Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2003, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2003, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 2003 3 U M miðja fyrstu öld fyrir Krists burð leið róm- verska lýðveldið undir lok og keisaradæmi tók við. Í sagnfræðiritum eftir róm- verska höfunda á borð við Sallústíus (d. 35 f.Kr.), Li- víus (d. 17 e.Kr.) og Luc- anus (d. 65 e.Kr.) er lýðveldistímanum lýst sem öld manndáða og frelsis, andstæðu ánauðar og ofríkis sem rómverskir borg- arar máttu þola undir stjórn keisaranna. Á seinni öldum hafa margir lýðveld- issinnar sótt innblástur í rit þessara róm- versku sagnamanna. Þeirra frægastur er Ítalinn Machiavelli (1460–1527). Í riti sínu Discorsi fléttar hann saman endursögn á Rómarsögu Livíusar og lofgjörð um lýð- veldi og frelsi. Lýðveldishugsjón Mach- iavellis er hluti af stjórnspekilegri arfleifð Vesturlanda og endurómar í ýmsum hug- myndum frá seinni tímum um ríkið sem samfélag jafningja og mikilvægi þess að al- mennir borgarar taki sem virkastan þátt í stjórnmálum. Þessar hugmyndir má finna í ritum eftir Harrington (1611–1677), Mont- esquieu (1689–1755), Rousseau (1712– 1778), Jefferson (1743–1826) og fleiri höf- unda sem kenndir eru við lýðveldishug- sjónir (á ensku: republicanism eða civic humanism). Machiavelli er annars fræg- astur fyrir rit sem nefnist Furstinn og er eins konar handbók í pólitískum klækjum. Þar lýsir hann því hvernig maður sem ætlar að verða einvaldur hlýtur að losa sig við sið- ferðilegar hömlur, beita grimmd og svikum og fyrirgera sálu sinni. Frelsishugsjónir Machiavellis eru ólíkar þeim sem nú eru efst á baugi. Hann taldi frelsið í því fólgið að taka þátt í æðstu stjórn ríkisins og þurfa ekki að lúta valdi neinna yfirboðara heldur aðeins sameiginlegum ákvörðunum sem teknar eru af hópi jafn- ingja. Ákvarðanir jafningjahópsins geta sett einstaklingunum ýmislegar skorður og bannað þeim eitt og annað. En boð og bönn sem menn sammælast um þótti Machiavelli ekki vera eiginleg frelsisskerðing. Hann hafði ekki áhyggjur af að hópur jafningja kúgaði sína eigin meðlimi. Á dögum Snorra Sturlusonar (d. 1241) þekktu íslenskir lærdómsmenn rit róm- verskra sagnfræðinga. Snemma á 13. öld var Rómverjasaga skrifuð á íslensku. Hún er að mestu endursögn á köflum úr sagn- fræðiritum eftir Sallústíus og Lucanus. Lýðveldis- og frelsishugsjónirnar sem lesa má af síðum Rómverjasögu eru að ýmsu leyti öndverðar þeirri stjórnmála- hugsun sem ruddi sér til rúms á 13. öld og er yfirleitt kennd við sverðin tvö, það and- lega og það veraldlega. Samkvæmt þessari hugmynd myndar allt vald stigveldi. Í ver- aldlegum efnum ráða bændur yfir vinnu- fólki, höfðingjar yfir bændum, jarlar og barónar yfir höfðingjum, konungar yfir þeim og efst á toppi hins veraldlega píra- mída trónir keisarinn, arftaki Karlamagn- úsar. Í andlegum efnum eru prestar settir yfir almúgann, svo koma biskupar, erki- biskupar og efst er páfinn. Ofar keisara og páfa er valdakerfi himnanna þar sem guð er æðstur. Þessi hugmynd um eitt valdakerfi fyrir allan hinn kristna heim varð ef til vill aldrei að veruleika. Kannski má skoða hana sem brambolt í langri röð misheppnaðra til- rauna til að sameina Evrópu. En það er önnur saga. Í einni af sögum Heimskringlu (Ólafs sögu Tryggvasonar 27. kafla) segir frá því þegar Ottó II. keisari sigraði Harald Gormsson Danakonung í orrustu á Jótlandi og innlimaði Danmörku þar með í krist- indóm. Þetta mun hafa gerst árið 987. Eftir það var Danmörk, a.m.k. að nafninu til, hluti þess alþjóðlega valdakerfis sem kenn- ingin um sverðin tvö gerði ráð fyrir. Skömmu síðar (í 33. kafla) segir sagan að Haraldur konungur bauð kunnugum manni að fara í hamförum til Íslands. Sá fór í hval- slíki. Hvar sem hann kom að landi sá hann að fjöll öll og hólar voru fullir af vættum sem flæmdu hann frá landinu. Stærstir þessara landvætta voru þeir sem nú prýða skjaldarmerki Íslands, drekinn á Austur- landi, fuglinn á Norðurlandi, griðungurinn á Vesturlandi og bergrisinn á Suðurlandi. Það er eins og Snorri láti landið sjálft bægja frá sér fulltrúa þess alþjóðlega stigveldis sem Danmörk var orðin hluti af. Kannski var hann heiðinn í aðra röndina og vonaði að goð og vættir hefðu betur en sverðin tvö. En hvað sem Snorri karlinn hefur vonað fór að lokum svo að hann var drepinn fyrir að standa uppi í hárinu á Noregskonungi og landið varð hluti af veldi evrópskra kónga og erkibiskupa, keisara og páfa. Heimskringla er ólík öðrum íslenskum konungasögum frá 13. öld því hetjurnar, sem lesandinn fær mesta samúð með, eru ekki kóngar heldur höfðingjar á borð við