Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.2003, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.2003, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 2003 15 Næsta v ika Myndlist Árbæjarsafn: Daglegt líf í Reykjavík – sjötti áratug- urinn. Til 1.9. Lárus Sig- urbjörnssson, safnafaðir Reykvíkinga. Til 20.7. Galleri@hlemmur.is: Ómar Smári Kristinsson. Gestur Ómars er Karl Jó- hann Jónsson. Til 22.6. Gallerí Skuggi: Joris Rademaker. Til 14.7. Gerðuberg: Sumarsýn- ingin „Hvað viltu vita?“: Upplýsingar um Breiðholtið á 18. og 19. öld. Til 5.9. Hafnarborg: Afmælissýn- ing Hafnarborgar – 1983– 2003. Til 4.8. Rambelta – Samsýning. Til 30.6. Hulduhólar, Mosfellsbæ Steinunn Marteinsdóttir. Til 29. júní. i8, Klapparstíg 33: Egg- ert Pétursson – Úr jurtarík- inu. Til 28.6. Kling & Bang, Lauga- vegi 23: Myndbandsverk Ragnars Kjartanssonar – Nýlendan. Til 22.6. Listasafn Árnesinga, Hveragerði: Kristján Dav- íðsson og Þór Vigfússon. Til 31.7. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Sum- arsýning – Úrval verka úr eigu safnsins. Til 31.8. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Ásmund- ur Sveinsson – Nútímamað- urinn. Til 20.5.2004 Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Innsýn í al- þjóðlega myndlist á Íslandi. Til 7.9. Erró – Stríð. Til 3.1. Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár. Til 31.8. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Nýir tímar í íslenskri samtíma- ljósmyndun. Til 17.8. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Sumarsýn- ingin Andlitsmyndir og af- straksjónir. Til 1.9. Listhús Ófeigs, Skóla- vörðustíg: Ulf Liljeblad. Til 25.6. Ljósmyndasafn Reykja- víkur, Grófarhúsi: Claire Xuan. Til 1.9. Mokkakaffi: Katrín Elv- arsdóttir. Til 5.7. Norræna húsið: Norræn fílasýning. Til 17.8. Ljós- myndir Ragnars Th. Sig- urðssonar við texta Ara Trausta Guðmundssonar. Til 31.8. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B : Matthew Barney. Til 29.6. Safnasafnið, Alþýðu- listasafn Íslands, Eyja- firði: Tíu úti- og innisýn- ingar. Til 14.9. Sjóminjasafn Íslands, Hafnarf.: Magnea Þ. Ingvarsdóttir. Jón E. Gunn- arsson. Til 23.6. Skálholtsskóli: Björg Þor- steinsdóttir. Til 1.9. Slunkaríki, Ísafirði: Haf- steinn Michael Guðmunds- son. Til 29.6. Þjóðmenningarhúsið: Ís- landsmynd í mótun – áfangar í kortagerð. Til 8.8. Handritin. Landa- fundir. Íslendingasögur á erlendum málum. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. Leikhús Þjóðleikhúsið Veislan, lau. Borgarleikhúsið Rómeó og Júlía, lau., sun. Grease, frums. fim. Nasa v. Austurvöll: Sellofon, lau. Morgunblaðið/SverrirKammerhópurinn Camerarctica og gestir á Norrænum sumartónum í Norræna húsinu. ÞRÍSKIPT tónleikaröðKammerhópsins Camerarctica, Nor-rænir sumartónar, hefst í Norræna húsinu kl. 22 í kvöld. Þetta er í annað sinn sem hópurinn heldur þessa tónleikaröð og verður að þessu sinni boðið upp á sól- stöðu-, barna- og kamm- ertónleika. Flytjendur eru Hallfríður Ólafsdóttir flautu- leikari, Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Sigurlaug Eðvalds- dóttir fiðlu- leikari, Guðmundur Kristmunds- son víólu- leikari og Sigurður Hall- dórsson sellóleikari ásamt gestunum Erni Magnússyni píanóleikara, Mörtu Guð- rúnu Halldórsdóttur sópr- ansöngkonu og Lovísu Ósk Gunnarsdóttur dansara. