Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.2003, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.2003, Page 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. ÁGÚST 2003 Í RÆÐU sem formaður læknisfræði- nefndar Nóbelsstofnunarinnar, Mör- ner greifi, hélt við afhendingu verð- launanna, þar sem Niels Finsen gat ekki verið viðstaddur, sagði hann meðal annars: „Prófessor Niels Fin- sen getur ekki verið viðstaddur vegna alvarlegra veikinda. Hann er velgerð- armaður hinna þjáðu en þó fórnarlamb, brautryðjandi í læknavísindum en þó sönnun vanmáttar þeirra í mörgum tilfellum. Sjúk- dómur hans hefur þó aldrei náð svo miklu valdi á honum að hann hafi kúgað vísinda- löngun hans. Það mætti fremur segja að hún hefði vaknað og styrkst við sjúkdóm sjálfs hans. Hinar fyrstu óákveðnu hugsanir hans um áhrif ljóssins á líffærin voru knúðar áfram af þjáningum hans og til þess að ráða bót á þeim. … Ég ætla að minnast á eitt at- riði sem er sérkennilegt fyrir starfsemi Fin- sens. Það er hin óbilandi elja hans sem aldr- ei bregst. Prófessor Finsen er kominn af gamalli íslenskri ætt. Þaðan stafar þetta lundareinkenni vissulega. En það er ekki eingöngu íslenskt skaplyndi. Það er ætt- areinkenni hins norræna kynstofns sem hér kemur fram hjá Finsen. Við dáumst að hug- kvæmninni í vísindastarfsemi hans en jafn- framt hrífumst við af því að í honum sjáum við Norðurlönd.“ Íslenskur? Niels Ryberg Finsen fæddist í Færeyjum 15. desember árið 1864. Foreldrar hans voru Hannes Finsen landfógeti í Færeyjum og kona hans Johanne. Johanne Sophie Car- oline Christine var dóttir Niels Ryberg For- mann bústjóra á Falstri en Hannes Kristján Steingrímur Finsen var sonur Ólafs Finsen yfirdómara og stiftamtmanns í Reykjavík og konu hans Maríu Nikolínu Óladóttur Möller. Ólafur Finsen var sonur Hannesar Finns- sonar síðasta biskups í Skálholti en frá hon- um er ættarnafnið Finsen komið. Ættbogi Finsena var fjölmennur á Íslandi og ekki síður í Danmörku og flestir karlar þessarar ættar komust til einhverra metorða innan stjórnkerfisins. Hannes Finsen lauk lög- fræðiprófi árið 1856 og einungis tveimur ár- um síðar var hann orðinn landfógeti í Fær- eyjum. Hann var gerður að amtmanni árið 1871 en árið 1884 varð hann stiftamtmaður í Ribe sem þá var við landamæri Þýskalands. Hannes og Johanne eignuðust þrjú börn auk Nielsar, elstur var Ólafur apótekari, þá Niels, Elísabet og loks Vilhelm póstmeistari og öll bjuggu þau í Danmörku. Johanne lést árið 1864 aðeins 31 ára gömul en rúmu ári síðar kvæntist Hannes síðari konu sinni Birgittu Formann og eignuðust þau fimm börn. Niels ólst upp í Færeyjum til 14 ára ald- urs en þá var hann sendur í einn fínasta skóla Danmerkur í Herlufsholm á Suður- Sjálandi. Skólavistin varð honum ekki til framdráttar og eftir tveggja ára nám fékk hann þann vitnisburð að hann væri „drengur góður en skorti bæði hæfileika og dugnað“. Þar sem ekki virtust möguleikar á áfram- haldandi námi í Danmörku var gripið til þess ráðs að senda Niels til ömmu sinnar og frænda í Reykjavík. Niels kunni vel við sig í Reykjavík og eignaðist þar góða vini, meðal annarra Jón Helgason síðar biskup, en hann varð aldrei afburða námsmaður á bókina. Hann lauk stúdentsprófi frá Lærða skól- anum árið 1882 með lélegri einkun þótt ár- angur hans í strærðfræði og náttúrufræði væri ágætur þá var ákaflega takmarkaður áhugi hjá honum varðandi fornfræðina og slíkir menn voru ekki hátt skrifaðir í skól- anum. Um sumarið siglir Niels utan og kom aldrei aftur til Íslands en um haustið hóf hann nám í læknisfræði við Kaupmanna- hafnarháskóla. Hann bjó á Garði en þar áttu íslenskir stúdentar rétt á ókeypis vist í fjög- ur ár en danskir stúdentar komust þar ekki að fyrr en eftir nokkurra ára nám. Niels lauk læknisnáminu á þrítugasta aldursári með slakri einkunn en ljósi punkturinn var að hann hafði skömmu áður trúlofast bisk- upsdótturinni í Ribe, Ingeborg Balselv. Niels og Ingeborg voru gefin