Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2003, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2003, Síða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ 2003 MORÐIÐ á Alois Eastermann, yfirmanni í hinum svissneska verði Páfagarðs, og eiginkonu hans í maí 1998 vakti á sínum tíma mikla athygli, en auk East- ermann hjónanna fannst einnig lík undirforingjans Cedric Tornay í íbúð þeirra. Páfagarð- ur var á sínum tíma fljótur að lýsa því yfir að Tornay hefði myrt hjónin og framið svo sjálfs- víg, en ýmsir gallar hafa jafnan þótt á þeirri rannsókn og voru alls kyns samsæriskenningar ekki lengi að fæðast. Breski blaðamaðurinn John Follain hefur nú sent frá sér bók um morðin í Páfagarði sem nefn- ist City of Secrets: The Truth Behind the Murders at the Vatican eða Borg leyndarmál- anna: Sannleikurinn um morðin í Vatikaninu. Í bók sinni bendir Follain á marga áhugaverða þætti í mál- inu sem og meinlega galla á rannsókninni, en hann vekur m.a. athygli á rótgróinni úlfúð milli frönsku- og þýskumælandi liðsmanna svissnesku varðsveit- anna, auk þess að ýja að því að þeir Eastermann og Tornay hafi verið elskendur. Afkvæmi annarra ÞRIÐJA og nýjasta bók Jacquel- ine Carey, The Crossley Baby eða Crossley barnið, býr yfir sama háðska stílnum og fyrri verk höfundar, sem hefur gott auga fyrir fyndnum hliðum hins hversdagslega í tilverunni og nær engu að síður að gæða sögupersónur sínar bæði lífi og hlýju. Að þessu sinni fjallar Carey um tvær syst- ur, önnur er heimavinn- andi húsmóðir á meðan hin fetar upp met- orðastigann, og hatramma deilu þeirra um foræði yfir barni þriðju systurinnar, sem deyr í upphafi bókarinnar. Hernaðarspilling FYRSTA skáldaga indverska rannsóknarblaðamannsins Anir- uddha Bahal fær ágætis dóma hjá gagnrýnanda Guardian sem segir hana segja flest sem segja þarf. Bókin nefnist Bunker 13 og er kaldhæðin spennusaga sem fjallar um spillingu innan hers- ins í deilunni um Kasmír. Sú saga byggist að nokkru á raun- verulegum atburðum í hneyksl- ismáli sem Bahal afhjúpaði á síð- asta ári og hefur hér verið fært í búning skáldsögu. Matarbúr lífsins SKOSKI lagaprófessorinn og rit- höfundurinn Alexandir McCall sendi nýlega frá sér fimmtu sög- una um Mma Precious Ramotswe, fyrsta kven- kynsspæj- arann í Botswana. Bókin nefn- ist The Full Cupboard of Life eða Hið fulla matar- búar lífsins, eins og heiti hennar gæti útlagst á íslensku. Sögu- þráðurinn er í anda þeirra óvenjulegu viðburða sem spæj- arinn hefur tekið að sér í fyrri sögum McCall, en að þessu sinni er Precious ráðin af eiganda virtrar hársnyrtistofu til að hjálpa henni við val á eigin- manni. ERLENDAR BÆKUR Morð í Páfagarði Jacqueline Carey Alexander McCall Á UPPVAXTARÁRUM mín- um, sem flest liðu í þrúgandi velsæld kaldastríðsáranna, sungu krakkarnir í hverfinu gjarnan þennan ögrandi kviðling og gengu fylktu liði út Laufásveginn framhjá bandaríska sendiráðinu: Fram, fram, fylking, forðum okkur hættu frá, því kommarnir oss vilja ráðast á — Við vorum þess fullviss að kommúnistarnir vildu óðir koma og að þeir biðu aðeins færis að láta til skarar skríða. Nærvera bandaríska varnarliðsins stað- festi fyrir þjóðinni að hér væri gott að búa, fréttir fjölmiðlanna báru þess vitni að Ísland væri kalda- stríðsnafli alheimsins, eftirsóknarverður staður sem stórveldi ásældust. Þessi bjarta vissa fyllti tvær kynslóðir Íslendinga von og trú, því eins og allir vita bítast menn aðeins um verðmæti. „Hvað ætli þessum herstöðvarandstæðingum verði ágengt?“ sagði maðurinn á götunni. „Kaninn sleppir aldrei af okkur hendinni, jafnvel þótt við viljum að hann fari.