Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.2003, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.2003, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 2003 SMEKKLEYSA hefur slitið barnsskónum og er orðin 16 ára. Fyrir okkur sem erum svona frekar nýbúin að halda upp á fertugs- afmælin virðist bæði stutt og langt síðan Syk- urmolarnir héldu alla sína töfrandi tónleika á upphafsárum útgáfunnar og það var vel við hæfi við opnun sýningarinnar Humar eða frægð að einn fyrrverandi meðlimur Molanna hristi upp í Hafnarhúsinu með þéttum tón- leikum. Þar var á ferð Einar Örn Benediktsson og sonur hans Hrafnkell Flóki. Ásamt þeim feðgum spiluðu þeir Bibbi Curver og Elís Pét- ursson og víst er að Hafnarhúsið hefur ekki skolfið svona síðan á þjóðhátíðardaginn árið 2000. Sýningin Humar eða frægð gefur ágætt yf- irlit yfir sögu Smekkleysuútgáfunnar. Í mynd- um og texta er sagt frá eldri og yngri hljóm- sveitum og frá Medúsuhópnum sem varð til á undan Smekkleysu, hópi ungra súrrealískra ljóðskálda sem frelsuðu heiminn dag hvern og gáfu út mikið magn af ljóðabókum upp á eigin spýtur, en nokkrir úr þeim hópi urðu síðan einnig meðlimir í Smekkleysu. Starfsemi Med- úsu er efni í aðra sýningu; nú virðist súrreal- ismi oft koma fram í verkum myndlistarmanna af yngri kynslóðinni, hvort sem það er með- vitað eða ekki. Teikningar og tölvuverk Gabr- íelu Friðriksdóttur sem unnið hefur töluvert með Björk eru sláandi dæmi um það, en teikn- ingarnar minna t.d. á teikningar Einars Melax sem var meðlimur í Medúsu, Kukli og Syk- urmolum og á teikningar Bjarkar frá níunda áratugnum. Á sýningunni má m.a. sjá nokkrar af bókum Medúsuhópsins og teikningum. Nokkrir stórir sýningargluggar innihalda margs konar forvitnilega hluti sem tengjast hljómsveitum útgáfunnar og gínur klæddar búningum ýmissa tónlistarmanna lífga upp á rýmið. Einnig getur að sjá og heyra upplestra og ýmsar uppákomur Smekkleysu á skjá í saln- um. Þrátt fyrir þessa fjölbreytni sakna ég þó áherslu á fleiri verk af listrænum toga, teikn- ingar, texta, ljóð eða myndir sem meðlimir hópsins hafa gert í gegnum tíðina, það hefði getað aukið enn á fjölbreytni sýningarinnar og sýnt fleiri hliðar á þeim einstaklingum sem þarna koma við sögu. En þó að framsetningu sýningarinnar skorti dálítið af þeirri orku sem einkennt hefur starfsemi Smekkleysu alla tíð kemur samt vel fram hvílíkur kraftur og húmor einkenndi starfsemina alla, húmor sem alltaf var fylgt eftir af mikilli alvöru. Smekkleysufólkið var hugsjónafólk og er enn í dag. Útgáfulisti þeirra ber ekki síst vitni um það, en þar kennir margra grasa. Það segir sitt um hugarfar útgáfunnar að hagnaður sem inn kom af sölu á plötum og diskum Sykurmolanna á sínum tíma var m.a. notaður til útgáfu á nýj- um og upprennandi hljómsveitum sem Smekk- leysa hafði trú á. Síðan hefur útgáfan víkkað svið sitt, útgáfulistinn er orðinn langur og á honum eru margvíslegar tegundir tónlistar og tónverka en þar má nefna m.a. útgáfu á ís- lenskri tónlist úr fortíðinni og samtímanum, auk klassískra verka eftir til dæmis Jórunni Viðar, Atla Heimi, Jón Leifs