Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.2003, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.2003, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 2003 F ORMÁLI þessarar sögu er sá að tíminn bánkaði uppá hjá mér rétt fyrir kosningar og sagði að hér ríkti enn höfðingjaveldi einsog á 13. öld. Við hefðum fengið áfall þegar við töpuðum völdum til Noregskonungs 1262 og værum föst í áfallinu. Tíminn hefði ekki getað læknað sárið því svo rækilega hefðum við fylgst með sárinu að við gleymdum að fylgjast með tímanum. Ígerð hljóp í sárið, það svall, bólgnaði og þrútnaði, blánaði og roðnaði. Ef hrúður myndaðist var það krafsað af jafnóðum tilað vita hvernig sárið hefði það og þá blæddi einsog foss. Úr blóðinu létu höfðingjarnir skrifa Njálssögu. Þeir héldu völdum í sögunni og gátu lesið um hvað þeir voru merkilegir þótt þeir væru það ekki lengur. Þannig er Njála pólitísk grein og tiltölulega stutt og hnitmiðuð svo pláss væri fyrir hana í blaðinu. Blaðið sjálft hefði týnst og fólki talin trú um að þetta væri saga. Og sagan fór að ráða öllu hér á Íslandi. Sagan er sterkari en lífið á Íslandi. Það er bara spurning hvort sagan hafi ekki eitthvað mis- skilist. Þeir sem voru fengnir til að skrifa sög- urnar reyndu að gera þetta sem hlægilegast því þeir voru alvöru höfundar. En höfðingjarnar neituðu að sjá það. Það hefði átt að renna upp fyrir þeim ljós þegar þeir lásu um arfasátuna en hin sprenghlægilega arfasáta varð háalvar- leg. Arfasáta? hváði ég. Njálsbrenna er karnival að áliti Helgu Kress en þar er allt háleitt og hetjulegt dregið niður á plan líkamans og opinberri menningu feðra- veldis og kirkju snúið á haus með gróteskuna að leiðarljósi. Enda var notuð arfasáta til að kveikja í á Bergþórshvoli eftir að konur þar höfðu hvað eftir annað skvett hlandi á Zippó- kveikjara Flosa brennustjóra. Arfasátan bend- ir til þess að þetta hafi verið eitt himinhrópandi spaug frá upphafi til enda. Skarphéðinn deyr standandi en þó fótalaus, huggun Njáls felst í yfirlýsingu um að guð láti fólk bara brenna einusinni, Skarphéðinn drepur mann með því að kasta tönn í auga hans af því hann var að glápa í eldinn. Og konurnar skvettu hlandi sem fyrr segir. Einar Ólafur Sveinsson strikaði það út, það mátti ekki vera hland í Njálu. En kannski eru þetta einmitt hlandbókmenntir. Er þetta ekki óvirðulega sagt um bók- menntaarfinn? spurði ég. Bókmenntaarfasátuna meinarðu, spurði tím- inn. Nei, sagan er úrgangur, hún er það sem kemur frá höfundinum þegar búið er að skilja allt annað frá. Það er enginn höfundur með viti sem skrifar alvarlegar bókmenntir, hvað þá pólitíska grein. En höfðingjarnir tóku allt svo alvarlega að við sitjum uppi með risa-arfasátu svo enginn vandi er að kveikja í öllu saman hér. Það verður að kjósa konu sem forsætisráð- herra til að steypa höfðingjaveldinu og við verðum að fórna Njálu. Við fórnum okkur frekar en Njálu, sagði ég. Við höfum alltaf gert það. Einsog höfðingjarnir töpuðu ekki völdum varð Ísland ekki sjálfstætt. Við fengum sjálfstæðisbaráttuna bara á heil- ann einsog 13. öldina og hugsuðum ekki um annað. Þegar fólk hugsar ekki um annað hugs- ar það ekki um annað. Eina sem við fengum var fáni og ef hann er brenndur er það ekki hann. Njáll brann ekki heldur, hann faldi sig undir uxahúð eða einsog ráðherrann undir selshúð- inni sagði við fánabrunanum: Guð lætur ekki fánann brenna, hvorki þessa heims né annars. Fáninn var úr