Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2003, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2003, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 2003 Klukkan tvö um nótt: tunglskin. Lestin hefur stansað úti á miðri sléttunni. Langt fjarri ljósdeplar borgar, flöktandi kuldalega við sjónrönd. Þ ýðingar eru hluti af bókmenntum allra þjóða, kannski misstór en ætíð órjúfanlegur og skiptir sköpum. Það á ekki bara við okkar smáa heim hér við ysta haf; fyrir rúmum fjörutíu árum var ungt bandarískt skáld, Charles Simic að nafni, að róta í fornbókabúð í New York og rakst þá á enskar þýðingar á nokkrum suður-amerískum skáld- um, César Vallejo, Pablo Neruda, Emile Roumer og fleiri. Simic hafði átt í erfiðleikum með að finna sína rödd; finna samræmið milli tjáningar sinnar, tungumáls og ljóðformsins. Þessi bók og framandi ljóðaheimur hennar gerbreytti öllu fyrir Simic, opnaði leiðir og hjálpaði honum að þróa það ljóðmál sem hefur gert hann að einu sérstæðasta og virtasta skáldi Bandaríkjanna á síðustu áratugum. Nei, stærð þjóða skiptir engu máli; þýðingar eru lífsnauðsyn. Skáld og rithöfundar þurfa sí- fellt á örvun að halda, og eru stöðugt að leita nýrra leiða í notkun tungumáls, forms og frá- sagnartækni. Sífellt að leita að nýjum aðferð- um að koma orðum yfir heiminn og sjálfan sig, og í þeirri þrotlausu baráttu vega þýðingar þungt. Þjóðverjar eiga endalausa röð af stór- skáldum og eru með helstu bókmenntaþjóð- um. Helmingur allra útgefinna bóka í Þýska- landi eru þýðingar, og kannski það sé ein skýringin á stærð þeirra í heimi bókmennta. Og séu þýðingar nauðsynlegt frjómagn fyrir þýskar bókmenntir og tugmilljóna lesendur, hvað má þá segja um okkur sem búum hér við ysta haf, tæplega 300 þúsund hræður „lok- aðar“ inni í einu smæsta tungumáli veraldar. Málið er því einfalt, já, blasir við: þýðingar eru skilyrði fyrir því að hér þrífist öflugt bók- menntalíf, að hér séu skrifuð verk sem hugs- anlega jafnist á við það sem vel er gert úti í hinum risastóra heimi. Nauðsynlegar fyrir höfunda, nauðsynlegar fyrir lesendur; þýðing- ar víkka út skynsviðið, auka þroskann, kröf- urnar, þær kæta þær bæta þær breyta. Breyta tungumálinu því stundum þarf þýðandi að tak- ast á við nýstárlegt tungutak og/eða framandi heim, og í þeim núningi verður til hitinn sem heldur lífi í tungumálum. Klukkan tvö um nótt: tunglskin. Lestin hefur stöðvazt á miðri sléttu. Ljósdeplar borgar í fjarska, blikandi kaldir við sjónbaug. Maður hefur heyrt því haldið fram að aukin færni og þekking fólks á erlendum tungumál- um minnki þörfina fyrir þýðingar. Ég man varla eftir að hafa heyrt jafn varasaman mis- skilning. Benedikt Gröndal sagði eitt sinn að þýðing, alltsvo góð þýðing, færi þig nær verk- inu en þú hefðir ella komist, sama hversu góð- ur þú sért í viðkomandi tungumáli. Pétur Gunnarsson orðar það á sinn hátt í greinasafni sínu Aldarför: „Móðurmálið er heimkynni manns. Erlenda málið er hótelherbergi þar sem maður líður eftir atvikum vel um stund, en það er ekki á sama hátt hluti af þér og heimili þitt … Móðurmálið er hluti af sjálfum þér eins og heimili þitt þar sem hver krókur og kimi er þér runninn í merg og blóð, bústaður undirvitundarinnar, uppspretta sköpunarinn- ar.“ Undanfarin ár hefur sala á þýðingum dreg- ist talsvert saman, og hugsanlega áhuginn líka. Eflaust margþættar skýringar á því, en ein þeirra kannski aukinn áhugi fjölmiðla á innlendum skáldskap; á nærveru höfundarins. Þess vegna vekur tæplega miðlungs íslenskt skáldverk stórum meiri áhuga og athygli en góð þýðing á afburða verki. Það er náttúrlega gott svo lengi sem fjölmiðlar og lesendur sýna innlendum skáldskap áhuga, já mjög gott, við hrópum húrra fyrir því, en sá áhugi má ekki koma niður á þýðingum, við megum ekki horfa framhjá, jafnvel hunsa, vinnu þeirra sem fást við þýðingar, sem ár hvert auðga bókmenntalíf okkar með tíðindum að utan. Ein leiðin til að ýta undir áhuga og umræðu um þýðingar væri einfaldlega að koma á þýðingaverðlaunum, samanber hin íslensku bókmenntaverðlaun. Slík verðlaun yrðu hvatning fyrir þýðendur og fólk færi hugsanlega að velta vinnu þeirra að- eins fyrir sér. Já, áhuginn myndi aukast, það yrði umræða því fátt vekur jafnmikla athygli og peningar; viltu vinna milljón eða þá 750 þúsund? Klukkan