Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2003, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2003, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 2003 15 Næsta v ika Laugardagur Gerðuberg kl. 14 Íslenska bútasaums- félagið stendur fyrir sýningu á nýjum teppum sem eru unnin með búta- eða ásaumstækni. Þema sýningarinnar er ís- lenskt – íslenskt landslag, nátt- úra, mannlíf eða hvaðeina sem minnir á Ísland að mati þess sem teppið saumar. Dóm- nefnd valdi teppin á sýninguna og var skilyrði að teppin væru hugverk höfunda. Félagið vill ýta undir nýsköpun í búta- saumi á Íslandi og end- urspeglar sýningin það sem er að gerast í dag á þeim vett- vangi. Eitt teppi verður valið besta teppið á sýningunni af dóm- nefnd. Pfaff Borgarljós leggur til verðlaunin; Pfaff Quilt Ex- pression 2044 saumavél. Af- hending verðlaunanna fer fram við opnunina. Á sama tíma verður opnuð sýning á ljós- myndum af 60 brúm á þjóðvegi 1 sem teknar eru af Gunnari K. Gunnlaugssyni. Gunnar K. Gunnlaugsson hefur á tímabilinu 2001–2003 tekið ljósmyndir af brúm á þjóðvegi 1. Flestar myndanna eru svart-hvítar en á sýning- unni verða einnig nokkrar í lit. Margar af þeim brúm sem Gunnar hefur tekið myndir af, hafa verið rifnar niður og aðr- ar orðið samtvinnaðar nátt- úrunni. Á sýningunni verður sett upp brú frá Límtré og kort af Íslandi frá Eddu-útgáfu hf. Sýningarnar eru opnar frá kl. 11–19 mán.–fös. og kl. 13– 17 lau.–sun. Þeim lýkur 1. júní. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús kl. 14 Útskriftarsýn- ing myndlist- ardeildar og hönnunar og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands. Stendur til 29. maí. Gallerí Kambur kl. 15 Vor- sýning 2003 er sýning á teikn- ingum eftir listamennina Anne Bennike frá Danmörku og William Anthony frá Banda- ríkjunum. Sunnudagur Salurinn kl. 16 Afmælishátíð Kópavogsbæjar. Salurinn kl. 20 Hátíðartónleikar í Tíbrá. Söngv- ararnir Snorri Wium og Ólafur Kjartan Sigurð- arson og Jónas Ingimundarson píanóleikari flytja íslensk sönglög. Mánudagur Salurinn kl. 20 Árlegir vor- tónleikar Tónlist- arskólans í Reykjavík. Fjölbreytt efn- isskrá. Aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Þriðjudagur Íslenska óperan kl. 20 Þrír af fastráðnum söngvurum Ís- lensku óp- erunnar og Chalumeaux- tríóið flytja tónlist eftir Wolfgang Amadeus Moz- art á tónleik- unum Mozart fyrir sex. Á tónleikunum verða flutt fimm næturljóð og ein kans- ónetta fyrir þrjá söngvara, klarínettur og bassetthorn, sem Mozart samdi á árunum 1783–1788 fyrir sig og vini sína til að leika og syngja á góðum samverustundum í heimahúsum. Að auki verða fluttar aríur, dúettar og terzett- ar úr óperunum Brúðkaupi Fig- aros og Cosi fan tutte. Chalumeaux-tríóið er skip- að klarínettuleikurunum Kjart- ani Óskarssyni, Óskari Ingólfs- syni og Sigurði I. Snorrasyni. Söngvararnir þrír sem koma fram á tónleikunum eru þau Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Davíð Ólafsson bassi og Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran. Miðvikudagur Hjallakirkja í Kópavogi kl. 20.30 Bach Kantata nr. 106, Buxtehude sóló- kantata: Singet dem Herrn, og nokkrar a cap- ella-mótettur. Kammerkórinn Vox gaudiae, Laufey H. Geirs- dóttir, Oddný Sigurðardóttir, Guðlaugur Viktorsson, Bene- dikt Ingólfsson og Kristján Helgason. Barokksveitin Alda- vinir (Camilla Söderberg, Ragnheiður Haraldsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Sigurður Halldórsson), Lenka Mátéová orgelleikari. Stjórn- andi Jón Ólafur Sigurðsson. Laugarneskirkja kl. 20 Raddbanda- félag