saman í dóm- kirkjunni í Ribe undir lok árs 1892 en nokkru áður hafði útför Hannesar Finsen, föður Nielsar, verið gerð frá sömu kirkju. Niels og Ingeborg eignuðust fjögur börn en það elsta lést í fæðingu en hin voru Halldór, Gudrun og Valgerda. Því verður ekki á móti mælt að Niels var af íslenskum ættum eins og skilmerkilega er greint frá í íslenskum bókum þar sem sagt er af afrekum hans. Hann var auðvitað einn- ig af dönskum ættum því ekki var hann móðurlaus frekar en aðrir. Hann elst upp í Færeyjum til 14 ára aldurs, býr tæp tvö ár í Danmörku, er síðan sex vetur og eitt sumar á Íslandi en býr eftir það í Danmörku til æviloka rúmum 20 árum síðar. Danska var hans móðurmál og hann talaði dönsku í Færeyjum en hann mun hafa náð þokka- legum tökum á íslensku á meðan hann dvaldi á Íslandi. Það hefur eitthvað þvælst fyrir mönnum sem skrifað hafa um Niels Finsen að staðsetja hann meðal þessara þriggja þjóða og Anker Aggebo læknir, sem skrifaði lotningarfulla ævisögu hans, lýsti honum þannig: „Róttækur, einmana, dul- rænn og þjáður maður. Skapgerð hans var djörf, margradda, þó að hún hefði aðeins einn streng. Færeyskt granít, harður og karlmannlegur, einmana íslenskur jökull, dreymandi unaður Suður-Sjálands og hlýja Holtsetalandsvatna var sameinað og sam- stillt í þrekmiklum vilja hans. Hvað sem þessu líður var Niels Finsen danskur þegn og verðugur fulltrúi þess jarðvegs sem hann var sprottinn úr.“ Rannsóknir og lækningar Að loknu námi í læknisfræðinni fékk Niels starf við háskólann sem kennari í líffæra- fræði en hluti af því starfi fólst í krufn- ingum. Hann var farsæll í starfi og leysti það vel af hendi en það var annað sem vakti áhuga hans og hann sagði starfi sínu lausu árið 1893. Í Hospitaltidende í júlí 1893 birt- ist fyrsta vísindagrein Nielsar „Om Lysets Indvirkning paa Huden“ en hann skrifaði rúmlega 30 vísindagreinar á næstu tíu árum. Rannsóknir hans snerust fyrst og fremst um áhrif sólarljóssins og annarrar geislunar á húðina. Aðrir læknar höfðu gert athuganir á þessu sviði áður og þeirra á meðal var franski læknirinn Charcot, faðir Charcot sem fórst með skipinu Pourquoi pas? út af Mýrum árið 1936, og sænski læknirinn Wid- mark. Niels Finsen rannsakaði áhrif ljóss á vís- indalegan hátt, hvaða geislar hefðu áhrif, hvernig þeir hefðu áhrif og hvers vegna það gerðist. Það var ekki nóg að segja „blessuð sólin elskar allt…“ það varð að færa vís- indalega sönnun fyrir því. Niels lýsti því sjálfur hvernig áhugi hans á lækningamætti sólarljóssins vaknaði: „Ein af mínum fyrstu athugunum og auk þess sönnun fyrir gagnsemi sólarljóssins var það sem hér fer á eftir: Fyrir neðan gluggann minn í húsagarðinum var flatt þak. Sólin skein á helming þaksins, þar lá köttur og sleikti sólskinið, sneri sér og teygði og virtist kunna lífinu hið besta. Þegar skugg- inn féll á köttinn færði hann sig þangað sem sólin skein. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum. Þessi hversdagslegi atburður varð tvígildur fyrir mig. Í fyrsta lagi áleit ég að sólarljósið væri nytsamt fyrir köttinn úr því að hann leitaði þess ósjálfrátt. Ég man líka að ég öfundaði köttinn sem gat legið svona í sólskininu. Þarna fékk ég fyrstu hugmynd- ina um sólböð eða ljósaböð. Síðar komst ég að því að sólböð voru notuð í fornöld en þá hafði ég aldrei heyrt þeirra getið. Önnur smáathugun sama eðlis: Ég stóð á brúnni yfir á Slotsholmen (Hojbro) og horfði niður í vatnið (vegna lasleika varð ég að stansa hvað eftir annað á leiðinni). Það var glaða sólskin og brúin varpaði skugga á sundið. Undir brúnni var mikill straumur. Ég kom auga á eitt skorkvikindanna sem voru á yfirborði vatnsins. Það barst með straumnum til brúarinnar. En er það kom inn í skuggann þaut það á móti straumnum. Þetta endurtók sig hvað eftir annað meðan ég stóð þarna á brúnni, – einhverju sinni sagði ég kunningja mínum frá þessu með köttinn og skorpödduna. Hann sagði mér þá frá stofuhundi sem ætíð leitaði uppi sól- skinsblettina í stofunni og legðist þar. Þess- ar þrjár í sjálfu sér ómerkilegu athuganir festu huga minn við þýðingu ljóssins og mér datt jafnvel í hug að hagnýta hana, þ.e.a.s. ljósaböð.