Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.2003, Page 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. OKTÓBER 2003
Herhvöt úr norðri
Þú sem átt heima
með eyju í hjartanu
og víðáttur geimsins
stétt undir iljunum:
Réttu mér norðurljósin!
Ég ætla að dansa við unglinginn
sem heldur á stjörnunum.
Við roðflettum myrkrið
og afhausum eymdina.
É
G ÆTLA að hefja mál mitt á
norðurljósunum. Allir vita að
fátt er fegurra en stjörnubjartur
himinn og svífandi norðurljós
þegar úti er kalt en lygnt. Þá er
kvöldið eins íslenskt og það get-
ur orðið. Það er þá sem einveran
ávarpar heiminn og fyllir hjartað
ljóðrænum töfrum. Engu að síður hefur mér oft
fundist að Færeyingar eigi norðurljósin.
Ég er kannski bara svona rausnarlegur og
þetta svipuð rökleysa og þegar menn kýta um
hver eigi jólasveininn. Ég hef heldur aldrei
heyrt að nokkur Færeyingur hafi reynt að selja
norðurljósin einsog skáldið Einar Benedikts-
son, sem bauð þau til kaups í London.
Ég geri ráð fyrir að ég tengi norðurljósin við
Færeyjar út af skáldinu William Heinesen. Þeg-
ar ég les lýsingar Williams Heinesens á bænum
Þórshöfn fæ ég á tilfinninguna að götur bæj-
arins séu lýstar upp með norðurljósum, að þau
streymi frá ljósastaurunum.
Það er einhver undarlegur alheimur sem
William Heinesen hefur skapað úr Þórshöfn,
svo ljóðrænn og tær, fullur af dulrænni einveru
sem um leið fær á sig blæ samkenndar með öllu.
Ég hef sjálfur orðið vitni að þessu eina febr-
úarnótt þegar unglingarnir í Þórshöfn skenktu
mér og Thor Vilhjálmssyni vodka í plastglös og
fögnuðu okkur einsog þjóðhöfðingjum.
Í blöðunum hafði staðið að við værum tveir
þekktir rithöfundar sem myndu lesa upp í Norð-
urlandahúsinu, en orðið þekktur á færeysku er
kenndur, svo fyrirsögnin var Tveir kenndir rit-
höfundar lesa upp í Norðurlandahúsinu. Hentu
menn gaman að.
Eins veit ég að ljóðið hér að ofan er norrænt,
en ég veit ekki af hverju. Kannski eru það norð-
urljósin, kannski stjörnurnar, kannski ungling-
urinn. Þó varla hann sem slíkur. Unglingar eru
alls staðar í heiminum, líka í Kína, einsog eitt
húsið í færeysku skáldsögunni um Barböru er
kallað.
Og norðurljós og stjörnur, ef út í það er farið.
Samt er þetta ljóð norrænt. Og það tengist
norðurljósunum og það tengist Færeyjum, en
ekki Barböru eða hinum seiðandi augum henn-
ar.
Ég orti þetta ljóð eina af þessum febrúarnótt-
um árið 1993. Þeirri nótt eyddi ég á Sjómanna-
heimilinu í Klakksvík í Færeyjum. Við vorum á
ferðalagi að kynna eyjaskeggjum íslenska
menningu, tónlist, myndlist og bókmenntir.
Einnig fóru fram vörukynningar, til að
mynda á Egilsbjór. Við þóttum standa okkur þó
nokkuð vel í kynningu á honum.
Ég varð einn eftir í Klakksvík og bað um að fá
gamla herbergið mitt á Sjómannaheimilinu. Ég
hafði búið þar allt sumarið 1977 og unnið í frysti-
húsi í bænum.
Við fórum þangað við nafnarnir, ég og Einar
Kárason, óskrifuð blöð en með hausana fulla af
hugmyndum. Þá var nóg að gera, hvert her-
bergi umsetið, vertíðarfólk, Færeyingar, Ís-
lendingar, Grænlendingar, Danir, Svíar, Norð-
menn, Ítalir, Frakkar og Skotar.
Þarna var sem sé alþjóðlegt andrúmsloft sem
ég hef að hluta til notað í sögu sem heitir Leitin
að dýragarðinum, og er titilsagan í samnefndu
smásagnasafni.
Sú saga segir frá Dominique, ungum frans-
manni sem lítur út einsog Jesús Kristur. Hann
ákveður að ferðast til Íslands, og fer á puttanum
frá heimili sínu í Bordeaux til Aberdeen í Skot-
landi þar sem hann vonast til að geta siglt með
togara til Íslands, en hefur ekki hugmynd um að
það er stríð milli landanna, þorskastríð, og er
því laminn þegar hann nefnir land okkar á nafn.
