Morgunblaðið - 28.06.2004, Side 31
Í dag er prófraunin sú að spila út gegn
slemmu. Lesandinn er í norður og svo vill
til að miklar líkur eru á að norður eigi tvo
slagi. En ekkert er öruggt.
Þraut 4.
Norður
♠D1074
♥85
♦653
♣DG106
Vestur Norður Austur Suður
1 spaði Pass 1 grand * Pass
3 tíglar Pass 4 spaðar Pass
4 grönd Pass 5 hjörtu ** Pass
6 spaðar Allir pass
* Kröfugrand.
** Tvö lykilspil.
Vestur hefur sýnt hámarksopnun og
tígul til hliðar, en austur styrk í geimá-
skorun og tvö lykilspil.
Hvert er útspilið?
Svar birtist á morgun.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson |
dagbok@mbl.is
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 31
Tóbak drepur
ÉG BYRJAÐI 13 ára til sjós og
leit þá mjög upp til sjómanna og
apaði allt upp eftir þeim. Byrjaði
að reykja og drekka til þess að
vera eins og þeir. Fyrir skömmu
tók ég til við að kanna verð á
nikótínvörum og blöskraði mér hið
háa verðlag. Vikuskammtur af
nikótínplástrum kostar fjögur þús-
und krónur, nefúði kostar rúm
2.400 og 30 stykki af tungurót-
artöflum kosta 1.000 krónur. Þeg-
ar ég las auglýsingabæklinginn las
ég að nota mætti 40 tungurót-
artöflur á dag. Hvað eru heilbrigð-
isyfirvöld að hugsa? Vita þau ekki
sem er að fólk deyr fyrir aldur
fram vegna þessa og þetta kostar
þjóðfélagið mikið fé? Er hér ekki
tækifæri að niðurgreiða þessar
vörur og spara tugi milljóna? Ef
helmingur tóbaksfíkla myndi
hætta að reykja sparaðist eflaust
mikið fjármagn sem annars renn-
ur til spítalanna.
Guðbjörn Hjálmarsson.
Hrós til blaðbera
ÉG RAK augun í skrif um dreif-
ingu Morgunblaðsins en ég hef
lengi ætlað að hripa Mbl. nokkrar
línur til að þakka blaðburðarfólki í
Hveragerði, sem ég hygg að vinni
verk sín betur en gengur og ger-
ist. Þetta er gott tækifæri til að
leggja orð í belg. Ég bý spölkorn
utan við Hveragerði og geri blað-
burðarfólki Mbl. hér starfið tíma-
frekara en ella. En í fáum orðum
sagt, heyrir það til algjörra und-
antekninga ef blaðið kemur ekki á
hverjum degi á sama tíma og
stundvísin er svo mikil að ég gæti
stillt klukkuna þegar blaðinu er
rennt inn um bréfalúguna og
hundurinn lætur vita með gelti
sínu eldsnemma á morgnana. Að-
eins einn eða tvo daga á snjó-
þyngstu vetrum snúa blaðberar
frá en koma þá blaðinu í póst-
hólfið.
Þessi blaðdreifing er til fyr-
irmyndar og á blaðburðarfólkið
heiður og hrós skilið. Ég er háður
Mogganum og hef verið það um
áratuga skeið. Ekki alltaf ánægð-
ur með pólitísku skrifin, en met
það mikils hvernig blaðið stendur
opið greinahöfundum með ólíkar
skoðanir og viðhorf. Blaðið er að
auki einn mikilvægasti miðill
landsins um listir og menningu.
Morgunblaðið er mikilvægur hluti
af mínu daglega lífi og ég er varla
með á nótunum ef ég get ekki
fylgst með skoðanaskiptum á síð-
um þess. Innilegar þakkir til blað-
burðarfólksins, sem vinnur verk
sín svo sómi er að.
Árni Gunnarsson.
