Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2003, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2003, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ 2003 9 þeirra hverju eru sjö kardinales. (1) Hið æðsta þessara mustera er þar er þeir Petrus og Pálus hvíla. (2) Annað er að Maríumusteri. (3) Þriðja er þar sem er höfuð sankti Páli apostoli, þar er Via Ostensi. (4) Hið fjórða Sankti Lárensíi, (5) hið fimmta í Latrani, sankti Jóhannis [baptista], þar er heimili pape … (Alfræði íslenzk I, 23-4; sbr. Hauksbók (1892-6), 176). Páll mun hafa verið hálshöggvinn og líkami og höfuð hans eiga að hafa verið grafin þar sem reis kirkjan San Paolo fuori le mura. Hér og hjá Niku- lási er gert ráð fyrir að beinum Péturs og Páls hafi verið skipt á milli kirkna þeirra. Blóð písl- arvotta og líkamsleifar postula gaf Róm sérstakt gildi í hugum pílagríma, þeir voru komnir til að vitja hinna staðföstu frumkvöðla sem áttu heima í Róm, hver í sinni kirkju, en nutu um leið sér- stakrar náðar skaparans. Mikilvægt var að kom- ast í návist þeirra og þeir þóttu góðir til áheita og milligöngu við Guð. Hvaða leið fór Sturla Sighvatsson á iðrunar- göngu um Róm og við hvaða kirkjur var hann hýddur? Sturla Sighvatsson var leiddur á milli ‘allra kirkna’ í Rómaborg og ráðið fyrir flestum höf- uðkirkjum, segir nafni hans, Þórðarson. Nikulás segir að enginn þekki allar kirkjur í Róm um 1150 en talið er að þær hafi verið um 350 (Birch (1998), 108). Því verður að ætla að Sturla hafi aðeins farið nærri eða séð meginþorra allra kirkna í Róm. Þetta með að sjá kirkjur mun hafa verið mik- ilvægt atriði. Má benda til samanburðar á ‘fegins- brekku’ sem Nikulás nefnir að hafi verið á leið pílagríma næst fyrir norðan Róm. Orðið er þýð- ing á mons gaudii, gleðihæð, sem var notað um staði þar sem fyrst sást til hins fyrirheitna helgi- staðar. Pílagrímar hnigu þá út af í feginleika og lofuðu guð. Þeir bjuggu sig síðan sem best undir lokaáfangann. Í þessu tilviki mun átt við Monte Mario skammt fyrir norðan Vatikanið (sbr. Green 198). Svipuð feginsbrekka er líka við Niðarós þar sem pílagrímar sáu fyrst til dómkirkjunnar í bæ Ólafs helga (Fritzner). Það var trúlega almenn regla að fólk krossaði sig og baðst fyrir þar sem sást fyrst til kirkna sem það sótti á helgum tíðum, samanber td. Sesseljuvörðu nálægt Húsafelli í Borgarfirði. Sturlu var líklega látið nægja að sýna viðeigandi látbragð og hegðun þar sem fyrst sást til helstu kirkna af öllum hinum mikla fjölda. Í Danmörku var Sturlu gefinn hestur og fór hann því trúlega á hestbaki til Rómar. Það var háttur sumra efnamanna og mun hafa talist full- gilt fyrir pílagríma og eins á okkar tíð sú aðferð Jóns Björnssonars að fara á hjólhesti til Jakobs- borgar. Hins vegar var Sturla knúinn til fararinn- ar og megintilgangurinn var að taka út refsingu. Það má ímynda sér að hann hafi byrjað iðrunar- göngu sína í Róm við Jóhannesarkirkjuna í Lat- erani (Jónskirkjuna) og verið hýddur þar og end- að í Péturskirkjunni og verið hýddur þar. Var leiðin því etv. eitthvað í líkingu við röðina á kirkj- unum í upptalningu Nikulásar sem byrjar og end- ar á þessum kirkjum í upptalningu sinni. Sturla hefur verið leiddur að Maria Maggiore og Páls- kirkju og ætti að hafa verið hýddur hjá báðum. Lárensíusarkirkja er einnig líkleg sem höfuð- kirkja með hýðingu. Hins vegar er óvíst um Agnesarkirkju og kirkju Jóhannesar postula við Latneska hliðið. Sturla Þórðarson þekkti líklega frásögn Nikulásar og segir að nafni sinn hafi verið hýddur við ‘flestar’ höfuðkirkjur. Leiðin kann þá að hafa legið frá Jónskirkju í Laterani (1) til Mar- iu Maggiore (2) og síðan austur til Stefáns og Lár- ensíusar (3). Næsta höfuðkirkja þar á eftir er Pálskirkja (4) og hin fimmta Péturskirkja (5). Vandinn er að vita hvar Sturla hefur verið leiddur frá Stefáni og Lárensíusi til Páls. Hann kann að hafa gert svipað og Nikulás, farið til Agnesar og síðan aftur inn fyrir gömlu múrana og um Later- an til kirkju Jóhannesar við hliðið og síðan hugs- anlega fram hjá Maria in Domnica og Jóni og Páli yfir í Panþeon og að svo búnu suður til Páls. Hann kann líka að hafa farið einhverja aðra leið. Hitt er mjög líklegt að hann hafi verið hýddur næstsíðast við Pálskirkju, áður en endað var með hýðingu við Péturskirkju. Er þetta ætlandi vegna hárrar stöðu og náinna tengsla þessara kirkna og dýr- linga