Morgunblaðið - 28.06.2004, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 28.06.2004, Qupperneq 27
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 27 Elskuleg móðir okkar, HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hraunbæ 103, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mið- vikudaginn 30. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarsjóð krabbameinssjúkra barna. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Gígja Árnadóttir, Þórunn Árnadóttir, Árni Þór Árnason, Guðmundur Árnason. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðju- daginn 29. júní kl. 13:30. Auður Harðardóttir, Frímann A. Sturluson, Jóna Finnsdóttir, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Hildur Finnsdóttir, Jökull Daníelsson, Þórunn Finnsdóttir, Rafn H. Skúlason, Ingveldur Björk Finnsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Steinunn Ásta Finnsdóttir, Óskar Ö. Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sálumessa móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍSABETAR ÁRNADÓTTUR FINSEN, áður til heimilis á Þinghólsbraut 35, fer fram frá Kirstkirkju, Landakoti, þriðjudaginn 29. júní kl. 13.30. Árni Friðriksson, Brynja Áslaug Sigurðardóttir, Daníel Friðriksson, Brynhildur G. Flóvenz, Ísleifur Friðriksson, Borghildur Hertervig, Hannes Friðriksson, Þórunn Benediksdóttir, Oddur Friðriksson, Hjördís Eyjólfsdóttir og barnabörn. Eiginkona mín, dóttir okkar, stjúpdóttir og systir, HRAFNHILDUR TÓMASDÓTTIR REDOUTEY, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mið- vikudaginn 30. júní kl. 10.30 árdegis. Yves Redoutey, Rakel Sigurleifsdóttir, Björn Gíslason, Sigurleifur og Viktoría Tómasarbörn, Hulda og Ólöf Björnsdætur, Tómas Einarsson. ✝ Jón Levý Guð-mundsson vél- virkjameistari fædd- ist á Akureyri 13. júní 1936. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 20. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- mundur Andrésson, f. 25.12. 1891, d. 13.2. 1975, og Jónína Em- ilía Arnljótsdóttir, f. 7.11. 1901, d. 14.2. 1986. Systkini Jóns Levý eru Bryndís Guðmundsdóttir, f. 17.7. 1925; og Hannes Guðmunds- son, f. 22.7. 1930. Jón Levý kvæntist 20. apríl 1958 Stefaníu Sjöfn Sófusdóttur, f. 9.10. 1940, starfsmanni hjá Landsvirkjun. Hennar foreldrar voru Sófus Guðmundsson skó- smiður, f. 25. 8. 1897, d. 3.4. 1978, og Oddný Ásgeirsdóttir húsmóðir, f. 20.4. 1910, d. 5.11. 1980. Börn Jóns Levý og Stefaníu Sjafnar eru: 1) Guðmundur Emil, f. 5.11. 1957, kvæntur Margit Elvu Ein- arsdóttur, f. 21.10. 1963, synir þeirra eru Arnar Pálmi, f. 3.3. 1992, og Emil Árni, f. 18.1. 1999. Börn Guðmundar Emils frá fyrra hjónabandi eru: Jón Levý, f. 19.8. 1981, Selma, f. 12.6. 1984, og Elva Björk, f. 11.2. 1989. 2) Oddný, f. 19.7. 1960, gift Jóni Inga Theodórssyni, f. 17.1. 1953, sonur þeirra er Agnar Daði, f. 6.1. 1993. 3) Ásgeir Arnar Jóns- son, f. 23.4. 1962, kvæntur Ragnheiði Björgu Harðardótt- ur, f. 10.5. 1964, dæt- ur þeirra eru: Stef- anía, f. 28.10. 1986, og Arndís, f. 23.9. 1992. Jón Levý ólst upp á Akureyri. Hann hóf nám í vél- virkjun við Iðnskólann í Reykja- vík 1960 og lauk sveinsprófi þar 1964. Hann fór ungur til sjós, starfaði á Keflavíkurflugvelli um árabil og stundaði ýmis störf með náminu. Hann hóf störf hjá þýska sendiráðinu við Túngötu í Reykja- vík 1965 og hafði þar jafnframt búsetu með fjölskyldu sína. Jón Levý starfaði hjá þýska sendi- ráðinu til 1981 er hann lét af störf- um vegna veikinda. Frá þeim tíma hefur hann sinnt ýmsum áhuga- málum sínum, þar á meðal smíð- um á skipalíkönum. Útför Jóns Levý fer fram í Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi minn. Ég kveð þig með miklum söknuði, við erum búin að eiga svo óteljandi margar góðar og ljúfar stundir saman. Þú varst hjartahlýr og tryggur, ég gat alltaf treyst á stuðning þinn. Þú leiðbeind- ir mér í gegnum lífið á þinn hátt, en án þín hefði ég ekki komist svona langt. Enginn er fullkominn en hjartalag þitt breytti öllu. Margt verður tómlegt án þín og erfitt að geta ekki hringt í þig og hlustað á