Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.2003, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.2003, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. MARS 2003 5 „Davidson er enginn sófisti, hvað svo sem við segjum um hann. Það hafa margir sófistar reynt að telja hann á sitt band. Hann nefndi þetta í viðtalinu sem ég tók við hann, og þar talar hann líka um Rorty. Davidson er heim- spekingur í hefðbundnum, sókratískum skiln- ingi og það sem hann er að segja í þessum lokaorðum viðtalsins er að heimspekin, í þess- um sókratíska skilningi, hafi lítil áhrif. Hann getur ekki verið að segja að heimspeki í sóf- ískum skilningi hafi engin áhrif, því að sófismi hefur áhrif. Ég held að Davidson hafi meðal annars verið að skírskota til þess sem er að gerast núna í Írak, en það er alltaf að gerast eitthvað af því tagi og þarf ekki annað en að líta aftur í tímann til að sjá það. En Davidson er að segja að umræður í þjóðmálum og heimsmálum fari nú fram með þeim hætti og í því samhengi að heimspekin hafi mjög lítil áhrif, miðað við sum önnur tímabil í sögu mannkynsins.“ Og þú ert sammála því? „Ég er sammála því. Heimspekin hafði til dæmis mikil áhrif á átjándu öld, á Upplýsing- artímabilinu (nú á dögum er það sem ég kalla aflýsingartímabilið). Það var heimspeki sem gerði mönnum kleift að þoka málum í átt til þeirra breytinga er urðu með frönsku og am- erísku byltingunum. Þá var tíðarandinn mjög heimspekilegur að því leyti að menn voru að hugsa upp á nýtt hvað það er að vera mann- eskja, að manneskja hafi réttindi og að það þyrfti að koma fram gagnvart henni með til- teknum hætti.“ Því hefur líka verið haldið fram að til dæmis það sem fylgdi í kjölfar frönsku byltingarinnar – ógnarstjórnin – hafi líka verið afsprengi heimspeki; þess, að innleiða átti hreinar kenn- ingar í mannlífið ... „Já, það sem hlýst af heimspekilegri hugsun er ekki alltaf gott og jákvætt.“ Þá er rétt að halda áfram með fyrstu spurn- inguna og spyrja þig hvort það eigi líka við um þig sem Davidson segir um sjálfan sig, að það valdi sér vonbrigðum og fylli sig vanmátt- arkennd að heimspekingar hafi ekki mikil áhrif nú á tímum. „Jú, það gerir það. En það fer eftir því hvað maður er að hugsa um. Davidson var ábyggi- lega þarna að hugsa um heimsmálin og þjóð- málin. En ef hann væri að hugsa um nem- endur sína myndi hann ekki segja þetta. Hann er kannski áhrifamesti núlifandi, ameríski heimspekingurinn. Og hvaða áhrif eru það? Það eru bara áhrif á heimspeki og heimspek- inga. Það er að segja, hans áhrifa gætir ein- faldlega hjá okkur, á mjög áberandi máta; hvort sem við erum sammála honum eða ekki hefur hann áhrif. Hann er ekki að tala um þessi áhrif, heldur áhrif á daglegt líf í stærra samhengi og þróun mála í Evrópu, þriðja- heimslöndunum og svo framvegis. Oft er komið að máli við okkur heimspek- ingana og sagt sem svo: Nú er gengið til stríðs í Írak; nú á að virkja við Kárahnjúka, getið þið ekki gert eitthvað í þessum málum? Ég veit ekki hvað maður gæti gert sem heimspek- ingur í slíkum málum. Maður getur skrifað undir mótmæli, maður getur farið í kröfu- göngur og því um líkt. En þetta gerum við ekki sem heimspekingar. Við skrifum kannski bækur og blaðagreinar á móti Íraksstríði og ég held að það sé mjög gott. En það er ekki heimspeki. Það er bara heilbrigð skynsemi eða gott siðferði. Auðvitað nýtir maður þá heim- spekilegu menntun sem maður hefur og reyn- ir að beita gagnrýnni hugsun. En það er mjög lítill skilningur á starfi heimspekinga – eins og ég skil það starf. Það er að vísu til heil hefð sem segir allt annað, og ég er ekki að tjá til dæmis skoðun Jean-Paul Sartre á þessum málum. Hann hugsaði ekki um heimspeki á sama hátt og ég. En ég er ekki að afskrifa hans hugmyndir. Ég er bara að segja að heimspeki, eins og ég skil hana, hin sókratíska hefð, er ekki eins og Sartre hugsaði um heimspeki. (Menn geta auðvitað verið ósammála mér um Sartre ... ) Það er til sá skilningur að heimspekingur sé einhver fígúra í þjóð- og heimsmálum ...