Morgunblaðið - 28.06.2004, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 35
Þ
ar kemur í lífinu, bæði
bíólífi og öðru, að maður
hættir að leita langt yfir
skammt og fer þangað
sem beinast og næst ligg-
ur við. Næsta bíó við litla þorpið
okkar bíófélaganna er í Clermont
l’Hérault. Það hefur metnaðarfullt
nafn, Cinéma Alain Resnais (kennt
við leikstjórann franska sem er
einna frægastur fyrir Hiroshima
mon Amour).
Clermont ’Hérault tekur nafn af
ánni Hérault, eins og sveitin sjálf.
Þetta er indælis ólífuræktarbær
sem er vel heimsóknar virði, bæði
fyrir fagra náttúruna í kring og svo
sjálfan sig, til dæmis torgið góða
þar sem hægt er að sitja undir
skuggsælum trjám, og borða sér til
óbóta á Sólblóminu, Le Tournesol.
Enn frumlegri staður væri l’Arle-
quin, sem teygir sig út að sögu-
frægri kirkjunni. Við sem þar sát-
um í blíðunni undir kirkjuvegg
langt fram á kvöld ímynduðum okk-
ur að ekki væri hægt að komast
miklu nær fullkomnun en að sitja
þar og skrafa yfir sýnishornum af
því góða sem sveitin býður í mat og
víni.
Bíóið í Clermont l’Hérault er í
flokki þeirra mörgu bíóa til sveita í
Frakklandi sem eru rekin af fullum
metnaði og vandað til þess að velja
myndir. Þar er líka haldin árleg
kvikmyndahátíð. Húsakynnin eru
skreytt eins og hæfði kringum 1960,
og gömul sýningarvél í glerbúri við
innganginn. Það er svolítið eins og
bíóið sé týnt í tíma og rúmi í götu-
spotta ekki langt frá lestarstöðinni,
en stór salurinn var næstum fullset-
inn á þessu heita þriðjudagskvöldi í
júní. Það er eins með bíómyndirnar
og bækurnar í lífinu, að umgjörðin
um verkin þegar þeirra er neytt
skiptir máli. Bók sem er lesin á
Skúlagötu hefði ekki sömu áhrif ef
hún væri lesin á annarri strand-
lengju, til dæmis á Kyrrahafseyju.
Eins var um veðurfarstryllinn The
Day After Tomorrow sem skall á
okkur bíófélögum af mesta þunga
vegna andstæðunnar úti fyrir,
blíðrar náttúruparadísar um há-
sumar. Hún kemur líklega aðeins
öðruvísi út séð á Grænlandi eða Ís-
landi.
Myndin fjallar um veðurhamfarir
af völdum snöggra loftslagsbreyt-
inga.
F
imbulkuldi og fárviðri
skella skyndilega á, eins og
talið er að gæti hafa gerst í
veruleikanum þegar ísöld
hófst. Boðskapnum í myndinni er
komið til skila á beinan en þó ekki
allt of einfaldan hátt. Það var veigur
í að heyra Kyoto-bókunina nefnda,
en hún fjallar um losun mengandi
efna út í loftið. Þarna hafa Íslend-
ingar komið við sögu og ekki á mjög
hetjulegan hátt heldur þversköll-
uðust þeir við að
skrifa undir og vildu
fá undanþágur til að
menga meir.
Bandaríkjamenn
voru ekki heldur að-
ilar að þessu sam-
komulagi, og er bein
gagnrýni á það í
The Day After To-
morrow. En myndin
er pedagógísk að
því leyti meðal ann-
ars að þar er stjórn-
málamaður sem
bætir ráð sitt og segir opinberlega
að hann hafi haft rangt fyrir sér.
Þetta er spennandi og skemmti-
leg mynd sem heldur manni við efn-
ið.
Það er gaman að fólkinu í henni
og tölvugrafíkin er flott. Þá eru líka
búnar til sérstakar og grípandi að-
stæður. Hópur eftirlifenda í bóka-
safninu stórkostlega í New York,
þar á meðal þrír menntaskóla-
ofvitar nýkomnir úr spurn-
ingakeppni. Þeir þurfa að nota
bókakost safnsins til þess að lifa af
fimbulkuldann, og njóta líka góðs af
reynslu útigangsmanns í því að
halda á sér hita.