Erling á Sóla, Þorgný lögmann og Hrærek sem dó blindur á bænum Kálfskinni í Eyja- firði. Þessir menn streittust á móti eflingu konungsvaldsins. Snorri lætur þá alla mæla gegn stigveldishugsuninni sem ríkti við norsku hirðina á ríkisárum Hákonar gamla (1217–1263): Hrærekur kvartar yfir að eng- inn hafi verið sjálfráði fyrir Ólafi Tryggva- syni og menn hafi ekki einu sinni fengið að ráða því sjálfir á hvaða guði þeir trúðu fyrir ofríki hans (Ólafs saga Haraldssonar 36. kafli); Þórgnýr segir að betra sé að vera í búenda tölu og frjáls orða sinna en kóngs- maður og mega segja það eitt sem konungi líkar (Ólafs saga Haraldssonar 36. kafli): Þegar Ólafur Tryggvason bauð að gefa Er- lingi á Sóla jarldóm neitaði hann að taka við tignarheiti og sagði: „Hersar hafa verið frændur mínir. Vil eg ekki hafa nafn hærra en þeir.“ (Ólafs saga Tryggvasonar 57. kafli.) Allir þessir andstæðingar konungs- valdsins virðast líta svo á að efsta lag sam- félagsins eigi að vera hópur frjálsra höfð- ingja sem umgangast hver annan sem jafningjar og viðurkenna ekkert æðra vald. Sumt í frásögn Snorra af norskum höfð- ingjum minnir á Rómverjasögu og er freist- andi að álykta að frelsishugsjónirnar í Heimskringlu og andófið gegn öflugra kon- ungsvaldi og valdapíramídum sæki að ein- hverju leyti innblástur til rómverska lýð- veldisins. Eftirfarandi ummæli um Pompeios mikla sem Rómverjasaga leggur í munn Kató yngra minna t.d. á orðin sem hér voru höfð eftir Erlingi á Sóla, að hann vildi ekki hafa hærra tignarnafn en frændur sínir: „sá maðr er nú frá fallinn er úlíkr ok úiafn er hinum fyrrum maunnum várum að kunna hóf að sínu ríki, /…/. hafði hann með sér ást hins rétta. /…/ þó villdi hann ekki tignarnafn bera.“ (Rómveriasaga, AM 595, 4o, útg. Meissner, Berlin 1910. Bls. 130.) Líkt og Pompeios var á sínum tíma öfl- ugasti talsmaður rómverska lýðveldisins og helsti andstæðingur Júlíusar Sesars var Erlingur helsti fulltrúi norskra héraðshöfð- ingja og einn þeirra sem lengst og fastast stóðu gegn ásælni konungsvaldsins. Mig grunar að rit rómverskra lýðveld- issinna hafi haft svipuð áhrif á Snorra Sturluson og þau höfðu á Machiavelli næst- um þrem öldum síðar. Mér þykir trúlegt að Snorri hafi sótt innblástur til þeirra og líkt og hjá Machiavelli hafi þessi fornu rit glætt með honum löngun til að verja stjórnskipan þar sem frjálsir höfðingjar eru efstir og jafnir í virðingarstiganum, ráða sjálfir ráð- um sínum og þurfa ekki að lúta öðru valdi en því sem jafningjahópurinn sammælist um. Sé grunur minn réttur er boðskapur Heimskringlu grein af meiði klassískra lýð- veldishugsjóna og Snorri um sumt fyr- irrennari Machiavellis. SNORRI OG MACHIAVELLI RABB A T L I H A R Ð A R S O N atli@ismennt.is STEFÁN MÁNI TÝNDUR Í TVÍ- FUNDNALANDI í hægra auganu speglast ólæsilegt rúnaletur en brotinn himinn í því vinstra hann sást síðast í sófanum heima hjá sér með ljóðabók í kjöltunni opna á bls 34 – 35 og inn í aðra vídd klæddur í flauelsbuxur og straujaða skyrtu með rauðbirkið hár og kringlótt gleraugu tautar: Kyrie eleison jarðbundinn maður í skátaúlpu talar í labb-rabb og heldur í svartan Labrador-hund sem þefar af inniskó. Stefán Máni (1970) á að baki fjórar skáldsögur, sú nýjasta nefnist Ísrael. Saga af manni og kom út síðastliðið haust. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 1 8 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R EFNI Þýðingar eru lífsnauðsyn, segir Jón Kalman Stefánsson í grein um stöðu þýð- inga á Íslandi en hann lýsir áhyggj- um yfir því áhugaleysi sem þýð- ingar virðast mæta hérlendis, bæði meðal útgefenda og lesenda. nýtur töluverðra vinsælda um þessar mundir en hún spyr spurninga á borð við þær hvernig hlutirnir hefðu farið ef Hitler hefði unnið stríðið eða Gore verið kosinn forseti Bandaríkjanna. Valur Gunnarsson segir frá helstu straumum í þessari fræðigrein. Sýndar- sagn- fræði William Gibson er vafalítið einn fremsti höfundur vís- indaskáldsagna nú um stundir. Gauti Sigþórsson fjallar um nýjustu bókina hans, Pattern Recognition, en í henni hefur Gibson snúið sér að samtíðinni sem viðfangsefni. Inn og út um gluggann nefnist sýning sem opnuð verður í Listasafninu á Akureyri í dag en þar lýsa listamenn frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi hugmyndum sínum um þessi nágrannalönd. Hér birtast tvær greinar og myndir eftir Færeying og Græn- lending um Ísland og íslenska þjóð. FORSÍÐUMYNDIN er tekin við Bláa lónið. Hún er á sýningunni Inn og út um gluggann sem opnuð verður í Listasafninu á Akureyri í dag. Ljósmyndari: Knud Josefsen.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.