Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 2003 5
inum. Eftir á að hyggja er þetta eitthvað sem
ég fór af stað með en tíminn hefur síðan fengið
meiri og meiri athygli eftir því sem hann hefur
liðið og flokkurinn lengst.
Ég er áhugaheimspekingur. Ég hef aldrei
lært neitt í heimspeki á skipulegan hátt í há-
skóla en ég hef alla tíð lesið mikið af heim-
speki. Vegna skorts á formlegri menntun í fag-
inu gæti ég því ekki haldið lærðan fyrirlestur
um þann heimspeking sem hefur verið mér
mjög hugstæður undanfarin ár sem er Emm-
anuel Levinas. Ég get sem sé ekki sagt þér
neitt af viti um hann, en hann hefur sagt mér
ýmislegt. Ugglaust er oftar en ekki um ein-
hvers konar misskilning minn á honum að
ræða en það er þá vonandi skapandi misskiln-
ingur. Þetta birtist síðan ekki endilega með
beinum hætti í ljóðunum en er þar samt sem
næring. Hugsum okkur til dæmis blóm sem
þarf næringu – án þess ég sé hrifinn af þeirri
metafóru því það fylgja henni rætur sem pirra
mig, og að auki er það vont hvað ég þarf alltaf
að missa mig út í metafórur ... En sem sagt:
Það er hægt að tala um næringu í þessu sam-
bandi.“
En viltu samt ekki segja okkur hvað það er í
Levinas sem þú nærist á?
„Jú, það er viðhorfið til l’autre eða hins, and-
lits hins, tengslin milli sjálfsins og hinna.“
Fjallarðu ekki einmitt um þau tengsl í ljóð-
inu um Snertiflöt A4?
„Jú, ætli það ekki.“
Þar lýsirðu skrifunum sem athugunum í
stöðugri einsemd, spuna sjálfsins, ímynda-
heimi sjálfsins sem er sameiginlegur með öðr-
um sjálfum; þú ert ekki alveg einn, þú átt
þennan snertiflöt á A4 með öðrum sjálfum.
Ljóðlist er samræða, eða hvað?
„Já, klárlega. Drifkrafturinn í öllum mínum
skrifum er ofsafengin löngun til samræðu. Til
að byrja með sjálfs við sjálft sig, við fortíð
sína, við framtíð sína. Samræða núsins sem líð-
ur við fortíð og framtíð. Til að byrja með verð-
ur að banka upp á hjá einhverjum innra með
sér, byrja að spjalla, ögra, vera sammála,
koma einhverju af stað. Þetta er, að breyttu
breytanda, byrjunin á þeim möguleika að geta
bankað upp á hjá einhverjum öðrum að spjalla
við, byrjunin að samræðu er að hafa tvístrað
hinni heimsku einingu sjálfsins, að minnsta
kosti í tvo hluta. Spegillinn er stórkostleg upp-
götvun.“
Speglun heitir einmitt næsta ljóð í bókinni.
Þar fjallar þú um leit að andliti, leit að spegli.
Er ljóðlistin leit? Og þá að hverju? Samveru,
samsemd, sjálfsmynd?
„Samvera er fallegasta orðið af þeim sem
eru í boði.“
Fyrsti hluti þessarar nýju bókar nefnist
Komutími – sennilega er það komutími ljóð-
tímavagnsins, ekki brottfarartími – og þar
fjallarðu um aldurinn, það er bannað að vera
gamall, og þú fjallar um tvöfalt upphaf á vor-
morgni, sífellda endurnýjun sköpunarverksins,
að tíminn líði blessunarlega. Það er framhald.
Hreyfing?
„Já, þarna rennir ljóðtímavagninn í hlað.
Bókin hyllir tímann sem hreyfingu, hún fer
gegn dauðanum – og gegn rótfestunni. Ég hef
áður fjallað um rótfestuna sem hrollvekju.
Hún er ofdýrkuð hér á landi.
En á sama tíma er leit að staðfestu í þess-ari bók. Enn og aftur einhver spennamilli andstæðra póla.“Í öðrum hluta Ljóðtímavagns er
fjallað um sólskinið, það er mikil birta og gleði
yfir þessum ljóðum; og þar lýsir þú því yfir að
það sé tími til kominn að fara í annan ham og
að blekslóðinni skuli fylgt, það kemur í ljós
hvaða hamur það verður. Og í þriðja hluta sem
nefnist Ljósmyndir lýsir þú hvernig sköpunin
tekst á við stöðnunina og maður hefur engar
áhyggjur hvernig fer. Þar er líka talað um að
villast af stað, að villast inn í borgarlandslagið.
Það er stöðug verðandi í þessum ljóðum. Og
þannig lítur þú á ljóðið og skáldskapinn, hann
heldur áfram, þú hendir þér út í flauminn, hitt-
ir einhvern á A4 og úr verður mikill fundur.