Inn í söguna fléttast fórnir, jafnt
veðurfræðinga sem feðra, en það er
eitt lengsta umhugsunarefnið um
manneskjuna hvað hún getur verið
fórnfús, eins þegar hún á sjálf
engra hagsmuna að gæta.
Úti tók heitt myrkrið við okkur
bíófélögunum og trjágöngin á veg-
inum og þakklæti fyrir að vera á
einu þeirra svæða í heiminum sem
tiltölulega lítið hefur verið hróflað
við og þá helst til þess að bæta við
trjám sem bera ávöxt.
B í ó k v ö l d í C l e r m o n t l ’ H é r a u l t
Ekki á morgun – kannski hinn
Fimbulkuldi í franski sumarblíðunni: Úr The Day
After Tomorrow.
Eftir Steinunni Sigurðardóttur Dömuda
gar
15 % afs
láttur
a
f dömuh
jólum
BRONCO PRO TRACK 26”
21 gíra Shimano/GripShift.
Tilboð aðeins kr. 17.850
GIANT GSR F/S LDS 26”
Alvöru dömu demparahjól.
Tilboð kr. 22.015
SCOTT TIKI 26”
21 gíra Shimano.
Vandað dömuhjól með álstelli
og demparagaffli.
Tilboð kr. 32.130
BRONCO WINDSOR 26” 3 gíra
með fótbremsu. Hátt stýri, breiður hnakkur
með dempara. Bretti, bögglaberi og karfa.
Tilboð
kr. 22.865
BRONCO BOSTON 26”
21 gíra Shimano. Hátt stýri,
breiður hnakkur með dempara.
Bretti, bögglaberi og karfa.
Tilboð kr. 23.715
H
ön
nu
n:
G
un
na
r
S
te
in
þ
ór
ss
on
/
M
ar
ki
ð
/
06
. 2
00
4
Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett
og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði.
Ábyrgð og upphersla.
Sýnd kl. 6.
Sýnd kl. 5.30, 8 og
10.30. B. i. 16.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
Fjölskylda hans var myrt og
hefnd hans er miskunnarlaus!
Frá framleiðanda
Spider-Man
Sýnd kl. 8 og 10.
www.laugarasbio.is
ÞEGAR KRAFTAVERK VERÐUR
AÐ MARTRÖÐ ER EKKI AFTUR SNÚIÐ
Spennutryllir í anda The Sixth Sense og
What Lies Beneath
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
www .regnboginn.is
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
Spennutryllir í anda
The Sixth Sense og What Lies Beneath
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
1/2
HL Mbl
Ó.H.T Rás2
SV MBL
SKONROKK
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
ETERNAL
SUNSHINE
Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.40.
SKEMMTILEGASTA
GAMANMYND
SUMARSINS!
Jenna fékk ósk sína uppfyllta...
og er allt í einu þrítug!
Frábær mynd fyrir fólk á öllum aldri.
ÞEGAR KRAFTAVERK
VERÐUR AÐ MARTRÖÐ
ER EKKI AFTUR SNÚIÐ
ÓHT Rás2
Forsa la miða hefst 30 . júní
BLAKKUR, nafntogaðasti gítar breska tónlistarmanns-
ins Erics Claptons, var seldur fyrir metfé á uppboði í
New York í gærkvöldi. Vonast hafði verið til að hann
yrði seldur á um 150 þúsund dollara en þegar upp var
staðið linnti boðum ekki fyrr en hann var sleginn á rúm-
lega sexfalda þá upphæð, eða 959.500 dollara, sem svar-
ar til rúmra 70 milljóna króna.
Slegist var um svarta Fender Stratocasterinn sem
Clapton hefur brúkað frá árinu 1973. Slaginn vann
bandarísk hljóðfæraverslanakeðja, Guitar Center. Á
uppboðinu var fjöldi „kærustu“ gítara sem Clapton hef-
ur notað á ferlinum en ágóðinn af sölu þeirra rennur til
meðferðarheimilis sem hann rekur fyrir fíkniefnasjúk-
linga og nefnist Crossroads, eftir einu kunnasta blús-
lagi allra tíma.
Hærri upphæð hefur aldrei verið greidd fyrir gítar
og átti gítar úr safni Claptons reyndar fyrra metið, frá
1999. Þá voru greiddir 497.500 dollarar fyrir „Brún“,
annan Fender Stratocaster sem smíðaður var árið 1956.
Dýrasti gítar í heimi
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111