o.fl., einnig djass og spunatónlist. Smekkleysa hefur svo auðvitað gefið út nýrri hljómsveitir eins og Sigur Rós og Mínus. Eins og segir einhvers staðar í skemmti- legum og vönduðum bæklingi með sýningunni hefði Smekkleysa getað veitt sjálfri sér og Listasafni Reykjavíkur Smekkleysuverðlaunin fyrir þessa sýningu, væru þau enn við lýði. Það felst ákveðin skemmtileg smekkleysa í því að leggja Listasafn Reykjavíkur undir sýningu á plötuútgáfu, plakötum og úldnum sokkum í flösku. Það er smekkleysa sem fellur vel að húmor útgáfunnar í gegnum árin. Synd að Smekkleysuverðlaunin skuli hafa liðið undir lok, eins skemmtileg og þau voru auk þess sem þau veittu ákveðnum fyrirbærum í samfélaginu visst aðhald af húmor og beinskeyttni. Nú veð- ur smekkleysan bara óáreitt uppi á öllum víg- stöðvum. Sýningin Humar eða frægð er yngri kyn- slóðum listamanna í dag tvímælalaust hvatning og innblástur til að standa á eigin fótum, hugsa sjálfstætt og gagnrýnið og af húmor og lífsgleði eins og þeirri sem lýsir af öllum framkvæmdum Smekkleysu gegnum árin. Okkur hin minnir hún á mikilvægi þess að vera ávallt frjó í hugs- un og gleyma okkur ekki í að fljóta sofandi og ánægð með straumnum. Innsýn Innsýn í erlenda samtímalist á Íslandi nefn- ist sýning sem einnig var opnuð í Hafnarhúsi um síðastliðna helgi. Það er Ingólfur Arnars- son, myndlistarmaður og prófessor við Listahá- skóla Íslands, sem velur verk á sýninguna. Hann hefur valið verk eftir, eins og mér taldist til, á þriðja tug erlendra listamanna. Verkin eru í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Nýlistasafnsins, Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur, Helga Þorgils Frið- jónssonar og fáein í eigu Eggerts Péturssonar myndlistarmanns og Ingólfs Arnarssonar. Titillinn gefur til kynna að aðeins sé um inn- sýn að ræða en ekki yfirlit á erlendum verkum í eigu safna hér. Sýningin í heild og val verka á hana er reyndar um margt keimlík Safni Pét- urs Arasonar sem opnað var á Laugavegi um síðustu helgi, enda voru Pétur Arason og Ing- ólfur Arnarsson samstarfsmenn við sýningar- hald árum saman á Laugaveginum, við sýning- arsalinn Aðra hæð. Sýningin endurspeglar því – með réttu – sýn Ingólfs og val hans á verkum frekar en einhverja safneign í heild. Þessar tvær sýningar, Safn Péturs og Innsýn, vinna ágætlega saman og heimsókn á aðra þeirra nánast kallar á heim- sókn á hina. Það er m.a. fróðlegt að velta fyrir sér því mismunandi andrúmslofti sem skap- ast í ólíkum húsakynn- um. Safn Péturs Ara- sonar er á margan hátt meira lifandi og samspil verka þar sterkara, vegna nándar þeirra við hvert annað og fjöl- breyttra salarkynna. Á móti kemur að stærri verk njóta sín betur í salarkynnum Hafnar- hússins. Þessi stað- reynd, hin mismunandi upplifun áhorfandans í ólíkum húsakynnum, endurspeglar þá afstöðu margra þeirra lista- manna sem þarna eiga verk, afstöðu sem kom fram á sjöunda áratugn- um og hefur haldið velli síðan, að listaverkið sé hluti af umhverfi sínu en ekki, líkt og fyrr á öldum, gluggi yfir í ann- an heim. Á sýninguna hefur Ingólfur að mestu leyti valið verk listamanna sem tengjast