Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.2003, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 2003 FYRSTA skáldsaga Monica Ali vakti athygli í Bretlandi áður en hún hafði svo mikið sem verið gefin út, en Ali hlaut tilnefningu til Granta-verðlaunanna, sem besti ungi rithöfundurinn fyrir söguna. Bókin nefnist Brick Lane og vísar heiti hennar til hluta Lundúna, en þangað flytur aðalsöguhetjan, Chanu, frá Bangladesh til að giftast manni sem hún hefur aldrei hitt. Að mati gagnrýnanda Guardian tekst Ali vel upp með að kanna andstæður lífs Chanu og skapa samkennd með lesandanum. Þannig þroskist einfaldur stíll höfundar í byrjun í takt við þroska Chanu sem eykst að dýpt og verður flóknari persóna í gegnum tilraunir sínar til að sætta sig við hjónabandið og lífið í samfélagi innflytjenda í austur- hluta Lundúna. Á freðnum sléttum BÓKIN Gulag: The History of the Soviet Labour Camps eftir Anne Applebaum rekur líkt og nafnið gefur til kynna sögu gúlagsins, síber- ísku fangabúð- anna. Applebaum þykir þar gæta sín sérstaklega að láta hlutlægni sína ekki bíða lægri hlut fyrir þeim hryllingi sem lífið í búðunum gat reynst þeim sem þangað voru sendir og eru það ekki hvað síst þessi vinnubrögð höfundar sem þykja gera bókina að enn betri lesn- ingu. En meðal þeirra upplýs- inga sem þar koma fram er að á árunum 1936–1953 voru aldrei færri en milljón manns í búð- unum á hverjum tíma og frá 1948 hafði talan hækkað upp í tvær milljónir, sem allar voru í haldi þar allt þar til búðunum var lok- að. Rökkurreglur SMÁSAGNASAFN Mary Yukari Waters The Laws of Evening þykir sérlega áhugavert og þykir höfundur ná að nálgast viðfangs- efni sitt án þess að týna sér í óþarfa tilfinningasemi. Sögusvið- ið er Japan á árum síðari heims- styrjaldarinnar, sem og árunum fyrir og eftir styrjöldina. Waters fjallar þar hins vegar ekki um stríðið sjálft heldur eru það áhrif þess á hið daglega líf sem eru viðfangsefni hennar. Önnur bók Hitlers FRAMHALDIÐ af Mein Kampf Adolfs Hitlers, kemur út í nýrri enskri þýðingu í haust, en bókin sem hlotið hefur heitið Hitler’s Second Book eða Önnur bók Hitl- ers hefur til þessa hlotið litla athygli og verið fæstum kunn, utan sér- fræðingum í Þýskalandi nasismans. Bókin var þó skrifuð sumarið 1928 og stóð til að gefa hana út í kjölfar Mein Kampf, en svo varð ekki og má e.t.v. rekja það til dræmrar sölu fyrri bókarinnar sem gefin var út 1927. Reyndar var bókin ekki gefin út á meðan Hitler lifði, en að mati Gerhard L. Weinberg, ritstjóra nýju útgáfunnar, varpar hún um margt frekara ljósi á fyr- irætlanir Hitlers, ekki hvað síst er varðar bandalag hans við Ítal- íu og af hverju hann taldi að er til framtíðarlandvinninga Þjóðverja væri litið þá myndi stríð við Bandaríkin vera nauðsynlegt. ERLENDAR BÆKUR Lífið í Múr- steinströð Jósef Stalín Adolf HitlerI Huh! Ég gæti nú alveg gert þetta, er oft viðkvæðigesta vestrænna nútímalistasafna. Rafvirkjar í Dia:Beacon-safninu í New York reyndu að sanna að þetta væri rétt, samkvæmt frétt á vefritinu Newsday.com. Unnið var að uppsetningu á sýn- ingu eftir John