Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2003, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2003, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 2003 HUGTAKIÐ „Expressjónismi“ í myndlist eða „tjástíll“, eins og það þýðist yfir á íslenska tungu, varð til í Berlín árið 1911 og átti þá við um sýningu listamanna frá París, Mat- isse, Picasso o.fl. Síðar var hugtakið heimfært á hreyfingu Berlínar-lista- manna sem kölluðu sig „Die Brucke (Brúin) og skartaði listamönnum á borð við Ernst Ludwig Kirchner, Erich Heckel, Karl Schmidt-Rott- luff og Emil Nolde. Expressjónismi var hugsaður sem and-impressjón- ismi þar sem rannsóknir impressj- ónískra listamanna viku fyrir óheftri tilfinningalegri tjáningu. Undir lok áttunda áratugarins varð endur- reisn á tjástílnum þegar málarar risu upp gegn háleitri fagurfræði og agaðri hugmyndafræði með kraft- miklum og hráum anarkisma. Hlaut þessi endurreisn nafngiftina „Nýi expressjónisminn“ (Neo expression- ism). Tilfinningaþrunginn og dínamískur Tolli vakti athygli snemma á ní- unda áratugnum sem einn af mál- urum Nýja expressjónismans á Ís- landi og hefur síðan verið á meðal þekktari listmálara sinnar kynslóð- ar. Í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi stendur nú yfir sýning á 34 landslagsmálverkum listamannsins, 28 olíumálverk í ýmsum stærðum og 6 vatnslitamyndir, flest unnin á þessu ári. Hefur Tolli haldið tryggð við„expressjónísk“ efnistökin þótt fagurfræðileg nálgun hafi komið meira inn á síðari árum með aukinni áherslu á birtu og litbrigði í nátt- úrunni. Áhrif þýskra málara, eins og Karls Heins Hödicke og Bernds Koberling, eru ekki eins ráðandi og var í verkum hans á níunda áratugn- um og hluta af þeim tíunda og má nú glöggt sjá tengingu í verk íslenskra listmálara, Jóns Stefánssonar og Kristjáns Davíðssonar til dæmis. Stærð olíumálverkanna hefur mikið að segja, enda er Tolli „dínamískur“ málari sem nýtur sín betur eftir því sem myndflöturinn er umfangs- meiri. Þá er talsverður munur á vatnslitamyndum og olíumálverkum á sýningunni. Vatnslitamyndirnar eru málaðar úti í náttúrunni með landslagið sem fyrirmynd en olíu- myndirnar eru unnar inni á vinnu- stofu listamannsins. Mýkt er yfir vatnslitamyndunum en olíuverkin frekar tilfinningaþrungin. Mismun- andi eðli vatnsins og olíunnar hefur auðvitað með það að gera, en ólíkar aðstæðurnar, þ.e. að vera inni við eða úti við, hljóta að kveikja annars konar upplifun eða hugarástand hjá listamanninum sem hefur áhrif á myndsköpun hans. Handleikinn með efnið Í Listasafni Reykjanesbæjar sýn- ir Sigurbjörn Jónsson, listmálari, á þriðja tug olíumálverka. Mótífin eru samskonar og í fyrstu sýningum hans í Nýhöfn og Galleríi Borg, um og eftir 1990, þ.e. hús í landslagi, bátar við höfn og jazzhljóðfæraleik- arar. Louisa Matthíasdóttir er sá listamaður sem mér finnst Sigur- björn hvað mest skyldur af þeim ís- lensku og kemur það best fram í húsamyndunum. Sætleiki er í verk- unum eins og oft er í myndum Louisu en rýmiskenndin er önnur og efnistökin lausari. Líkt og Tolli þá vinnur Sigurbjörn í tjástíl. Margt er samstiga hjá listmálurunum tveim- ur, en handbragð þeirra og tækni er gerólík. Óheflaðan anarkisma, sem Tolli þróast frá og enn loðir við verk hans, er ekki að finna í verkum Sig- urbjarnar sem handfjatlar efnið frekar stjórnað. Handleikni Sigur- bjarnar á vanda til að verða svolítið „smart“. Á það sérstaklega við um stærri málverk listamannsins. Öfugt við verk Tolla þá eru það minni myndir Sigurbjarnar sem virka kröftugar á mig, þ.e. húsa- og báta- myndir frá um 40 til 90 cm á stærð- ina. Þar hefur listamaðurinn ekki pláss til að skreyta flötinn með pens- ilrákum og leysir þrautir málverks- ins á beinskeyttari hátt. Forgrunnur og bakgrunnur verður sem ein myndbygging og myndflöturinn er opinn þrátt fyrir smæðina. Létt og fínlegt Þriðju útgáfuna af tjástíl er að finna á sýningu Elínar Magnúsdótt- ur (Ellu Magg) í Listsýningarsaln- um Man í Reykjavík. Ella er lista- kona búsett í Austurríki og sýnir hún 31 olíumálverk í kjallara