Íslandi á einhvern hátt, hafa dvalið hér, komið hingað og sýnt og jafnvel unnið með landið sjálft í verkum sínum. Staðsetning listaverksins og tengsl þess við umhverfi sitt eru líka ákveðinn þáttur í all- nokkrum þeim verkum sem hér eru sýnd. Þetta kemur t.d. vel fram í eftirminnilegu verki Douwe Jan Bakker þar sem hann myndar fyrirbæri í íslenskri náttúru, laut, dal, hól, bakka, gil, o.s.frv. Slík verk gefa íslenskum listamönnum hugmyndir um það hvernig hægt er að nálgast náttúru landsins á margvíslegan hátt. Það sama má segja um ljóðræn og glögg verk Roni Horn. Verkin á sýningunni í heild eru fjölbreytt og mismunandi að stærð og umfangi, allt frá fín- legu smáraverki Vincent Shine til stærri mynd- raða eins og eftir Donald Judd. Þau eru afar ólík innbyrðis, þarna getur að líta Madonnu- mynd eftir Jan Knap sem og neó-geó-verk eftir Rochenschaub. Einnig er þar fínlegt naum- hyggjuverk eftir Roger Ackling sem myndar rákir á tréverk sín með hjálp stækkunarglers og sólarinnar. Allnokkur verk eftir Dieter Roth er þarna að finna og gaman að sjá myndskreyt- ingar hans fyrir dagblöð hérlendis. Ennfremur eru hér verk eftir m.a. Peter Fischli og David Weiss, Martin Disler, Hamish Fulton, Karin Sander, Georege Brecht, Yoko Ono, Jan Voss og Pieter Holstein. Sérstaklega er vel heppn- aður „Franz Graf-salurinn“, þar sem teikning- ar, myndbönd og þrívíddarverk skapa heild- armynd. Í sýningarskrá kemur meðal annars fram hversu lítið íslensk söfn eiga af erlendri list og að þar skortir heildarstefnu. Það er vonandi að bráðum fari að rætast úr þessu og kannski að þessi sýning ásamt Safni Péturs Arasonar sem opnað var um síðustu helgi verði til þess að hvetja til framfara á þessu sviði, hjá einstak- lingum, söfnum og ráðamönnum. Með innsæi og útsjónarsemi hefur Ingólfi tekist að koma saman sýningu sem gefur ágæta innsýn í verk nokkuð margra listamanna frá liðnum áratug- um. Sýning þessi og Safn Péturs Arasonar vinna sérstaklega vel saman og er fengur að hvoru tveggja. Stríð Stríð er ný þemasýning úr Errósafninu. Deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Reykjavíkur, Þorbjörg Gunnarsdóttir, valdi verkin á sýninguna. Erró hefur auðvitað alltaf látið málefni hvers tíma sig miklu varða, ekki síst stríð eins og þarna kemur vel fram. Elstu verkin eru frá fimmta áratugnum og þau nýj- ustu nokkurra ára gömul. Það er sérstaklega gaman að sjá klippimyndir hans frá 6. áratugn- um og kraftmiklar litógrafíur og olíuverk á pappír frá svipuðum tíma. Þessi fyrri verk hafa almenna skírskotun til stríðshörmunga en seinni verk vísa til vissra atburða. Í heild má lesa þónokkuð um þróun Errós sem listamanns á þessari sýningu, auk þess sem þema hennar er því miður alltaf jafnmikið í deiglunni. Þær eru skemmtilega ólíkar, þessar sýningar sem verða í Hafnarhúsinu í sumar, og allar vel heimsóknar virði. Stefnumót á hlaðborði Eitt verkanna á sýningu Smekkleysu. Þau eru allnokkur, stríðin sem Erró hefur fjallað um í verkum sínum. Þetta er frá 1956 og nefnist Dauðadansinn. Fínlegt og fallegt verk eftir Vincent Shine á sýn- ingunni Innsýn í Hafnarhúsi. Ragna