Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.2003, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.2003, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 2003 Agelastarnir Allt í kringum séra Yorick er „þrúgandi al- vara“, en prestinum finnst það bara vera tóm vitleysa, „frakki sem breiðir yfir fáfræðina eða heimskuna“. Hann reynir eins og hann getur að herja á alvöruna með alls kyns „gríni og glensi“. En þetta „kæruleysislega léttlyndi“ kemur honum í koll; „hver tíu vel valin orð verða til þess að hann eignast hundrað nýja óvini“, þannig að dag einn hef- ur hann ekki lengur þrek til að berjast gegn hefnd agelastanna, hann „varpar frá sér sverðinu“ og endar með því að deyja „með brostið hjarta“. Á þennan hátt kynnir Laur- ence Sterne aðalpersónununa í Tristram Shandy til leiks. Já, hann talar um agelasta. Þetta er nýyrði sem Rabelais bjó til upp úr grísku um þá sem ekki geta hlegið. Rabelais hafði megnustu óbeit á agelöstum vegna þess að það var þeim að kenna að minnstu munaði að hann skrifaði „ekki einn einasta stafkrók“. Sagan af Yorick er kveðja sem Sterne sendir meistara sínum aftur um tvær aldir. Til er fólk sem er þannig að ég ber mikla virðingu fyrir gáfum þess, met heiðarleika þess mikils, en mér líður samt hálf illa nærri því: ég gæti hvers orð sem ég læt út úr mér til að vera viss um að valda ekki misskilningi, til að virðast ekki vera of kaldhæðinn, til að særa fólk ekki með óþarfa gaspri. Það fólk er ekki í sátt við hið skoplega. Ég áfellist það ekki fyrir það: agelastían er þeim samgróin og það getur ekkert að því gert. Ég get held- ur ekkert að því gert, mér er ekkert illa við það en forðast það eins og heitan eldinn. Mig langar ekki að enda á sama hátt og séra Yorick. Hvert fagurfræðilegt hugtak (og agelast- ían er eitt þeirra) kveikir endalausar spurn- ingar. Þeir sem hér áður fyrr deildu á Rab- elais á hugmyndafræðilegum (guðfræði- legum) forsendum gerðu það vegna einhvers sem var djúpstæðara en huglægar kreddur. Milli þeirra var fagurfræðileg gjá: algert og afdráttarlaust ósætti við það ekki-alvarlega; hneykslunin frammi fyrir óviðeigandi hlátri. Ástæðan fyrir því að agelastarnir hafa til- hneigingu til að sjá guðlast í hverjum brand- ara er nefnilega sú að hver brandari er ein- mitt guðlast. Það er óyfirstíganleg gjá milli hins skoplega og hins heilaga og eina sem maður getur gert er að velta fyrir sér hvar hið heilaga hefst og hvar því lýkur? Hefur það verið falið sérstöku hofi? Eða nær svið þess lengra, nær það líka yfir það sem kallað hefur verið hið mikla gildismat hinna trú- lausu, móðerni, ást, þjóðerniskennd, mannleg reisn? Þeir sem líta svo á að lífið sem slíkt sé heilagt, algerlega, án nokkurra takmarka, verða pirraðir, sýna það stundum og stund- um ekki, við það að heyra hvaða brandara sem er, því í öllum bröndurum er fólgin ákveðin svívirðing gagnvart því heilaga í líf- inu. Það er ekki hægt að skilja hið skoplega án þess að skilja agelastana. Tilvera þeirra ljær því skoplega hina algeru vídd sína, sýnir fram á það að hið skoplega er áskorun, áhætta, afhjúpar hversu dramatískt lífið er í eðli sínu. Skopskynið Í Don Kíkóta hljómar hlátur sem er eins og kominn úr gamanleikjum miðalda: það er hlegið að riddaranum sem er með rakskál á höfðinu í stað hjálms, það er hlegið að skó- sveini hans sem er hirtur. En auk þessarar gamansemi, gamansemi sem er stöðluð, oft grimmileg, þá leyfir Cervantes okkur að njóta annars konar, mun fágaðri gamansemi. Elskulegur aðalsmaður úti á landi býður Don Kíkóta heim til sín þar sem hann býr ásamt syni sínum, sem er ljóðskáld. Sonurinn, sem er skarpari en faðir hans, sér undireins að hér er brjálæðingur á ferð og leikur sér að því að halda sig í ákveðinni fjarlægð. Síðan biður Don Kíkóti unga manninn að fara með kveðskap fyrir sig; ungi maðurinn uppveðr– ast allur, hlýðir Don Kíkóta