tvö um nótt: tunglskin. Lestin er stönsuð úti á miðri sléttu. Langt í fjarska ljósdeplar borgar sem tindra kalt við sjónarrönd. Tvö Bandaríska skáldið Robert Frost sagði eitt sinn að það væri ljóðið sjálft sem glataðist í þýðingu. Bakvið þessi fleygu orð er spurn- ingin, eða þá efinn, um hvort hægt sé að þýða verk öðruvísi en að mikilvægir eiginleikar þess glatist. På natten klockan två: månsken. Tåget har stannat mitt ute på slätten. Långt borta ljuspunkter i en stad, flimrande kallt vid synranden. „Vantrú á þýðingum er samferða allri um- ræðu manna um þýðingar,“ skrifar Sigfús Daðason, og vitnar líka í Nikolaj Gogol sem sagði að þýðing þyrfti að líkjast gleri svo vel gagnsæju, að þeir sem horfðu í gegnum það yrðu þess ekki varir. Hver bókmenntaþýð- andi, skrifar Sigfús síðan, ætti „að gera sér ljóst að hann vinnur auðmjúkt starf og nær takmörkuðum árangri“. Þegar ég las þetta varð mér umsvifalaust hugsað til orða Wallace Stevens: Tunglið fylgir sólinni eins og frönsk þýðing á rúss- neskri skáldsögu. En skoðanir manna eru skiptar þegar kem- ur að þýðingum og hvernig þýðendur eigi að nálgast verkið. Um það vitna ótal bækur og greinar um þýðingar og þýðingarfræði; það ít- arlegasta sem til er á íslensku finnum við í bók Ástráðs Eysteinssonar, Tvímæli. „Þýðing skáldverks er ófær um að segja það sama og frumtextinn,“ skrifar Ástráður og það er lík- lega hárrétt; hún getur aldrei sagt það ná- kvæmlega sama, það verður alltaf einhver munur, mismikill, en svo kemur einstaka sinn- um fyrir að þýðing fari hreinlega fram úr frumtextanum. Þýðendur allra tíma og allra tungumála standa andspænis þessum efa, þeirri fullyrð- ingu, að strangt til tekið sé allur texti óþýð- anlegur, að það sé ljóðið sjálft sem glatast í þýðingunni; hérna fyrir ofan eru þrjár útgáfur á upphafi kvæðisins Spor (Spår) eftir sænska skáldið Tomas Tranströmer. Fyrsta þýðinging er eftir Jóhann Hjálmarsson, frá 1971, önnur eftir Hannes Sigfússson (1972), Njörður P. Njarðvík á þá þriðju (1990). Allt þaulvanir menn að þýða fremur ljósan texta, engar flóknar myndir, snúið orðalag, þeir sýna allir frumtextanum trúnað en samt er þessi munur. Hefur lestin stansað, stöðvazt, eða er hún stönsuð? Eru ljósdeplar borgarinnar langt í fjarska, langt fjarri eða bara í fjarska? Og tindra þeir kalt við sjónarrönd, eru þeir blik- andi kaldir við sjónbaug, flökta þeir kannski kuldalega við sjónrönd? Nú getur hver gert upp við sig, en þessi dæmi sýna vanda þess að þýða, eða ætti maður frekar að segja; sýna möguleikana. Það skal játað að ég veit ekki hversu bók- staflega maður á að taka fleyg orð Roberts Frosts um óþýðanleika ljóðsins, en það er ein- hver upphafning yfir þeim sem ég kann ekki alveg við. Vissulega er það rétt að ljóð verður aldrei þýtt til fulls, ekki fremur en annar skáldskapur, alltaf eitthvað sem glatast, spurningin er bara hversu mikið ávinnst. Ég hef ekki hugmynd um hvernig kvæði Vitezslav Nezvals, Fimm mínútna leið frá bænum, er á tékknesku, en í þýðingu Hann- esar Sigússonar er það eitt mesta kvæði sem ég hef lesið – og samt þýðir Hannes það úr þriðja tungumálinu. Það var árið 1948; fáein- um árum síðar þýddu þeir Sigfús Daðason og Jón Óskar hluta úr löngu kvæði Pablo Neruda, Skógarhöggsmaður vakni. Kvæðið er ort á spænsku, tungumáli sem þeir skildu takmark- að í, en það breytir því ekki að á íslenskunni er það í hópi úrvalskvæða; gæti stöðvað skrið- dreka á fullu blússi. Nei, sem betur fer hefur fólk ekki látið orð Frosts fæla sig frá að þýða GÖMUL BÓMULLARHÚFA EÐA SKÍTUG NÁTTHÚFA „Krafan um trúnað við frumtextann er meiri í dag en fyrir nokkrum áratugum, þegar þýðandi gat leyft sér að sleppa úr fyndist honum höfundurinn teygja lopann fullmikið.“ „Þýðendur allra tíma og allra tungumála standa andspænis þessum efa, þeirri fullyrðingu, að strangt til tekið sé allur texti óþýðanlegur.“ UM ÞÝÐINGAR, HUGSANLEGT ÁHUGALEYSI OG SVOSEM EINA VISKÍFLÖSKU „Það hlýtur að teljast vara- söm þróun ef sala og áhugi á þýðingum drag- ast svo saman að bækur eftir klassíkera á borð við Tsjekhov og Proust ná varla þrjú hundruð eintök- um,“ segir í þessari grein þar sem fjallað er um hlut- verk, vanda og mikilvægi þýðinga á Íslandi. E F T I R J Ó N K A L M A N S T E FÁ N S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.