Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2003, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2003, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 2003 É G skrifa nafn á umslag og set það í stærra umslag, skrifa nafn á það og set það í ennþá stærra umslag. Á leiðinni í pósthúsið sé ég gamla konu standa og klippa hanskann sinn í litla búta og setja bútana ofan í handtösku. Heitir fingur sem telja upp að þremur – – – Siðir okkar eru umhverfisvænir. Eilíf hring- rás jarðarinnar sýnd sem póstkort frá tilvilj- unarkenndum sendanda. Tvær konur í úlpum og hip-hop-buxum og með breitt belti um mitt- ið til að halda uppi buxunum. Ekkert annað. Ekkert annað en það. Rölti eftir Laugaveg- inum. Rauði póstkassinn er rauður eins og þeir í Kaupmannahöfn og strætisvagnarnir eru jafngulir og strætisvagnarnir í Kaupmanna- höfn og tungumálið er … tungumálið er ekki eins og tungumálið á neinum öðrum stað. Tungumálið er kannski það eina sem er ekki eins og á öðrum stöðum. Tungumálið er upp- runinn, sprottið úr eldi og ís, lofti og mold, sprottið úr hringrás þjóðarinnar. Gengið afturábak – – – Rótin er ósýnileg og vex niður í gegnum höf- uðkúpu, festir sig við skjá innan á hauskúpunni þaðan sem framagirnin verður send beina leið út í fingurna. Gult ljós leiftrar framan á tánni á skónum og tilverunni verður sparkað út í lífið. Rólega fram. Ein snjöll hugmynd í senn. Kannski pyngja gerð úr þurrkuðum og lituðum laka, kjóll úr þurrkaðri og litaðri vömb. Ein snjöll hugmynd í senn. Smokkur úr sperðli. Kannski. Og síðan út í heim, að skjóta rótum og færa innblástur heim, að spyrja sjálfan sig hvernig allt byrjaði og með hverju allt byrjaði. Stansað á höndum og fótum – – – Eitt kvöld voru stjörnurnar skærar og stór- ar á himinhvolfinu, naktir karlar sátu í heitri sundlaug undir fyrrnefndum skærum stjörn- um og horfðu upp til þeirra. Norðurljósin lið- uðust yfir himininn, aldrei á sama stað, sí- breytileg. Neónskilti á himnum. Letur sem mannsaugu fá ekki skilið, ólæsileg himna yfir augasteininum. Ekkert var sagt. Þeir lágu bara þarna í heita vatninu, rólegir, reyndu að hlusta hvort þeir heyrðu eitthvað annað en nið- inn í ánni í grenndinni, eitthvað annað en jarm- ið í kind skammt frá. Skyndilega sagði einn: Er hægt að selja norðurljósin? Hann talaði eins og einhver annar hefði sagt það sama á undan honum. Maðurinn sem sat við hlið hans svar- aði: Fæðir mamma þín skuggann þinn um leið og þú fæðist eða fæðist hann síðar? Auðvitað var dimmt þetta kvöld. Og ljóti andarunginn lendir aldrei framar í tónunum milli fjallanna – – – Þeir eru líka með sauðfé. Á meðan íslenskar flugfreyjur sofa hjá bandarískum mafíufor- ingjum er Móna Lísa komin með doðasótt í fjósinu. Innst í dalnum gengur maður með bakpoka. Sporin eftir hann lágu um tungl- landslagið, ný og ósnert. Hann skildi líka eftir sig aðra slóð. Alls staðar þar sem hann kom í heimsókn skrifaði hann í gestabókina. Hann var hógvær gestur, sagði ekki meira en nauð- syn krafði. Dag einn ákvað hann að ganga fyrir nes eitt. Slóðin var greinileg, en svo endaði hún. Hann hvarf. Menn fóru á þyrlu og báti að leita, en fundu hann ekki. Aðeins kyrra og ósnortna slóðina í tungllandslaginu og penna þar sem hún endaði. Guiseppe Taggioni fannst aldrei. Foreldrar Guiseppe komu á staðinn, lögðu krans og keyptu hús í þorpinu skammt þar frá. Fjölskyldur keyra tímunum saman um miðbæinn og fara svo heim aftur – – – Í dag. Á lífi. Sex daga vikunnar eru vísindin sem heild í hávegum höfð. Á mánudag verða peningarnir taldir, lagðir til hliðar svo að far- sæld ríki það sem eftir er vikunnar. Á þriðju- dag á að fylgjast með í umheiminum til að svip- ast um eftir einhverju sem hægt er að færa heim, einhverju óþekktu sem hægt er að blanda saman við allt hitt sem fyrir er. Á mið- vikudag verður vikan endurskoðuð og athugað hvort nokkurt grátt hár lætur á sér kræla, ef einhverjir peningar eru eftir á að lita það í upp- runalega litnum, annars kippa því burt. Á fimmtudag er ekkert ómögulegt. Allt verður gert eins og það sé það síðasta