“ Þetta er hugmynd sem maður tengir oft við Frakkland ... „Jú, það er tiltekin hefð af þessu tagi sem er mun meira áberandi í Frakklandi en margs staðar annarsstaðar. Ég geri engar at- hugasemdir við það, [þetta er bara ekki mín hugmynd] og ég endurtek það sem ég sagði áðan, það mætti eins tala um vísindamenn. Hvað hefur eðlisfræðingur á heimsmæli- kvarða að segja um Íraksstríðið sérstaklega? Ekkert. Hann hefur kannski margt að segja um málið, en þá sem einstaklingur, sem fé- lagsvera, en ekki sem eðlisfræðingur.“ Þú sagðir að það væri lítill skilningur á starfi heimspekinga. Áttarðu þig á því af hverju það er og hvort að það er endilega slæmt? Það er líka lítill almennur skilningur til dæmis á því hvað eðlisfræðingar gera. „Þetta er ekkert stórmál. Ég held að ut- anaðkomandi hafi yfirleitt ekki mjög mikinn skilning á starfi fræðimanns, og jafnvel aðrir fræðimenn ekki heldur. Eðlisfræðingur botn- ar kannski lítið í því sem ég er að fást við í heimspeki.“ Er þetta þá ekki bara eðlilegt ástand? „Eðlilegt ástand jú, en þetta er ekki sérlega æskilegt ástand. Þetta er bara það sem gerist í mjög stóru og flóknu samfélagi vísindamanna og fræðimanna og er að einhverju leyti óhjá- kvæmilegt.“ Ef við lítum á heimspekina í þessum sókra- tíska skilningi, sem sannleiksleit, þá er mark- miðið varla annað en sannleikurinn og það er að einhverju leyti það sama og eðlisfræðing- urinn er að fást við. Og allir fræðingar. Er það þá ekki bara nóg? Þú talaðir um að það væri óæskilegt, en er nokkuð verra þótt menn skilji ekki hver annan? Svo dæmi sé tekið, eðl- isfræðingur sem þekkir hvorki haus né sporð á vísindaheimspeki – hefur aldrei lesið Pop- per, aldrei lesið Kuhn – getur verið fyrsta flokks eðlisfræðingur þrátt fyrir það. „Saga vísindanna segir mér, að fyrsta flokks eðlisfræðingar, jarðfræðingar eða hvaða fræð- ingar sem er, eru alltaf heimspekilega sinn- aðir. Það eru ekki alltaf byltingar að verða í vísindum, en sú mynd sem Kuhn gefur af „hefðarvísindamanni“ er mjög villandi vegna þess að góður vísindamaður, í hvaða vís- indagrein sem vera skal, er á endanum heim- spekilega sinnaður og stundar heimspeki að ákveðnu marki. Heimspeki er tilraun til að finna leiðir til að tala um hluti sem við vitum ekki hvernig við eigum að tala um. Það er það sem sókratíska heimspekin gengur fyrst og fremst út á, að mínum dómi. Góður vís- indamaður verður alltaf að reyna að gera eitt- hvað nýtt, skilja meira, og þá þarf hann að stunda heimspeki í þessum skilningi. Það eru margir vísindamenn sem vilja ekki heyra heimspeki nefnda, en þeir stunda hana nú samt sjálfir. En það er heimspeki sem er í til- teknu samhengi og er nátengd tilteknum kenningum sem vísindamenn hafa komið sér saman um. Þá er ég að tala um heimspekilega vídd í vísindunum. Efni sem er heimspekilegt í viðteknum skilningi er efni á einhverju sviði þar sem við höfum enn ekki komið okkur saman um hvern- ig eigi að tala um viðfangsefnið. Til dæmis sið- fræði, sem er stórt svið. Þar eru ýmsar kenn- ingar, ýmsir skólar og svo framvegis. Ef við skoðum vísindagrein þar sem þarf að tala um ýmsa skóla og ýmsar kenningar þá er það heimspekileg vísindagrein. Hún er ekki vís- indagrein á borð við jarðfræði til dæmis (eins og jarðfræði er í dag) heldur er meiri heim- spekilegur stíll á henni – tökum sálarfræði sem dæmi. Sálfræðingar sem eru að reyna að þróa fræðigreinina áfram, en eru ekki bara að einblína á eitthvert tiltekið mál, þeir eru sífellt að taka þátt í heimspeki. Ég held að kollegar mínir í sálarfræði hér myndu samþykkja það.“ Þegar þú segir að heimspeki sé að þínum dómi ekki síst leit að aðferðum til að tala um nýja hluti finnst mér það hljóma mjög í anda Rortys ... „Kallinn er enginn bjáni ... Við eigum margt sameiginlegt.