Chamberlain í safninu sem opnuð var 18. maí síðastliðinn. Rafvirkjarnir virtu verk Chamberlains fyrir sér og hugsuðu með sér að það gæti ekki verið erfitt að búa til eitthvað sambæri- legt en Chamberlain gerir meðal annars skúlptúra úr klestum bílum. Rafvirkjarnir stilltu sínu eigin verki upp við hliðina á verki listamannsins í safn- inu og um það bil vika leið án þess að nokkur tæki eftir því. „Menn sem gengu um sýninguna tóku ekkert eftir þessu verki okkar,“ sagði verkstjóri raf- virkjanna í útvarpsviðtali. Að sögn aðstoðarmanns safnstjóra Dia:Beacon fjarlægðu starfsmenn safns- ins verkið áður en sýningin hófst. „Rafvirkjarnir bjuggu til skúlptúr sem virðingarvott við verk armyndun verksins. Rafvirkjarnir gengu skrefinu lengra og bjuggu til sitt eigið verk á grundvelli verks listamannsins. Og auðvitað hefði verið rétt- ast að láta verk rafvirkjanna standa á sýningunni. III Eins og Ragna Sigurðardóttir rekur í grein íLesbók í dag eru viðhorf til samspils listar og áhorfenda að breytast. Og raunar telur Ragna að sjá megi breytt viðhorf listarinnar til umhverfis síns almennt. List í opinberu rými leitast nú til dæmis frekar við að varpa ljósi á umhverfi sitt en að baða sig sjálfa í sviðsljósinu. Listin setur sig ekki lengur á stall, ef svo má segja. Hún stillir sér ekki endilega upp á miðju torginu. Hún reynir jafnvel að falla svo vel inn í umhverfið að það þarf að hafa fyrir því að finna hana. Hið sérstæða, óvenjulega, einstaka er ekki endilega keppikefli list- arinnar heldur hið almenna samhengi, skipan hlutanna. Johns,“ sagði aðstoðarmaðurinn. „Þegar starfs- mennirnir sáu það vissu þeir strax að það var ekki eitt af verkum Johns. Það datt engum í hug að þetta væri listaverk nema rafvirkjunum.“ Safnið henti skúlptúr rafvirkjanna á ruslahaugana. II Þessi fyndna uppákoma í einu af stærstu sam-tímalistasöfnum í heiminum gæti virst segja eitthvað mikið um samtímalist en sennilega gerir hún það ekki. Hún segir kannski í mesta lagi að samtímalist snúist ekki endilega um flókið hand- verk sem sé á fárra færi. Hún snúist frekar um hugmyndalegt samhengi sem hlutirnir eru settir í af listamanninum. En uppákoman tengist öðru og mjög áberandi þema í samtímalist með óvæntum hætti. Á undanförnum árum hafa listamenn orðið æ uppteknari af þátttöku áhorfandans í listinni. Áhorfandinn á ekki lengur aðeins að vera njótandi heldur og gerandi, þátttakandi í merking- NEÐANMÁLS andi og yfirþyrmandi, eins og fram hefur komið í þessari grein. Skýring- anna er þó trúlega hægt að leita með samanburði á hugmyndum þeirra og þeim viðhorfum sem birt- ast í hinni alþjóðlegu umræðu um sagnfræði. Engu er líkara en að „sögustofnunin“ láti nýja orðræðu um aðferðir og hugmyndir að mestu sem vind um eyru þjóta. Bók Helga Skúla Kjartanssonar er aðeins nýj- asta afurð hennar og dæmi um úr- vinnslu sem stenst tæplega sam- anburð við fræðilegar hræringar á síðari árum víða í heiminum. Og sjaldan er ein báran stök. Erfitt er að segja til um hvort þessar athafnir og afstaða „íslensku sögustofnunar- innar“, það er Gunnars Karlssonar og lærisveina hans, til