Fjallahjól tapaðist
AÐFARARNÓTT 23. júní sl. tap-
aðist blátt Mongoose-fjallahjól frá
Goðheimum 2. Um er að ræða
kvenhjól með svartri körfu að
framan og svörtum brettum. Finn-
andi vinsamlega hafi samband í
síma 698 3598. Fundarlaun.
Lykill fannst
LYKILL að BMW-bifreið fannst á
horni Laugavegar og Höfðatúns.
Eigandi getur nálgast lykilinn í
síma 694 7990.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html
Lárétt | 1 sársaukafull, 8
fáskiptinn, 9 báran, 10
reið, 11 erlend mynt, 13
borga, 15 korntegundar,
18 sjávardýrs, 21 spil, 22
börðu, 23 dylja, 24 rétta.
Lóðrétt | 2 kýs, 3 nemur, 4
afréttur, 5 hugleysingja, 6
baldin, 7 elska, 12 ótta, 14
fæði, 15 dansleikur, 16
nátta, 17 tími, 18 detta, 19
fælin, 20 geð.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 hægur, 4 gáfan, 7 pólum, 8 áræði, 9 aum, 11 naut,
13 saga, 14 illum, 15 gagn, 17 átak, 20 hné, 22 molar, 23
tálma, 24 mauks, 25 róaði.
Lóðrétt | 1 hæpin, 2 guldu, 5 rúma, 4 Glám, 5 fræða, 6
neita, 10 ullin, 12 tin, 13 smá, 15 gómum, 16 gildu, 18 tylla,
19 klaki, 20 hrós, 21 étur.
Fundir
Sólvallagata 12 | Samtök þolenda kynferð-
islegs ofbeldis efna til fundar kl. 20. Stuðst
er við 12 spora kerfi AA-samtakanna.
Starf eldri borgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, kl. 10–16
pútt, boccia kl. 11 og félagsvist kl. 13.30.
Árskógar 4 | Kl. 9–12 handavinna, kl. 10
söngstund, kl. 13–16.30 smíðar, útskurður,
kl. 13–16.30 handavinna, kl. 13.30 fé-
lagsvist, kl. 16 myndlist.
Bólstaðarhlíð 43 | Kl. 9–16 handavinna, kl.
10–11 samverustund. Sími 535 2760.
Gullsmári | Félag eldri borgara í Kópavogi.
Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fóta-
aðgerð kl. 10. Skrifstofan er opin kl. 10–
11.30. Félagsþjónustan lokuð til 3. ágúst.
Dalbraut 18–20 | Kl.10–10.45 leikfimi, kl.
13–16.45 brids, púttvöllurinn opinn.
Dalbraut 27 | Handavinnustofan opin kl.
8–16, verslunin opin kl. 10–13 kl. og leikfimi
kl. 11–11.30.
Hæðargarður 31 | Opin vinnustofa kl. 9–
16.30, hárgreiðsla og aðstoð við böðun kl.
9–12, félagsvist 13.30.
Langahlíð 3 | Kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna.
Hraunsel | Félag eldri borgara, Hafnarfirði,
Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 9 Moggi, rabb,
kaffi. Kl. 13 félagsvist. Púttkeppni á Hrafn-
istuvelli við púttklúbb Hrafnistu. Mæting
kl. 13.
Ásgarður | Félag eldri borgara, Reykjavík,
Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13. Handmennt,
spjall og kaffi kl. 13.30. Línudanskennsla,
byrjendur kl. 18. Danskennsla í samkvæm-
isdönsum, framhald kl. 18, byrjendur kl.
20.30. Kennari Sigvaldi.
Gerðuberg | Félagsstarf. Opið í dag kl. 9–
16.30. Fjölbreytt dagskrá.
Gjábakki | Fannborg 8. Handavinna kl. 9–
17.
Hraunbær 105 | Kl. 9 postulín og keramik
út júní. Fótaaðgerð.Bænastund kl. 10, hár-
greiðsla kl. 13.
Hvassaleiti 56–58 | Jóga kl. 9–10 og 10–
11. Frjáls spilamennska kl. 13–16. Fótaað-
gerðir.