Reykja- víkur heldur tónleika. Það er sönghópur skipaður 11 einstaklingum sem flestir hafa sungið í ýms- um kórum um árabil, og margir eru jafnframt í einsöngsnámi. Stjórnandi kórsins er Sigrún Grendal. Á efnisskrá er fjölbreytt úr- val laga enda er Raddbanda- félag Reykjavíkur nú að halda sína fyrstu tónleika, eftir að hafa þó sungið víða, s.s. við vígslu Höfuðborgarstofu, á há- tíðum í Smáralind, á ýmsum kosningaskemmtunum, stóraf- mælum og brúðkaupum svo dæmi séu nefnd. Föstudagur Háskólabíó kl. 19.30 „Thank you for the music“. Hljómsveit- arstjórinn Mart- in Yates (stofn- andi West End), stýrir Sinfón- íuhljómsveit Ís- lands og söngvurum frá West End í flutningi á öllum helstu perlum ABBA-flokksins sáluga. Hver man ekki eftir lögum eins og Money money money, Wat- erloo, Dancing Queen, Chiqu- itita og Mama mia svo eitthað sé nefnt. Tilkynningar, sem birtast eiga á þessari síðu, þurfa að berast í síðasta lagi ár- degis kl. 11 á fimmtudegi. menning@mbl.is Jón Ólafur Sigurðsson Sesselja Kristjánsdóttir Ólafur Kjartan Sigurðarson Myndlist Gallerí Fold, Rauð- arárstíg: Pia Rakel Sverrisdóttir. Til 11.5. Gallerí Kambur: Anne Bennike, William Anth- ony. Gallerí Skuggi: Guð- rún H. Ragnarsdóttir, Pétur Magnússon til 18.5. Gerðarsafn: Gerður Helgadóttir – 75 ára – Yfirlitssýning. Til 17.6. Gerðuberg: Íslenska bútasaumsfélagið. Gunnar K. Gunn- laugsson, ljósmyndir. Til 1.6. Hafnarborg: Richard Vaux, Aðalheiður Skarp- héðinsdóttir, Hjördís Frí- mannsdóttir. Til 27. 5. Hafnarhúsið: Útskrift- arsýning LHÍ. Hallgrímskirkja: List- vefnaður Þorbjargar Þórðardóttur. Til 26.5. i8: Eggert Pétursson. Til 28. júní Listasafn ASÍ. Kunito Nagaoka/Sigrid Valt- ingojer. Til 11.5. Listasafn Akureyrar: Ragnar Th. Sigurðsson, Inn og út um gluggann. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Yf- irlitssýning á verkum Georgs Guðna. Vid- eoinnsetning Steinu Vasulka. Ásgrímur Jóns- son. Til 11.5. Listasafn Reykjavík- ur – Ásmundarsafn: Eygló Harðardóttir – Kúlan. Til 11.5. Listasafn Reykjavík- ur – Kjarvalsstaðir: Helgi Þorgils Frið- jónsson. Ilmur Stef- ánsdóttir. Til 11.5. Mokka: Jóna Þorvalds- dóttir. Til 22.5. Nýlistasafnið Sólveig Aðalsteinsdóttir/Kaj Ny- borg og Hanne Nielsen/ Birgit Johnsen. Til 11.5. Þjóðarbókhlaða: Guðrún Vera Hjart- ardóttir. Til 14.5. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Landafundir. Skáld mánaðarins: Vilborg Dagbjartsdóttir. Til 8.8. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. Leikhús Þjóðleikhúsið Stóra svið: Með fullri reisn, fös. Allir á svið, lau., sun. Smíðaverkstæðið: Veislan, lau. Borgarleikhúsið Stóra svið: Puntila og Matti, sun. Sól og máni. sun. Dans fyrir þig fim. Sól og máni, fös. Öfugu megin uppí, lau. Nýja svið: Sumaræv- intýri, lau. Maðurinn sem hélt að konan sín væri hattur, fös. Gesturinn, sun. Þriðja hæðin: Píkusög- ur, sun. Litla svið: Stígvélaði kötturinn, lau. Rómeó og Júlía, mið., föst. Iðnó: Hin smyrjandi jómfrú, sun. Hafnarfjarðarleik- húsið: Gaggalagú, sun. Gerrit Schuil og Rut Ingólfsdóttir. RUT Ingólfsdóttir fiðluleikariog Gerrit Schuil píanóleikarihalda tónleika í ScandinaviaHouse í New York á þriðju- dag. Scandinavia House er menning- armiðstöð American-Scandinavian Foundation, og þar er meðal annars bókasafn kennt við Halldór Laxness og tónleikasalur nefndur eftir danska píanóleikaranum og háðfuglinum Victor Borge. Í húsinu er ennfremur öflugt sýn- ingahald og mikið er lagt upp úr norrænni hönnun og nor- rænu yfirbragði. En Rut, hefurðu spilað þarna áð- ur? „Nei, en ég hef heimsótt húsið. Þetta er nýr staður í New York og það hefur opnað mikla möguleika fyrir Norðurlandabúa að hafa þenn- an sal þarna. Þetta er allt önnur að- staða en hefur verið hingað til.