Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.2003, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.2003, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 2003 13 Þ JÓÐLAGAHÁTÍÐ verður haldin á Siglufirði í fjórða sinn dagana 2.–6. júlí nk. Að þessu sinni taka tónlistarmenn frá átta löndum þátt í hátíðinni. Líkt og undanfarin ár eru tvennir tónleikar á hverju kvöldi en að deginum bjóðast tónlistar- og handverksnámskeið fyrir börn og fullorðna. Sérstöku ljósi verður varpað á vikivaka eða hina fornu söngdansa sem Íslendingar stund- uðu fyrr á öldum og hvernig tónskáld hafa gert sér mat úr þeim. Alþjóðleg tónleikadagskrá Miðvikudaginn 2. júlí hefst hátíðin á því að þjóðlagasveitin Draupner frá Svíþjóð og Anna Pálína Árnadóttir flytja forna íslenska viki- vaka. Sama kvöld leika gítarleikararnir Eric Lammers frá Hollandi og Þórólfur Stefánsson fjölbreytta gítartónlist af þjóðlegum toga. Fimmtudaginn 3. júlí syngur Magnea Tómas- dóttir sópransöngkona við undirleik Guð- mundar Sigurðssonar organleikari trúarleg ís- lensk þjóðlög í útsetningu Smára Ólasonar. Síðar sama kvöld flytur danska dúóið Svöbsk fjölbreytta þjóðlagatónlist frá Danmörku, ball- öður og drykkjusöngva. Það er skipað Maren Hallberg Larsen harmónikkuleikara og Jørg- en Dickmeiss á fiðlu. Föstudaginn 4. júlí heldur fjölmenn harð- angursfiðluhljómsveit frá Bærum í Noregi tónleika á hátíðinni. Hópur dansara sýnir norska þjóðdansa við undirleik hljómsveitar- innar. Að því búnu er röðin komin að söng- dönsum Jóns Múla Árnasonar við texta bróður hans, Jónasar. Egill Ólafsson syngur en með honum er djasstríóið Flís, skipað Davíð Þór Jónssyni píanó, Valdimar Sigurjónssyni kontrabassa og Helga Svavari Helgasyni slag- verksleikara. Laugardagurinn 5. júlí hefst með námskeiði í vikivaka og norrænum þjóðdönsum við undir- leik hljóðfæraleikara á staðnum. Síðdegis eru tvennir tónleikar. Laust eftir hádegi flytja Sig- urður Flosason saxófónleikari og Pétur Grét- arsson slagverksleikari dagskrána Raddir þjóðar, þar sem fornum kvæðamönnum af seg- ulböndum er fléttað saman við framsækna tón- list 21. aldar. Síðar sama dag flytja Þórarinn Hjartarson og Kristjana Arngrímsdóttir lög við ljóð Páls Ólafssonar. Dagskráin nefnist Söngur riddarans. Ljóðin eru flest ástarkvæði en lögin eru ýmist eftir seinna tíma höfunda eða þjóðlög. Að kvöldi laugardagsins verður haldin uppskeruhátíð þar sem tónlistarmenn koma fram og nemendur af námskeiðum sýna afrakstur vinnu sinnar. Hátíðinni lýkur með sérstökum hátíðartón- leikum í Siglufjarðarkirkju sunnudaginn 6. júlí kl. 14. Frumflutt verða hljómsveitarverk eftir tvö kornung tónskáld: Stund milli stríða eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur og Íslensk þjóðlög í útsetningu Gonçalo Lourenço frá Portúgal. Renata Ivan frá Ungverjalandi leikur píanó- konsert Jórunnar Viðar, Sláttu, Hlöðver Sig- urðsson syngur íslensk sönglög við undirleik hljómsveitarinnar og loks syngja sameinaðir siglfirskir kórar fjögur lög eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir kór og hljómsveit. