Morgunblaðið - 28.06.2004, Side 32
Eitt af helstu skáldum Dana,Thorkild Björnvig, er með-al þeirra norrænu rithöf-
unda sem látist hafa á árinu.
Björnvig, fæddur 1918, var að
mörgu leyti eins konar þjóðskáld,
virðulegur og lærður og lagði ekki
kapp á að kasta öllum hefðum fyrir
borð.
Björnvig orti í anda skálda eins
og Rilkes og lét heillast af verkum
T. S. Eliots. Sérstaklega tileinkaði
hann sér og þýddi þýskan skáld-
skap en hann skrifaði einnig mikið
um Martin A. Hansen.
Lengi voru ljóð Björnvigs nokk-
uð hefðbundin
en þetta
breyttist með
árunum, ekki
síst eftir að
hann fór að láta umhverfismál til
sín taka. Þá urðu ljóð hans opin og
auðskilin og oft mælsk.
Þegar Vigdís Finnbogadóttir fór
í opinbera heimsókn til Danmerkur
í forsetatíð sinni flutti Björnvig
henni langt ljóð þar sem hann ber
saman sögu Íslands og Danmerkur.
Hann telur að Danir geti margt
lært af Íslendingum og kemst m. a.
þannig að orði um landið: „Ísland
er land eldsins og skýjanna, vatns-
ins og fuglanna, skapað / af jarð-
hræringum, endurskapað, skynjað
nú og þá sem heimur / fyrir daga
mannsins: Heimurinn á fimmta
degi sköpunarinnar. / Jöklar og
himindjúp tendra leiðslukennda liti
– meira að segja / ærnar sem gefa
af sér ullina eru fremur landslags
en manna – / loftið er svo hreint að
ferðamaðurinn undrast daglega –
kannski / þess vegna hefur íslenski
hesturinn gang smitandi hláturs! /
Verði þessum heimi spillt þornar
voldug og tær uppspretta gleðinn-
ar.“
Meðan Thorkild Björnvig sat íDönsku akademíunni, virtur,
dáður og margverðlaunaður var
annað danskt skáld önnum kafið
við annars konar starfsemi. Þetta
skáld sem einnig lést nú á árinu,
Jörgen Nash, vann sér það m.a. til
frægðar að saga höfuðið af dýr-
mætu tákni Kaupmannahafnar,
sjálfri hafmeyjunni við Löngulínu.
Í ævisögu sinni viðurkennir Nash
þetta en er samt ekki stoltur af.
Jörgen Nash sem var bróðir mál-
arans Asgers Jorn var líka mynd-
listamaður, fjöllistamaður er
kannski betra orð.
Hann setti á stofn gustmikið
menningarsetur í Svíþjóð, Draka-
bygget, ásamt konu sinni Lis
Zwick. Í ljóði kvaðst hann hafa
gert djöfulinn að hirðfífli sínu og
fyrir honum vekti að sprengja fá-
tækrahæli tilfinninganna í loft upp.
Lífsgleðin skyldi sitja í fyrirrúmi.
Nash var 84 ára þegar hann lést
og lét eftir sig sex börn og fjórtán
barnabörn.
Hann kom til Íslands á sjötugs-afmæli sínu og aftur á átt-
ræðisafmælinu og hafði fyrir sið að
halda vinum sínum hér veislu. Átt-
ræður sýndi hann í Listasafni
Reykjavíkur og þar hylltu nokkur
íslensk skáld hann með ljóðalestri.
Sjálfur setti hann á svið verk eftir
sig, Brauð og leiki, og var það
kostulegur samsetningur sem
skemmti áhorfendum.
Nash var á yngri árum í hópi
framsæknustu ljóðskálda Dana og
orti og teiknaði til síðustu stundar.
Litríkar myndirnar miðluðu gleði
og ljóðin komu á óvart i gáska sín-
um. Nash var alla tíð uppreisn-
armaður sem hafði yndi af að
ganga fram af fólki, einkum með
gjörningum sínum og starfaði þá
með listamönnum frá ýmsum lönd-
um.
Lagt var á ráðin í Drakabygget
og ýmsir gjörningar fóru þar fram.
Í Dönsku akademíunni sleppti
Nash hvítum músum og stundum
var lögreglan á hælunum á honum.
Enginn vissi hverju hann myndi
taka upp á.
AF LISTUM
Jóhann Hjálmarsson
johj@mbl.is
’Sagaði höfuðið af dýrmætu tákni
Kaupmannahafnar,
sjálfri hafmeyjunni
við Löngulínu.‘
Uppspretta
gleðinnar
MENNING
32 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
yfir 7.000 miðar seldir í forsölu
Næstu sýningar:
mið. 30. júní kl. 19.30, fim. 1. júlí kl. 19.30,
fös. 2. júlí kl. 19.30, sun. 4. júlí kl. 17.00,
lau. 10. júlí kl. 16.30 & lau. 10. júlí kl. 19.30.
Ósóttar pantanir seldar daglega
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú munt hugsanlega eiga mikilvægt sam-
tal við foreldra þína í dag. Þú þarft að gera
það upp við þig hvaða stefnu þú vilt taka.