röddina þína. Það var sama hvernig þér leið, þú sagðir alltaf allt gott. En ég vona að þú sért laus úr fjötrum þínum og þér líði betur. Ég vona líka að lífið eftir dauðann sé eins og þú hélst að það væri. Þá ertu trúlega búinn að hitta alla þá sem þú hefur misst. Guð geymi þig, pabbi minn. Þín dóttir Oddný. Nú þegar elsku Nonni afi, eins og við kölluðum hann, og vinur okkar er skyndilega fallinn frá koma margar og góðar minningar upp í hugann. Hann átti svo mikið í okkur, ég fékk þann heiðurssess að vera fósturdótt- ir hans og Bjarni afastrákur. Við vorum svo heppin að eiga ynd- islega kvöldstund með honum og Stefaníu kvöldið sem hann kvaddi. Þá var ekki hægt að merkja farar- snið á honum, hress og kátur og gerði að gamni sínu. Hann lét það ekki á sig fá þó að hann kæmist varla upp stigann, það var ekki hans að kvarta, en augljóst eftir á að hann kom meira af vilja en mætti. Þetta erum við þakklát fyrir og er svo dýr- mætt í minningunni og þannig minn- umst við hans. Það var ljóst að áfall sem Nonni varð fyrir á besta aldri kenndi hon- um að meta lífið. Það þurfti svo lítið til að gleðja hann, og hann var svo þakklátur fyrir allt sem fyrir hann var gert. Nonni var einstaklega hjartahlýr og næmur, átti svo auð- velt með að samgleðjast með öðrum og lét það óspart í ljós, hann var líka svo heiðarlegur og hreinskiptinn í framkomu. Ég er Nonna mjög þakklát fyrir allar þær stundir sem hann passaði Bjarna fyrir mig, það var auðsótt mál og hann var alltaf jafnhissa á að ég skyldi láta mér detta í hug að biðja hann. Ég átti bara að koma með strákinn og það voru gleði- stundir hjá þeim báðum þegar komið var við í bakaríinu og keypt vínar- brauð. Þeir urðu hinir mestu mátar og það var bæði þroskandi og lær- dómsríkt fyrir Bjarna að umgangast Nonna og fá að fara með honum í vinnuherbergið og prófa lestina sem Nonni smíðaði. Nonni var mjög handlaginn og í vinnuherberginu smíðaði hann ýmis módel, mest þó báta- og skipamódel, sem voru hin mesta listasmíð. Við eins og margir aðrir fáum að njóta þessara listaverka. Eitt sinn þegar Stefanía og Nonni komu í heimsókn fannst honum Bjarna vanta bílahillu, það var strax gengið til verka og hill- an var komin upp á vegg innan skamms. Fjölskyldan var Nonna allt og það kom glampi í augun þegar hann tal- aði um börnin og barnabörnin. En stoltastur var hann af hetjunni sinni, henni Stebbu, sem alla tíð var hans stoð og stytta og ekki síst eftir að heilsu hans hrakaði. Elsku Stefanía, Gummi, Oddný, Geiri og fjölskyldur, við biðjum góð- an Guð að styrkja ykkur og styðja í sorginni. Elsku Nonni, nú er komið að leið- arlokum, takk fyrir allt sem þú hefur verið okkur. Guð geymi þig. Elín og Bjarni. Elsku afi, það er erfitt að kveðja þig. Við bræðurnir áttum yndislegar stundir með þér og munum alltaf minnast þeirra. Þegar við komum að heimsækja þig í Ferjubakkann þá sast þú í stólnum þínum og sagðir alltaf við okkur: „Halló, komið og knúsið mig, vinir afa.“ Við gleymum þér aldrei, elsku afi, og gætum ömmu fyrir þig. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn, hann átti sættir jafnt við Guð og menn. (Guðrún Jóh. frá Brautarholti.) Þínir vinir afa, Arnar Pálmi og Emil Árni. Elsku Nonni afi. Ég er leiður yfir því að þú ert dáinn, en ég held að þér líði betur núna. Ég mun hugsa oft til þín og þegar ég fer með bænirnar mínar skal ég minnast á þig. Þakka þér, afi minn, fyrir allt sem við áttum saman. Ég, mamma og pabbi skulum hugsa vel um ömmu. Þinn vinur afa Agnar Daði. Í dag kveðjum við okkar besta vin, Jón Levý Guðmundsson (Nonna). Enginn veit hvað morgundagur- inn hefur að geyma. Það var þjóðhá- tíðardaginn 17. júní sl. sem þau hjón- in Nonni og Stebba komu í heimsókn í bústaðinn til okkar og gætti vissrar spennu og tilhlökkunar af þeim sök- um því Nonni hafði ekki treyst sér vegna heilsubrests að koma í þó nokkuð langan tíma. Þessi dagur var sólríkur, heitur og eins yndislegur og hugsast gat og vorum við með áætl- anir um að þau kæmu fljótt aftur, en aðeins þrem dögum síðar var Nonni allur. Þó áætlanir