Man. Tjástíll hennar er léttur og fínlegur. Myndirnar eru glaðbeittar, fígúrur í dansi eða ævintýralegum leik og litir eru heitir og skærir. Nokkrar lands- lagsmyndir eru á sýningunni sem mér finnst prýðilega unnar. Elín hefur nefnilega ágætt vald á að láta litinn blandast á fletinum og vinnur þá olíuna í þunnum lögum, en hún hefur ekki gott vald á fígúrunum hvort sem hún lætur þær falla inn í landslagið líkt og vofur eða gefur þeim útlínur til að setja þær í for- grunn myndanna. Nær hún ekki að sleppa sér í fígúrunum eins og hún gerir þegar hún vinnur með litina eina. Tveir ólíkir heimar Þorbjörg Höskuldsdóttir, sem sýnir í Listhúsi Ófeigs, tilheyrir kyn- slóð listmálara á undan þeim Tolla, Sigurbirni og Ellu. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1972 í Gall- eríi Súm og hefur síðan haldið sleitu- laust áfram listsköpun sinni. Á fyrri hluta áttunda áratugarins áttu þau Þorbjörg, Eiríkur Smith og Einar Hákonarson margt sammerkt í mál- verkinu, en hafa svo þróast hvert í sína áttina. Myndefni hennar hefur einkennst af íslensku fjallalandslagi og fornum rústum í hátt á þriðja tug ára og þannig er hátturinn á sýning- unni í Listhúsi Ófeigs. Málverkin myndu seint falla undir dæmigerðan tjástíl þrátt fyrir augljós pensilför sem listakonan stýrir taktfast eftir myndfletinum og skapar þannig landslagið. Brotnar súlur og flísa- lögð gólf brjóta upp þann takt svo að tveir ólíkir heimar mætast. Annar ósnortin náttúra en hinn einhver gleymdur heimur grískra goða eða manna frá Atlantis, eða þá tákn nýrra tíma eins og mínimalískar súl- ur merktu í kvikmynd Stanley Ku- bricks, 2001: A Space Odyssey. Myndheimur Þorbjargar er þannig séð tómur en hugarheimur listáhorf- andans sér um að fylla í hann. Spilar listakonan einnig með óáreiðanlega rýmiskennd í málverkunum þar sem súlur standa á jörðinni, sameinast svo himni og gólfflísar breytast í jörð. Nýtir hún þannig sjónvillandi möguleika tvívíðra mynda með ágætum hætti. Myndlist og markaðssetning Það er til fyrirmyndar hvernig hefur verið staðið að sýningunum þremur sem hafa verið í nýjum sal- arkynnum Listasafns Reykjanes- bæjar. Listamönnum er boðið að sýna og að auki er gefinn út 32 síðna bæklingur með litmyndum í staðl- aðri stærð. Aðeins Listasafn Ís- lands, Listasafn Reykjavíkur og Listasafn Akureyrar hafa haft þenn- an háttinn á og er framtakið því bænum til mikils sóma. Listasetrið Kirkjuhvoll á Akra- nesi er sjálfseignarstofnun tileinkuð listasafni sr. Jóns M. Guðjónssonar. Það er að mestu rekið á einstak- lingsframlögum og hugsjónum. Bærinn kemur að einhverju leyti inn í reksturinn, en ekki nóg til þess að safnið beri sig og því greiða lista- menn 30.000 krónur í leigugjald vilji þeir sýna verk sín á Akranesi. Slíkt kemur auðvitað niður á sýningar- haldi því að stór hluti af metnaðar- fyllri myndlistarmönnum þvertekur fyrir að greiða undir sýningar sínar. Eins og staðan er núna þá er Lista- setrið varla á kortinu. En vega- lengdin á milli Akraness og Reykja- víkur er svipuð og á milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar. Með markvissu og metnaðarfullu sýningarhaldi mundu listunnendur úr Reykjavík og nágrenni sækja þangað á sýningar. Hlýtur það að vera eitt af markmiðum bæjarfélags að fá fólk til að heimsækja bæinn og er ein leiðin til þess að leggja pening í myndlistarstarfsemina. Listin þarf þó ekki endilega að vera háð opinberu fé. Væri það mörgum fyrirtækjum í hag, eins og t.d. Olís sem er með bensínstöð við bæjarmörkin á Akranesi, ef blómstrandi myndlistarlíf væri þar í bæ sem lokkaði til sín listunnendur frá höfuðborginni á bílum sínum. Eru einnig ýmis merki um að einka- geirinn sé að átta sig á samskipta- gildi myndlistar og leggi því meira fé í hana. Íslandsbanki er t.d. helsti styrktaraðili Nýlistasafnsins. Ný- listasafnið stendur fyrir framsækna myndlist og með því að styrkja safn- ið þá er Íslandsbanki að segja að hann sé framsækinn banki. Þannig snertir myndlistin ímynd bankans. Markaðsfræðin segir okkur að áhrifamáttur umfjöllunar sem er rit- stjórnarlegs