Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.2003, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.2003, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 2003 7 hvað er ókeypis, sama hvers eðlis það er og hversu ómerkilegt, þá flykkist fólk af stað, – ólíkt og hér þótt öðru sé haldið fram. Bjöll- urnar höfðuðu því jafnt til listunnenda sem sparsams almúgans. Gömlu hjólabjöllurnar átti síðan að senda til Kúbu til endurnýtingar og var það gert. Nú virðist þetta einfalt verk en fleira kemur í ljós ef að er gáð. John Knight kemur í þessu verki inn á nokk- ur svið samfélagsins. Hann kynnti sér sam- félagið í den Haag og tengdi dæmigerð hol- lensk mótíf eins og reiðhjólið við myndina af storki í borgarmerki den Haag. Verkið nær yf- ir stórt svæði, borgina sjálfa og alla þá staði þar sem hjólað er með bjöllurnar, einnig Kúbu þar sem gömlu bjöllurnar lentu. Knight vildi að verkið tengdist daglega lífinu og hann not- aði nútíma aðferðir viðskiptalífsins við að hanna nýja vöru, bjöllu með froskahljóði og kynnti hana á sama hátt og aðrar nýjungar á markaðnum. Síðan greip hann til gamalla verslunaraðferða, skiptiverslunar, allir gátu eignast bjöllu, – amk. þeir sem áttu hjól með bjöllu en það eru eiginlega allir íbúar Hollands. Storkurinn, tákn borgarinnar var á hverri bjöllu, með því að ýta á bjölluna gat hver og einn kvakað – sem minnir á að öll höfum við rétt til að láta í okkur heyra. Knight kom á sambandi við Kúbu eftir diplómatískum leiðum í tengslum við útflutn- ing á bjöllunum. Viðskiptabann Ameríku á Kúbu og olíuskorturinn á Kúbu varð í því sam- bandi augljós, en reiðhjól eru nauðsyn þegar bensín er af skornum skammti. Þúsundir reið- hjóla höfðu nefnilega verið flutt inn til Kúbu frá Kína, en án allra fylgihluta. Því voru reið- hjólabjöllurnar mesta þarfaþing. John Knight hafði áhyggjur af því að Kúbumenn tækju þessum bjöllum sem móðgun en það var öðru nær. Við erum vanir að endurnýta var svarið. Ef þú átt sæti og ljós þiggjum við þau líka. Með þessu verki sínu tókst John Knight að ná sambandi við ótrúlega marga á öllum svið- um samfélagsins og sýna aðrar hliðar á listinni en við erum vön. Það má spyrja sig í hverju listaverkið sé fal- ið í þessu tilfelli, hvar listin eigi sér stað. Í mín- um huga er listaverkið ekki hlutgert í hjóla- bjöllunni heldur birtist það á öllum augna- blikum framkvæmdar þessa verks, listin á sér stað í huga þess sem áttar sig á um hvað verkið snýst, til dæmis þegar hann ýtir á bjölluna og hugsar um að á Kúbu ýti nú einhver á sína, hann verður meðvitaður um eigin aðstæður og um aðstæður á Kúbu og um það að listin getur birst í mörgum myndum. Ekki síst kemur sterkt fram í þessu verki að myndlistin er hluti af stærri heild sem hún alltaf er, að í listheim- inum eins og annars staðar eru mörg öfl að verki, stjórnmálaleg, efnahagsleg og persónu- leg. Dundað við berrassaðar konur Ásmundur Sveinsson myndhöggvari sagði í viðtali við Sigurð A. Magnússon árið 1965: „Menn hafa ekki enn áttað sig á að þörf sé fyrir myndhöggvara á þessu tæknitímabili. Mynd- höggvararnir dunda við að gera berrassaðar konur í garða meðan arkitektarnir vinna stór- virki. Listamennirnir eiga að taka þátt í þess- ari nýsköpun. Listin og tæknin eiga og verða að vinna saman. Við eigum að vera þátttak- endur í sköpun bæjanna, setja okkar svip á þá.