Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2003, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 2003 MYNDSKREYTT skáldsaga hinnar írönsku Marjene Satrapi nýtur mikilla vinsælda í Frakk- landi um þessar mundir. Bókin nefnist Pseudopolis eða Sýnd- arborgin eins og útleggja mætti heiti hennar á íslensku og byggir höfundurinn hana á eigin ung- lingsárum í Íran. Satrapi er barnabarnabarn síðasta Írans- keisara og hefur verið búsett í París sl. ár. En í sögunnni, sem gerist er Satrapi var tíu til fjór- tán ára gömul, segir frá jafn ólíkum hlutum og spennunni við að eignast smyglað plakat með mynd af poppstjörnunni Kim Wilde, sprengjuregni sem varð nágranna hennar að bana, frænda sem fangelsaður var af keisarastjórninni og látinn laus aðeins til að vera fangelsaður af klerkastjórninni nokkru síðar og frjálslyndum foreldrum sem taka þann kost að senda dóttur sína eina til Vínar fjórtán ára gamla til að forða henni frá pynt- ingum fyrir að segja hug sinn. Sagnaþulurinn BLAÐAMAÐURINN Steven Glass, sem rekinn var frá banda- ríska tímaritinu New Republic fyrir fimm árum, fyrir að hafa logið upp og skáldað lýs- ingar og viðtöl í 27 greinum hefur nú sent frá sér sögu sína í skáld- sagnaformi. Sagan nefnist The Fabulist, eða Sagnaþul- urinn, og seg- ir frá Stephen, blaðamanni hjá hinu tilbúna Washington Weekly, sem tekur upp á því að skálda upp greinar sínar og við- töl í leit að viðurkenningu. Ferð Stephens upp metorðastigann og fall hans eru rakin í bókinni sem mikil leynd er látin hvíla yfir fram að útgáfu hennar í næstu viku. Kona á rúnnuðum hælum JANE Juska, bandarískur eft- irlaunaþegi og fyrrverandi kennari, sendi nýlega frá sér bókina A Round-Heeled Woman, en heiti bók- arinnar er gamalt slang- uryrði sem vísar til laus- látrar konu. Bók sína byggir Juska á kynlífs- reynslu sinni á efri árum, en þeg- ar hún var 66 ára gömul ákvað hún að endurvekja æsku sína og setti svo hljóðandi auglýsingu í New York Review of Book: „Áð- ur en ég verð 67 ára gömul – í mars næstkomandi – langar mig til að stunda kynlíf í miklum mæli með manni sem mér líkar vel við. Ef þú vilt að við tölum saman fyrst þá virkar Trollope vel fyrir mig.“ Rúmlega sextíu karlmenn svöruðu auglýsingu Juska sem segir sum svörin hafa verið allskrýtin, nektarmyndir hafi t.d. fylgt og fullyrðingar á borð við: „Á viagra og er til í að ferðast.“ Aðrir hljómuðu áhuga- verðir og hafði Juska samband við þá og nokkrum kynntist hún nánar. „Þetta hefur verið alveg einstaklega skemmtilegt,“ sagði Juska sem telur auglýsingu sína það besta sem hún hafi skrifað. En A Round-Heeled Woman seg- ir þá sögu frá upphafi þó nöfnum mannanna hafi verið breytt. ERLENDAR BÆKUR Unglingsár í Íran Jane Juska. Stephen Glass. FJÖLMIÐLAR Í FRÉTTUM er þetta helst … fótboltahetj- an David Beckham vermdi varamanna- bekkinn í úrslitaleik Manchester United og Real Madrid. Breska dagblaðið Daily Mail birti mynd af Beckham á forsíðu og „show business editor“ blaðsins fjallaði nánar um málið í opnugrein. Þar kemur fram að Beckham hafi verið svo vonsvikinn og örvinglaður eftir setu á bekknum að hann æddi í næstu fataverslun og eyddi rúmlega 1,2 millj- ónum – í þrjár skyrtur, jakka og tvennar buxur. Á heilsíðumynd sést hann ganga eftir regnvotu stræti með Armanipoka, farsíma og úttroðið seðlaveski í annarri hendinni; í hvítum erma- stuttum bol, strigaskóm og rifnum gallabuxum sem hann heldur upp um sig með hinni. Hárband- ið fræga er á sínum stað en hann er niðurlútur og þungbrýnn. Í greininni um búðarferð Beckhams er sagt frá sambandi hans við þjálfara sinn frá unga aldri, Sir Alex Ferguson. Sá skapbráði Skoti á hvert bein í Beckham og er hvorki sáttur við húðflúr hans né hárgreiðslu og gríðarlega frægð sem hann telur spilla fyrir fótboltaferlinum. Ferguson er meinilla við konu Beckhams, Victoriu fyrrum Kryddpíu, og er það víst gagnkvæmt. Allt frá því Victoria heimt- aði að þau hjónin færu í brúðkaupsferð 1999 hefur hann haft horn í síðu hennar enda var Beckham frá æfingum á