„Já, villist af stað. Hvað er að villast? Það er
skipulagslaus hreyfing. Og skipulagið kemur,
merkingin kemur um leið og þú heldur af stað.
Mér dettur í hug aðferðir og tilraunir súrreal-
istanna með flandrið. Hinn skapandi hugur fer
af stað, þenur út skynjun sína svo mjög að
hann er á óljósum mörkum þess að leyfa und-
irvitundinni að komast að með sína þráhyggju,
skilning og oftúlkun á veruleikanum. Mig lang-
aði lengi til að þýða L’Amour fou og Nödju eft-
ir André Breton sem fjalla báðar um þetta
skapandi villuráf um borgina. Hann gengur og
sér skyndilega eins og í hugljómun – en þetta
er nefnilega leit að hugljómun, að breyta
hversdeginum í hugljómandi skáldskap – hann
sér strætó koma og hann er númer 32 og í of-
túlkunarvímunni sem runnin er á ráfandann
sér hann að þetta eru skilaboð. Hann gengur
síðan inn götu, sem hann veit að á eftir að
skipta sköpum, og hann leitar að númer 32 og
hvað sér hann þar? Þar er að sjálfsögðu konan
sem hefur beðið eftir honum.“
Myndirðu segja að þetta sé þín eigin að-
ferðafræði?
„Já, ekki endilega sú eina og ekki endilega
núna en ég praktíseraði þessa aðferð um 1970.
Sumt hefur vafalaust verið misskilningur á að-
ferðinni en það er ekki verra.
Ég vona að minnsta kosti að ég sé ekki fast-
ur í þessu. Ég hef ímugust á festingunni, að
skjóta rótum, að einangrast. Mér finnst þetta
sífellt vera yfirvofandi hér á landi. Menn van-
meta allt of mikið hvað einangrunin grípur
um sig. Það veldur mér hrolli. Við erum auð-
vitað í tengslum, þó það nú væri, allur heim-
urinn er í tengslum. En við erum samt allt of
værukær að staðna og koðna niður. Við erum
oft merkilega lokuð fyrir nýjum straumum.“
Það er þrátt fyrir allt mikil birta og gleði
yfir öðrum og þriðja hlutanum en í fjórða
hlutanum kveður við annan tón, öllu kaldari.
Hann heitir Tré og vindar. Þú talar þar um
samtímann í blöðunum á veðurbitnu tré
heimsins; það er kvíði í þessum ljóðum, ang-
ist, og þú ert hvergi með rætur nema í tím-
anum.
„Hvatinn að þessum hluta er yfirleitt bara
fréttirnar frá degi til dags en þetta eru samt
ekki bein viðbrögð heldur úrvinnsla. Ég hef
ekki verið í þannig samtali við veröldina að
eitthvað gerist og ég bregðist við um hæl.
Mér þykir þetta svolítið passíft hlutverk í
raun þótt það virðist vera aktíft.“
Þú vilt frekar vekja viðbragð.
„Já, þetta er spurningin um að vekja
spurningar en ekki hlaða upp svörum.“
Og í fimmta hluta sem nefnist Marmari er
marmarinn ekki mjúkur eins og fyrr í bókinni
heldur kaldur og harður, það er nótt og
myrkur, það er einvera og fjarvera og fátt
sem minnir á venjuleik mannsins – og kortin
gilda ekki lengur – menn eru villtir, eða hvað?
Ég reyni að hafa einn hluta í hverri bóksem ég skil ekki alveg en skynja þeimmun sterkar. Hann má vera eins ogsvarthol sem ég finn fyrir en veit ekki
hvað er.
Kannski lýsir Marmarakaflinn staðsetn-
ingu á mærunum, eins konar milliveru, það er
erfiðara að greina frá því sem liggur þarna
undir; það er um að ræða leit að einhverju
stærra samhengi, einhver löngun að fara í
ferðalag út í eitthvað sem mætti kalla óra-
víddir.“
Og svo er hringnum lokað í síðasta hluta
sem nefnist Miðnætti, klukkan tólf í tólftu
bók. Og þá opnast nýr hringvegur. En samt
er einhver efi; einu orðin sem eftir eru: ekk-
ert og hvergi. Og það er ekki vitað hvort hlut-
unum verði fundinn staður og kannski þess
vegna eigum við þá að eilífu. Það er sem sé
ekki endilega eftirsóknarvert að negla hlutina
niður.
„Nei, þarna hefur tíminn tekið völdin, tím-
inn og ljóðtíminn sem eru athvarf okkar.
