Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2003, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2003, Qupperneq 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ 2003 N iðarósbiskupsdæmi var stofnað árið 1153 eða fyrir 850 árum. Einari Skúlasyni skáldi var fal- ið að semja drápu til heiðurs Ólafi helga Har- aldssyni, ævarandi kon- ungi Noregs eins og hann var kallaður, og flytja við vígslu hinnar nýju og stórbrotnu dómkirkju í Niðarósi að viðstöddum erkibiskupi og þremur konungum. Kvæðið, sem Einar orti, heitir Geisli og er einn af hápunktum íslensks trúarkveðskapar. Næstkomandi mánudag mun annað íslenskt skáld, Matthías Johannessen, flytja ljóð í til- efni af 850 ára afmæli Niðarósbiskupsdæmis en í gær voru sett hátíðarhöld í Þrándheimi vegna þessara tímamóta. Dagskrá verður helguð ljóðaflokknum Sálmum á atómöld eftir Matthías og mun hann lesa upp úr þeim en einnig mun hann flytja ljóðið Í Niðarósi (birt annars staðar á þessari opnu) sem prentað var með nýrri norskri þýðingu Knuts Ödegaards á Sálmum á átómöld á síðasta ári. Sú þýðing var gefin út í tilefni af afmæli Niðarósbiskups- dæmis og mun Ödegaard lesa upp úr henni á dagskránni ásamt því sem höfundur formála bókarinnar, Lars Roar Langslet, mun fjalla um ljóðaflokkinn. Matthías telur það ekki vera tilviljun að Norðmenn vilji fá Íslending til þess að flytja ljóð á þessum stað á þessum tímamótum í sögu Niðarósbiskupsdæmis, íslensk tunga varðveiti söguna og arfleifðina. Til marks um það er að Matthías notar orð og orðasambönd úr Geisla í kvæði sitt (sbr. skýringar við ljóðið). „Í þessu kvæði, Í Niðarósi, kallast ég á við Einar Skúlason og Geisla sem hann las við vígslu dómkirkjunnar í Niðarósi fyrir 850 ár- um. Ég gat ort óbreytt inn í mitt kvæði það sem stendur í kvæði Einars. Þessi óslitna arf- leifð tungunnar, þessi siðmenningarlegi arfur er það dýrmætasta sem þjóðin á. Ef við ekki ræktum hann glötum við dýrmætustu eign okkar,“ segir Matthías og bætir við: „Sam- tímamenn okkar eru ekki bara pönkarar held- ur líka Einar Skúlason.“ Sálmarnir trúarleg og frumspekileg ljóð Eins og áður sagði verður dagskráin á mánudaginn helguð Sálmum á atómöld sem lesnir hafa verið sem trúarljóð, þótt þeir teljist varla sálmar í hefðbundnum skilningi þess orðs. Flokkurinn kom fyrst út í ljóðabókinni Fagur er dalur árið 1966 en var gefinn út í sér- útgáfu aldarfjórðungi síðar, breyttur og auk- inn. Í inngangi þeirrar bókar segir dr. Gunnar Kristjánsson að Matthías sé „ekki skáld trú- fræðinnar heldur trúarreynslunnar“ og ljóðin séu „hugleiðingar um návist Guðs, föðurins (af- ans), skaparans, í hversdagslegu lífi“. Ljóðin fjalla um lífsháskann í ógnvænlegum heimi, segir Gunnar, og trúarskilningur þeirra birtist í því að þrátt fyrir allt sé maðurinn ekki einn: „það sem mestu skiptir er það lögmál sem skáldið þekkir fyrir trú sína: návist Guðs í þessum heimi.“ Lars Roar Langslet segir Sálmana frum- spekilegt kvæði í formála að þýðingu Öde- gaards. Hann telur að flokkurinn fjalli um frumástæður lífs og dauða. Þrátt fyrir ógnir atómaldarinnar kenni trúin okkur að dauðinn fái ekki að eiga síðasta orðið: „Kærleikur Guðs er takmarkalaus og alltaf nálægur, og hann hefur ávallt unnið á dauðanum. Hið minnsta strá vitnar um líf og sköpun,“ segir Langslet í túlkun sinni á Sálmunum. Sálmar? En hvað merkir orðið „sálmar“ í titli ljóða- flokksins? Orðið sálmar er samheiti á safnaðarsöng við guðsþjónustur. Þeir sálmar sem sungnir hafa verið í íslenskum kirkjum í gegnum