sem hælir hon- um á hvert reipi fyrir hæfileikana; sonurinn er ánægður og upp með sér og finnst gest- urinn bráðgáfaður og gleymir undireins að hann sé brjálaður. Hvor þeirra er þá brjál- aðri, brjálæðingurinn sem hælir þeim skarp- skyggna á hvert reipi eða sá skarpskyggni sem tekur mark á hóli brjálæðingsins? Nú er- um við komin inn á svæði annars konar skop- skyns sem er fágaðra og óendanlega dýr- mætt. Við hlæjum ekki vegna þess að einhver er hafður að fífli, grín gert að honum og hann jafnvel niðurlægður, heldur vegna þess að skyndilega verður ákveðinn raunveruleiki tvíræður, hlutirnir missa yfirborðsmerkingu sína, fólk reynist vera öðruvísi en það heldur að það sé. Þetta er skopskynið, skopskynið sem Octavio Paz kvað vera „hina miklu uppgötv- un“ nútímans og að það ættum við Cervantesi og nútímaskáldsögunni að þakka. Ég kem aftur og aftur að þessari gríðarmerkilegu hugmynd Paz: skopskynið er manninum ekki meðfætt, það er merki um það stig sem nú- tímamenningin hefur náð (sem þýðir að jafn- vel í dag er það nokkuð sem allir hafa ekki náð og að enginn veit hversu lengi þessi „mikla uppfinning“ verður meðal okkar). Skopskynið er ekki neisti sem kviknar augnablik þegar fyndnar aðstæður skapast eða þegar okkur finnst einhver saga fyndin. Mild birta þess baðar gervalla tilveru okkar. Reynum að sjá aftur fyrir okkur atriðið sem ég var að segja frá áðan, eins og við séum að skoða kvikmynd á spólu aftur: aðalsmaður- inn elskulegi fer með Don Kíkóta til hallar sinnar og kynnir hann fyrir syni sínum sem flýtir sér að sýna gestinum furðulega að hann haldi sig til hlés og sé yfir hann hafinn. En að þessu sinni vitum við af þessu: við höfum þeg- ar séð hversu kjánalega sjálfhverfur hann varð þegar Don Kíkóti fór að hæla honum fyrir ljóðin; þegar við sjáum þetta atriði núna aftur finnst okkur hegðun unga mannsins strax einkennast af óviðeigandi hroka miðað við aldur hans, hún er semsagt skopleg strax frá upphafi. Þannig sér sá fullorðni maður heiminn sem hefur öðlast mikla reynslu af mannlegu eðli (og horfir á lífið eins og hann sé að horfa aftur og aftur á sömu kvikmynda- spólurnar) og er fyrir löngu hættur að taka alvöru mannanna alvarlega. Hvað ef hið sorglega hefur yfirgefið okkur? Eftir erfiða reynslu áttaði Créon sig á því að einstaklingsbundnar ástríður sem við ráð- um ekki við eru lífshættulegar fyrir borgrík- ið; með þessa sannfæringu að vopni tekst hann á við Antígónu sem aftur á móti teflir fram alveg jafn réttmætum rökum um gildi einstaklingsins. Hún deyr, en hann fær nag- andi samviskubit og þráir ekkert heitar en „lifa ekki ekki einn einasta dag til viðbótar“. Hegel sótti innblástur í Antígónu þegar hann skrifaði sína stórkostlegu hugleiðingu um hið sorglega: tveir andstæðingar takast á, báðir óaðskiljanlega tengdir sannleika sem stenst að hluta til, er afstæður, en það er litið á hann sem fullkomlega réttlætanlegan sem slíkan. Hvort um sig er tilbúið að fórna lífi sínu fyrir þann sannleika, en það getur ekki sigrað nema leggja andstæðinginn algerlega í rúst. Þannig höfðu þau í rauninni bæði rétt fyrir sér og voru jafn sek. Miklum harmrænum persónum er sómi að því að vera sek, segir Hegel. Og í rauninni er djúpstæð vissa um sekt það sem getur orðið til þess að sátt næst í framtíðinni. Að losa hin miklu átök undan þeirri kjána- legu túlkun að allt sé barátta milli ills og góðs, skilja þau í ljósi harmleiksins, var gríð- arlegt andlegt afrek; það varð til þess að bregða birtu á það hversu hörmulega fall- valtur hinn mannlegi sannleikur er; það varð til þess að menn áttuðu sig á því að það var nauðsynlegt að leyfa andstæðingnum að njóta sannmælis. En lífskraftur stífs siðferðis er ósigrandi: ég man eftir leikgerð af Antígónu sem ég sá í Prag skömmu eftir stríð; höfundurinn drap hið harmræna í harmleiknum og gerði Créon að vondum fas- ista sem tókst