Þetta tengist líka því að halda spurningunni
opinni, bæði fyrir samfélag og einstakling. Ég
held að þetta sé lífsspursmál.“
LEIT AÐ SPURN
throstur@mbl.is
Óþreytandi postular
þessir tólf mánuðir
Endanleg tala
á óendanlegum vegi
Prenta inn í veruna
margfeldið af rými og tíma
Fjórar höfuðáttir
Þríeining ljóðtímans
Vonin er vitur
og klár á því að allt
er opið
Mánuðir dagar sekúndur
koma kjagandi eftir veginum
með fangið fullt af gjöfum
Augu sem hlýða kalli
ljóðtímans
Læra að gefa og þiggja
undir fjögur augu
SIGURÐUR PÁLSSON
ÞRISVAR FJÓRIR
Ég þori ekki að segja ykkur hvar Sigurður
Pálsson situr, nákvæmlega núna. Það fæst
heldur ekkert uppúr honum, jafnvel þótt við-
hafðar séu strangar yfirheyrslur, bæði ann-
arrar og þriðju gráðu, hjá norðangarranum,
svörtu regninu og svo framvegis. Hann neit-
ar að gefa staðsetninguna upp. Talar bara
um öngstræti, orðin ekkert og hvergi, og
biður okkur um að veifa bókum, einhverju
til sönnunar.
Löngu eftir að síðasti ákafamaðurinn er
farinn, með sín miklu áform, og sveittu geð-
hrossin, situr hann á sínum stað, gefur ekk-
ert upp. Talar um orðin ekkert og hvergi, og
minnist síðan á eld.
Hann situr bara þarna, til alls vís.
Samt er allt á bullandi hreyfingu.
Ég er að segja ykkur það.
Eiríkur Guðmundsson
Ljóðskáldið Paul Valéry ku hafa sagt að tvær
ógnir sitji sífellt um okkur: reglan og óreið-
an. Í óreiðunni gufar tilveran upp en með of
mikilli reglu frýs allt fast í faðmi dauðans.
Hið góða líf hlýtur þess vegna að felast í því
að stíga varfærinn dans við þessi andstæðu
öfl, halda þeim í hæfilegri fjarlægð en um
leið nýta nálægð þeirra til að skapa sér far-
sæld og gleði.
Reglan skapar okkur ramma öryggis en
innan hans færir kraftur óreiðunnar okkar
varma og vöxt.
Sigurður Pálsson hefur byggt upp tólf
bóka ljóðasafn sitt af ótrúlegri reglufestu.
Titlar allra bókana byrja á orðinu „ljóð“ og
svo fylgja tvö fjögra stafa orð. Í fyrstu þrem-
ur bókum er næsta orð í titlinum „vega“, í
næstu þremur „námu“, í næstu þremur „línu“
og í síðustu þremur „tíma“.
Þriðja orðið í hverjum titli er frjálst. Bæk-
urnar tólf skiptast í fjórum sinnum þrjár.
Byggingarreglan gefur æviverkinu hingað til
heildarsvip. Eigi að síður eru bækurnar mjög
ólíkar innbyrðis þótt í hverri þeirra sé ákveð-
inni reglu fylgt - oft talnareglu. Kemur þetta
fram í fjölda ljóða í hverri bók og í nið-
urröðun þeirra í kafla. Það er hins vegar aldr-
ei sömu reglu fylgt frá einni bók til annarrar
og því er ásýnd bókanna ótrúlega fjöl-
breytileg þegar hver þeirra er skoðuð fyrir
sig.
Þessi mikla formsækni lýsir sér einnig í
hverju ljóði þótt þar sé formið enn fjölbreytt-
ara. Hún er síður en svo heftandi á nokkurn
hátt fyrir skáldið (og þaðan af síður lesendur
þess). Þvert á móti gefur honum þetta ótrú-
legt frelsi til að formgera reynslu sína og
miðla henni til okkar. Formgaldur ljóðsins
gerir honum og okkur kleift að fanga óreið-
una, þá sem býr í heiminum og þá sem býr í
okkur og honum. Við getum horft á hana úr
því öryggi sem þéttriðið net ljóðsins veitir
okkur. Með neti þessu fangar hann líka lífs-
stundirnar sem annars leysast upp og hverfa,
hver á fætur annarri, og auðgar lífið lífi með
línum ljóða sinna.
Torfi H. Tulinius
Á þessum háðsku og kaldranalegu tímum þá
skiptir skáldskapur eins og ljóðlist Sigurðar
Pálssonar, þar sem fegurðin í fjölbreytileika
sínum er upphafin á afar frumlegan og per-
sónulegan hátt, miklu máli. Þegar litið er yfir
ljóðabækurnar tólf þá leynir sér ekki að feg-
urðarþráin er eitt af þeim meginöflum sem
knýja ljóðskáldið áfram. Það er mikil lífsást í
ljóðlist Sigurðar Pálssonar. En þessi lífsást er
eins og öll brennandi ást, í senn kröfuhörð og
þakklát, gleðirík og sársaukafull.
Kristján Þórður Hrafnsson