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Øistein Sommerfeldt, Pál Ísólfsson, Árna Björnsson, Jón Nordal, Þorkel Sig- urbjörnsson, Jørgen Bentzon, Sigursvein D. Kristinsson, Kristian Blak og Jón Leifs. Einnig dansar Lovísa Ósk Gunnarsdóttir í einu verk- anna. Að hvaða leyti er tónleika- röðin frábrugðin þeirri fyrri? „Í fyrra voru tónleikar þrjá sunnudaga í röð en núna langaði okkur að breyta til og hafa þá alla um sömu helgina. Við höfum þróað mismunandi hugmyndir og erum nú með þrenna mjög ólíka tónleika sem miða að mismunandi áheyrendahópi. Sólstöðutónleikarnir eru spennandi og finnst mér alveg nauðsynlegt að vaka eina sumarnótt og ekki slæmt að ganga út í hana með ljúfa tóna í eyrunum. Svo höfum við ekki áður haldið barna- tónleika,“ segir Hallfríður Ólafsdóttir. Hvernig stemmningu ætlið þið að skapa? „Á sólstöðutónleikunum verða frekar stutt stykki og mjög fjöl- breytt efni en norræni tónninn er til þess fallinn að skapa réttu stemmninguna fyrir þessi ótrúlegu björtu kvöld og næt- ur. Sum verkin eru fengin beint frá tónskáldunum og önnur eldri sem við höfum fengið hér í Norræna húsinu. Einnig flytj- um við nokkrar þjóðlagasyrp- ur, allar fyrir mismunandi hljóðfæri eða söng, og ýmis smástykki. T.d. norsk smáverk fyrir einleiksflautu sem bera titla eins og Bjartur vormorg- unn, Litli lækurinn og Fjallaþrá og gefa öll ákveðna mynd af birtu og gleði.“ Það er ekki oft sem börn fá að dansa við klassíska tónlist. Segðu okkur frá því. „Já, tónleikarnir byrja kl. 14 á morgun og munum við skiptast á að leika fyrir börnin, leyfa þeim að syngja og dansa við tónlistina. Marta Guðrún og leikbrúðan Ófelía syngja saman einn söng og Marta syngur Súkku- laðiaríuna eftir Hjálmar H. Ragnarsson en þetta eru hvort tveggja leikhúsverk. Lögin eru öll norræn og ættu flest börn að þekkja, eins og Siggi var úti, Göngum, göngum og Vor- vindar glaðir.“ Á tónleikunum kemur fram ný hljómsveit. Hverjir skipa hana? „Það er ungliðahljómsveitin Spýtnabrak skipuð þremur börnum á grunnskólaaldri og flytur hún frumsamda tónlist. Þau heita Halldór Bjarki Arn- arsson, Viktoría og Klara Sig- urðardætur og eru foreldrar þeirra í Camerarctica. Að tónleikum loknum verður farið í „fílaleiðangur“. Lokatónleikarnir eru kl. 20 annað kvöld og verða ein- vörðungu flutt kammerverk. Hverju verður þar teflt fram? „Klassísku meisturunum frá Skandinavíu, þeim Franz Ber- wald og Berhard Crusell, móti nýju verki Árna Egilssonar, In the twilight (Í ljósaskiptunum). Verkið er samið árið 2000 en hefur ekki fyrr heyrst hér á landi. Þar kennir ýmissa grasa. Í byrjun er það bæði íhugult og leyndardómsfullt og notar þá dimmu tóna alt- flautunnar. En svo færist fjör í leikinn með dansandi rytma og djössuðum hljómarunum. Mér finnst þetta skapa skemmtilega andstæðu við klassíkina.