eðlis sé allt að því sjö- faldur á við venjulega auglýsingu. Þetta mega smærri einkafyrirtæki sem eru með sýningarsali til um- ráða, eins og fataverslunin Man og Ófeigur, sem er gullsmíðaverkstæði og skartgripaverslun, hafa í huga. Fréttatilkynningarnar um myndlist- arsýningar og myndlistargagnrýni eru þannig séð áhrifaríkar auglýs- ingar fyrir fyrirtækin og sýningar sem skapa umtal bera hróður fyr- irtækjanna um allt land. Finnst mér því vafasamt að listamenn séu að greiða háa leigu fyrir að sýna í einkafyrirtækjum eins og tíðkast enn í dag. Hvort sem það eru hár- greiðslustofur, kaffihús eða fata- verslanir. MYNDLIST Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Opið alla daga nema mánudaga frá 15–18. Sýningu lýkur 18. maí. MÁLVERK TOLLI Jón B.K. Ransu Morgunblaðið/Jón B.K. Ransu Titillaust olíumálverk á sýningu Sigurbjarnar Jónssonar í Listasafni Reykjanesbæjar. Morgunblaðið/Kristinn „Ekki er ein súlan stök“, akrílmálverk eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Morgunblaðið/Kristinn Ein af landslagsmyndum Ellu Magg í Man. Listasafn Reykjanesbæjar Opið alla daga frá 13–17. Sýningu lýkur 24. maí. MÁLVERK SIGURBJÖRN JÓNSSON Listsýningarsalurinn Man Opið á verslunartíma. Sýningu lýkur 18. maí. MÁLVERK ELÍN MAGNÚSDÓTTIR Listhús Ófeigs Opið á verslunartíma. Sýningu lýkur 14. maí. MÁLVERK ÞORBJÖRG HÖSKULDSDÓTTIR Landslagsmálverk í tjástíl Morgunblaðið/Jón B.K. Ransu Fjöll og firnindi að hætti Tolla. SÝNING Metropolitan Museum of Art á list og fornmunum frá Miðausturlöndum og Mesópótam- íu þykir sérlega vel tímasett í ljósi gripdeildanna á söfnum Bagd- adborgar í Íraksstríðinu. Sýn- ingin nefnist Art of the First Cit- ies, eða List fyrstu borganna, og er þar leitast við að gefa mjög yf- irgripsmikla mynd af menningu á svæðinu við Miðjarðarhaf að Ind- us-dalnum milli Tígris og Efrat í Mesópótamíu á tímanum frá þriðja árþúsundinu f. Kr. Und- irbúningur sýningarinnar hefur tekið sex ár en safnverðir Metro- politan-safnsins hafa ferðast víða um lönd, t.d. til Sýrlands, Sádí- Arabíu, Tyrklands, Grikklands, Kúveit og Bahrain í leit að mun- um sem gætu gefið hvað breið- asta mynd og safnayfirvöld væru reiðubúin að lána, en eftir árás- ina á World Trade Center gætti mikillar tregðu til að lána list- muni til borgarinnar. Saga drottningar STJÓRNARTÍÐ Elísabetar I Bretadrottningar er viðfangsefni sýningar sem nú stendur yfir í National Maritime-safninu í Greenwich í Lundúnum, en Greenwich er einmitt fæðing- arstaður El- ísabetar sjálfrar. Sýningin tekur m.a. á duttl- ungafullri stjórnartíð föður henn- ar, Hinriks VIII, en undir hans stjórn voru allir grunaðir um landráð. Móður Elísabetar, Anne Boleyn, lét Hinrik taka af lífi þremur árum eftir fæðingu telp- unnar fyrir meint framhjáhald og stúlkan var sögð óskilgetin, en síðar gerð aftur einn af erfingjum krúnunnar. Á táningsárum sínum var Elísabet síðan oftar en einu sinni nærri því að vera tekin af lífi af bróðir sínum, Játvarði, og systur sinni, Maríu, og jafnvel eft- ir að hún var krýnd leyndust hættur í hverju horni. Sýningin þykir ná vel að lýsa þessari æv- intýralegu sögu, og notkun lista- verka, listmuna, skarts, og klæða til að gefa sýningargestum inn- sýn í auðlegð Tudor-hirðarinnar þykir sérlega vel heppnuð. Bolshoj-ballettinn sýnir Sjostakovítsj BALLETTINN Tær lækur, sem Dimitrí Sjostakovítsj samdi rúm- lega tvítugur að aldri, var á dög- unum sýndur á ný af Bolshoj- ballettinum rússneska við góðar undirtektir, en verkið hafði þá ekki verið sýnt frá því 1936. Sýn- ingum var hætt á sínum tíma eftir að verkið var gagnrýnt af Jósef Stalín og dagblaðið Pravda lýsti því sem glundroða í stað tónlist- ar, í kjölfarið féll ballettinn í gleymskunnar dá, en hann er um margt byggður á sömu sögu og óperan Lafði Macbeth frá Mtsensk. Sú ópera er í dag þekkt víða um heim og telst einn af hornsteinum óperuverka 20. ald- arinnar List fyrstu borganna ERLENT Elísabet I, verkið er eignað George Gower. Einn af mununum í Metropolitan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.