þeirra. Péturskirkjan hlaut þó að verða síð- ust þar sem aflausn hefur verið veitt eða, með orðum Nikulásar, lausn á öllum vandræðum. Hvað sem öðru líður, er sýnt að Sturla hefur þurft að fara krókaleiðir til að sjá ‘allar’ kirkjur í Róm. Erfitt er að gera sér grein fyrir þessu, Róm var ekki giska stór á 13. öld, náði td. mun skemur í norður en nemur Spænsku tröppunum sem margir þekkja Og ætli Sturla hafi ekki farið um Trastevere, handan ár, á leið frá Páli til Péturs? Hér er jafnan miðað við að það geti verið rétt að Sturla hafi verið hýddur. Ekki skal það rök- stutt nánar en þó minnt á refsingu þá sem Hein- rekur II Englakóngur hlaut þegar honum var kennt um dauða Tómasar Becket, erkibiskups í Kantaraborg, sem var höggvinn í höfðuðið og dó árið 1170. Kóngur fastaði og gekk síðan berfætt- ur í kufli pílagríms inn í kirkjuna í Kantaraborg með fasi iðrandi manns og bauð munkum að hýða sig, sem þeir gerðu. Að svo búnu vakti hann við skríni Tómasar og gaf loks gjafir. Er athugandi að samtímamenn Guðmundar biskups Arasonar líktu honum við Tómas og hýð- ing Sturlu hefur verið í samræmi við tíðarandann. Hversu oft hann var hýddur skal ósagt látið en varla hefur verið stansað sjaldnar en fimm sinn- um til að hýða hann, sé réttilega hermt frá at- burðum. Niðurlag Þeir Nikulás og Sturla fóru vafalítið af ólíkum hvötum til Rómar. Láti að líkum, fór Nikulás af frjálsum og fúsum vilja. Sem nærri má geta þótti honum mest koma til guðshúsa og helgra dóma en merkilegt er að hann hafði líka áhuga á um- merkjum um hið heiðna Rómarveldi. Við verðum líka að gera ráð fyrir að Sturla hafi ekki verið blindur á slíkt, jafnvel áhugasamari um róm- verska byggingartækni, hann sem lét gera mikið virki í Dölum og flytja skemmu út í Geirshólma. En megintilgangur beggja var að komast í ná- munda við helga dóma, hlýða á messur, skrifta og þiggja líkama og blóð Krists. Báðir munu hafa komið við í öllum höfuðkirkjunum fimm í Róm og sýnt er að Nikulás hefur farið nokkuð víða um í borginni. Hið sama hefur Sturla gert þótt ekki hafi hann endilega farið sömu leið og Nikulás. Sennilega hefur Nikulás látið persónuleg áhuga- mál sín stjórna för að einhverju leyti en Sturla var hins vegar leiddur milli kirkna og réð líklega ekki miklu um för sína. Engu að síður má telja víst að hann hafi farið vítt og breitt um Róm á yfirbót- argöngu sinni. Þeim sem hafa áhuga á að hugleiða pílagríms- ferðir frekar skal bent á verk þeirra Péturs Gunnarssonar og Jóns Björnssonar. Pétur lýsir veru Haukadalsfeðganna, Halls og Gissurar, í Róm og beitir skáldlegu innsæi sínu. Frábær og eftirminnileg er frásögn hans af suðurgöngu þeirra hjóna Þórlaugar frá Reykholti og Þóris prests í Deildartungu. Jón svarar mörgu því sem hér er lítt sinnt eða ekki, af hverju fólk fór í píla- grímsferðir og hvað helgir dómar voru og til hvers og hvernig fólk batt vonir við dýrlinga. Jón gerðist sjálfur pílagrímur og frásögn hans færir okkur nærri þrengingum og þrá pílagríma, auð- mýkt þeirra og gleði, í nútíð og fortíð. Heimildir: - Alfræði íslenzk. Islandsk encyclopædisk literatur. I. Cod. Mbr. AM 194 8vo. Útg. Kr. Kålund (STUAGNL XXXVII, 1908), 12-31. - Debra J. Birch, Pilgrimage to Rome in the Middle Ages. Continuity and Change. (The Boydell Press, 1998). - Eyewitness Travel Guides: Rome (Dorling Kindersley 1997). - The Green Guide. Rome (Michelin Travel Publications 1999) - Kristian Kålund, ‘En islandsk vejviser for pilgrimme fra 12. århundrede’. Aarböger for nordisk Oldkyndighed og Hi- storie III/3 (1913), 51-105, einkum 75-9. - Francis P. Magoun jr., ‘ The Rome of two northern pil- grims: Archbishop Sigeric of Canterbury and abbot Nikolás of Munkathverá’. The Harvard Theological Review XXXIII/4 (1940), 267-89, einkum 277-88. - Sami, The pilgrim-diary of Nikulas of Munkathvera: The road to Rome. Mediaeval Studies VI (1944), 314-54. Ólafur H. Torfason las greinina í drögum og gerði gagnlegar athugasemdir. Hann lagði og til efni í myndatexta. Honum eru hér með færðar bestu þakkir fyrir þetta. Höfundur er prófessor í sagnfræði við Háskóla Ís- lands. Reuters Péturskirkjan var fastur viðkomustaður Rómarfara til forna.                                                                   !                   !"  " # $ % " %&"'()   "    *  " + " "   , ! - # * . %" $ % " *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.