yfirlitsins muni þýða endalok íslenskrar sagn- fræði eða marka upphaf nýrra tíma í fræðunum. Það fer trúlega eftir því hvort fræðimenn snúa sér að því í framtíðinni að rita yfirlit um yfirlit um yfirlitsrit eða fari að ráði kollega sinna víða um lönd og tæti þau nið- ur. Sigurður Gylfi Magnússon Saga ÍSLENSK sagnfræði stendur tvímæla- laust á tímamóturn nú um stundir eins og greina má víða í hinni sagn- fræðilegu umræðu. Ungu sagnfræð- ingarnir sem viðruðu hugmyndir sín- ar í bókinni Íslenskir sagnfræðingar sýna svo ekki verður um villst að straumar og stefnur nútímasagn- fræði hafa leikið um huga þeirra langflestra og mótað viðfangsefnin á markvissan hátt. Hópurinn er leit- andi og gagnrýninn, hafnar oft línu- legri hugsun, viðfangsefnin eru al- þjóðleg í hugmynda-, aðferða- og efnislegri merkingu og fræðimenn- irnir virðast finna fyrir hinum eilífu mótsögnum sem felast í umfjöllun um fortíðina á mun meira afgerandi hátt en sagnfræðingar af eldri kynslóð- inni. Þeir yngri eru uppteknir af nýj- um viðfangsefnum og möguleikum til greiningar og túlkunar, og þeir hika ekki við að fara óhefðbundnar leiðir að markmiðum sínum um leið og velt er upp takmörkunum fræðigreinar- innar. Ekki er gott að skýra hvers vegna þessi munur á ungu fræðimönn- unum og „íslensku sögustofnuninni“ er svo greinilegur, allt að því æp- Morgunblaðið/RAX Hvað tefur?! ÍSLENSKA SÖGU- STOFNUNIN V IÐ höfum ólíkan smekk feðg- arnir. Ég lá uppi í sófa eitt þriðju- dagskvöldið í vetur og horfði á innslag í menningarþættinum Mósaík. Ung dagskrárgerðar- kona, sérfróð um byggingar- list, heimsótti hverja kirkjuna í Reykjavík á fætur annarri og útskýrði með skrautlegum orðaforða þær hugmyndir sem bjuggu að baki sérhverri byggingu – hvernig birt- an og byggingarefnið hjálpuðust að við að skapa tiltekin hughrif og merkingu, o.s.frv. Fjórtán ára sonur minn kom inn, hann stóð stundarkorn kyrr og fylgdist með þessum vandaða verðlaunaþætti Sjónvarpsins. Svo spurði hann blátt áfram: „Á hvað ertu eiginlega að horfa, pabbi? Innlit – útlit á Omega?“ Sjálfur fleytir hann stöðugt kerlingar á milli stöðva. Hann sækist eftir íþróttaþáttum og stöku fræðsluþætti í Sjónvarpinu, veruleikasjónvarpi og bandarískum spennuþáttum á Skjá einum en þegar kemur að kvikmyndum kýs hann helst að fá að velja þær sjálfur á myndbandaleigunni. Í vetur fylgdist hann af andakt með stórfiskaleiknum í Survivor en eftir að þeirri þáttaröð lauk eru Sjö- tíu mínútur á Popp Tíví efstar á vinsældarlist- anum. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei horft á Sjötíu mínútur í heilar sjötíu mínútur. Fyrst horfði ég bara á stutt brot úr þættinum í morg- unsárið á meðan ég var að hita upp á hlaupabrett- inu í líkamsræktarstöðinni. Ég heyrði ekki einu sinni hvað stjórnendunum þremur fór á milli (ég á engin heyrnartól) en furðaði mig engu að síður á að þessir ungu menn skyldu borða snakk í morg- unmat dag eftir dag og þamba ókjör af gosi með. ur raunar í skyn að þátturinn sé að vissu leyti hlið- stæður verki franska rithöfundarins François Rabelais (1494?