aldirnar og prentaðir eru í sálmabókum svokölluðum hafa oftast verið ortir í bundnu máli. Þess má geta að Matthías á einn sálm í íslensku sálmabók- inni. Sálmar á atómöld eru ekki ortir í bundnu máli og þeir myndu sennilega seint verða prentaðir í íslenskri sálmabók. Við suma þeirra hefur hins vegar verið samin tónlist, meðal annars af danska tónskáldinu Svend S. Schultz. En orðið sálmur er einnig notað um andleg ljóð, þó að þau hafi ekki verið sungin reglulega í kirkjum, eins og segir í Hugtökum og heitum í bókmenntafræði (1983). Og sú skilgreining getur hæglega átt við um Sálma á atómöld. Þó að ljóðin séu ekki hefðbundnir sálmar að formi og efni eru þeir tvímælalaust andleg ljóð sem lýsa vissu um návist guðs og lotningu frammi fyrir sköpunarverkinu. Og kannski eru Sálmar á atómöld sálmar eins og þeir hljóta að vera nú þegar ekki er hægt að yrkja sálma lengur, þeg- ar þetta form er dautt. Og um hvað fjölluðu sálmar fyrri alda svo sem ef ekki guð og sköp- unina og síðan höfunda þeirra og vandann að vera til í endalausum hversdeginum, en það eru einmitt viðfangsefni ljóða Matthíasar. Sá grunur læðist samt óneitanlega að les- anda að orðið sálmar sé ekki síst í titli bók- arinnar fyrir stríðni höfundar. Hver yrkir sálma þegar hið hefðbundna ljóðform er loks- ins dautt? Hver yrkir sálma á öld atómsins? Á atómöld? Að yrkja sálma á atómöld var að yrkja eins og ekki mátti yrkja á þeim tímum. Um það fjallar titillinn ekki síst. Þetta voru hættulegir tímar í ýmsum skiln- ingi. Atómskáldskapurinn hafði rutt brautina á Íslandi fyrir hin óbundnu ljóð sem um miðjan sjöunda áratuginn voru orðin þroskuð, mód- ernísk ljóð, hnitmiðuð, innhverf og myrk af til- vistarlegri angist, kvíða, vonleysi og merking- arleysi. Og þá kemur þetta skáld eins og ausandi folald og yrkir lausamálslegt, opið og auðskilið trúarljóð um hversdagstilvistina sem er full af von og fegurð. Þetta getur ekki hafa verið eins og það átti að vera. Það er auðvelt að gera of mikið úr ógnum at- ómaldarinnar í íslenskum menningarheimi, en það geisaði samt kalt stríð og kjarnorkuváin var yfirvofandi. Sálmar á atómöld voru sálmar ortir í nýju formi í nýjum heimi, í hættulegu formi í hættulegum heimi – í bráðum glötuðum heimi, að mati sumra. Matthías hafði tekið þátt í því að lýsa þessari ógnarveröld í fyrri ljóðabókum sínum sem voru ortar í módernískum anda nema Vor úr vetri (1963) sem samanstendur nánast ein- göngu af enskum sonnettum sem Matthías segir í viðtali ortar „með hráslagalegum hætti“ til að minna á hinn hrjúfa heim samtímans (TMM, 3/96). En Sálmarnir eru allt annars eðlis. Hversdagsleikinn Sálmar á atómöld lýsa lotningu frammi fyrir sköpunarverki guðs en, eins og Matthías bend- ir á í áðurnefndu viðtali, „það er lotning fyrir hversdagslegu lífi mannsins þar sem hann stendur andspænis forsjóninni, skrautlaust og einlægt.“ Sálmarnir eru skrautlausir og einlægir, enda hefur enginn farið fram á annað: þú hefur sagt: Verði ljós, en þú hefur aldrei sagt: Verði háir turnar. Sálmarnir eru ekki hástemmt kvæði um dýrð drottins, þeir eru ekki fullir af upphöfnu myndmáli eða hátíðlegri lofgjörð. Þeir eru heldur ekki enn ein tilraunin til þess að kafa djúpt ofan í byggingu samfélagsins og tungu- málsins og hugsunarinnar til að komast að innstu rökum tilverunnar. Þeir eru annars konar nálgun við flóknar og óneitanlega graf- alvarlegar spurningar tímans. Þeir eru einlæg leit að tilvist mannsins í háskalegum heimi. Þeir eru trúarjátning hvunndagsmanns sem bugtar sig