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Chris Speed og búlgörsk tónlist Á þjóðlagahátíðinni verða námskeið fyrir börn og fullorðna og fara þau ýmist fram fyrir eða eftir hádegi. Sumarið 2002 var í fyrsta sinn boðið upp á sérstakt námskeið fyrir tónlist- arnema á framhalds- og háskólastigi. Tilraunin gafst mjög vel og því er nú boðið upp á slíkt námskeið öðru sinni. Nú er röðin komin að búlgörskum þjóðlögum. Kennari er hinn kunni og bráðefnilegi saxófónleikari frá Bandaríkjunum, Chris Speed. Hann einbeitti sér í fyrstu að djasstónlist og spuna en þegar hann komst í kynni við tónlist frá Balkanskaga, einkum Búlgaríu, hafði það afger- andi áhrif á við- horf hans til tón- listar. Á nám- skeiðinu mun Chris Speed skýra fjölbreytta hrynjandi búlg- arskrar tónlistar og gera nemend- um á bæði klass- ísk og rafmögnuð hljóðfæri kleift að leika hana saman í hljómsveit. Flest önnur námskeið á hátíðinni hafa þegar unnið sér fastan sess. Steindór Andersen kveð- ur rímnalög með nemendum sínum, þjóð- lagadúóið Svöbsk býður upp á danska þjóð- dansa og þjóðlög og Kristín Valsdóttir tónmenntakennari kennir hreyfileiki og spuna. Námskeið hennar hentar einkar vel kennurum í grunnskólum. Af handverksnámskeiðum má nefna silfursmíði, refilsaum og ullarþæfingu. Loks geta þeir sem vilja gengið um nágrenni Siglufjarðar í fylgd Valgarðs Egilssonar á sér- stöku útivistarnámskeiði. Þjóðlagahátíðin leggur áherslu á að gera vel við börn gesta á hátíðinni. Að þessu sinni bjóð- ast þeim ókeypis námskeið í gömlum og nýjum söngdönsum með Aðalsteini Ásberg Sigurðs- syni og Önnu Pálínu Árnadóttur, auk leikj- anámskeiðs og leiklistarnámskeiðs í umsjá heimamanna. Námskeiðin eru einnig opin öðr- um börnum gegn vægu gjaldi. Öllum börnum er heimill aðgangur að tónleikum hátíðarinnar. Nánari upplýsingar um Þjóðlagahátíðina á Siglufirði er að finna á heimasíðu hennar á siglo.is/festival. ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐIN Á SIGLUFIRÐI 2.–6. JÚLÍ 2003 Morgunblaðið/Jim Smart Anna Pálína Árnadóttir söngkona og þjóðlagatríóið Draupner. VIKIVAKI Á SIGLUFIRÐI Renáta Iván Magnea Tómasdóttir Egill Ólafsson Höfundur er listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðar á Siglufirði. E F T I R G U N N S T E I N Ó L A F S S O N S EX tónskáld verða staðartónskáld Sumartónleika í Skálholti, en þessi elsta sumartónleikaröð landsins hefst laugardaginn 28. júní og lýkur um verslunarmannahelgina. Tónskáldin sex eru Gunnar Reynir Sveinsson, Bára Grímsdóttir, Hugi Guðmundsson, Tryggvi M. Baldvinsson, Þuríður Jónsdóttir og Óliver Kentish. Fyrstu tónleikarnir, 28. júní, verða helgaðir andlegum verkum Gunnars Reynis, en um leið verður sjötugsafmæli tón- skáldsins fagnað. Atli Heimir Sveinsson flytur erindi um tón- smíðar Gunnars Reynis kl. 14 í Skálholtsskóla, en afmælistón- leikarnir hefjast kl. 15 Kammerkór Suðurlands og einsöngvarar syngja undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, en Kári Þor- mar leikur á orgel. Eins og venjulega eru aðrir tónleikar kl. 17, en þá leikur Contrasti-hópurinn verk frá barokktímanum og ný íslensk verk eftir Oliver Kentish, Hafliða Hallgrímsson og Atla Heimi Sveinsson. Þeir tónleikar verða endurteknir daginn eftir, 29. júní, en við messu kl. 17 verða aftur flutt nokkur verka Gunn- ars Reynis frá laugardeginum. Rúnar Óskarsson, klarinettuleikari og talsmaður Sumartón- leikanna, segir að Óliver Kentish verði einnig áberandi í tónleika- dagskránni í sumar. „Það verður frumflutt verk eftir hann á tón- leikum Contrasti-hópsins fyrstu helgina, sjálfur ætla ég að frumflytja annað verk eftir hann á bassaklarinettutónleikum um verslunarmannahelgina, en auk þess verður sönghópurinn Hljómeyki og hljóðfæraleikarar með heila tónleika með verkum hans laugardaginn 12. júlí kl. 15. Fyrir þá tónleika segir Óliver sjálfur frá verkum sínum í erindi í Skálholtsskóla kl. 14.