Morgunblaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LIFANDI VÍSINDI Áskriftarsími 881 4060 Landssamtök sauðfjárbænda ræða um búvörusamning Sauðfjárbændur klofnir í fylkingar „MENN eru sammála um að ein- falda þurfi búvörusamninginn og gera hann skýrari,“ sagði Jóhannes Sigfússon, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við Morg- unblaðið í gær, en tveggja daga langur aðalfundur samtakanna hófst á Eiðum í gær. „Búvörusamningurinn veldur því m.a. að ekki er eining meðal sauð- fjárbænda og þeir komnir í tvær fylkingar. Annars vegar þeir sem framleiða samkvæmt núllsjö-regl- unni og hins vegar þeir sem flytja út. Þetta hefur skapað togstreitu á milli manna í samtökunum og að mínu mati gert þau veikari út á við til að sækja hina eiginlegu kjarabót sem ein heild. Ég reikna með að þarna verði breytingar á. Okkar samningur gildir til 2007, en mín sýn á þessi mál er sú, að við eigum að fara að marka okkur stefnu fyrir nýjan sauðfjársamning og það er ekkert sem mælir gegn því að hann verði tilbúinn jafnvel snemma árs 2006. Þá er það auðvitað samkomu- lagsatriði við ríkisvaldið hvort menn vilji að hann taki gildi áður en nú- gildandi samningur rennur út. Í það minnsta verða menn að vita með góðum fyrirvara hvaða breytinga má vænta inn í samninginn til að geta aðlagað sig þeim. Það er lyk- ilatriði að menn séu ekki með þetta algjörlega á síðustu stundu eins og oft hefur verið.“ Að öðru leyti segir Jóhannes helstu viðfangsefni aðalfundar vera hefðbundin mál sauðfjárbænda, fé- lagsmál og kjaramál. Stærsti sauðaþjófnaður Íslandssögunnar „Stjórnin mun m.a. leggja fram tillögu að ákveðnum hóp sem á að marka samtökunum stefnu fyrir nýjan sauðfjársamning. Þá er verið að ræða hér um breytingar á sam- þykktum. Aðallega er verið að færa þær til nútímalegra horfs, m.a. í þá veru að breyting verður á tölu full- trúa sem sendir eru á aðalfund, við ætlum að reyna að fækka þar og einfalda.“ Hagræðing og afkoma í afurða- stöðvageiranum varð mönnum til- efni til umræðna. Aðalsteinn Jóns- son, stjórnarmaður LS, sagði m.a. gjaldþrot afurðastöðva á norðvest- anverðu landinu hafa hörmulegar afleiðingar fyrir sauðfjárbændur á því svæði. „Eftir mínum upplýsing- um eru sauðfjárbændur þar að tapa 20 þúsund dilkum,“ sagði Aðal- steinn. „Það var orðað þannig í mín eyru að þarna væri um að ræða stærsta sauðaþjófnað Íslandssög- unnar. Það er von mín að bæði Landssamtök sauðfjárbænda og Bændasamtökin geti með einhverj- um hætti aðstoðað þetta fólk, því þetta er hörmuleg uppákoma.“ Meðal þeirra mála sem stjórn sauðfjárbænda hefur fjallað um á árinu eru átak til að minnka ólög- lega framhjásölu á heimaslátruðu, úthlutun ærgilda, einstaklingsmerk- ingar sauðfjár og talning, úttekt á skilaverði útflutts dilkakjöts og af- nám vatnsléttingar innvigtaðra dilka. Um 50 fulltrúar sitja aðalfund Landssamtaka sauðfjárbænda. TYRKNESKA súrálsflutningaskipið Kiran Pacific strandaði á skeri um sex kílómetra norðvestur af Straumsvíkurhöfn um klukkan 18 í fyrrakvöld. Um borð er 21 maður en skv. upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er skipið tal- ið nokkuð stöðugt á skerinu og mönnunum því lítil hætta búin. Fulltrúar frá útgerðarfélagi skipsins, tryggingafélagi þess og hollensku björgunarfyrirtæki, fóru um borð í gær til að meta skemmdir og hugs- anlegar björgunaraðgerðir. Talið er að þrjú göt séu á sjótönkum framarlega í skipinu og var ekki vitað um göt á olíutönkum og ekki varð vart við mengun. Ekki lá fyrir hvenær björgunaraðgerðir myndu hefjast þegar blaðið fór í prentun en flóð var um hálftvöleytið í nótt og verður aftur um hálftvö í dag. Skipið, sem er 21.968 brúttótonn og 193 metrar á lengd, var að koma frá Bandaríkjunum með um 45 þúsund tonn af súráli sem flytja átti til Straums- víkur, þegar það tók niður. Í skipinu eru 456 rúmmetrar af svartolíu, 52 rúm- metrar af dísilolíu og 31 af smurolíu. Skipstjórinn um borð óskaði ekki eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni þegar strandið bar að. Töluverður viðbúnaður var vegna strandsins af hálfu Landhelgisgæslunnar, Siglingastofnunar og Umhverfisstofnunar. Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar, sagði olíutanka skipsins að mestu aftast í skipinu og því virtist sem lítil hætta væri á ferðum. Súrálsskip strandaði utan við Straumsvík Morgunblaðið/RAX SHELLMÓTIÐ fór fram í 21. sinn í Vestmanna- eyjum um helgina og komu alls um 2.500 leikmenn, þjálfarar og foreldrar til Eyja vegna mótsins. Eins og sjá má á myndinni sýndu knattspyrnu- mennirnir ungu góð tilþrif á mótinu og einbeitingin skein úr hverju andliti. Einar Friðþjófsson, framkvæmdastjóri Shell- mótsins, segir að mótið hafi heppnast vel þrátt fyrir að hvasst hafi verið í veðri. Á Shellmótinu keppa níu og tíu ára gamlir dreng- ir í 6. flokki og er keppt í fjórum flokkum. Úrslit mótsins voru á þá leið að Víkingar urðu meistarar í A-flokki, Fylkir í B-flokki, Stjarnan í C-flokki og HK í D-flokki. Fjölmörg verðlaun voru veitt í mótslok og lið ÍBV og Hauka valin prúðustu liðin en verðlaun voru einnig veitt fyrir ýmislegt annað, m.a kappát, limbó og pílukast./B7 Morgunblaðið/Sigfús Góð tilþrif á Shellmótinu FLJÓTSDÆLINGAR felldu tillögu um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í at- kvæðagreiðslu sem haldin var samhliða for- setakosningunum á laugardaginn. Kosið var um hvort sameina ætti Austur- Hérað, Norður-Hérað, Fljótsdalshrepp og Fellahrepp og voru Fljótsdælingar eina sveitarfélagið sem felldi tillöguna. Óðinn Gunnar Óðinsson, verkefnisstjóri samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfé- laganna fjögurra, segist telja eðlilegt að þau þrjú sveitarfélög sem samþykktu tillöguna sameinuðust en heimilt er samkvæmt lög- um að láta kosninguna gilda fyrir samein- ingu sveitarfélaganna þriggja. Sameining Akureyrar og Hríseyjarhrepps samþykkt Á laugardaginn var einnig kosið um sam- einingu Akureyrarkaupstaðar og Hríseyj- arhrepps samhliða forsetakosningunum og var tillagan samþykkt með 93,5% atkvæða í Hrísey og um 75% atkvæða á Akureyri. Sameiningin tekur gildi frá og með 1. ágúst næstkomandi. Fljótsdæl- ingar felldu sameiningu  Sameining/16 HJÁLMAR Vilhjálmsson, sérfræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir nokkuð vera af loðnu vestur af Vestfjörðum, en hann er nú um borð í Árna Friðrikssyni í rannsóknarleið- angri. Hann segir leiðangurinn rétt vera að hefjast. „Við höfum verið hér vestur af Vestfjörðum og það hefur sést loðna, að vísu ekki mikið frá því sem dýpst er í álnum milli Íslands og Grænlands,“ segir Hjálmar. Staðsetning loðnunnar er að mestu áþekk og í fyrra „Það hefur orðið vart við loðnu nokkuð víðar, til dæmis norðaustur af Horni,“ sagði Hjálmar ennfremur. Hann segir mest af loðnu að hafa á svonefndu vestursvæði, vestur af Vestfjörðum. „Síðan er eitthvað við eyjahrygginn við Kolbeinsey, en erf- itt er að henda reiður á því. Að öðru leyti er staðsetning loðnunnar áþekk og í fyrra,“ útskýrir hann. Nokkuð af loðnu út af Vest- fjörðum LEIT var hafin að erlendum ferðamanni, sem lagði upp frá Landmannalaugum í há- deginu, á sjötta tímanum í gær. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, hringdi sjálfur í Neyðarlínuna eftir aðstoð og kvaðst vera rammvilltur auk þess sem hann væri illa bú- inn og kvartaði undan kulda. Björgunar- sveitir á Suðurlandi hófu leit að manninum, samtals um sjötíu manns á tólf jeppum. Hann var ekki fundinn þegar blaðið fór í prentun. Ferðamanns leitað í Land- mannalaugum ♦♦♦ JEPPI fór út af veginum og valt á miðri Vatnaleið á Snæfellsnesi á sjötta tímanum í gær. Fimm voru í bílnum, og voru fluttir með sjúkra- bifreiðum á Landspítala – háskóla- sjúkrahús. Meiðsl þeirra voru ekki alvarleg og fengu fjögur að fara heim að lokinni skoðun en ákveðið að hafa unga konu undir eftirliti í nótt. Bíllinn fór eina og hálfa veltu og lenti á þakinu og er hann talinn ónýtur. Fimm á sjúkrahús eftir bílveltu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.