sem gera skal. Á föstudag verður spjallað við börnin smástund og svo verður farið út að borða, eins og alla hina dagana. Á laugardag verður farið yfir vik- una til að athuga hvort allt er búið og gert sem gera skal, hvort vikan hefur verið til einskis eða ekki. Sunnudagur er dagurinn þegar spá- dómarnir rætast og öll kraftaverkin gerast, en það nefnir enginn, því að hvað ef eitthvað er vitlaust. Hér er alltaf morgunn – – – Húðflúr á fram- og upphandleggjum halda óttanum í farbanni, en breitt brosið býður alla velkomna og slagæðarnar á hálsinum eru eins og spenntir bogastrengir sem skjóta frum- öskrum út í reykmettaðan salinn. Taktu aldrei ofan fyrir neinum. Einhver liggur í sófa og lít- ur út eins og stelpa, en ef grannt er skoðað er hún strákur. Sítt hárið hylur augun og andlitið að hluta. Á hnjánum vegur salt kaffibolli. Að- laðandi stelpa með hring í tungunni, fyrrver- andi ástkona allra, svífur um innan um tónana, svitastokkin, hallar höfði og brosir gegnum maskarann á augnlokunum. Grænt ljós hefði verið við hæfi á þessum stað, kannski með rauðum geisla hér og hvar, helst í gegnum miðjuna. Fínlegt hart ósýnilegt regn – – – Getur það gerst aftur? Það sem er brotið, það sem er þagnað, vatnið, ófrosið, lítur yfir farinn veg gegnum óteljandi hringrásir, en sprettur alltaf fram að nýju eins og áður ógert. „Gamalt fólk situr allan daginn og furðar sig á því hvert tíminn fór,“ sagði hún. „Það tekur með sér alla hlutina sem það hefur safnað gegnum árin, flytur á nýtt elliheimili og heldur sig munu finna æskuárin aftur, en það eina sem það finnur er heimur sem horfir aftur, fullur af tímalausum myndum af þögnum.“ Ekki eru til neinar áreiðanlegar heimildir um hver sagði þetta við hvern því að sögur þeirra eru þagnaðar. Mold milli dyranna – – – Einnig hér sést ekki fólk á sunnudags- morgnum. Byggingar teygja úr sér undir bláum himni. Predikun dagsins: Kynskipting- ur selur líkama sinn til að eiga nóg af fíkniefn- um fyrir daginn. Presturinn tekur hann upp á sína arma, kemur honum aftur á réttan kjöl og tilnefnir hann aðstoðarmann sinn. Jesús hefði gert það sama. Hann var með ýmsa gjörólíka lærisveina sem hver fyrir sig hafði sína veik- leika og sínar sterku hliðar. Þegar ég steig út í sólskinið fannst mér ég sjá jólasveininn fljúga yfir tjörnina og hann var ekki í rauðum bún- ingi. Ég gleymdi að gefa dúfunum brauðmolana sem ég var með í vösunum – – – Sorgin er gróður á herðunum. Trén sem vaxa upp af gröfunum eru líka dáin. Það sést á gráa berkinum. Dauðinn ímyndar sér (ekki) sjálfan sig, hann er askan sem verður stráð á vögguljóð. Hinsti andardrátturinn rýkur út í gegnum hausamótin, en áður en það gerist hef- ur lífið róast fullkomlega því að minnið er svo unaðslega stutt og deilist upp í svo mörg brot sem dreifast út um allar trissur. Að muna … bara að muna einn hluta af því hvernig það var að lifa fyrir utan … að vera einn hluti af tindr- andi ljósunum í bakgörðum fullum af tímalaus- um hugsunum. Ota sér hægt framávið og um leið og þér finnst þú standa á strönd og sjá sól- ina koma upp segir skjálfandi rödd við þig: Dularfullar sýnir sáum við hverfa handan við flekkleysi þitt. Hún hysjar upp um sig buxurnar og roðnar þegar hún sér að skóreimarnar eru blautar Árni Óskarsson þýddi úr færeysku og ensku. STACCATO Ljósmynd/Ingi Joensen „Á föstudag verður spjallað við börnin smástund og svo verður farið út að borða.“ E F T I R O D D F R Í Ð M A R N I R A S M U S S E N Hvaða mynd hafa Færeyingar og Grænlendingar af Íslandi og íslenskri þjóð? Og hvaða hugmyndir gerum við okkur um þessar þjóðir? Þetta er viðfangsefni sýn- ingarinnar Inn og út um gluggann sem opnuð verður í Listasafninu á Akureyri í dag. Á þessari opnu birtast textar og ljósmyndir af sýningunni eftir færeyska og grænlenska listamenn um Ísland og Íslendinga. Höfundur er færeyskur rithöfundur. Fyrsta ljóðabók hans, Öldur hugans, kom út árið 1994. Ljósmynd/Ingi Joensen „Alls staðar þar sem hann kom í heimsókn skrifaði hann í gestabókina.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.