“ Hvað ætlið þið Gerrit að spila? „Við ætlum að spila Adagio eftir Mozart, Sónötu eftir Jón Nordal, Sónötu eftir Karl O. Runólfsson og Sónötu nr. 1 eftir Brahms.“ Þið eruð þá líka að spila íslensk verk. „Já, hálf efnisskráin er íslensk.“ Verða þetta einu tónleikarnir ykk- ar í þessari ferð til Bandaríkjanna? „Jájá, við förum bara út, spilum þessa einu tónleika og komum strax heim aftur, það er stutt í næsta stóra verkefni hjá mér.“ Rut Ingólfsdóttir er sem kunnugt er stofnandi og leiðari Kamm- ersveitar Reykjavíkur, og síðar í mánuðinum fer Kammersveitin í tón- leikaferð til Belgíu og Rússlands og heldur ferna tónleika undir stjórn Vladimirs Ashkenaszys; tvenna í Brügge, eina í Moskvu og eina í fæð- ingarborg Azhkenazys, Nizhny Novgorod. Í leiðinni verður gerð heimildamynd um tónleikaferð Kammersveitarinnar. Allt önnur aðstaða STIKLA Tónleikar í New York BIRGIR Rafn Frið- riksson-Biurf opnar einkasýningu í Næsta galleríi, Næsta bar, Ingólfs- stræti 1a, kl. 16 í dag. Sýningin heitir Portret x og stendur til 7. júní. Sýningin er opin á sama tíma og Næsti bar. Biurf í Næsta galleríi Biurf: „Portret af fram- andlegri ráðagerð“, olía á striga, 50x70cm. AÐALHEIÐUR Ólöf Skarp- héðinsdóttir opnar sýningu á akrýlverkum og grafík í Sverrissal Hafnarborgar, menningarstofnunar Hafn- arfjarðar, í dag kl. 15. Sýningin samanstendur af tréristum unnum með vatns- litaþrykki á þunnan Jap- anpappír og þurrnál- armyndum sem eru vatnslitaðar. Einnig sýnir hún akrýlverk unnin með bland- aðri tækni með akrýllitum, krít og vatnslit. Myndirnar sem eru unnar út frá sögu- brotum eða texta og augna- blikshughrifum eru oft dálítið manískar endurtekningar í þrykki og fjalla um konuna og tilveruna. Öll verkin eru unnin á árunum 2002 og 2003. Þetta er níunda einkasýning Aðalheiðar en hún hefur tek- ið þátt í fjölda samsýninga í Svíþjóð, Danmörku, Finn- landi, Bandaríkjunum, Jap- an, Kína, Kanada, Frakk- landi og Ítalíu svo dæmi séu tekin. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga og stendur til 27. maí. Málverk Hjördísar Á sama tíma verður opnuð í Hafnarborg sýning á mál- verkum Hjördísar Frímann. Hjördís er fædd á Ak- ureyri 1954 en hefur búið og starfað í Hafnarfirði und- anfarin níu ár. Málverk Hjördísar eru unnin með akrýl á striga og pappír og eru þau litríkur spuni þar sem kvenpersónur eru oftast í aðalhlutverki í ævintýralegu landslagi. Litir, línur og form vefjast saman í óreiðu sem við nánari skoð- un reynast þó hluti af sterkri heild. Sýningin er opin frá kl. 11 til 17 alla daga nema þriðju- daga og henni lýkur 26. maí. Sýna í Hafnarborg Verk eftir Aðalheiði Skarphéðinsdóttur. NÚ stendur yfir sýning á 8 olíu- málverkum Garðars Bjarnars í Lóuhreiðri. Verkin eru unnin á síðustu tveim árum og þemað er konan í náttúru Íslands. Garðar Bjarnar fæddist í Reykjavík 1954 og er búsettur þar. Skólanámið var hefðbundið og endaði með stúdentsprófi 1974. Síðan nokkrum árum seinna hóf Garðar nám við MHÍ og lauk þaðan prófi úr skúlptúrdeild árið 1982. Nokkrar sýningar hefur Garðar haldið undanfarin ár og þá helst á kaffihúsum bæjarins. Má segja að sýningarhaldið hafi byrjað er hann hætti störfum hjá Morgunblaðinu en þar vann Garðar um árabil sem grafískur hönnuður en hafði byrjað þau störf á Þjóðviljanum sáluga. Garðar Bjarnar: Nekt í hvíld. Garðar sýnir í Lóuhreiðri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.