“ Í bréfi til Ólafs bróður síns vorið 1894 seg- ir Niels, „Eins og sakir standa fæst ég við rannsóknir á gagnsemi sólarljóssins (dýra- tilraunir). Ég vonast til að ná einhverjum ár- angri. En ég hef mikið að gera og þoli ekki að leggja hart að mér vegna heilsunnar, annars líður mér nú ákjósanlega.“ Finsen er með alls konar athuganir og til- raunir og mörg rannsóknartækin smíðar hann sjálfur. Hann athugar ekki bara sólar- ljósið heldur einnig kolbogaljós og röntgen- geisla og hvernig samspil þeirra gæti verið. Rit hans Ljósið sem fjörgjafi endar þannig: „Við þekkjum öll hin einkennilegu áhrif sem sólarljósið hefur á allar lifandi verur. Við finnum þau þó að við sjáum þau ekki að jafnaði. Við tökum eftir þeim við snögg um- skipti. Hafi himinninn t.d. verið skýjaður á sumardegi og sólin brýst allt í einu fram breytist öll náttúran. Allt lifnar við, skor- kvikindin skríða glaðlega um eða fljúga suð- andi í loftinu. Eðlur og uglur koma fram á sjónarsviðið og leika sér í sólskininu, fugl- arnir syngja. Við mennirnir finnum einnig þessi góðu áhrif. Þessi greinilega verkun ljóssins, en dálítið óákveðna, mætti kalla lífs- vekjandi í þeim skilningi að hún vekur til lífsins, eykur hreyfingu. Hingað til hefur þetta, er mér óhætt að segja, verið eignað hlýju sólargeislanna og „andlegum áhrifum“ ljóssins. Mér virðist af rannsóknum mínum og athugunum að þessi áhrif séu útfjólu- bláum geislum að þakka, að minnsta kosti hvað lægri dýr snertir.“ Niels veit að geislun og sólarljósið hafa áhrif en það nægir honum ekki, hann verður að hafa vísindalega sönnun. Við ófullkomnar athuganir setti hann fram þá tilgátu að húð- berklar, lúpus, stöfuðu af sýklum í húðinni, en þó ekki í ysta lagi hennar vegna þess að sólarljósið dræpi þá þar. Þess vegna þyrfti að koma geislum inn í húðina til að drepa sýklana. Tilraunir Dowes og Blunt 1878 bentu til þess að sólarljós gæti drepið eða hamið vöxt sýkla sem valda sjúkdómum hjá mönnum. Niels gerir ýmsar athuganir og prófar sig áfram með rafljósi þar sem sólskinsstund- irnar voru stundum af skornum skammti. Hann fær inni hjá Rafmagnsveitu Kaup- mannahafnar í Gothersgötu árið 1895 og þar læknar hann sannanlega fyrsta sjúklinginn af lúpus. Rafveitustjórinn Winfeld-Hansen segir svo frá: „Mig minnir að það hafi verið um miðjan nóvember sem dr. Finsen leitaði til okkar. Hann bað leyfis að mega gera nokkrar til- raunir um áhrif ljóssins á húðberkla. Ég man greinilega hve skýr og einföld rök Fin- sens voru er hann færði fyrir sannfæringu sinni um að ljósið gæti læknað lúpus. Hann skýrði mér frá því að húðberklasýklarnir væru ½–1 mm undir húðinni. Hann áleit að þetta væri af því að sýklarnir þyldu ekki ljósið eða að minnsta kosti einhverja ljós- geisla. Eftir nokkrar byrjunartilraunir sem hann hafði gert hafði hann ástæðu til þess að halda að það væru fjólubláu geislarnir sem væru sýklunum banvænir. Hann kvaðst álíta að geislarnir gætu farið 1 cm inn í lík- amann. Hann trúði því fastlega að tilraunin mundi takast. Mér var ánægja að því að leyfa tilraun- irnar á rannsóknarstofu rafmagnsstöðvar- BRAUTRYÐJANDI Í LÆKNA- VÍSINDUM EN ÞÓ SÖNN- UN VANMÁTTAR ÞEIRRA Hinn 10. desember 1903 tilkynnti Nóbelsnefndin í Stokkhólmi að hinn íslenskættaði Niels Ryberg Fin- sen fengi Nóbelsverðlaunin í læknisfræði. Verðlaunin voru veitt fyrir „framlag hans til lækninga, sérstaklega lupus vulgaris, með áherslu á geislun þar sem hann hefur opnað nýjar víddir í læknisfræðinni“, eins og segir í rökstuðningi nefndarinnar. Hver var þessi maður og hvað gerði hann svona merkilegt að það verðskuldaði Nóbelsverðlaun? Niels Finsen rannsakaði áhrif ljóss á vísinda- legan hátt. UM NIELS FINSEN E F T I R J Ó N Ó L A F Í S B E R G

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.