meðan. Í nýlegri ævisögu Fergu- sons segir hann að Victoria hafi gífurleg áhrif á mann sinn og hafi gjörbreytt honum. Velgengni hans utan fótboltavallarins er reyndar sögð alger- lega henni að þakka. Beckham ber hæst á stjörnu- himninum nú um stundir, söluverðmæti hans sem fótboltamanns er rúmir 6 milljarðar króna og árs- tekjur hans eru rúmlega einn milljarður. Ekki líður sá dagur í breskum fjölmiðlum öðru- vísi en þau Beckhamhjón séu fréttamatur; myndir af þeim og viðtöl eru ávísun á metsölu. Breska slúðurblaðið OK keypti einkarétt á brúðkaups- myndunum fyrir einar 120 milljónir og í síðasta blaði var viðtal þar sem Victoria ber af sér meintar lýtaaðgerðir; þau koma fram í spjallþáttum, m.a. hjá hinum virta Michael Parkinsson og hjá Ali G; sérstakur stimpill með fangamarki þeirra hjóna er settur á valdar vörur (VD); sérhönnuð fatalína fyr- ir stráka sem kennd er við DB7 er seld hjá Marks og Spencer og eftir heimsmeistarakeppnina sáu Japanir ástæðu til að reisa Beckhambronsstyttu í Búddalíki. Í fjölmiðlum er dregin upp mynd af Beckhamhjónunum sem friðsemdar- og fjöl- skyldufólki sem unir sér helst í sinni gríðarstóru og íburðarmiklu „Beckinghamhöll“. Hann er ljúf- ur og feiminn heimilisfaðir sem hefur gaman af að búa til mat og hefur látið flúra nöfn sona sinna, Brooklyn og Romeo, á bakið en nafn eiginkon- unnar er ritað á framhandlegg hans. Hún er hins vegar sögð athyglisjúk, metnaðargjörn og þjáð af lystarstoli. En frægðin hefur skuggahliðar; tvær tilraunir hafa verið gerðar til að ræna Victoriu og drengjunum og nú lifir hún í stöðugum ótta og fer aldrei út í búð nema í brynvörðum bíl. Bretar virðast láta þau skötuhjú fylla skarðið sem Díana prinessa skildi eftir sig í gulu pressunni enda Beckham aðdáunar- og eftirbreytniverður; fallegur, kynþokkafullur, heilbrigður og bestur í fótbolta (hvorki George Best né Eric Cantona voru æskilegar fyrirmyndir). Beckhamhjónin þríf- ast á umtalinu sem fylgir frægðinni. Þau maka krókinn, selja sig hæstbjóðanda og eru orðin heimsfræg og vellauðug en auglýsingatekjur Beckhams eru svimandi háar. Þau hjón eru lýs- andi dæmi um hjáguðadýrkun samtímans. Í ver- öld auglýsinga, vörumerkja, sjónvarpsviðtala og slúðurblaða er ótrúlegum fjárhæðum velt og menn fljótir að sjá í hverju gróðavonin liggur. Markaðssetning Beckhams í Japan tókst snilld- arlega og æðið breiðist út um heim allan. Beckham er frétt utan vallar sem innan, á bekknum og í búð- arferð. Og fjölmiðlarnir sjá til þess að almenn- ingur sé „alltaf í boltanum“ svo fjárfesting auð- hringanna í ímynd Beckhams skili sér örugglega í vasa Armani, Adidas og Vodafone. BECKHAM Í BÚÐARFERÐ Í veröld auglýsinga, vöru- merkja, sjónvarpsviðtala og slúðurblaða er ótrúlegum fjár- hæðum velt og menn fljótir að sjá í hverju gróðavonin liggur. S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R Í GREIN Jóns Yngva Jóhannssonar bókmenntafræðings í nýjasta tölu- blaði TMM um síðasta jólabókaflóð nefnir hann bók Elísabetar og heldur því fram að með útgáfu hennar sé Forlagið að bregðast við þeirri kröfu markaðarins að bækur verði að vera fréttnæmar til að vekja athygli. Nefnir hann tvær aðrar bækur sem Forlagið hefur gefið út á undanförnum árum (kallar þetta reyndar „flokk bóka“), Dís og Sigurvegarann, og segir að með útgáfu þessara þriggja bóka sé verið að bregðast við „þessari frétta- áherslu“. Þó að mér sé málið skylt leyfi ég mér að benda á þann markaðs- tengda hugsunarhátt og skort á hug- myndaflugi sem kemur fram í orðum Jóns Yngva. Ef bók er óhefðbundin er það þá sjálfkrafa meginmarkmið hennar að vekja athygli? Ef höfundur vill fara óhefðbundnar leiðir í skrifum sínum er hann þá óhjákvæmilega handbendi útgefanda sem vill láta til sín taka á jólabókamarkaðnum? Viðhorf það sem birtist í áð- urnefndu Ávarpi Dags bókarinnar, og var sett fram undir formerkjum Bóka- sambands Íslands, hlýtur að koma illa við marga þá sem hafa gaman af því að skrifa. Í því felst að þeir sem skrifa á netið skuli nú alveg vera rólegir, því enda þótt mörg