á við unga frelsishetju. Slíkar pólitískar aðlaganir að nútímanum voru mjög í tísku eftir síðari heimsstyrjöld- ina. Það var ekki nóg með að Hitler leiddi ósegjanlegar hörmungar yfir Evrópu, heldur spillti hann tilfinningu íbúa álfunnar fyrir hinu harmræna. Baráttan gegn nasismanum var talin barátta hins góða gegn hinu illa og sama máli gegnir um alla pólitíska baráttu. Stríðin, borgarastríðin, byltingar, andbylt- ingar, barátta þjóðanna, uppreisnir og bar- áttan gegn þeim hafa verið rekin út af svæði hins harmræna og send burt af valdi dómara sem þrá ekkert heitar en að refsa. Er það aft- urför? Skref afturábak niður á stigið sem það var á áður en harmleikurinn kom til skjal- anna? Ef svo er, hverjum hefur farið aftur? Mannkynssögunni sjálfri, sem er illa leikin af glæpamönnum? Eða þeim skilningi sem við leggjum í mannkynssöguna? Ég hugsa oft með mér: hið harmræna hefur yfirgefið okk- ur; í því er ef til vill hin sanna refsing okkar fólgin. Hin ógleymanlega gleymska Árið 1975, nokkrum mánuðum eftir að ég yfirgaf fyrir fullt og allt mitt litla land sem hersetið var af Rússum, var ég skyndilega kominn til Martíník. Kannski langaði mig til að gleyma því um stundarsakir að ég var orð- inn útlagi. En það var ekki hægt: ég var allur með hugann við örlög smáþjóða og allt þarna minnti mig á Bæheim; ekki síst vegna þess að þegar ég fór fyrst til Martíník voru íbúar eyj- arinnar í ástríðufullri leit að eigin sjálfs- mynd. Hvað vissi ég um eyjuna á þessum tíma? Ekkert. Annað en nafn Aimé Césaire, en þeg- ar ég var sautján ára hafði ég lesið ljóð hans í þýðingum í tékknesku framúrstefnutímariti skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina. Mart- íník var í mínum augum eyjan hans Aimé Césaire. Og þannig birtist hún mér þegar ég steig fyrst fæti á hana. Césaire var á þeim tíma borgarstjóri í Fort-de-France. Á hverj- um degi sá ég hóp fólks við ráðhúsið sem var að bíða eftir að ná tali af honum, trúa honum fyrir vandamálum sínum, biðja hann um ráð. Ég á eflaust aldrei aftur eftir að sjá svo inni- legt, holdlegt samband milli almennings og fulltrúa þess. Ljóðskáld sem stofnandi menningar, þjóð- ar, það var nokkuð sem ég þekkti vel frá Mið- Evrópunni minni; það var tilfellið með Karel Hynek Macha í Bæheimi, Adam Mickiewicz í Póllandi, Sandor Petöfi í Ungverjalandi. En Macha var skáld sem bölvun hvíldi á, Mickie- wicz var útlagi, Petöfi var ungur byltingar- sinni sem féll í bardaga árið 1849. Þeir fengu ekki að kynnast því sem Césaire kynntist: ástinni sem fólk hans tjáði honum opinskátt. Auk þess var Césaire ekki nítjándu aldar rómantíker, hann var nútímaskáld, arftaki Rimbauds, vinur súrrealistanna. Bókmenntir smáþjóðanna í Mið-Evrópu eiga rætur sínar að rekja til menningar rómantíkurinnar, en bókmenntir Martíník (og allra Antillaeyj- anna) eru sprottnar (og það fannst mér svo heillandi!) af fagurfræði nútímalistarinnar! Það var ljóð sem Césaire orti ungur sem kom öllu af stað: Minnisblöð um heimkomu til ættjarðarinnar (1939); heimkoma Negra til eyjar, til Antillaeyjar sem byggð er Negrum; án nokkurrar rómantíkur, án þess að fegra eitt né neitt (Césaire talar ekki um svert- ingja, hann talar um negra) er hreint út spurt í ljóðinu: „Hver er það sem dormar?“ Guð minn góður, hverjir eru þeir eiginlega, svert- ingjarnir sem búa á Antillaeyjunum? Það var komið með þá frá Afríku á 17. öld; en hvaðan nákvæmlega? Hvaða ættbálkum tilheyrðu MINNISLEIKHÚSIÐ Milan Kundera vinnur um þessar mundir að ritun ritgerðasafns sem nefnist Rifnu tjöldin þar sem hann veltir fyrir sér ýmsum hliðum skáldsögunnar og þeirrar hugsunar sem einkennir það listform. Hér eru nokkrir kaflar úr bókinni, birtir með góðfúslegu leyfi höfundarins. Teikning eftir Milan Kundera er nefnist Brandarinn. Birtist í ítalska bókmenntatímaritinu Riga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.