okkar yrðu ekki eins og við óskuðum getum við unað vel við þann hafsjó góðra og skemmtilegra minninga sem ylja manni um hjartarætur um ókomin ár. Ferðalögin og samverustundirn- ar sem við áttum saman eru ótelj- andi og ógleymanlegar. Nonni var með eindæmum barn- góður og hjartahlýr maður sem öll- um þótti vænt um sem kynntust hon- um. Hann hafði yndi af því að gleðja aðra þegar hann gat komið því við, jafnt börn sem fullorðna, sem sýndi sig vel í því að hann var ætíð að færa bæði okkur, börnum okkar sem og barnabörnum einhverja hluti sem hann hafði smíðað. Lífið var ekki alltaf dans á rósum. Í blóma lífsins fékk hann heilablóð- fall sem hann jafnaði sig aldrei af en hann átti góða og trygga konu sem stóð við hlið hans eins og klettur og yndisleg börn sem öll sameinuðust um að láta allt ganga upp. Þrátt fyrir fötlun sína reyndi hann að smíða lík- ön af bátum og skipum og gerði það með þvílíkum sóma og vandvirkni að það var oft leitað til hans af útgerð- armönnum og fleiri aðilum. Eitt af fyrstu verkefnum hans var að gera upp líkanið af Ísborginni sem er á Sjóminjasafninu á Ísafirði og upp frá því gerði hann ótal líkön. Elsku Nonni, við kveðjum þig með trega en erum þakklát og ríkari fyrir að hafa átt þig fyrir vin. Guð gefi þér fallega heimkomu til ástvina sem áð- ur hafa kvatt þennan heim. Hvíl í friði. Gleðin er léttfleyg og lánið er valt Lífið er spurning sem enginn má svara. Vinirnir koma og kynnast og fara, kvaðning til brottfarar lífið er allt. Liðin að sinni er vor samverustund, síðustu kveðjur með andblænum líða. Velkomin aftur, er sjáumst vér síðar, sólnanna drottinn oss blessi þann fund. (Freysteinn Gunnarsson.) Elsku Stebba, við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu sam- úðarkveðjur og Guð gefi ykkur styrk. Arndís og Sveinn. Mig setti hljóða þegar ég frétti af láti Nonna frænda enda er hans hlut- ur í æskuminningum mínum stór og einstaklega ljúfur. Sem barn fékk ég stundum að gista í sendiráðinu hjá Stebbu og Nonna og þetta voru ótrú- lega spennandi stundir því þar var svo ótal margt að sjá og skoða. Stebba átti gítar og Nonni fullt af dóti sem lítilli manneskju fannst of gott til að geta verið satt og tróndi þar stóra lestin tvímælalaust á toppnum. En best af öllu var að skríða upp í fangið á Nonna frænda og kúra sem fram á daginn í dag kall- aði mig ástarplussið sitt og fullyrti við foreldra mína að hann ætti 10% í mér að lágmarki. Nonni var svo dæmalaust barngóður og ljúfur. Það var andlitið á honum sem var það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði ósköp aum og lítil í mér eftir kirtla- töku. Þá hafði hann setið við hlið mér klukkustundum saman með nýja dúkku í fanginu og beðið eftir að ég vaknaði. Og þegar ég eignaðist Árna son minn sýndi hann honum sömu blíðu og ást og ég þekkti svo vel. Því miður sá ég alltof lítið af Nonna frænda síðustu árin en minningarn- ar eru ljóslifandi. Og enn situr dúkk- an frá kirtlatökunni uppi í hillu og í barnaherberginu er að finna glæsi- lega smíðaðar hillur í líki bíls – gjöf Nonna til Árna litla enda lék allt í höndum hans. Við Erlendur vottum Stebbu, börnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku Nonni minn. Hvíl í friði. Guðrún Gyða Árnadóttir. JÓN LEVÝ GUÐMUNDSSON Nonni var hluti af Túngötu 18. Hann og Stebba bjuggu þar og störfuðu fyrir þýska sendiráðið í fjölda ára. Þar ólu þau upp börnin sín. Nú er Geiri þeirra orðinn hluti af Laufásvegi 31. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þau öll að vinum. Guð blessi minningu Nonna og styrki Stebbu og afkomendur þeirra á sorgarstundu. Helga. HINSTA KVEÐJA Elsku dóttir okkar, stjúpdóttir og systir, EVA BJÖRK EIRÍKSDÓTTIR, Ljósheimum 6, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 29. júní kl. 13.30. Blóm vinsam- legast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Samtök sykursjúkra. Sigurbjörg Sjöfn Rafnsdóttir, Eiríkur Ómar Sveinsson, Ingibjörg Sandholt, Sveinn Rafn Eiríksson, Egill Orri, Þóra Kristín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.