Sigurðardóttir MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús Til 31. ágúst. HUMAR EÐA FRÆGÐ – SMEKKLEYSA Í 16 ÁR Til 7. september. INNSÝN Í ERLENDA SAMTÍMALIST Á ÍSLANDI Til 3. janúar 2004. ERRÓ – STRÍÐ, VERK ÚR SAFNEIGN Hafnarhúsið er opið alla daga vikunnar frá kl. 11–17 og til kl. 18 á fimmtudögum. BRITISH Museum í London hýsir þessa dagana sýninguna London 1753, en á sýningunni er dregin fram mynd af borginni árið sem safnið var stofnað og er hún liður í afmælisfögnuði British Museum sem nú er 250 ára. Þótt sýningin geymi verk listamanna á borð við Joshua Reynolds og Thomas Fry, auk postulínsmuna, korta og hand- rita er það þó listamaðurinn og siðapostulinn William Hogarth sem á hvað flest verk þar. En líkt og Dickens, þá gerði Hogarth sér mat úr daglegu lífi Lundúnabúa, hvort sem um var að ræða aðalinn, miðstéttina, hina nýríku eða þá sem orðið höfðu undir í lotteríi lífs- ins, betlara, misindismenn og gleðikonur. Hogarth þótti líka sér- lega snjall að gagnrýna það sem miður fór í borgarlífinu í glettileg- um siðvöndunartón. Fílharmónían til Carnegie Hall FÍLHARMÓNÍUSVEIT New York-borgar samþykkti fyrir skemmstu að flytja starfsemi sína aftur í Carnegie Hall, einum 40 ár- um eftir að sveitin yfirgaf Carneg- ie Hall fyrir Lincoln Center. Áætl- að er að sveitin geti flutt strax árið 2006, en með flutningnum öðlast fílharmóníusveitin setu í stjórn Carnegie Hall, auk þess að fá að- gang að tónleikasal með mun betri hljómgæðum en Avery Fisher- salurinn í Lincoln Center býr yfir. „Það er engin ástæða fyrir því að þetta ætti ekki að ganga eftir,“ sagði Sanford I. Weill, stjórnar- formaður Carnegie Hall. Ég hef unnið að fjölmörgum samruna- áætlunum og ég hef aldrei séð neina sem hefur verið jafn full- komlega til þess fallin og þessi.“ Rafmagnaður Chamberlain FRASINN „Ég gæti gert þetta“ heyrist ósjaldan í nútímalista- söfnum og á dögunum létu nokkrir rafvirkjar sem unnu við Dia:Beac- on-safnið reyna á hann. Eftir að rafvirkjarnir höfðu virt fyrir sér verk listamannsins John Chamb- erlain, sem gjarnan notar hluti á borð við ónýta bílhluta í verk sín, bjuggu þeir til sína eigin útgáfu af verki Chamberlain og settu upp við hliðina á upprunalega verkinu. Það leið um það bil vika án þess að nokkur tæki eftir viðbótinni við sýninguna sem geymir verk á borð við „Norma Jean Risen“. „Við sáum nokkur verk uppi,“ var haft eftir David Vega, for- sprakka hópsins. „Við reyndum að herma eftir því ... til að sjá hversu langur tími liði þar til einhver tæki eftir því. Og nokkrir gengu í kringum verkið án þess að taka eftir því,“ sagði Vega og bætti við að þetta hafi verið til gamans gert. Verk rafvirkjanna var hins vegar fjarlægt áður en safnið var opnað fyrir almenning og sagði Amy Weisser, aðstoðarframkvæmda- stjóri safnsins, verk rafvirkjanna vera óð til Chamberlains. „Þegar þeir sem sáu um að setja upp sýn- inguna sáu verkið vissi það um leið að þetta var ekki verk Johns,“ sagði Weisser, en safnið er búið að henda verki rafvirkjanna. ERLENT Gintröð eftir William Hogarth. London 1753

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.