“ Þessi orð Ásmundar eiga ekki síður við í dag því oft er eins og listamennirnir hafi dreg- ist langt aftur úr í hugsun, ekki síst þegar kem- ur að þessum geira sem fjallað er um hér. D-turn tilfinninganna í Doetinchem Samvinnuverkefni hollenska listamannins Q.S. Serafijn, Lars Spuybroek og Nox arki- tekta er eins og eftir forskrift Ásmundar, en þar sameinast listræn hugsun, tækni og skipu- lagi með áherslu á þátttöku almennings. D-turninn er raunverulegt verkefni sem þó á sér stað bæði í netheimum og raunheimum, netið gerir þessu verki kleift að verða til í raunveruleikanum. Verkið er til í þremur lögum, það er högg- myndin, eða turninn sjálfur, spurningalisti og heimasíða, allir þrír hlutar eru nátengdir og háðir hver öðrum um tilvist sína. Turninn er í formi hálffulls innkaupanets á hvolfi og stendur á fjórum fótum. Það er NOX fyrirtækið sem hannar bygginguna, 12 metra háa og með flóknu pólýester yfirborði. Byggingin er síðan tengd heimasíðunni og spurningalistanum. Á heimasíðu D-turnsins má sjá viðbrögð íbúanna við spurningalistan- um sem er gerður af Q.S. Serafijn, listamanni búsettum í Rotterdam. Spurningarnar fjalla um tilfinningar, ást, hatur, hamingju og ótta. Svörin við spurningunum koma fram á graf- ískan hátt á heimasíðunni í formi „landslags“ þar sem toppar og dalir sýna hæðir og lægðir hinna ýmsu tilfinninga eftir póstnúmerum. Aðalatriðið er þó að turninn sjálfur skiptir litum eftir því hvaða tilfinning er sterkust. Til- finningarnar eru auðkenndar grænum, rauð- um, bláum og gulum og þessir litir ákveða svo litinn á ljósinu sem turninn er flóðlýstur með þegar skyggja tekur. Á hverju kvöldi þegar íbúar Doetinchem aka framhjá turninum geta þeir séð hvaða tilfinning var mest ráðandi í bænum þann daginn. Íbúar borgarinnar geta einnig komið á framfæri skilaboðum á heimasíðunni. Þeir geta sent mynd og sent stutt bréf sem eru síð- an tengd við landslagsútlínurnar með litlum flöggum. Til að styrkja sambandið milli hinna mismunandi þátta mun turninn síðan senda forskrifuð ástarbréf og blóm frá „ástarnet- föngum“ til „hatursnetfanga“. Enn fremur fær netfangið sem sýnir mestar tilfinningar það ár- ið verðlaun upp á 10.000 evrur, um eina milljón króna. Turninn mun koma til með að vera stað- settur í Doetinchem næstu áratugi, sýna til- finningar bæjarbúa og skrá mismunandi til- finningaástand hinna ýmsu bæjarhverfa í gegnum tíðina. Að skapa aðstæður í stað hluta Jeanne van Heeswijk er ein þeirra sem leit- ast við að koma beint að skipulagi hverfa og borgarhluta í vinnu sinni sem listamaður. Þannig skapar hún ekki hluti heldur reynir að skapa aðstæður fyrir aðra, virkja bæði al- menning og listamenn í von um frjórra sam- starf og opnari hug á báða bóga. Frá 1995 hef- ur hún unnið að verkefni í hverfinu Westwijk í Vlaardingen þar sem hún ásamt listamönnum, skipuleggjendum og íbúum leggur fram tillög- ur um það sem betur mætti fara í skipulagi og við nauðsynlegar breytingar í hverfi sem kom- ið er til ára sinna, áætlað er að verkefninu ljúki árið 2005. Vlaardingenbær hefur þegar sam- þykkt að taka á sig kostnað vegna breytinga þeirra sem íbúarnir fá fram í gegnum þetta verkefni, til dæmis við að gera garð sem mun verða hvíldarstaður á gönguleið milli íbúða- svæðis og verslunarmiðstöðvar. Bærinn vildi einnig kosta gerð tíu listaverka, Jeanne kom því til leiðar að eitt þessara var falið í hendur íbúaráði. Eftir nokkrar umræður milli Jeanne og íbúaráðsins fékk ráðið frjálsar hendur við nýtingu þessa fjármagns við gerð listaverks, án frekari utanaðkomandi aðstoðar. Jeanne hefur um árabil leitast við að endurskilgreina hugtakið listamaður og opna augu fólks og annarra listamanna fyrir möguleikunum sem þetta sjálfvalda starf býður upp á. Starf henn- ar virðist bera árangur og eftir því vera tekið því hún er nú ein fjögurra listamanna sem fer fyrir hönd Hollands á Tvíæringinn í Feneyjum í sumar. Draumagarður almennings Í Hamborg reyndu listamenn einnig að fá al- menning til samstarfs en þar hefur fram- kvæmdin Park Fiction lengi verið á döfinni. Park Fiction er í raun saga verkefnis sem enn er ólokið. Í miðju verkefnisins sem hófst 1995 er hugmyndin um