipum. Á túni
þessu voru stundaðar af kappi
skotæfingar með bogum og teygju-
byssum, oftar en ekki var með
okkur í þessum leikjum Emil
Bóasson.
Af og til brutust út hverfabar-
dagar milli innbæinga og útbæ-
inga. Við sem bjuggum í miðjum
bænum tilheyrðum að jafnaði frek-
ar útbænum. Í þessum bardögum
var Snorri mjög harður af sér þótt
oft væri við ofurefli að etja. Í átök-
um þessum var hann einkar laginn
að beita lurkum og trésverðum
meðan ég stólaði frekar á teygju-
byssuna. Það jákvæða var að allir
skyldu komast óskaddaðir frá
þessum átökum þegar litið er til
baka.
Snorri eignaðist tvær dætur,
þær Eddu og Andreu Caroline
Snorradætur.
Dætrum Snorra, foreldrum og
systkinum sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Missir ykkar
er mikill.
Júlíus.
Leiðir okkar Péturs
lágu saman fyrir um
fjórum árum og
myndaðist strax mjög
kær vinskapur okkar
á milli. Að kynnast
Pétri gerir mann að betri manni.
Pétur var mjög opinn persónuleiki
og mikil félagsvera og voru þær
stundir sem við áttum saman alveg
frábærar. Hann var ávallt fullur af
fjöri og leik og þannig viljum við
minnast hans. Pétur var hrókur
alls fagnaðar þessi fjögur sumur
sem við áttum með honum og fjöl-
skyldu hans.
Þarna fór maður sem var alltaf
tilbúinn að hjálpa öðrum, og eitt
skemmtilegt dæmi um það var á
torfærukeppni á Blönduósi í fyrra-
sumar. Allt í einu var Pétur horf-
inn úr vinahópnum þar sem allir
voru sem einn að fylgjast með
keppninni. Og þegar betur var að
gáð var hann kominn undir næsta
torfærubíl með rafsuðuna á lofti til
að hjálpa mótherjum á erfiðri
stundu. Svona var Pétur, þetta var
ekkert einsdæmi hjá honum, alltaf
jákvæður og tilbúinn að hjálpa öðr-
um hvort sem var við mótorsport
eða bara næsta nágranna. Það eru
ófáir bílarnir búnir að fara inn í
skúr hjá honum sem hann hefur
verið að laga fyrir vini og kunn-
ingja. Ég gleymi því aldrei þegar
við komum heim frá Swinton árið
2000, þegar mig vantaði aðstöðu
PÉTUR HELGI
GUÐJÓNSSON
✝ Pétur Helgi Guð-jónsson fæddist í
Sandgerði 27. júní
1962. Hann lést af
slysförum föstudag-
inn 4. júní síðastlið-
inn og var útför hans
gerð frá Safnaðar-
heimilinu í Sand-
gerði 15. júní.
fyrir torfærubílinn og
hann lánaði mér skúr-
inn fram á haust og
voru það ófáar stund-
irnar sem við eyddum
saman í skúrnum hjá
honum það sumarið og
haustið, stundir sem
einkenndust af gleði
og hlátri.
Pétur var mikill fjöl-
skyldufaðir og hafði
gaman að því að
ferðast á jeppanum
sínum um allt land
með fjölskylduna.
Margar ferðir lágu
norður á Siglufjörð til tengdafor-
eldra hans. Þar áttu þau margar
góðar stundir saman. Pétur var
vélstjóri og hörkuduglegur sjómað-
ur og síðustu tvö árin var hann að
róa sem skipstjóri á trillu. Á sumr-
in var hann mikið að róa út frá
Siglufirði þar sem hann fiskaði allt-
af vel og kom hann með fullfermi
síðustu tvo róðra sína.
Ég var svo lánsamur að hitta
Pétur degi fyrir þetta hörmulega
slys. Þá kíktu þau hjónin niður á
verkstæði til mín og þar rifjuðum
við upp Noregsferðina sem vina-
hópurinn fór saman í fyrir um
mánuði síðan. Þetta var ferð sem
var mjög vel heppnuð í alla staði.
Tíminn sem við áttum þar saman
var ómetanlegur fyrir okkur öll
sem vorum þar með Pétri og minn-
umst við hans með sorg í hjarta.
Í dag verður sárt að kveðja kær-
an vin, sem í minningu verður allt-
af kátur og brosandi. Samúð okkar
og hugur er allur hjá þér elsku
Hrönn, Hilmar, Guðrún og Steini
litli. Megi guð halda verndarhendi
sinni yfir ykkur og gefa ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum.
Gunnar Ásgeirsson
og Berglind.
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is