Norðurbrún 1 | Fótaaðgerð kl. 9–16, ganga
kl. 10–11, opin vinnustofa kl. 13–16.45.
Myndlist lokuð vegna sumarleyfa til ágúst.
Vesturgata 7 | Kl. 9–10.30 setustofa, dag-
blöð og kaffi, kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15–15.30 hannyrðir, kl. 9–10
boccia, kl. 9.30–11.30 skrautskrift, (skraut-
skrift í júní) kl. 10.30–11.30 leikfimi.
Vitatorg | Kl. 8.45–11.45 smiðjan, kl. 9–16.
hárgreiðsla, kl. 9.30–10. morgunstund, kl.
9.30–12.30 bókband, bókband í júní kl.
9.30–16. handmennt, kl. 10–16. fótaaðgerð-
ir, kl. 13–16. frjáls spil.
Þjónustumiðstöðin | Sléttuvegi 11. Opið í
júlí og ágúst frá kl. 10–14.
Ferðalög
Sumarferð | Stokkseyringafélagið í
Reykjavík fer í sumarferð fimmtudaginn 1
júlí næstkomandi. Ekin verður Krýsuvík-
urleið til Stokkseyrar.
Nánari upplýsingar og tilkynningar um
þátttöku í símum 553 7495 (Sigríður) og
567 9573 (Einar)
Námskeið
Skáknámskeið | Aðeins þrjú sæti laus á
framhaldsnámskeið í skák sem haldið
verður í Grafarvogi dagana 28. júní til 2.
júlí. Námskeiðið er ætlað börnum og
stendur yfir frá 9-12 alla daga. Kennari er
nýjasti stórmeistari Íslands í skák, Lenka
Ptácnikova.
Staðurogstund
idag@mbl.is
70 ÁRA afmæli. Ídag, mánudag-
inn 28. júní, er sjötug-
ur Aðalgeir Að-
alsteinsson kennari,
Núpasíðu 8E, Ak-
ureyri. Hann er að
heiman ásamt sam-
býliskonu sinni, Kristínu K. Ólafs-
dóttur.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
1. d4 Rf6 2. Bg5 Re4 3. Bf4 c5 4. d5 Db6
5. Bc1 e6 6. f3 Da5+ 7. c3 Rf6 8. e4 d6 9.
Bg5 Be7 10. Bc4 b5 11. Be2 O-O 12.
Ra3 a6 13. dxe6 Bxe6 14. Rh3 Bxh3 15.
gxh3 Rc6 16. Hg1 Hfe8 17. Bxf6 Bxf6
18. Dxd6 He6 19. Dg3
Staðan kom upp í atskákmóti sem
lauk fyrir skömmu í Leon á Spáni. Pet-
er Svidler (2.733) hafði svart gegn
Francicso Ponz Vallejo (2.666). 19...
Bxc3+! og hvítur gafst upp enda taflið
tapað eftir 20. bxc3 Dxc3+ 21. Kf2
Hg6. Alexey Shirov varð sigurvegari
mótsins eftir að hafa sigrað Svidler
með þremur og hálfum vinningi gegn
hálfum í úrslitum.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Ídag kl. 16.00 verður haldinn fyrirlestur umhráfæði í stofu 201 í Odda, Háskóla Íslands.Þar mun bandarísk fjölskylda segja frá tíuára reynslu sinni af slíku fæði og auk þess
verður boðið upp á nokkur matarsýnishorn til
smökkunar. Sigurlína Davíðsdóttir lektor stendur
fyrir komu þessarar fjölskyldu til landsins.
Hvað er hráfæði?
Mataræði sem tekur mið af hráfæði gengur út á
það að borða eingöngu hrátt grænmeti, ávexti,
hnetur og fræ. Grunnhugsunin er að matur sé lif-
andi þegar hann er hrár, en steindauður þegar búið
er að sjóða hann, vegna þess að í öllum mat eru
efnahvatar (ensím) sem tapast við suðu. Þetta mat-
aræði er ný hreyfing sem fer eins og eldur í sinu
um allan heim og sprottið hafa upp veitingastaðir í
mörgum löndum þar sem eingöngu er boðið upp á
hráfæði.