“ Nú vill Kaninn kannski burt og skyndilega er sem okkar tími hafi liðið jafn- hratt og hann kom. Ef herinn hverfur á braut telja margir það veikja stöðu okkar innan Nató og um leið vægi okkar í samfélagi þjóðanna. Hætta er á að landinu verði þá skotið út á þann táknræna og landfræðilega veraldarhjara sem þjóðin byggði um aldir og þar geta ráðamenn ekki hugsað sér að vera. Í hálfa öld var þeim talin trú um að þeir skiptu máli, að þeir hefðu vægi, að rödd þeirra hljómaði sterk. Þjóðin var rifin úr sauðskinnsskónum og fékk lyf gegn smáþjóð- arexeminu sem hafði þjáð hana svo lengi. En nú hefur víglínan færst af Norður-Atlants- hafinu austur á bóginn og ekki einu sinni ofsókn- aróðu ráðamennirnir í Washington telja að okkur stafi ógn af Rússum, hvað þá alþjóðlegum sam- tökum hryðjuverkamanna. Embættismaður þar í borg komst nærri kjarna málsins nú á dögunum þegar hann spurði hvers vegna ætti að kosta milljörðum af bandarískum skattpeningum í að halda uppi vörnum lands sem er á jaðrinum á hvergi? Þessi skoðun hefur skinið í gegn í öllum samskiptum okkar við Bandaríkjamenn síðustu vikur og mánuði þótt hún hafi aldrei verið orðuð jafnskýrt og af embættismanninum góða. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins, er sá eini sem hefur þorað að varpa fram þeirri spurn- ingu hvort verið geti að hryðjuverkamennirnir séu sama sinnis. Hver vill vera hvergi? Ekki bandarísk stjórn- völd og ekki heldur andstæðingar þeirra um allan heim. Það vilja heldur ekki íslenskir ráðamenn og ekki þeir fjölmörgu einstaklingar sem nú setja fram þá kröfu að Íslendingar hugi að eigin vörn- um, komi sér upp her eða þjóðvarðliði til að verja landið gegn óskilgreindum óvinum okkar (rúm- lega 52% þjóðarinnar eru á þessari skoðun sam- kvæmt óformlegri könnun Fréttablaðsins frá því í gær). Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að ef tekið sé mið af hernaðarútgjöldum Norðurlandaþjóðanna megi gera ráð fyrir að kostnaðurinn við að hervæða Ís- land verði svo mikill sem 15–20 milljarðar árlega (að frátöldum þeim gríðarlega grunnkostnaði sem færi í að kaupa vopn). Þorvaldur tekur einnig dæmi um nokkur lítil eyríki sem eyða 1–2% ríkis- útgjalda til landvarna og kemst að þeirri niður- stöðu að lágmarksárskostnaður Íslendinga við landvarnir svari til 5–6 milljarða, eða svipaðri upphæð og varið er til háskólamenntunar á Ís- landi árið 2002. Allt verðmætamat gufar upp sem dögg fyrir sólu í umræðunni um vígbúnað, varkárustu menn eyða milljörðum til hægri og vinstri og í raun er krafan um íslenskan her öll hin annarlegasta þeg- ar haft er í huga hversu illa þessum milljörðum yrði varið. Við erum einfaldlega of fámenn þjóð til að geta haldið úti herliði sem gagn væri að. Þótt við kæmum á herskyldu og önduðum hörku í öll vöggubörn landsins, sætum við alltaf uppi með dvergríkisher og það má leggja að jöfnu við að verja heimili sitt með grimmum naggrís. Í brjósti íslensku hernaðarsérfræðinganna blundar sú von að einhverjir ásælist landið sem við elskum. Sum lesendabréfin til dagblaðanna bera þessari þurftafreku ást vitni. Við viljum deyja fyrir sjálfstæði okkar og landið en eigum þess ekki kost? Að baki býr kannski spurningin: „Hver vill búa í landi sem enginn vill verja, og sem verra er, landi sem þarf ekki að verja?“ FJÖLMIÐLAR Fram, fram, fylking Hvers vegna ætti að kosta milljörðum af bandarískum skattpeningum í að halda uppi vörnum lands sem er á jaðr- inum á hvergi? G U Ð N I E L Í S S O N I Það er til róttækni af ýmsu tagi þó að orðið hafilengi verið notað fyrst og fremst um harðdræga vinstristefnu. Kannski er það arfur hins at- kvæðamikla en jafnframt athyglisfreka sjöunda áratugar. Þá þóttu vinstriróttæklingar kræfastir allra. Og þeir eignuðu sér eiginlega þetta hugtak; róttæklingar voru aðallega vinstrisinnaðir stúd- entar sem kröfðust meira frjálsræðis í flestum efn- um og fengu vilja sínum framgengt í mörgu. En síðar urðu þessir stúdentar ráðsettir borgarar og snerust þá margir til íhaldsamari gilda eins og gengur. II En menn hafa verið róttækir á öðrum tímumog í öðrum efnum. Kannski má rekja uppruna róttækrar hugsunar til upplýsingarinnar eins og svo margt annað í nútímasamfélagi. Brýning Kants um að fólk hugsaði sjálft en léti ekki segja sér hvað það ætti að hugsa er í raun kjarninn í róttækninni sem hugmyndafræði. Flestir róttæk- lingar hafa þó sennilega flaskað á þessu. Þeir hafa, eins og mönnum er tamt, hengt