almenningsgarð í St. Pauli hverfinu í Hamborg. Í stað bygginga í einka- eign sem áttu að rísa á bökkum Elbu og hýsa skrifstofur settu íbúar og listamenn fram hug- myndir um græn svæði, baðhús, útibíó, eyjar með gervipálmum, hekk-völundarhús og fleira. Listamennirnir komu sér fyrir í gámi á svæðinu og buðu íbúum að koma fram með til- lögur sínar. Þeim til aðstoðar höfðu þau liggj- andi frammi fjölda bóka um garða og skipulag þeirra. Listamennirnir sem standa að verkefninu og hafa verið óþreytandi árum saman í viðræðum við borgaryfirvöld og íbúa eru þau Cathy Skene, Cristoph Schafer og Margit Czenki. Þau fengu tækifæri til að kynna verkefni sitt á Dokumenta 11 í Kassel í sumar, en það er sú alþjóðlega listsýning sem nýtur hvað mestrar virðingar í listheiminum og haldin er fjórða hvert ár. Þar er verkefnið kynnt með skugga- myndum og kvikmyndum og listamennirnir vona að það hjálpi til við að gera garðinn ein- hvern tíma að veruleika. Hvort þátttaka í slíkri listsýningu hefur áhrif á ráðamenn veit ég ekki. Þó getur hugsast að þeir sem fjármagna taki við sér ef sýningin er nægilega virt og fær mikla athygli fjölmiðla eins og Dokumenta gerir. Fatasnagar á strætóskýlinu Vinnu Harmen de Hoop má líkja við lítil skemmdarverk, ísmeygilegar innrásir í hið daglega umhverfi, verk hans eru full af húmor en um leið spyrja þau spurninga um mannlega hegðun í nútímasamfélagi. Hann færir hluti úr stað og breytir þeim þannig að þeir verða fá- ránlegir, spurningin er bara hvort við komum í raun auga á fáránleikann eða séum orðin svo sljó á umhverfi okkar að ekkert komi okkur lengur á óvart. Sjáum fyrir okkur rauðan póst- kassa með áföstu slökkvitæki úti á miðri götu. Símaklefa þar sem í borðið undir símanum hafa verið boruð fjögur göt og í þeim komið fyrir skrúfjárnum. Strætóstoppistöð með snögum fyrir jakka, eða það hryllilegasta sem ég trúi og treysti að hafi verið fjarlægt eftir myndatöku; sandkassa með skóflum og fötum á umferðareyju. Hann hefur málað HOTEL við innganginn á neðanjarðarlestinni, lúmsk athugasemd við fjölda heimilislausa. Fært grænu ruslaföturnar svipaðar þeim sem við þekkjum hér, plastföturnar á staurunum, til þannig að allt í einu eru fjórar á sama horninu. Hann hefur einnig sett kassa með eplum og bjórflöskum við innganginn niður í neðanjarð- arlestirnar. Þetta er kannski næstum því aula- húmor en mér finnst þetta bráðfyndnar at- hugasemdir við skrifræði og skipulag borga okkar. Harmen de Hoop reyndi að gera svipuð verk á Indlandi en sá strax að það gekk alls ekki, þar hengdi fólk bara strax fötin sín á snagana osfrv. Þessar litlu athugasemdir eru sprottnar upp úr okkar samfélagi og þar eiga þær heima, kannski einmitt í skipulagssjúkum samfélög- um Hollands, Þýskalands og Norðurlandanna. Verk sín „sýnir“ hann svo á póstkortum og ljósmyndum en gætir þess að fara aldrei á staðinn til að fylgjast með hegðun fólks, enginn veit í raun hver áhrif verkanna eru, þau lifa bara í hugum okkar, þetta er ekki falin mynda- vél. Let’s make things better … … var frægt auglýsingaslagorð sem Philips verksmiðjurnar komu með fyrir nokkrum ár- um. Hver veit nema þeir hafi stolið því frá Alan Murray, sem hefur sérhæft sig í að betrum- bæta notkunarreglur í bæklingum frá fyrir- tækjum eins og Philips. Einnig þar má finna hið opinbera rými, einnig þar getum við mæst. Fyrsta verk Alans Murrays var að búa til listaverk byggt á ljósmyndum og texta um það hvernig ætti að opna hurð og loka. Hann sá þó fljótt að þetta var bara enn eitt listaverkið sem engu myndi breyta og engin áhrif hafa og tók þá stefnu að vinna með raunverulega bæk- linga. Hann segir sjálfur: „Innan myndlistar- heimsins er hreyfing sem segir listheiminum að hætta að gera eftirlíkingar og skopstæl- ingar, bretta upp