“ Á seinni efnisskránni þann dag leikur Helga Ingólfsdóttir sembalverk eftir Louis Couperin, Georg Böhm og Jóhann Sebastian Bach. Hin staðartónskáldin fjögur hafa öll verið að vinna að sérstöku verkefni í samvinnu Skálholtstónleika og Collegium musicum í Skálholti. „Þau Þuríður, Tryggvi, Hugi og Bára hafa verið að vinna með Kára Bjarnasyni handritafræðingi að því að skrifa upp gamla sálma úr íslenskum handritum. Þau hafa verið að út- setja þessi lög og þau verða frumflutt á tónleikum aðra tónleika- helgina, 5. og 6. júlí, og eru öll byggð á söngvum og kveðskap Ólafs Jónssonar á Söndum.“ Flytjendur verða sönghópurinn Gríma og hljóðfæraleikarar. Á seinni efnisskrá þessarar helgi flytur hollenski kvartettinn La Pellicana, sem eingöngu leikur á hljóðfæri í stíl endurreisn- artímans, kammer- og einleiksverk frá 16. og 17. öld. „Þetta er ungt fólk, en hefur þegar farið mjög víða og er orðið nokkuð þessari grein tónlistarinnar.“ Jaap Schröder kemur í 13. sinn Einn af bestu gestum Sumartónleika í Skálholti er án efa hol- lenski fiðluleikarinn og stjórnandinn Jaap Schröder. Laugardag- inn 26. júlí flytur hann erindi í Skálholtsskóla þar sem hann fjallar um strengjaverk Jóseps Haydns. Á tónleikunum kl. 15 verður fluttur strengjakvartett Haydns Sjö orð Krists á kross- inum. Hljóðfæraleikar auk Schröders verða Rut Ingólfsdóttir Svava Bernharðsdóttir og Sigurður Halldórsson, en þau leika öll á barrokkhljóðfæri. Upplestur úr íslensku sálmahandriti frá tíma Haydns annast sr. Egill Hallgrímsson staðarprestur. Á seinni tónleikum dagsins leikur Guðrún Óskarsdóttir semb- alleikari franskar svítur eftir Jóhann Sebastian Bach. Þessa helgi, 26.– 27. júlí, bjóða Skálholtsskóli, Sumartónleikar í Skálholtskirkju, og Fornleifastofnun Íslands auk þess upp á menningar- og sögutengda dagskrá. Um er að ræða dagskrá með fyrirlestri, tónleikum, messu, gistingu og mat þar sem boðið verður upp á kaffiborð Valgerðar biskupsfrúar og miðaldahlað- borð að hætti Þorláks biskups með viðeigandi dagskrá undir borðum. Einnig verður staðarskoðun og leiðsögn um uppgraft- arsvæðið í Skálholti. Nánari upplýsingar um þessa þjónustu eru veittar á skrifstofu Skálholtsskóla. Bachkantötur og bassaklarinetta Síðustu tónleikahelgina leikur Bachsveitin í Skálholti tvenna tónleika með leiðara sínum Jaap Schröder. Á fyrri tónleikunum verða fluttar kantötur eftir Jóhann Sebastian Bach. Einsöngv- arar verða Rannveig Sif Sigurðardóttir sópran, Sigríður Jóns- dóttir alt, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Benedikt Ingólfsson bassi. Á seinni efnisskránni eru ítölsk kammerverk frá 17. og 18. öld. Á þriðju tónleikum helgarinnar leikur Rúnar Óskarsson ný verk fyrir bassaklarínettu og frumflytur sem fyrr segir verk eftir Óliver Kentish og Tryggva M. Baldvinsson. Rúnar hefur unnið ötullega í að leiða bassaklarínettuna til vegs og virðingar sem einleiks- og kammerhljóðfæri og er meirihluti þeirra verka, sem flutt verða á þessum tónleikum, saminn fyrir hann og bassa- klarínettuna. Alla tónleikadaga verða veitingar seldar í Skálholtsskóla og barnagæsla er í skólanum meðan á tónleikum stendur. Nýjung þetta sumarið er að Kynnisferðir bjóða rútuferð á alla laugardagstónleikana frá Hótel Loftleiðum kl. 13.30. Haldið er til baka eftir seinni tónleika dagsins og komið til Reykjavíkur um kl. 19. Nánari upplýsingar um ferðirnar fást hjá afgreiðslu Kynnis- ferða, Hótel Loftleiðum. ELSTA SUMARTÓNLEIKARÖÐ LANDSINS, Í SKÁLHOLTI, HEFST 28. JÚNÍ NÝ VERK BYGGÐ Á SÁLM- UM ÓLAFS Á SÖNDUM Morgunblaðið/Jim Smart Gamli og nýi tíminn mætast á Sumartónleikum í Skálholti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.