sárinu, roðaþrotanum og blárri bólgunni og allt kalið í kross. Á alvöru íslensk- um fána hefðu staðið orð og bærst í golunni. Ég hefði látið standa Ísland, sagði ég. Ég er kominn með verki og sögunni farið að blæða. Það versta sem kemur fyrir tíma er að stöðvast og versta sem kemur fyrir sögu er að stöðvast ekki. Héðanífrá geng ég afturábak, og sagan verður óstöðvandi blóðbað. Það er kannski blóð í nýja sögu, var það eina sem mér datt í hug að segja, og tíminn kvaddi við svo búið. Það var svo rétt eftir kosningar að tíminn kom aftur. Því fór sem fór, hér er enn verið að skrifa Njálu, sagði tíminn, en fyrstu merkin sjást um að höfðingjaveldið sé að bresta. Fyrst konan sem vildi verða forsætis- ráðherra og nú hefur forsætisráðherra hafnað sögunni. Hann ætlar að láta af störfum eftir eitt ár. Það er ekki hægt að nota í sögu. Það hefði verið sögulegt og í anda höfðingjanna að láta ekki bjóða sér svo lítið fylgi og segja af sér. Skapa dramatískan vendipunkt. Hugsa frekar um söguna en sjálfan sig. Það hefði líka verið hægt að nota það í sögu ef hann hefði setið í 16 ár þótt hann hefði átt á hættu að virka skrítinn. Það hefði orðið dapurlegt en saga eigi að síður. Að hætta eftir eitt ár er engin saga. Ertu þá ekki ánægður, þú sagðir að sagan réði öllu á Íslandi, sagði ég. Það verður að vera saga, bara ekki alltaf sama sagan, það á eftir að steypa þjóðsögunum saman við Íslendingasögurnar. Sturlunga er samsteypa. Þú verður að steypa úr þessu, ertu ekki höfundur? Taktu vel á móti þeim þegar þau koma, ég verð að þjóta. Fólk sem hent er útúr sögu eða hendir sér útúr sögu leitar uppi höfund, það er það fyrsta sem fólk gerir eftir að hafa jafnað sig. Það jafnar sig að vísu ekkert fyrr en það kemst í sögu. Hvað á ég þá að gera? spurði ég tímann. Þú getur byrjað á því að skúra, sagði Tíminn. (Og nú verða menn að greina hvort eftirfar- andi er pólitísk grein eða saga, skrifuð af viti eða óviti því ég verð að halda völdum þegar andar vindi köldum. Og vakni menn ekki við þessa sögu veit ég ekki hvernig þeir vakna, ekki vakna þeir við óp og öskur, en vakna þá vonandi við lóusöng ef lóurnar verða ekki hætt- ar að rata í þetta land.) SKÚRINGASAGA Ég blandaði skúringavatnið og það freyddi of mikið einsog venjulega og þá var bánkað á hurðina. Þegar ég opnaði stóð Ingibjörg Sólrún fyrir utan og spurði hvort hún mætti líta inn; hún væri í smávandræðum. Málið væri að Dav- íð hefði af einhverjum ástæðum boðið Samfylk- ingunni að vinna með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Og nú væri hún að hugsa um hvort flokkurinn myndi tapa fylgi útaf því, hún hefði hugsað sér aðra stjórn og svo væri hún líka að hugsa um hvort það væri gott fyrir hana sjálfa, hún hefði jafnvel verið að hugsa um að fara á þann vergang sem þjóðin greinilega ætlaði henni. Ég huggaði hana með því að það hefði verið Njáluhöfundur sem hefði skrifað hand- ritið að kosninganóttinni og það væri mjög í hans anda að henda henni út á síðustu blaðsíð- unum og það gæti vel verið að þjóðin væri að skrifa aðra sögu sem vert væri að hlusta á. Hver er þessi Njáluhöfundur? stundi Ingi- björg. Það stendur á öftustu blaðsíðunni en menn halda áfram að leita af því að það stendur ekki Snorri Sturluson. En er ekki öll þjóðin Njáluhöfundur samkvæmt þessu? spurði Ingi- björg. Jú, sagði ég. Og hver er hún þá þessi þjóð? spurði hún. Það heyrist kannski ef maður hlustar, var það eina sem mér datt í hug að