Er þetta ekki einhæft fæði þar sem hráefnið er
svo takmarkað?
Nei, alls ekki, það er hægt að búa til ótrúlega fjöl-
breyttan mat úr þessu og það kemur á óvart hversu
góður hann er og í raun miklu betri en soðinn matur.
En hver er þessi fjölskylda sem heldur fyrirlest-
urinn?
Þau eru forvígismenn í hráfæðishreyfingunni og
eru mjög þekkt fyrir að kynna hráfæði. Í forsvari
er móðirin Victoria Boutenko, eiginmaðurinn heitir
Igor og þau eiga tvö uppkomin börn, Sergei og Val-
ya. Victoria er hjúkrunarfræðingur og hún valdi að
prófa hráfæðisleiðina þegar Sergei sonur þeirra
veiktist fyrir tíu árum af sykursýki því henni hraus
hugur við að drengurinn þyrfti að vera á insúlíni
alla ævi. Auk þess var dóttirin illa haldin af asma,
faðirinn með mjög háan blóðþrýsting og Victoria
sjálf sextíu kílóum of þung. Eftir átta ár á hráfæði
var fjölskyldan laus við alla þessa kvilla sem og
lyfjalaus. Þá skrifaði Victoria bók um reynslu þeirra
og ég hef þýtt hana á íslensku undir heitinu Tólf
spor til hráfæðis, og hún kemur út í dag. Í þessari
bók er litið á löngun í eldaðan mat sem fíkn. Victoria
er með námskeið í háskóla í Bandaríkjunum um hrá-
fæði og nú er fjölskyldan á leið í fyrirlestraferð til
Evrópu og Ísland er fyrsti viðkomustaður.
Hefur Sigurlína sjálf prófað hráfæði?
Já, ég hef verið eingöngu á hráfæði í tvö ár og lík-
ar það vel. Ég var tuttugu kílóum of þung en þau
hurfu fljótt og nú líður mér vel.
Auk fyrirlestrarins verður Boutenko-fjölskyldan
með námskeið fyrir lengra komna á morgun kl.
16:00 í fundarherbergi félagsvísindadeildar Odda,
HÍ.
Mataræði|Fyrirlestur um hráfæði
Mjög góður matur
Sigurlína Davíðsdóttir
fæddist 1942 á Tálkna-
firði. Hún tók BA í sál-
fræði við Háskóla Ís-
lands, meistara- og
doktorsgráðu í sama
fagi frá Loyola Univers-
ity Chicago 1998 og tók
við lektorsstöðu sama
ár í uppeldis- og mennt-
unarfræði við Háskóla
Íslands. Hún er gift Ragnari I. Aðalsteinssyni
og eiga þau samtals fimm börn.
www.rawfamily.com
Staður og stund á mbl.is
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund á forsíða mbl.is
Meira á mbl.is
DANSKUR kammerkór frá Lemvig á Jót-
landi heldur tónleika ásamt Landsvirkj-
unarkórnum kl. 20.30 í kvöld í Víðistaða-
kirkju í Hafnarfirði. Kórinn verður líka með
tónleika í Skálholti á miðvikudag kl. 15.30.
Flutt er kirkjutónlist, dönsk alþýðulög o.fl.
Danskur kór í Víðistaðakirkju
Rangur titill
Í grein Morgunblaðsins á laugardag-
inn um forsetakjör voru þau Þórunn
Guðmundsdóttir og Sigurjón Rafns-
son ranglega titluð sem formenn
kjörnefnda. Hið rétta er að þau eru
oddvitar yfirkjörstjórna, Sigurjón í
Norðvesturkjördæmi og Þórunn í
Reykjavíkurkjördæmi norður. Beð-
ist er velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
Svartur á leik.