“ Vakað, dansað og sungið á sumarsólstöðum STIKLA Camerarctica í Norræna húsinu Í LESBÓK Morgunblaðsins 14. júní sl. greinir hinn ágæti fræðimaður, rithöf- undur og listfræðingur, Björn Th. Björnsson, frá þeirri „uppgötvun“ sinni, að Jón Sigurðsson, forseti, hafi ekki flutzt í „Jónshús“ við Østervoldgade í Kaupmannahöfn fyrr en 1861, þ.e. níu árum síðar en alltaf hefur verið talið. Segir Björn undirritaðan og Lúðvík Kristjánsson fullyrða, að Jón forseti hafi flutzt í þetta hús haustið 1852, en það sé rangt. Hann nefnir í þessu sambandi hvorki aðalævisöguhöfund Jóns, Pál Eggert Ólason, né sjálfan sig, en í bók- inni „Á Íslendingaslóðum í Kaupmanna- höfn“ (útg. 1961) eftir Björn er tíma- setningunni 1852 haldið fram. Röksemd Björns nú er sú, að húsið hafi ekki verið tekið endanlega út af opinberra hálfu fyrr en 1857, og ekki finnist kvittun fyrir húsaleigu í eftirlátnum fórum Jóns eldri en fyrir tímabilið 1861–62. Þessu er m.a. til að svara, að í bréfa- safni Jóns forseta (útg. 1911, bls. 200) er birt bréf, sem hann skrifar Jens bróður sínum, dagsett 29. september 1852, þar sem segir: „Eg flyt nú til Østervold 486 2. Sal, þar sem Schram tóbaksmaður býr.“ (bls. 200). Ég hef að undanförnu verið að vinna að útgáfu bréfa Jóns Guðmundssonar, Þjóðólfsritstjóra, til Jóns forseta, og því hæg heimatökin að sjá, hver áritunin er til Jóns. T.d. þetta sama haust, 1852, er ritað á bréfi, dags. 11. nóvember 1852: „Herr Archiv Secretair Jón Sigurðsson i Kjöbenhavn Østervold Nr. 486 2. Sal.“ Og 30. ágúst 1856 er skrifað: „Herr Archivar og Althingsmand Jón Sigurðs- son i Kjöbenhavn Østervold Nr. 486 B., 2.“ Svo mætti lengi auka við. Hefur Guð- jón Friðriksson, sem er að rita ævisögu Jóns forseta, svarað fyrir sitt leyti í Mbl. 15. júní sl. Af þessu og auðvitað ótal öðru er ekki frekari blöðum um að fletta, að það er staðreynd, að Jón Sigurðsson fluttist í „Jónshús“ við Østervoldgade umrætt ár, 1852. Engum „erroribus“ þarf að koma á flot í því efni! Með beztu kveðju til Björns Th. og þökk fyrir marga góða söguna. ATHUGASEMD E I N A R L A X N E S S SKOPPARAKRINGLUR með boðskap og Mitt lið nefnist sýning BS-KH-samsteypunnar sem staðið hefur yfir í Súfistanum í Hafnarfirði undanfarið. Annað kvöld kl. 21 verður efnt til kvöldvöku sem er lokaþáttur sýningarinnar. „Samsteypan hefur það á stefnuskrá sinni að veita ánægju og gleði í líf fólks, ekki síst okk- ar sjálfra,“ segir Kristján Helgason myndlist- armaður og barítonsöngvari, en hann er for- sprakki samsteypunnar ásamt Birgi Sigurðssyni myndlistarmanni. „Við höfum fengið til liðs við okkur Sigurborgu Kr. Hann- esdóttur sagnakonu. Við erum fyrstu leik- menn í „Mínu liði“ Birgis.“ Ekki verður látið staðar numið hér því hug- myndin er að halda 10 sýningar á næstu mánuðum og kvöldvökur í tengslum við þær. „Leitað verður eftir fleiri leikmönnum vítt og breitt um landið og í fyllingu tímans mun liðið keppa í „lífsdeildinni“ undir merkjum fótbolta og myndlistar. Ennfremur mun sýning á skopparakringlunum þróast. Nafn samsteyp- unnar kemur svo til með að breytast á ferð sinni og draga dám að nöfnum þátttakend- anna tuttugu og tveggja.