“ Þú hljómar svolítið „rortískt“ ... „Þetta er móðgun ... Nei, við Rorty eigum það eitt sameiginlegt að vera framúrskarandi rithöfundar!“ En Davidson, þú ert nær honum? „Ja, ég myndi segja það, hvað varðar að- ferðir og því um líkt. Hann er hræðilegur penni. Menn sem eru að fást við hluti sem þeir skilja ekki sjálfir – og ég er ekki að segja að þeir séu bara að setja fram einhverjar há- fleygar kenningar um rugl sem þeir skilja ekki sjálfir – heldur eru að reyna að skilja, og hafa helgað líf sitt því að reyna að skilja tiltekin fyrirbæri, eins og til dæmis tungumálið, merk- ingu orða og svo framvegis, þeir skrifa oft á mjög óskýran hátt vegna þess að þeir eru að reyna að finna leiðir til að tjá sig. Þetta gildir um marga, ekki alla. Hegel gæti verið gott dæmi, eða Davidson eða John McDowell – hryllilegur penni, næstum óskiljanlegur. Eða Immanuel Kant, sem er stundum gjörsamlega óskiljanlegur og enginn botn í því sem hann segir. En maður getur oft á endanum skilið það sem hann er að segja og þá fær maður al- veg nýja sýn. Hann kunni að skrifa góða texta, en þar sem hann gerir það er ekki þar sem hann er að glíma ákafast við heimspekina.“ Ef maður er að reyna að átta sig á einhverju sem maður skilur ekki, hlýtur það þá ekki að vera hluti af þeirri viðleitni að reyna að segja um það eitthvað sem er skiljanlegt öðrum? Þannig að það að vera skiljanlegur hlýtur allt- af að vera hluti af markmiðinu? „Að vera skiljanlegur er svo að segja meg- inmarkmiðið. En maður er samt alltaf að prófa sig áfram. Maður nær ekki alltaf markmiðinu. Ég hef alltaf reynt að vera eins skýr og ég get, en eins og þú veist, sumum finnst skýrleiki vera óþarfur. En ég er ósammála þeim. Ég sé ekki tilganginn með heimspeki ef það er ekki markmið að segja á endanum eitthvað skýrt.“ kga@mbl.is Nyrst, á heimsins Norðurkollu, nafnfrægt liggur Samalandið; teygir sig um túndru’ og skóga, tignarlegt og seyði blandið. Hlíðar, ásar, hamraborgir, himingeiminn víðan kyssa. Vötn fram streyma, vindar þjóta, við hin gráu nesin fyssa, sem þar ganga’ í hafið út. Vetrartíð með veðurkulda, vefur lífið örmum sterkum. Samísk þjóð, í sátt og friði, sinnir glöð þar öllum verkum. Stór er máni’ í stjörnugeri, stórfellt norðurljósin braga. Heið er nóttin, hreinar rymja, heyrist rakin gömul saga undir húð, við glóðareld. Og er sólin indæl brosir öllu við á degi kyrrum, sækja út á sjávardjúpin sjómenn hraustir, líkt og fyrrum. Glettast þar við gráa máva, glampandi í spegilfleti. Aðrir kanna ár og læki, eftir fiski varpa neti; allt er við hið forna lag. Þolað marga þrenging hefur þessi ætt, sem fyrst hér byggði. Ávallt samt mót árás gekk hún eirarsöm, þótt tíðum skyggði. Heill þér, aldni, harði flokkur! Heill og lof, þú, sálin bjarta! Aldrei var með illsku farið, aldrei blóðið rann úr hjarta, aldrei var með bræðrum styr. Eins við munum áfram síðan aðsteðjandi mæta vanda; eftir hverja úlfarimmu uppi jafnan keikir standa. Ó, þú röðuls afkomandi, enginn skal þig ná að mæða, ef í hug þér ætíð vakir árdagsbúans helga ræða: Þetta land er ættjörð mín! ISAK SABA (1875–1921) ÞJÓÐSÖNGUR SAMA SIGURÐUR ÆGISSON ÞÝDDI Á þjóðhátíðardag Sama, 6. febrúar síðastliðinn, var stofnað vinafélag Sama og Íslendinga, SAMÍS, í Norræna húsinu í Reykjavík. Þar var þjóðsöngurinn í fyrsta sinn hafður yfir í ís- lenskri þýðingu. 1. Í veröld ríkir vont ástand, sem vald ei læknað getur, en setur allt í bál og brand, og betrun eigi metur. 2. Víst gaf oss skynsemd Skaparinn, skyn þess illa’ og góða. En falli veldur freistarinn og fári milli þjóða. 3. Vonin eftir er hún þá, að ennþá megi semja, og boðorð minnir mannúð á Ei morðin skaltu fremja. 4. Af styrjöldum þá staðreynd sjá; Stefnu’ ei bregðast máttu, að siðvit almest sigra á. Sverðið slíðra áttu. PÉTUR SIGURGEIRSSON SIÐVIT VERÐUR EKKERT NEMA Í MANNLEGUM VERULEIKA OG SAMSKIPTUM Höfundur er biskup.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.