En færeyskir sjómenn taka hann upp á sína
arma og hann kemur til Þórshafnar. Og þá verð-
ur spurningin, hvað gerist þegar Jesús Kristur
kemur inn í samfélag sem trúir svo heitt á tilvist
hans. Jesús veit ekki að hann er Jesús, en Dom-
inique gat framkvæmt kraftaverk, og því var
hann Jesús í augum sértrúarsafnaðanna á
staðnum, auk þess leit hann út einsog Jesús,
einsog við sjáum hann fyrir okkur.
Dominique býr á farfuglaheimilinu í Þórshöfn
og þegar hann kemur í kjörbúðina vill af-
greiðslustúlkan ekki þiggja greiðslu. Aðrir
fransmenn sem þar búa eru staurblankir eftir
ferðalag um Ísland á hátindi verðbólgunnar.
Þeir rjúka í kjörbúðina og vilja fá sömu meðferð
og Dominique. Þegar því er ekki til að dreifa og
þeir biðja um skýringu segir afgreiðslustúlkan:
„Jesús Kristur þarf ekki að borga í Færeyjum.“
Þetta er auðvitað aðeins grundvöllur sögunn-
ar Leitin að dýragarðinum, en ekki sagan sjálf.
Þessi grundvöllur speglar hins vegar þá ólgandi
kviku sem mætti okkur í Færeyjum sumarið
1977.
Tæpum sextán árum síðar, í febrúar 1993,
ríkir grafarþögn á Sjómannaheimilinu. Ljós
logar í einum glugga. Þar fyrir innan situr ellilíf-
eyrisþegi og bíður eftir hjartaaðgerð. Til að fá
gamla herbergið mitt, sem er yst í ganginum til
hægri, þarf ég að ryðja burt sautján reiðhjólum
sem brottfluttar fjölskyldur hafa skilið eftir.
Þegar inn er komið er vatnið í kranunum lengi
ryðbrúnt.
1977 ólgaði athafnasemin í loftinu en nú var
kreppa. Aðgerðaleysið hékk einsog ský yfir
bænum.
Kvöldinu varði ég í heimsóknir en ljóðið kom
yfir mig um nóttina.
Þú sem átt heima
með eyju í hjartanu
og víðáttur geimsins
stétt undir iljunum:
Réttu mér norðurljósin!
Ég ætla að dansa við unglinginn
sem heldur á stjörnunum.
Við roðflettum myrkrið
og afhausum eymdina.
Höfundur er rithöfundur.
RÉTTU MÉR NORÐURLJÓSIN I
E F T I R E I N A R M Á
G U Ð M U N D S S O N
Hér segir af tímum
tvennum, tilurð eins
ljóðs og komu Jesú
Krists til Færeyja.
Morgunblaðið/RAX
„Engu að síður hefur mér oft fundist að Færeyingar eigi norðurljósin,“ segir Einar Már í greininni. Myndin er frá Þórshöfn.
ÁRIÐ 2002 urðu enn einu sinni deilurum Halldór Laxness í blöðum. Eddagaf út skáldsögu sem skírskotaði tilHalldórs. Sjálfstæðismenn tóku
henni fagnandi og hófu sitt reglubundna „upp-
gjör við kommúnismann“ sem hefur verið
hugðarefni hægrimanna um alla Evrópu sein-
ustu ár. Íslenskir Samfylkingarkratar lentu í
vandræðum þar sem í hlut áttu tvö átrúnaðar-
goð, Hallgrímur Helgason og Halldór Lax-
ness. Sjálfur mætti ég þá í umræðu um málið
þar sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson var
einnig. Ekki fannst mér Hannes segja orð af
viti í þessari umræðu fremur en venjulega
þegar rætt er um sósíalisma. Enda er hann
réttlínuíhald og ein helsta íhaldskreddan um
íslenska kommúnista að menn hafi einkum
gerst kommúnistar eftir skipun frá Moskvu
og af persónudýrkun á Stalín en ekki vegna
félaglegra aðstæðna hér á Íslandi eða vilja til
að bæta kjör lítilmagnans.
Halldór Laxness var auðvitað kommúnisti.
Gott betur. Hann var aðalkomminn.
En hann var ekki einn. Með honum í þessu
voru margir ættingjar mínir og annað gott
fólk. Mér hefur aldrei fundist feimnismál að
Halldór Laxness hafi verið kommúnisti, eins
og afi og amma. Mín vegna má Hannes Hólm-
steinn skrifa fimm bækur um kommúnisma
Halldórs. Ég á ekki von á meira viti en al-
mennt í skrifum hægrimanna um þessi efni þó
að ekki megi útiloka með öllu að Hannes geti
komið á óvart.