Dagurinn hentar einnig vel til viðgerða á
heimilinu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Samskipti þín við systkini þín skipa mik-
ilvægan sess í lífi þínu þessa dagana. Þér
finnst þú hafa eitthvað mikilvægt fram að
færa. Reyndu að koma því frá þér.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú ert að velta fyrir þér spurningum um
lífið og tilveruna. Mundu að hamingjan
felst ekki síst í því að una vel við sitt og
óhamingjan í því að sækjast eftir því
ómögulega.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ert við upphaf þrjátíu ára vaxta-
tímabils. Taktu það með í reikningin að síð-
ari hluti þessa árs hentar sérlega vel til
flutninga eða annarra breytinga á heim-
ilinu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það má eiginlega segja að þú sért að brjóta
niður stóran hlut þess sem þú hefur verið
að byggja upp síðustu 14 ár. Þetta er merki
þess að þú sért að þroskast og vaxa og því
er ekkert athugavert við það að þú sleppir
tökunum á hlutum sem hafa skipt þig máli.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þér hættir til að vanmeta hæfileika þína og
afrek. Reyndu að venja þig af þessu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þetta er mikilvægur tími í lífi flestra voga.
Þær hafa skýra sýn á það hvað gengur upp
í lífi þeirra og hvað ekki og því er líklegt að
einhverjar þeirra taki þá ákvörðun að slíta
nánum samböndum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú nýtur mikilla vinsælda þessa dagana.
Vinir þínir og kunningjar sækjast eftir fé-
lagsskap þínum auk þess sem ókunnugt
fólk sýnir þér óvenju mikinn áhuga.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Júpiter hefur alltaf mikil áhrif á þig og þar
sem hann er nú í merkinu þínu ætti þér að
ganga sérlega vel í starfi það sem eftir er
ársins. Leggðu þig alla/n fram því þannig
muntu ná mestum árangri.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú færð fjölmörg tækifæri til ferðalaga og
framhaldsmenntunar á þessu ári. Reyndu
að grípa gæsina á meðan hún gefst.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú ert svo heppin/n að njóta velvildar ann-
arra þessa dagana. Þetta gæti þýtt það að
þú fáir arf, einhvers konar fyrirgreiðslu
eða óvænta gjöf á þessu ári.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú ert jákvæð/ur og því ganga nánustu
sambönd þín sérstaklega vel þessa dagana.
Haltu áfram að einblína á það jákvæða
fremur en það neikvæða.
Stjörnuspá
Frances Drake
Krabbi
Afmælisbörn dagsins:
Eru glaðvær og skemmtileg. Þau eru
áhugasöm um umhverfi sitt og hafa
mikla athyglisþörf. Þau ættu að
leggja hart að sér á þessu ári því þau
munu uppskera árangur erfiðis síns
á næstu tveimur árum.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
KARLAKÓRINN Ernir frá
norðanverðum Vestfjörðum hélt
tvenna tónleika í Færeyjum ný-
verið. Fyrri tónleikarnir voru í
Menntunarhúsinu í Fuglafirði en
hinir seinni í Norðurlandahúsinu
í Þórshöfn. Aðgangseyrir að tón-
leikunum var enginn en kórinn
vildi með tónleikunum þakka
Færeyingum fyrir alla þá aðstoð
sem þeir veittu Vestfirðingum í
þrengingum þeirra eftir snjóflóð-
in á Súðavík og Flateyri árið
1995.
Karlakórinn Ernir var stofn-
aður árið 1983 við samruna
Karlakórs Ísafjarðar og Karla-
kórs Ægis úr Bolungarvík. Kór-
inn starfaði til ársins 1997 en
lagðist þá í dvala þar til hann
var endurvakinn haustið 2001.
Þá tók núverandi stjórnandi við
kórnum, María Jolanta Kowalc-
zyk. Píanóleikari kórsins er Elz-
bieta Anna Kowalaczik. Í byrjun
árs 2003 gerðist Karlakór Þing-
eyrar formlegur aðili að Karka-
kórnum Erni og í dag er kórinn
skipaður um fjörutíu söng-
röddum.
Ernir þakka Færeyingum
SKÁLHOLTSHÁTÍÐIN er þrjá-
tíu ára í sumar og hófst hún á
laugardaginn var með því að
frumflutt var tónsmíð eftir Jón
Nordal, eitt staðartónskálda. Bar
verkið nafnið Gamla klukka í
jörðu og er um kirkjuklukku er
fannst í jörðu fyrir framan Hof í
Skagafjarðardölum, þar sem áður
mun hafa staðið klaustur. Auk
tónlistarflutningsins sagði sr. Guð-
mundur Óli Ólafsson nánar frá
klukkunni og Jón Sigurbjörnsson
leikari las upp úr ævisögu eld-
klerksins Jóns Steingrímssonar,
en þar er einmitt minnst áklukk-
una.
Á klukkunni stóðu þessi orð:
Vox mea est bamba, possum de-
pellere Satan. Það það þýðir: Mitt
hljóð er bamba, burt rek ég Satan.
