Morgunblaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 28
HESTAR
28 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Brautarholts- og
Gnúpverjaskóli
Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Kennara vantar til afleysinga frá miðjum októ-
ber 2004 - miðs maímánaðar 2005.
Aðal kennslugreinar íþróttir í 1.—7. bekk,
ásamt kennslu yngri barna.
Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 898 6439,
netf. rut@ismennt.is og aðstoðarskolastjóri
í s. 486 5666.
Járniðnaðar-
menn
Óskum að ráða nú þegar vana járnið-
naðarmenn með geta unnið sjálfstætt,
sem og í stærri hópum.
Plötusmiði
Stálskipasmiði
Vélvirkja
Rafsuðumenn
Umsóknareyðublöð liggja frammi á
skrifstofu Kaplahrauni 17, Upplýsingar
einnig veittar í síma 660 9660 Eiríkur og
660 9670 Guðmundur á milli klukkan 9
og 17 virka daga.
Vélsmiðja Orms og Víglundar var stofnuð árið 1973, hún hef-
ur sérhæft sig í nýsmíði á tækjum og vélbúnaði fyrir iðnað
og virkjanir. Fyrirtækið er einnig í viðhaldi og þjónustu á
skipum og bátum þar sem lögð er rík áhersla á vönduð vinn-
ubrögð. Grunn einingar þess eru plötuverkstæði, renniverk-
stæði, trésmíðaverkstæði, slippur og flotkvíar.
Sölufulltrúi
Heildverslun sem sérhæfir sig í vönduðu sæl-
gæti og skyldum vörum óskar eftir að ráða
sölufulltrúa til starfa. Við leitum að samviskus-
ömum starfskrafti með góða framkomu, er
reglusamur og hefur metnað til að takast á við
krefjandi starf.
Starfssvið: Sölu og lagerstarf. Reynsla æskileg.
Um er að ræða framtíðarstarf.
Uppl. eru veittar á skrifstofu Íslenskrar Dreifing-
ar - Skútuvogi 1e, í dag, mánudaginn 28. júní
á milli kl. 15:00-19:00.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Til leigu
verslunar-, skrifstofu-, þjónustu-, lager- og
iðnaðarhúsnæði á stór-Reykjavíkursvæðinu.
Fasteignafélagið Kirkjuhvoll.
Vefsíða okkar er www.kirkjuhvoll.com
Uppl. veitir Karl í síma 892 0160 og Styrmir
Karlsson í síma 899 9090.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Orkuveita Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík
Sími 516 6000 • Fax 516 7000
www.or.is/utbod
Orkuveita Reykjavíkur
leitar að samstarfsaðila
um þróunarverkefnið:
· Uppbygging ferðamannaþjónustu
á Nesjavöllum
Orkuveita Reykjavíkur hefur til athugunar frekari upp-
byggingu á ferðamannaþjónustu á jörðinni Nesjavöll-
um í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Orkuveita Reykjavíkur leitar að áhugasömum sam-
starfsaðila á sviði skipulags, fjármögnunar, uppbygg-
ingar og reksturs ferðamannaþjónustu, auk annarra
þátta sem tengjast ofannefndri starfsemi.
Áhugasamir aðilar eru beðnir um að skila inn til
Orkuveitunnar upplýsingum í samræmi við gögn um
hæfnismat, sem verða seld á kr. 1.000,- hjá þjónustu-
fulltrúum á 1. hæð í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að
Bæjarhálsi 1, Reykjavík.
Tekið verður á móti gögnum áhugasamra samstarfs-
aðila í afgreiðslu Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1, til kl
10:00 mánudaginn 12. júlí 2004.
Að loknu mati verður þeim aðilum sem uppfylla hæfn-
iskröfur afhent frekri gögn um verkefnið.
TILKYNNINGAR
Mat á umhverfisáhrifum
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um mats-
skyldu framkvæmda
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að
eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati
á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/
2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Stækkun Lagarfossvirkjunar á Austur-
Héraði.
Þorskeldi allt að 1.400 tonn á ári í sjókví-
um í Eskifirði og Reyðarfirði, Fjarða-
byggð.
Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulagsstofn-
un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig
að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar:
www.skipulag.is
Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um-
hverfisráðherra og er kærufrestur til 26. júlí
2004.
Skipulagsstofnun.
Auglýsing um deiliskipu-
lag í Skorradalshreppi
Borgarfjarðarsýslu
Samkvæmt ákvæðum 14. og 25 gr. skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með aug-
lýst óveruleg breyting á svæðaskipulagi norð-
an Skarðsheiðar 1997-2017, í landi Hvamms,
Skorradalshreppi. Gert er ráð fyrir að frístunda-
lóð númer 10 breytist í íbúðarhúsalóð. Skorra-
dalshreppur tekur að sér að bæta það tjón sem
einstaklingar kynnu að verða fyrir við skipu-
lagsbreytinguna.
Einnig er lýst eftir athugasemdum við nýtt deili-
skipulag fyrir íbúðarhús á lóð nr. 10 við Hvamm-
skóga, Skorradal. Tillagan ásamt byggingar-
og skipulagsskilmálum liggur frammi hjá odd-
vita að Grund, Skorradal, frá 30. júní 2004 til
28. júlí 2004 á venjulegum skrifstofutíma.