–1553), Gargantúi og Pantagrúel, sem gjarnan er tengt hinni svonefndu hlátur- menningu miðalda. Hinu háa og lága er snúið á hvolf – háttvirtustu persónur éta eins og svín, ropa, reka við og klóra sér í klofinu – en í slíkum tilfæringum felst oft hárbeitt samfélagsádeila. Ármann hefur líka komið auga á að umsjón- armennirnir þrír – þeir Simmi, Sveppi og Auddi – leika hver sitt hlutverk, rétt eins og persónur í Friends eða öðrum sambærilegum sápuóperum. Einn þeirra er óformlegur leiðtogi, ábyrgastur og myndugastur, „en kemur líka fyrir sjónir sem harðjaxl og ákafur keppnismaður“, annar er trúð- urinn í hópnum, „en setur líka iðulega fram þroskuð og fullorðinsleg sjónarmið“ og sá þriðji yngstur og viðkvæmastur, „fáfróður um alkunnar staðreyndir en geðþekkastur og „ógalnastur“ af félögunum“. Ármann klykkir út með því að þeir þremenn- ingar séu á vissan hátt arftakar Þórbergs Þórð- arsonar sem var stöðugt að setja sig á svið í verk- um sínum, í misjafnlega ýktum útgáfum. Ef til vill er þó nærtækara að líkja þeim sjónvarpsdrengj- um við aðra þrenningu sem skemmti Íslendingum með kostulegum uppátækjum á gömlu góðu Guf- unni (Rás 1) um og eftir 1970. Munurinn á hinum fágaða og yfirvegaða húmor Matthildinga og grallaralegum kúk-og-prump húmor þeirra í Sjö- tíu mínútum er væntanlega til marks um breytt menningarástand en ef samlíkingin stenst að öðru leyti getum við átt von á að einhver þeirra Simma, Sveppa eða Audda setjist í ráðherrastól um og eftir 2020. „Þættirnir eru frumsýndir á kvöldin,“ útskýrði sonur minnþreytulega þegar ég bar þetta undir hann. Síðan þá hefur hann hvatt okkur foreldrana til að horfa með sér á kvöldútsendingarnar á Sjötíu mínútum. „Þetta er algjör snilld,“ segir hann og ellefu ára systir hans tekur í sama streng. En ég endist samt sem áður ekki til að horfa á heilan þátt. Eftir að hafa fylgst í fáeinar mínútur með stjórnendum rægja erlendar pop- og kvikmynda- stjörnur, spyrja vegfarendur einkennilegra spurninga, drekka viðbjóðsdrykki (nú fyrir kosn- ingar fengu þeir reyndar frambjóðendur með í þann leik) gefst ég venjulega upp og læðist niður í stofu með eitthvert bitastætt lesefni. Svo var það um daginn að ég læddist niður í stofu með nýjasta hefti Ritsins, hins kraftmikla tímarits Hugvísindastofnunar. Þar fann ég þessa skínandi fínu grein eftir Ármann Jakobsson mið- aldafræðing um skil hámenningar og lágmenn- ingar en skemmtilegasti hluti hennar fjallar ein- mitt um Sjötíu mínútur. Ármann hafði augljóslega haft meiri þolinmæði en ég, lagst í rannsóknir á Popp Tíví og orðið álíka háður Sjötíu mínútum og unglingarnir á mínu heimili. Í greininni bendir Ármann á að aðalkostur þáttarins sé sá að umsjónarmennirnir taki sig ekki of hátíðlega: „hin stöðuga írónía í öllu fasi [þeirra] gerir það að verkum að [þátturinn] er ekki heldur móðgandi heimskulegur, eins og hann væri ef þeir tækju sjálfa sig alvarlega.“ Hann gef- FJÖLMIÐLAR SVEPPI KÓNGUR Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei horft á Sjötíu mín- útur í heilar sjötíu mínútur. J Ó N K A R L H E L G A S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.