Morgunblaðið - 28.06.2004, Síða 30
Grettir
Grettir
Smáfólk
AAAAAAHH!
HANN ER AÐ
DREKKA HEITA
POTTINN MINN
HVERNIG ER
SVO SÚPAN
HVAÐ...
OSTUR!
OG KEX! KEM
EFTIR SMÁ
STUND!
HÉR
ER HEIMS-
FRÆGI HOKKÍ-
LEIKMAÐURINN
Á ÍSUNUM
LEIKUR DAGSINS ER GEGN
DETROIT... HVAR ER
GORDIE HOWE?
ER GORDIE HOWE EKKI MEÐ?
ER GORDIE HOWE HÆTTUR?!
ANSANS! ÉG SEM
ÆTLAÐI AÐ KÝLA HANN!
Svínið mitt
SNIFF!
© DARGAUD
SKO ...
SNIFF
GROIN!
NÚNA ÆTLA ÉG AÐ KUBBA
NAFNIÐ MITT ...
SNIFF!
OG SVO ÞITT ...
ADDA!!
ÞÚ MÁTT EKKI GERA ÞETTA!
ÞÚ DEILIR EKKI SAMLOKUNNI
MEÐ SVÍNINU
JÁ, ÞÚ GÆTIR
SMITAST
AF VÍRUS ...
... SVONA BERAST
SMITSJÚKDÓMAR ...
ÉG HELD AÐ HÚN HAFI
SKILIÐ ÞETTA!
ERTU VISS?? DREKKTU RÚNAR, DREKKTU
HÓSTASAFANN ÞINN ÉG HELD ÉG
HAFI SMITAÐ ÞIG
SNIFF!
Dagbók
Í dag er mánudagur 28. júní, 180. dagur ársins 2004
Vinkona Víkverja erafar ósátt við þann
sið kartöfluframleið-
enda að pakka kartöfl-
unum í litaða plast-
poka. Vinkonan vill
geta séð hvernig kart-
öflurnar sjálfar eru á
litinn, sérstaklega til
að geta verið viss um
að þær séu ekki græn-
ar, því að grænar
kartöflur geti verið
beinlínis eitraðar. Því
telur vinkonan alveg
óviðunandi að kartöfl-
urnar séu í pokum
sem eru gulir á litinn.
Í gegnum plast í þeim lit líti allar
kartöflur út fyrir að vera fallega gul-
ar á litinn. Er vinkonan ekki frá því
að þarna séu kartöfluframleiðendur
viljandi að villa kúnnanum sýn. Hér
með beinir Víkverjir þeim tilmælum
til kartöfluframleiðenda, að þeir
setji vöru sína í glæra plastpoka, svo
ekki fari milli mála hvernig hún er á
litinn.
x x x
Eins og Víkverji er hrifinn af út-varpi sem fjölmiðli þykir honum
leitt hve lélegar flestar íslenskar út-
varpsstöðvar eru, einkum er kemur
að framsögn og málfari þeirra sem
tala á þessum stöðv-
um. Á þessu eru þó að
sjálfsögðu undantekn-
ingar, eins og til dæm-
is Gestur Einar Jón-
asson á Rás tvö, sem
er útvarpsmaður á al-
þjóðlegan mælikvarða.
(Og Víkverji hefur
samanburðinn, haf-
andi hlustað á útvarps-
stöðvar í ýmsum lönd-
um – einkum
Ameríku.) Sú útvarps-
stöð íslensk sem fer
líklega næst því að
vera í uppáhaldi hjá
Víkverja er Skonrokk,
FM 90,9. Það er að segja þegar þar
er spilað rokk. Á morgnana er stöðin
aftur á móti hreint út sagt óþolandi,
enda er hún þá full af einhverju tali
sem á að heita húmor.
x x x
Áðurnefnd vinkona Víkverja erlíka afskaplega óánægð með það
hversu fá kaffihús í borginni bjóða
upp á koffínlaust kaffi. Segir hún að
ekki nema tvö eða þrjú bjóði þennan
kost af guð má vita hve mörgum
kaffihúsum sem í borginni eru. Á
sumum þeirra snúi afgreiðslufólk
beinlínis upp á sig ef nefnt er að fá
koffínlaust. Þykir líklega ófínt.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Dans | Þjóðlegur andi sveif yfir vötnum þegar þjóðdansarar frá öllum Norð-
urlöndunum mættust á Ísleik, norrænu þjóðdansa- og þjóðlagamóti sem
haldið var um helgina.
Um 300 manns frá öllum Norðurlöndunum mættu til leiks og dönsuðu
saman. Auk þess kynnti hvert land þjóðlagatónlist frá heimkynnum sínum.
Gestirnir fengu jafnframt tækifæri til að skoða sig aðeins um á Íslandi og
heimsóttu meðal annars Bláa lónið og Nesjavelli.
Þetta er í sjötta sinn sem Ísleikur er haldinn.
Morgunblaðið/Jim Smart
Dansinn dunaði
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: En þetta er ritað til þess að þér trúið, að Jesús sé Kristur,
sonur Guðs, og að þér í trúnni eigið líf í hans nafni. (Jóh. 20,31.)