Morgunblaðið - 28.06.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 28.06.2004, Síða 36
SÖNGTRÍÓIÐ Destiny’s Child ætlar að koma saman á ný eftir tveggja ára hlé. Þær Beyonce Knowles, Kelly Rowland og Michelle Williams ætla að koma saman á haustmánuðum og syngja lög af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar sem kemur út í nóv- ember. Þær stöllur hættu samstarfi í mesta bróðerni til þess að einbeita sér að sólóferli sínum. Mest hefur borið á Beyonce í þeim efnum en hún sópaði meðal annars að sér verðlaununum á nýafstaðinni Grammy- verðlaunahátíð. Hún sagðist í viðtali hlakka mikið til að koma fram með sveitinni á ný og sagðist sakna vinkvenna sinna. 36 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Kl. 5.30, 8 og 10.30. Með hinum eina sanna og ofursvala Vin Diesel. Geggjaaður hasar og magnaðar tæknibrellur. SÝND Í LÚXUS VIP Í SAL KL. 8 OG 10.30. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10 Þær eru illgjarnar. Hún er ný. Og fljótlega fær hún alveg nóg af þeim. Kvikmyndir.is KRINGLAN Kl. 6, 8 og 10.10. V I N D I E S E L Sýnd kl.5.30.  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás 2  HL Mbl Sýnd kl. 6 og 8.Sýnd kl. 6 og 9.  SV MBL Kvikmyndir.is Sýnd kl. 10. Bi 14. Mamma hans Elling Ó.H.T Rás 2 SV Mbl Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Með hinum eina sanna og ofursvala Vin Diesel. Geggjaaður hasar og magnaðar tæknibrellur. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.30.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sjáðu splunkunýja og magnaða heimildarmynd um væntanlega Íslandsvini 2 vikum á undan USA. V I N D I E S E L TÓNLIST Patches  Lög eftir Sigga og Keith. Esben Bøgh Laur- sen á hluta í tveimur lögum. Eitt er eftir Roy Pascal og eitt er þjóðlag, útsett af Sigga og Keith. Hljóðfæraleikarar eru Keith Hopcroft (raddir, raf- og kassagítarar, úkúlele, bassi, trommuforritun og hljómborð), Siggi Björns (raddir, kassagítarar, munnharpa), Mark Sax- ton (trommur), Tam Lawrence (tekassi), Elizabeth Shneeberger (fiðla), Ed Rustakoff (munnhörpur), Roy Pascal (kongótrommur og karabískt viskítal), Esben Bøgh Laursen (stálgítar), Esben Swell (trommur), Mads Lumholt (grænlensk tromma og kór), Sus- anne Hopcroft (bakraddir), Dave og Brian (þeir sjálfir) og Táningakór Elmegärden (mín- us Anna) (öskur). Keith og Siggi stýrðu upp- tökum. Erfitt er að sjá hver gefur út en vöru- númer plötunnar er Foxhold 009. SIGGI Björns, „Bísinn á Trinidad“, á að baki langan feril í tónlistinni og útgáf- urnar orðnar þónokkrar. Allt síðan 1988 er Siggi búinn að flækjast um allan heim með gítarinn, hefur sankað að sér mikilli reynslu, sem sumpart má nema af þess- ari plötu. Undanfarin ár hefur Siggi svo spilað nokkuð með Keith nokkrum Hopcroft og er platan Patches fyrsta samstarfsverk- efni þeirra félaganna á plasti. Allt í allt er þetta hin þekkilegasta plata og hún rennur ljúflega í gegn. Upptaka er skýr og góð, heildarbragurinn lifandi og hlýr og spilamennska traust og fum- laus, auðheyranlegt að hljóðfæraleik- ararnir eru búnir að spila sig sundur og saman. Lögin hér eru flestöll með hefð- bundnu sniði, einhvers konar órætt trúbadúrapopprokk með blúsuðum blæ. Útúrdúrar eru teknir yfir í indíána- tónlist og reggí og eru þeir vel til fundn- ir. Hið góðkuna írska lag „Wild Rover“ er sett í reggíbúning, heitir nú „Wild Rover „Man““ og gengur furðuvel upp. Svona flipp eru varasöm en Siggi og Keith komast á einhvern ótrúlegan hátt vel frá þessu. Rödd Sigga er þá sérkapítuli út af fyr- ir sig. Ótrúlega veðruð og þegar hann syngur má heyra að þessi maður kann ýmsar sögur og á ábyggilega býsna mörg ævintýri að baki. En um leið er röddin mjúk og traustvekjandi. Siggi hljómar svona eins og vinalegur, lagviss sjóræningi. Stundum syngur hann með beljandi krafti („Restless Spirits“), stundum líka af hreint nístandi angist („Biðin“). Rödd Sigga er bæði persónuleg og skemmtileg og gefur plötunni tilfinnanlegt sérkenni. Patches er síst byltingarkennt verk en stendur mjög vel sem „lítil“ góð plata. Arnar Eggert Thoroddsen Það er sárt að sitja einn HITI, sviti, rokk og ról réðu ríkjum á Grand Rokk á laugardags- kvöldið. Þar mætti til leiks hljómsveitin fær- eyska Týr en Douglas Wilson hitaði upp. Þetta er langt í frá í fyrsta sinn sem Týr leikur hér á landi og eru þeir orðnir einir tryggustu Íslands- vinir rokkgeirans. Sveitin er jafnframt mönnuð ein- um Íslendingi, gítarleik- aranum Ottó Páli Arn- arsyni. Tónleikagestir voru vel með á nótunum og rokkuðu með frændum sínum Færeyingum inn í nóttina. Douglas Wilson hitaði upp fyrir Tý. Morgunblaðið/Þorkell Áhorfendur kunnu vel að meta það sem fyrir þá var lagt. Týr og Douglas Wilson Tónlist | Rokktónleikar á Grand Rokk GLASTONBURY-tónlistarhátíðinni, sem haldin er í Somerset í Englandi ár hvert, lauk í gær með pomp og prakt. Það voru meðal annarra rokkararnir í Muse, R&B-tónlistarmaðurinn James Brown og breski söngvarinn Morrissey sem léku á lokakvöldinu. Veðurguðirnir voru tjaldbúum og öðr- um tónleikagestum ekkert sérlega hlið- hollir en viðstaddir létu það ekki á sig fá og skemmtu sér fram undir morgun. Það skyggði ögn á hátíðina að ungur maður fannst látinn á svæðinu á laug- ardaginn og telur lögreglan að of stór skammtur eiturlyfja hafi átt sök á dauða mannsins. Að sögn lögreglu- yfirvalda á svæðinu fór hátíðin annars að mestu leyti vel fram og var til- tölulega lítið um rán og aðra glæpi á há- tíðinni. Talið er að rúmlega 110 þúsund manns hafi sótt Glastonbury-hátíðina að þessu sinni. Tónlistarhátíð | Glast- onbury-tónlistar- hátíðin afstaðin Rokk og rigning Holdvotur hátíðargestur á leið á tónleika. Koma saman aftur Týr fóru mikinn á tónleikunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.