þúsund manns lesi þann texta sem þeir láta frá sér um hugsanir sínar, daglegt líf og tilfinn- ingar, er ekki þar með sagt að skrif þeirra jafnist á við „listræna ævi- sögu“. Svona gæðastimplar eða rétt- ara sagt gæðaleysisstimplar eru til þess fallnir að berja niður og draga kjarkinn úr fólki sem hefur ánægju af því að skrifa og hefur fundið skrifum sínum farveg með blogginu. Auk þess er ekki nokkur leið fyrir höfund ávarpsins, né nokkurn annan, að vita nema að á netinu leynist bloggarar sem skrifa af miklu meira listfengi en nokkur skáldsagnahöfundur sem gef- ur verk sín út hjá fínustu bóka- forlögum. Netið er frjáls miðill þar sem jafnræði ríkir og þeir sem tala að ofan og segja að eitt sé „fínna“ en annað hafa þar engu hlutverki að gegna. Kannski er það einmitt það sem verðir bókarinnar óttast. Birna Anna Björnsdóttir Kistan www.visir.is/kistan Morgunblaðið/Árni Torfason Ýfingar – nóg komið af þeim. GÆÐALEYSIS- STIMPLAR I Halldór Laxness þýddi eftirfarandi rit: Fjall-kirkjuna (1941–43), Vikivaka og Frá Blind- húsum eftir Gunnar Gunnarsson, Vopnin kvödd (1941) og Veislu í farángrinum eftir Hem- ingway, og síðast en ekki síst Birtíng eftir Volt- aire (1942). Þetta eru talsverð afköst ef önnur afrek Halldórs eru höfð í huga. Aðalþýðinga- skeiðið er á árunum 1940 til 1942, eða frá því hann lauk við Fegurð himinsins, síðustu bók Heimsljóss, vorið 1940 þar til hann hefur að skrifa Íslandsklukkuna haustið 1942. Á þessum rúmlega tveimur árum þýðir hann Fjallkirkjuna (fimm bækur), Vopnin kvödd og Birtíng sem eru samtals um 2.000 síður. Vopnin kvödd segir Laxness sjálfur að hafi verið þýdd í október 1940, koma átti bókinni á jólamarkað. Hinar bækurnar þýddi hann seinna. Í lítillæti sínu seg- ist hann í formála að þýðingunni á Birtíngi hafa „snarað“ honum og gert það „á tólf dög- um“, en það er auðvitað uppgerð því að sam- kvæmt könnun er bókin fremur nákvæmlega þýdd. En afköst Halldórs eru einmitt því meiri ef það er haft í huga að hann þýðir af ná- kvæmni, en það var ekki sjálfsagður hlutur um og upp úr miðri síðustu öld. II Með þessum þýðingum tókst Halldóri aðvarpa skugga yfir flest það sem gert var á sviði bókmenntaþýðinga hérlendis á tuttugustu öld. Og kannski kallaði hinn margumtalaði skuggi Halldórs hvergi fram jafn dramatíska mynd og á sviði þýðinga. Skoðum það nánar. Frægt er að Gunnar Gunnarsson tók að þýða eða endursemja verk sín á sjöunda áratugnum en eins og flestir vita samdi hann verk sín flest á dönsku. Gunnar var þá kominn heim og tek- inn að reskjast. Ástæða þess að Gunnar tók til við þessa iðju er sennilega sú að hann hafi vilj- að skrifa sig inn í íslenska bókmenntasögu því að þótt bækur hans hafi verið til í íslenskum þýðingum eftir frábæra þýðendur á borð við Halldór þá voru það þýðingar, ekki hans eigin verk, eins og hann tók sjálfur til orða er hann gaf út þýðingu sína á Fjallkirkjunni. En þessi þýðing Gunnars á verkum sínum heppnaðist ekki vel. Hann breytti sögunum talsvert, felldi burt, upphóf og fyrnti stílinn sem varð fyrir vikið stirður og kaldhamraður, svo notað sé orð eins af gagnrýnendum. Þetta er ekki síst áberandi í Fjallkirkjunni. Halldór hafði þýtt hana fremur nákvæmlega og tekist að heimfæra hinn ein- falda og ljóðræna stíl frumtextans til íslensk- unnar. Til þess að gera söguna að sínu eigin verki virðist Gunnar hafa farið þá leið að þýða ekki nákvæmlega – eða ekki eins og Halldór. Og þetta kemur heim og saman við frásögn Sveins Skorra Höskuldssonar, sem heimsótti Gunnar nokkrum sinnum á meðan skáldið var að þýða Fjallkirkjuna, um að þegar Gunnar var að þýða sat hann við skrifborð sitt með frumtextann og þýðingu Halldórs sem hann bar saman áður en hann skrifaði eigin þýðingu. Að auki hafði hann orðabók Blöndals sér til fulltingis, sennilega til að geta haft uppi á öðrum þýðingarmöguleikum en þeim sem Halldór notar. III Gunnar þýddi í skugganum af Halldóri ogkannski hefur enginn fundið jafn áþreif- anlega fyrir þessum skugga. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.