ermar og óhreinka hendurn- ar. … Við höfum búið þannig um okkur að við getum gert skopstælingar, grín og gaman eins lengi og við viljum. … Söfn og gallerí geta ver- ið öflug og breytt samfélaginu … Það er hlut- verk listamanna að koma fram með verk sem hafa áhrif … “ Alan Murray vann meðal annars með bæk- linga um straujárn, betrumbætti þá og fór til framleiðandans með úrbætur sínar. Í sumum tilfellum var breytingum hans vel tekið og þær notaðar við framleiðsluna, í öðrum þóttu þær ma. of kostnaðarsamar því notkunarreglur mæta jafnan afgangi við framleiðslu. Hann betrumbætti líka bækling um sigvesti og var í kjölfar þess gerður nýr bæklingur eftir hans fyrirmynd. Nú vinnur Alan Murray að verkefni sem hann nefnir Leiðarvísir að veggtennis og er verkið í formi heimasíðu og myndbands. Heimasíðuna má heimsækja á http:// www.guide-to-squash.org. Murray heillaðist í fyrstu af fagurfræði veggtennisins. Af fullkomnum hlutföllum sal- arins, af hraða boltans, af kóreógrafískum heyfingum tveggja leikmanna sem líkt og dansa hvor í kringum annan, af flóknum reglum leikjarins. Verkefni hans er langtíma- verkefni þar sem hann lærir sjálfur veggtennis og reglur hans og útskýrir þær smám saman á heimasíðunni. Hér kemur spurningin gamla og góða; Er þetta list? sterklega fram. Ég held að einfald- ast sé að líta á þetta verk Murrays nokkurn veginn eins og „objet trouvé“, fundinn hlut líkt og pissuskálina gömlu hans Duchamp sem breyttist í listaverk við það að vera komið fyrir innan veggja listasafns. Murray vinnur verk sitt eins og listamaður, hann vegur og metur fagurfræðilegt gildi þess og veltir fyrir sér snertiflötum við stöðu listamannsins og list- heiminn, þar sem margir tapa og fáir vinna. En jafnframt þessu er verk Murrays í raun og veru það sem það segist vera, hreint og beint leiðarvísir að reglum í veggtennis, eins og bæklingar hans um straujárn og sigbelti voru líka raunveruleg. Í aðeins víðara samhengi fæst Murray við samfélag okkar og viðtekin viðhorf valdhafa til einstaklinga og stöðu okkar innan samfélags- ins, líkt og ótal listamenn gera á mismunandi hátt. Hann neitar að samþykkja ákveðinn hlekk í framleiðslu neysluvöru, hlekk sem í raun lítilsvirðir neytandann. Hann leitast við að auðvelda öðrum lífið, birta eitthvað á að- gengilegan máta. Það má segja að hann berjist fyrir betra lífi, neiti að samþykkja samfélagið eins og það er. List hans vekur okkur til um- hugsunar um gildi okkar sem einstaklinga og áhrifamátt okkar í lýðræði samtímans. Nýr farvegur fyrir listina Það er svo auðvelt að verða samdauna sam- félaginu, kostum þess og göllum. Listamenn sem þeir sem talað hefur verið um hér eru samfélaginu þess vegna nauðsynlegir. Það sem jafnframt einkennir vinnuferli þeirra sem hér hafa verið nefndir er samvinna og tengsl við aðrar atvinnugreinar. Slík samvinna getur leitt af sér hugsunarhátt sem er opnari og hef- ur ekki eins mikla tilhneigingu til að skipa hlutum niður í ákveðin hólf og við erum vön. Slíkt hlýtur að leiða af sér frjóari hugsun hjá öllum aðilum, listamönnum jafnt sem arkitekt- um, verkfræðingum, tæknimönnum, framleið- endum heimilistækja, osfrv. Að ógleymdum stjórnmálamönnum. Innkaupanet á hvolfi var hugmyndin að formi D-turns tilfinninganna í Doetinchem, Hollandi. Liturinn lýsir til- finningaástandi bæjarbúa. Q.S. Serafijn, 2002. Í verkum sínum grípur Harmen de Hoop á ísmeygilegan hátt inn í vest- rænt samfélag sem einkennist af ofurskipulagi. Verkum hans má líkja við lítil skemmdarverk, ísmeygilegar innrásir í hið daglega umhverfi. Á mótum Vesturgötu og Aðalstrætis er að finna verk Kristins E. Hrafnssonar, Héðan og hingað og þangað, frá árinu 2001. Um- hverfi verksins er inntak þess.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.