ekki og beygir fyrir alvaldinu þótt hann viti mæta vel hver ræður – og viðurkenn- ir það með sínum hætti: Svo elskaðir þú heiminn að þú veittir jafnvel mér hlutdeild í fegurð hans. Án þess að beygja kné mín í auðmýkt þrælsins geng ég inn í önn dagsins eins og lítill drengur sem fær að fara á Völlinn. Og langt er síðan ég gerði mér þess grein að engu skiptir þótt einhver hrópi: Útaf með dómarann – Því hann er sá eini sem ekki getur tapað. Þessi glettni, sem jaðrar stundum við að vera léttúð, einkennir Sálma á atómöld. Hún stangast sannarlega á við hinn þungbrýnda tit- il bálksins og drungann sem hafði verið yfir ís- lenskum módernisma fram á sjöunda áratug- inn, en hún kallast líka á við ýmislegt sem var og átti eftir að gerast í íslenskri ljóðlist, til dæmis í bókum Dags Sigurðarsonar og síðar fyndnu kynslóðarinnar svokölluðu. Þar kom guð hins vegar lítið við sögu enda fyrir löngu búið að lýsa yfir dauða hans. Guð og þögnin Í sálmum Matthíasar er guð ekki dauður. Menn hafa að vísu ýmsa hjáguði. Borgin er til að mynda „musteri þar sem séra Bjarni / er ekki lengur æðstiprestur, / heldur sjónvarps- guðið“. Og guð segir heldur aldrei neitt. Hann er þögull. En þessi þögn merkir ekki endilega fjarveru guðs: Með þögninni eyðir þú öllum misskilningi eins og sól þurrki dögg af morgungrænum blöðum. Þögnin er þannig ekki eyða sem maðurinn finnur sig knúinn til þess að fylla í, hún er þvert á móti full af merkingu. Þessi trúarlega vissa er annað meginein- kenni á Sálmum á atómöld. Og hún stangast sannarlega á við tómhyggjuna og þann nag- andi efa um tilvist guðs sem íslensk ljóðskáld höfðu lýst um og upp úr miðri síðustu öld. En hér er rétt að hafa í huga orð dr. Gunnars Kristjánssonar um að Matthías sé „ekki skáld trúfræðinnar heldur trúarreynslunnar“. Matthías yrkir enga guðfræði. Hann lýsir upp- lifun sinni af guði í hversdagslífinu, og ekki síð- ur náttúrunni, hinu lifandi og hugsandi efni, eins og hann hefur kallað það (Lesbók 22 des. 2001): Óendanlega smátt er sandkornið á ströndinni. Óendanlega stór er kærleikur þinn. Ég er sandkorn á ströndinni, kærleikur þinn hafið. Enn fremur er rétt að hafa í huga að sálmar Matthíasar eru fullir af efasemdum, en þær beinast fyrst og fremst að samtímanum og manninum, hinum hrokafulla nútímamanni. Hubris – ofdramb Í smásagnasafni Matthíasar, Flugnasuð í farangrinum (1998), er sögð saga af kvöld- göngum guðs í garði sínum þar sem hann hugsaði mikið um sköpunarverkið og þótti það Að yrkja sálma á atómöld var að yrkja eins og ekki mátti yrkja á þeim tímum, segir ÞRÖSTUR HELGASON um ljóðaflokk Matthíasar Johannessen sem verður umfjöllunarefni dagskrár á hátíðarhöldum Norðmanna vegna 850 ára afmælis Niðarósbiskupsdæmis. Þar mun Matthías einnig flytja nýtt ljóð er nefnist Í Niðarósi en í því kallast hann á við Geisla sem Einar Skúlason flutti við stofnun biskupssetursins. SÁLMAR FRÁ HÆTTU- LEGUM TÍMUM „Samtímamenn okkar eru ekki bara pönkarar heldur líka Einar Skúlason,“ segir Matthías Johannessen. Atómskáldskapurinn hafði rutt brautina á Íslandi fyrir hin óbundnu ljóð sem um miðjan sjöunda ára- tuginn voru orðin þroskuð, módernísk ljóð, hnitmiðuð, inn- hverf og myrk af til- vistarlegri angist, kvíða, vonleysi og merkingarleysi. Og þá kemur þetta skáld eins og ausandi folald og yrkir lausamáls- legt, opið og auðskilið trúarljóð um hvers- dagstilvistina sem er full af von og fegurð. Þetta getur ekki hafa verið eins og það átti að vera.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.