Er þarna verið að vísa til klukkna-
hljóms sem, samkvæmt trú
margra, hreinsar andrúmsloftið og
rekur burt hið illa. Textinn var
sunginn af sönghópnum Grímu, en
aðrir flytjendur voru Eydís Franz-
dóttir óbóleikari,
Douglas A.
Brotchie org-
elleikari og slag-
verksleikararnir
Steef van Oos-
terhout og Egg-
ert Pálsson.
Þrátt fyrir tvo
slagverksleikara
sem gáfu fyr-
irheit um „mikið fútt“ var tón-
smíðin sérkennilega látlaus. Hún
hófst á fremur kuldalegum, jafnvel
fráhrindandi laglínum sem í upp-
hafi virtust ekki hafa neinn til-
gang. Smátt og smátt magnaðist
verkið upp og þeir hlutar tónlist-
arinnar, sem í byrjun stóðu ein-
angraðir og naktir, sameinuðust
að endingu einkar fallega. Virtist
eins og hljómburður kirkjunnar
tæki meiri og meiri þátt í tónsmíð-
inni; í lokin var eins og tónlistin
rynni saman við endurómun húss-
ins og var það glæsilega útfært.
Þetta er frábært tónverk og ekki
skemmdi tónlistarflutningurinn,
sem var vandaður og tilfinn-
ingaþrunginn; varla er hægt að
hugsa sér magnaðra upphaf á
Skálholtshátíðinni.
Burt rek ég Satan
TÓNLIST
Skálholtskirkja
Jón Nordal: Gamla klukka í jörðu. Söng-
hópurinn Gríma ásamt hljóðfæraleik-
urum. Laugardagur 26. júní.
HÁTÍÐARTÓNLEIKAR
Jón Nordal
Jónas Sen
BÖRN Halldórs Péturssonar teikn-
ara og listmálara (1916–1977) hafa
stofnað bókaútgáfuna Fjólu og er
markmiðið að gefa út bækur sem
Halldór myndlýsti.
Fyrsta bókin sem Fjóla gefur út
er Hófadynur, sem fyrst kom út
1966 og hefur verið ófáanleg um
árabil. Bókin var gefin út í tilefni
af fimmtugsafmæli listamannsins
og þótti vel við hæfi að hún yrði
helguð teikningum Halldórs af ís-
lenska hestinum en hann heillaðist
snemma af honum sem myndefni
og varð eitt af hans eftirlætismynd-
efnum. Hófadynur seldist strax upp
og er því mikill fengur að henni í
nýrri og vandaðri útgáfu fyrir
aðdáendur Halldórs Péturssonar.
Texta bókarinnar tóku saman
þeir Kristján Eldjárn og Andrés
Björnsson og leituðu fanga í ís-
lenskum skáldskap og frásögnum
að fornu og nýju. Í formála fyrstu
útgáfunnar sagði Andrés að til-
gangur bókarinnar væri fyrst og
fremst sá að sýna íslenska hestinn í
myndum. „Við textavalið hefur
helst verið haft í huga að sýna við-
horf skálda og þeirra, sem ritað
hafa um hesta, frá sem flestum og
ólíkustum sjónarmiðum og frá mis-
munandi tímaskeiðum sögunnar. Í
flestum tilvikum er um að ræða af-
markaðar myndir eða lýsingar í
sem allra stytztu máli. Tilgang-
urinn er að gefa listamanninum,
sem myndskreytir bókina, sem
frjálsastar hendur og sem fjöl-
breyttastan efnivið í myndir þær,
sem bókina prýða og eru meginefni
hennar.“
Af fleiri bókum sem Fjóla hyggst
gefa út á næstu misserum með
teikningum Halldórs eru m.a.
Grettissaga, En hvað það var
skrýtið og Helgi skoðar heiminn.
Að sögn Péturs Halldórssonar, sem
stendur að útgáfunni, gefa þessar
bækur góða mynd af myndheimi
Halldórs Péturssonar, sýna hvoru-
tveggja fjölhæfni hans og listfengi,
hvort heldur er sem teiknara eða
málara. „Við metum það síðan
hvort framhald verður á útgáfunni
en sannarlega er af nógu efni að
taka, bæði endurútgáfur og einnig
koma til greina frumútgáfur á
myndefni sem aldrei hefur komið
fyrir almenningssjónir,“ segir Pét-
ur. Þeim sem áhuga hafa á að nálg-
ast Hófadyn er bent á að hafa sam-
band við bókaútgáfuna Fjólu
po@skima.is.
Gefa út Hófadyn
Halldórs Péturssonar
Ein mynda Halldórs Péturssonar í bókinni Hófadynur.
DAGBÓK
Þriðjudagstónleikar
29. júní kl. 20:30
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
Laugarnestanga 70, 105 Rvík.
www.lso.is - lso@lso.is
Musica Humana
Björg Ollén flautuleikari,
Annette Taranto messósópran,
Sven Åberg lútuleikari,
flytja tónlist frá endurreisnartímanum.