segja. En ef þjóðin er Njáluhöfundur hvernig geturðu þá sagt að hún sé að skrifa aðra sögu? spurði Ingibjörg. Kannski er þetta klofin þjóð, sagði ég, við lifum á flekaskilum og hér er alltaf verið að segja sögur sem komast ekki í sögur. Og bætti við að þótt Árni Magnússon ætti hrós skilið fyrir að safna Íslendingasögunum þá hefði hann ekki viljað líta við þjóðsögunum sem væru þó vinstri handleggurinn á þjóðinni. Ingi- björg varð hálf hvumsa og spurði hvort þetta væri ný sagnfræði og ég sagði svo vera og þá sagðist hún hafa verið svo upptekin í ráðhúsinu að lítið tóm hefði gefist til að líta í sagnfræðina sem væri þó hennar fag. Ég bætti við að það væru margar nýjar hugmyndir á kreiki sem vert væri að gefa gaum. Hún sagðist vita það en hvort það væri tími til að skoða þær, var svo þungt hugsi dálitla stund en tók svo upp þráð- inn frá því fyrr í samtalinu og sagði að kannski gæti hún lært eitthvað af þessum vergangi og hún gæti jafnvel komið sér upp pokaskjatta til að safna í en á hinn bóginn væri hún stjórn- málamaður og lærði mest af því að vera í stjórnmálum. Ég reyndi að ítreka þetta með hina söguna sem væri verið að segja en nú lá henni svo mikið á að hún sagðist ekki mega vera að þessu lengur og hún yrði að svara Dav- íð. Hún ætti boðaðan fund með honum úti á Sel- tjarnarnesi í gula húsinu þarsem gamla konan bjó sem seldi eggin. Ég kallaði á eftir henni að ég treysti henni til að hugsa um hvað væri best fyrir hana í þessu tilviki. Svo bætti ég í fötuna og bjó mig undir að halda áfram að skúra en þá var bánkað aftur og þá stóð Davíð Oddsson fyr- ir utan og spurði hvort hann mætti líta inn rétt sem snöggvast. Það væri smáræði sem hann langaði til að minnast á við mig. Ég sagði að það væri guðvelkomið og þá sagðist hann hafa ákveðið að segja af sér, hann væri ekki eins ánægður og hann þættist vera með þetta litla fylgi og nú væri um að gera að bjarga andlitinu og það gerði hann með því að segja af sér. Ann- ars væri viðbúið að hann endaði sem einhver skrítinn karl ráfandi um á planinu hjá Sam- herja að bíða eftir samtali við Búss. Ég spurði hann þá: Já, hvað átti það að þýða að fara í þetta stríð? Ég veit þetta var lögbrot, sagði Davíð, það hefur bara ekki gefist mikill tími til að líta í lögfræðina sem er þó mitt fag. Lögbrot þýðir að þú slítur bönd, sagði ég og aukþess verður maður að gæta að upprunanum. Vertu ekki að móralísera svona yfir mér, sagði Davíð, sagan á eftir að gera það. Ég er partur af sög- unni, sagði ég. Já, en það sem ég vildi segja er sko ef ég segi af mér til að halda andlitinu, það sáu nú allir á kosninganóttinni hvað það seig saman, ég er búinn að spóla þetta aftur og aftur en það lagast ekki einusinni þótt ég hraðspóli. En ef ég segi af mér yrði Samfylkingunni boðið umboðið og þá mundu þau tala við mig af því Framsókn er búin að móðga þau. Þannig get ég gleypt sigur Samfylkingarinnar og gengið í endurnýjun lífdaga sem forsætisráðherra. Viltu ekki frekar ráfa um á planinu hjá Sam- AÐ VERA ÍSLENDINGUR ER AÐ VERA NJÁLUHÖFUNDUR SMÁSAGA „Ég greip til þess ráðs að steypa fossi yfir húsið minnug sögunnar um fjársjóðinn á bak við fossinn. En það var sama þótt ég steypti öllum fossum landsins yfir húsið, eldurinn æstist, logarnir léku um húsið en á því augnabliki þegar mér var farið að súrna í augum var skvett úr skúringafötunni.“ E F T I R E L Í S A B E T U J Ö K U L S D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.