Fyrir íslenska Samfylkingarkrata, þá sem
Guðbergur Bergsson kallar „vinstrimenn sem
eru með allt niðrum sig í pólitík“ virðist þetta
hins vegar feimnismál. Þeir þurfa að afsaka
skáldið — kannski fyrir að hafa aldrei gengið í
Alþýðuflokkinn. Ef til vill er það þess vegna
að þeir verða reiðir uppgjörstali Hannesar
Hólmsteins. Mér er persónulega alveg sama.
Halldór Laxness hafði kannski rangt fyrir sér
í einstökum atriðum en í grundvallaratriðum
var hann réttum megin, eins og aðrir íslenskir
kommúnistar. Þeir stóðu með lítilmagnanum
og það var gott.
Um leið hef ég engar áhyggjur af bréfum
Halldórs Laxness. Þar mun ekkert finnast
sem getur kastað rýrð á skáldið. Mín vegna
má fjölskylda skáldsins takmarka aðgang að
þeim þó að það muni aldrei hindra neinn í að
skrifa um hann vonda ævisögu. Af þessu hafa
hins vegar sumir áhyggjur og einkum frá al-
mennu sjónarhorni þeirra sem nota heimildir.
Það hefur lengi verið til siðs að í fræðiritum
megi vísa í gögn án þess að teljast brjóta höf-
undarrétt. Auðvitað skapar það togstreitu og
orkar tvímælis þegar gögn sem voru opin er
skyndilega lokað. Á því þarf enginn að vera
hissa. Félagar mínir á vefritinu Múrnum,
Sverrir Jakobsson og Páll Hilmarsson, skrif-
uðu grein og fannst þetta skrýtin ráðstöfun.
Guðni Elísson blandaði sér í málið seinasta
laugardag og segir margt skynsamlegt að
vanda. Hann sendir hins vegar frá sér nokkur
einkennileg skot út af áðurnefndri grein. Til
að mynda þetta: „Undir það tekur vinstrimað-
urinn Sverrir Jakobsson og fær hrós fyrir víð-
sýnina hjá Fréttablaðinu.“ Hvaða tilgangi
þjónar þessi athugasemd um hrós frá Frétta-
blaðinu? Ég veit ekki um hvað er dylgjað en
vil af þessu tilefni taka þetta fram: Vefritinu
Múrnum er ekki haldið uppi til þess að fá
skjall frá öðrum fjölmiðlum. Þetta getur
Guðni fengið staðfest með því að lesa Múrinn
og raunar getur hann eflaust spurt forsvars-
menn Fréttablaðsins og Morgunblaðsins
hvort þeir séu ekki orðnir þreyttir á þessu ei-
lífa skjalli á Múrnum og athugað hvaða við-
brögð hann fær.
Í framhaldinu má spyrja: Finnst Guðna það
illþolandi að vinstrimenn skuli taka almenna
afstöðu sem felur hugsanlega í sér stuðning
við Hannes Hólmstein Gissurarson, fremur
en samherja og vini? Eru skotgrafir almennt
til góðs? Sjálfum finnst mér almenn gildi mik-
ilvæg, raunar svo mikilvæg að mér er ekki
skemmt þegar fólk á vinstri vængnum sem
þykist vera víðsýnt fer með skens um Hannes
Hólmstein sem snýst um eitthvað annað en
skoðanir hans (því að þeim skal ég kátur hall-
mæla hvenær sem er). Ég geri ráð fyrir að
Guðni sé mér sammála um það.
Önnur einkennileg pilla kemur í kjölfarið:
„En kannski er ekki svo mikil furða að Sverri
finnist þetta, eignarrétturinn hefur þvælst
fyrir vinstri mönnum í gegnum tíðina.“ Guðna
til upplýsingar má geta þess að Sverrir og Páll
hafa aldrei haldið því fram að Auði Laxness
hafi borið skylda til að afhenda Landsbóka-
safninu eitt né neitt. Þetta mál snýst um tak-
mörkun aðgangs að gögnum sem hafa verið
afhent opinberum aðilum til varðveislu. Um
það eru skiptar skoðanir og málið sjálfsagt
flókið. Hingað til hefur hins vegar ekki þótt
mjög málefnalegt að gera mönnum upp aðrar
skoðanir en þeir hafa lýst.
Íslendingar hafa áhuga á fólki fremur en
hugmyndum. Í sjálfu sér er ekkert við það að
athuga. En er ekki klént þegar sá áhugi verð-
ur svo altækur að veist sé að mönnum fyrir að
taka afstöðu öðruvísi en á grundvelli persóna?
Eða þegar háskólakennarar harma það sér-
staklega að menn nenni ekki að búa um alla
ævi í skotgröf? Einkum þegar félagarnir í
skotgröfinni hafa meira og minna týnt trúnni
á þann málstað sem upphaflega var barist fyr-
ir.
LÍF Í SKOTGRÖF
E F T I R Á R M A N N J A K O B S S O N
Höfundur er íslenskufræðingur og einn af
aðstandendum vefritsins Múrsins.