“ Á sýningunni á Súfistanum eru tvær ljós- myndir eftir Birgi af tveimur leikmönnum, önnur heitir Styrkur og hin Ótti og eru hvort- tveggja eiginleikar sem hann vinnur nú með í sjálfum sér. „Skopparakringlurnar eru með boðskap,“ segir Kristján um verk sitt. „Skífur með pinna og texti um þær miðjar. Textinn er ákveðin hringavitleysa og má lesið endalaust. Hann getur verið táknmynd um samskipti fólks eða samskiptaleysi, þar til það stígur skref út úr hringavitleysunni. Á kringlunum er m.a. þessi texti: „Við sitjum hér saman í sátt og samlyndi en einhvern veginn er það ekki nóg að við sitjum hér saman…“ o.s.frv. Kringl- unum er skipt í sex tvílita fleti, sem getur tákn- að tvær persónur. Þegar kringlunni er snúið hverfur textinn og liturinn verður einn. Í gamni og alvöru fjallar þetta verk um sam- skipti fólks og samskiptaleysi.“ Á kvöldvökunni kynnir Birgir hugmynda- fræði og leikskipulag liðsins og Kristján frum- flytur kantötuna „Tilbrigði við skopp“. Sig- urborg flytur tvær sögur og eigin ljóð. Að kvöldvökunni lokinni verður fyrsta Ís- landsmeistarmótið í skopparakringlusn- úningi, en fastagestir Súfistans hafa æft stíft að undanförnu. Aðgangur er ókeypis. Dagskráin er liður í menningarhátíðinni Björtum dögum. Innra lið og samskipti fólks á Súfistanum BS-KH-samsteypan í grasrótinni. SÝNING á verkum myndlistarkonunnar Ósk- ar Vilhjálmsdóttur stendur nú yfir í Þjóðarbók- hlöðunni. „Í verkum sínum hefur Ósk gjarnan teflt sam- an og kannað eiginleika einkarýmis og al- mannarýmis. Hún hefur m.a. rannskað þá leyndardóma einkalífsins sem birtast okkur í fjölskylduljósmyndum; þeim sem rata inn í fjölskyldualbúm og einnig þeim sem þykja misheppnaðar og er lagt til hliðar og síðan fleygt. Fyrir þá sem ekkert þekkja til fólksins á myndunum eru skyndimyndir úr einkalífinu kannski leyndardómsfyllstu myndir sem til eru þar sem lykilinn vantar að svipbrigðum, stemmningum og tilefni,“ segir í fréttatilkyningu. Þetta er síðasta opnunin í sýningaröðinni Fellingar, sem er samstarfsverkefni Kvennasögu- safnsins, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og þrettán starfandi myndlistarkvenna. Ósýnileg augnablik Ein ljósmynda Óskar Vilhjálmsdóttur. Laugardagur Grasagarðurinn í Laug- ardal kl. 22 Gestur Páls Ósk- ars & Moniku er Sigrún Hjálmtýs- dóttir. Flutt verða bæði gömul og ný lög í bland við frumflutt efni. Árbæjarsafn kl. 14 Gróa Margrét Valdi- marsdóttir fiðluleikari leikur verk eftir Bach. Kolbrún Hulda Tryggvadóttir sópran og Sól- veig Samúelsdóttir mezzosópr- an flytja þætti úr ljóða- flokki eftir Dvorac. Tónlistardeild LHÍ ann- ast tónleikaröð sum- arsins að þessu sinni. Á morgun er flug- drekadagur í safninu. Sunnudagur Hafnarfjarðarkirkja kl. 20 Kristín R. Sigurðardóttir sópran syngur kirkjuleg lög og óp- eruaríur. Undirleik: Antonía Hevesi, orgel og píanó. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar kl. 20.30 Kristjana Stefánsdóttir söngur, Agnar Már Magnússon píanó og Helga Björg Ágústs- dóttir sellóleikari flytja djasstónlist eftir Tómas R. Einarsson. Tilkynningar sem birtast eiga á þessari síðu þurfa að berast í síðasta lagi kl. 11 árdegis á fimmtudögum. Sjá einnig Mbl.is/staður og stund. Sigrún Hjálmtýsdóttir Tómas R. Einarsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.