Athugasemdum skal skila fyrir 11. ágúst 2004
og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera
athugasemd innan tilgreinds frests, teljast
samþykkir tillögunni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
ATVINNA
mbl.is
HESTAKOSTUR landsmóts er að
sjálfsögðu upphaf og endir mótsins,
það sem málið snýst um. Eins og
venjulega eru það kynbótahrossin
sem verða í öndvegi. Tónninn hefur
verið gefinn á fjölmörgum héraðssýn-
ingum frá því í apríl í vor þar sem
fram hafa komið stjörnur í öllum
flokkum sem vafalítið eiga eftir að
ylja mönnum um hjartarætur með
góðri frammistöðu í sýningum á
mótinu. Vissulega má ætla að það
verði fjögurra vetra hrossin sem enn
einu sinni steli senunni. Fram komu
nokkur afar athygliverð hross í þess-
um aldursflokki og trónir þar hæst
Björk frá Litlu-Tungu II með hreint
ótrúlegar einkunnir fyrir hæfileika
8,59 og kemur út með 8,41 í aðal-
einkunn. Verður að teljast pottþétt
hvar gullið lendir í flokki fjögurra
vetra hryssna fari ekkert úrskeiðis
hjá þessu hestagulli og keppnin snýst
því væntanlega um annað sætið þar
sem Ösp frá Hólum hefur nokkuð
vænlega stöðu.
Ræður skeiðið úrslitum hjá ungu
stóðhestunum? Hjá stóðhestunum í
þessum aldursflokki er keppnin um
efsta sætið jafnari þar sem fjórir hest-
ar gætu bitist um efsta sætið. Athygli
vekur að tveir af þremur efstu hest-
unum, Eldjárn frá Tjaldhólum, 8,21
og Gígjar frá Auðsholtshjáleigu, 8,17,
eru með 5,0 fyrir skeið og spurningin
því sú hvort þeir búi yfir skeiði og um-
búðirnar verði af því teknar á lands-
mótinu. Það hefur verið gefið út með
Gígjar að nóg sé til af skeiði og er nú
að sjá hvað gerist þegar á hólminn
verður komið. Með góðum skeið-
sprettum gætu þeir báðir breytt stöð-
unni.
Bullandi spenna um röð
afkvæmahrossa
Hljótt hefur verið um afkvæmasýn-
ingar landsmóts en fyrir liggur að
fjórir stóðhestar verði sýndir til heið-
ursverðlauna og aðrir fjórir til fyrstu
verðlauna. Í heiðursverðlaun fara
Andvari frá Ey, Galsi frá Sauð-
árkróki, Kraflar frá Miðsitju og Óður
frá Brún.
Til fyrstu verðlauna mæta Garpur
frá Auðsholtshjáleigu, Hugi frá Haf-
steinsstöðum, Keilir frá Miðsitju og
Númi frá Þóroddsstöðum. Sú var tíð-
in að mikil spenna var í kringum nið-
urstöður afkvæmadóma en með til-
komu kynbótamatsins 1986 í röðun í
sæti lágu niðurstöður fyrir áður en
mótin hófust og þar með hvarf sú
spenna. En nú hefur Ágúst Sigurðs-
son hrossaræktarráðunautur ákveðið
að röðin verði ekki opinberuð fyrr en
á laugardag og gefur það mótsgestum
möguleika á skemmtilegum vanga-
veltum um hverjir hreppi hnossið og
þá sérstaklega Sleipnisbikarinn. Sem
sagt landsmótsgestir munu end-
urheimta afkvæmahrossaspennuna.
Það væru til að mynda tíðindi ef And-
vari frá Ey yrði hlutskarpastur. Faðir
hans Orri með bikarinn 2000, sonur
Orra og bróðir Andvara, Þorri frá
Þúfu, hlaut bikarinn 2002. Eða skyldi
það verða Galsi frá Sauðárkróki eftir
allt saman? Hann náði ekki að standa
efstur 1. verðlaunahesta á síðasta
landsmóti og víst hefur hann mátt
þola andstreymi fyrir ýmsar sakir og
þá helst fótaburðarleysi í afkvæmum
sínum svo eitthvað sé nefnt. Það væri
frábær endir á glæstum ferli Galsa að
hljóta Sleipnisbikarinn. En hvað með
Kraflar frá Miðsitju sem mest hefur
verið notaður á Feti og gefið þar úr-
vals hross í löngum bunum? Er það
ekki nokkuð raunhæfur möguleiki að
Brynjar fóstri Kraflars fái að hand-
fjatla bikarinn stutta stund en sem
kunnugt er er bikarinn varðveittur í
öryggisgeymslu milli móta en hand-
hafinn fær hinsvegar mynd af honum.
Og þá er ótalinn Óður frá Brún sem
eins og Galsi hefur mátt þola mótvind
á sínum ferli. Óður hefur gefið mikinn
vilja og hæfileikahross með góðu tölti
en fundið að sköpulagi og einnig hefur
geðslag afkvæmanna á stundum orðið
bitbein manna á milli.
Nú verður fyrirkomulagi á sýningu
kynbótahrossa breytt verulega og
verður laugardagurinn helgaður kyn-
bótahrossum frá klukkan 11 til 17 og
lýkur þar með þætti þeirra í lands-
móti.
Sjö daga hátíðahöld hestamanna hefjast í dag á Gaddstaðaflötum
Kynbótahrossin í öndvegi
Sjö daga hátíð hestamanna hefst í dag á
Gaddstaðaflötum. Valdimar Kristinsson
mætir á þennan stórviðburð ásamt fjölda
annarra hestamanna.