sig í ein- hverja hugmyndafræði algerlega gagnrýnislaust. Seint og um síðir hafa þeir vaknað upp við vond- an draum: róttæknin felst nefnilega ekki í fylgi- spekt við hugmynd heldur miklu fremur gagnrýnu viðhorfi til hugmynda almennt – því að hugsa sjálfur. III Í þessum skilningi hafa einstakir menn á öll-um tímum verið róttækir. Í þessum skilningi er róttækni mannkostur en ekki stundarpólitík. Og sennilega er þetta sá skilningur sem lagður hefur verið í pólitíska róttækni á póstmódern- ískum tímum, eins og rakið er í grein um bókina Empire í Lesbók í dag. Allsherjarkenningar á borð við marxisma hafa látið undan síga, þær hafa í raun sjálfar látið undan róttækri, sundur- greinandi hugsun sem viðurkennir ekki einfaldar lausnir. Í fyrrnefndri grein er þessari sundurgrein- andi, róttæku hugsun lýst sem tortryggni, yfirveg- un og kaldhæðni. Og spurt er hvort fræðaheim- urinn þurfi ekki að færa róttækum og líflegum andspyrnuhreyfingum eitthvað annað og meira en það. Svarið er í Empire, að mati greinarhöf- undar, en í þeirri bók sé gerð alvarleg tilraun til að setja andspyrnuna í heimspekilegt samhengi, enn sé þó of snemmt að fullyrða um það hvort Empire standi undir væntingum sem Das Kapital eða Kommúnistaávarp 21. aldarinnar. IV Sagan virðist stundum fara í hringi. Þegarhún virðist um það bil að leita inn á ein- hverja nýja og spennandi braut fer hún óðar í sama gamla farið. Ef lagður er sá skilningur í róttækni að hún sé hvöt til þess að hugsa sjálfstætt þá virðist sagan nú stefna í þveröfuga átt. Eða hvað? Er það ekki svo að um leið og búið er að fella hina róttæku andspyrnu í kerfi þá liggi hún steindauð? NEÐANMÁLS AÐ baki hugmyndinni um almanna- heill býr gildismat á því hvað sé al- menningi til heilla og hvað skaði hann. Í einkadansmálinu svonefnda var þetta gildismat túlkað með hlið- sjón af atvinnufrelsi og velsæmi. Í víðara samhengi má hins vegar full- yrða að það séu einnig önnur og e.t.v. þungvægari gildi en þessi tvö sem tekist er á um í þessu máli. Eitt af þeim er óheft viðskiptafrelsi sem hef- ur m.a. í för með sér markaðs- væðingu mannslíkamans og kynlífs- og klámvæðingu samfélagsins. Allt skal vera falt, hvort sem það eru heil- ir líkamar, einstök líffæri eða kynlíf. Skoða verður atvinnufrelsi hinna svokölluðu súludansstaða í ljósi þess- arar þróunar og efnahagslegs mis- munar milli landa og heimshluta, sem gerir að verkum að vafasamt verður að teljast hvort nektardans- arar hafi yfirleitt frjálst val til þess að stunda iðju sína, þ.e. til þess atvinnu- frelsis sem veitingahúsið krafðist sér til handa í einkadansmálinu. Ef þeir hafa ekki frjálst val, getur einkadans leitt dansarana út í iðju sem kemur niður á mannlegri virðingu þeirra. Að þessu leyti má segja að hæsta- réttardómurinn um bann við einka- dansi snúist um baráttu gegn mann- réttindabrotum sem þrífast í skjóli efnahagslegs misræmis milli fátækra og ríkra landa. Dómurinn snýst af þessum sökum ekki aðeins um al- mennt velsæmi í Reykjavíkurborg. Það má líta á hann sem staðbundna viðleitni til að stemma stigu við hnatt- rænum kynlífs- og klámiðnaði (þótt hér verði ekki fullyrt um það hvort þetta hafi verið markmið dómsins). Skírnir, vorhefti 2003. Sigríður Þorgeirsdóttir. Kynda undir kúgun Conor Gearty er prófessor í mannréttindalögum við LSE (London School of Economics) og hann hefur bent á það í breskum fjölmiðlum að hafi Al-Kaída-samtökin vonast eftir almennri uppreisn arabaheimsins í kjölfar árásanna á Bandaríkin hafi þau orðið fyrir vonbrigðum enda hafi ekkert slíkt gerst. Hins vegar hafi það verið mjög ólíklegt enda sýni sagan að byltingar brjótist ekki út sökum einstakra atburða, það sýni t.d. fjölmörg tilræði við Rússakeisara á 19. öld. Það þurfi meira til og reyndar sé líklegra að einstök atvik sem þetta kyndi undir kúgun af hálfu þess sem ráðist er á. Vefritið Múrinn.is, 25.7. Morgunblaðið/Arnaldur Erlendir hjólreiðamenn á Þingvöllum. Markaðsvæðing mannslíkamans

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.