Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 2003
S
ÝNING Ólafs Elíassonar í
Kunsthaus Bregenz í Austurríki
árið 2001 er líklega sá viðburður
í listferli hans er fyrst vakti
verulega athygli á honum sem
listamanni er gæti tekist á við
túrbínusal Tate Modern, nú-
tímalistasafnsins í Lundúnum. Í
Bregenz sýndi Ólafur hversu hæfur hann er til
að takast á við stór verkefni og hversu vel hon-
um tekst að nýta slík rými til að leiða áhorfand-
ann gegnum reynsluheim þar sem andstæður
framandleika og kunnugleika afhjúpa tengsl
áhorfandans við sjálfan sig og það umhverfi
sem hann hrærist í. Sýningin bar heitið Medi-
ated Motion eða Miðluð hreyfing, og byggðist á
röð rýma sem voru ýmist fyllt af vatni, þoku,
jarðvegi, trjám, sveppagróðri eða smágerðum
vatnaplöntum. Á leið sinni í gegnum sýninguna
stóðu áhorfendur frammi fyrir margvíslegri
skynrænni reynslu er laut að sjón, lykt og áferð
– en var þó öll framkölluð af listamanninum
sjálfum með mjög meðvituðum hætti.
Verkefni Ólafs á Feneyjatvíæringnum, sem
staðið hefur frá því í sumar, ber merki um
áþekka hugsun. Þar fetar áhorfandinn sig
áfram í gegnum mjög ólík rými er miða að því
að örva skynræna vitund fólks – tilfinningu fyr-
ir jafnvægi, þéttleika, tómi, ljósi, vatni og litum
– auk þess sem þau hafa hvert fyrir sig vísun í
hugmyndafræðilega þróun síðustu aldar, innra
og ytra sjónarhorn mannsandans eins og þau
hafa verið skilgreind á þessum tíma. Verk sitt
nefndi Ólafur Blinda skálann, með skírskotun
til „blindu“ nútímans, blindu sem að einhverju
leyti er afleiðing af afdráttarlausri hlutgervingu
viðfangsefnisins, ekki síst í listum. Vegna þess
hversu ólíka reynslu hvert rými fyrir sig býður
upp á í Blinda skálanum, er verkið mjög mótað
af áhorfandanum sjálfum sem einstaklingi;
verður enda ekki til sem heild nema í hugskoti
hans. Athyglinni er beint að sviðinu á milli við-
fangs og hlutar – hugmyndar og hins efnislega
veruleika – og sjálf miðlunin verður til þess að
virkja áhorfandann, skynjun hans og hugsun.
Þegar Ólafur var að leggja lokahönd á útfærslu
sína á skálanum sagði hann að þungamiðja hans
væri ekki sýningin sjálf og virkni hennar út á
við, „heldur [væri] sjónum beint að áhorfand-
anum sjálfum sem því virka afli er mótar sýn-
inguna“. Og eins og hann benti á af sama til-
efni, er það „eiginlega viðsnúningur á því sem
við eigum að venjast á myndlistarsýningum“.
Áhorfandinn er því búinn að vera í fyrirrúmi
í verkum Ólafs um nokkurt skeið og hugmyndir
hans um útfærslur á verkum er leiða til þess að
áhorfandinn „sjái sig skynja“, eins og hann hef-
ur kosið að kalla það, eða „sannreyni það sem
maður sér og það sem er ósýnilegt“, er það leið-
arminni sem markað hefur höfundarverk hans
undanfarin ár.
Reglan og ramminn
Stærðar sinnar vegna hefur túrbínusalurinn
ákaflega sterk áhrif á hvern þann einstakling
sem gengur inn í hann. Hann hentar því óneit-
anlega vel til rannsóknar á þeirri hugmynda-
fræði er lýtur að hlutverki áhorfandans. Í stað
þess að reyna að draga rýmið saman eins og til-
hneigingin virtist vera í verki Juan Munoz eða
nýta víðáttu þess til að sýna eitthvað ógnarstórt
eins og þau Louise Bourgeoise og Anish Kap-
oor gerðu – en þessir þrír listamenn hafa sýnt í
salnum á undan Ólafi – tekur hann þá hug-
rökku ákvörðun að stækka rýmið verulega með
því að þekja ógnarstórt loftið nánast alveg með
speglum. Til að afhjúpa efnislega eiginleika
þess sem er innan veggja salarins – þess sem
flestir upplifa sem algjört tóm ef ekkert er þar
til sýnis – lætur hann reykvélar fylla það þoku-
slæðum er óvænt ljá tóminu tilvist. Þokan þjón-
ar jafnframt þeim tilgangi að gera hvern og
einn áhorfanda meðvitaðan um sína eigin stöðu
í rýminu þar sem hann markar mynd sína í
þokuna; meðvitaðan um það hvernig líkami
hans er hluti af því sem á sér stað í sýning-
arsalnum.
Sólin, sem hefur orðið táknmynd sýningar-
innar í fjölmiðlum, er einungis hálfhringur ljósa
er síðan speglast í loftinu þannig að þau mynda
þann lýsandi hnött er blasir við í enda aflangs
salarins. Áhrifin eru mikilfengleg; vísa bæði til
orku sólarinnar sem þess afls er knýr allt áfram
og til nánast trúarlegrar reynslu, eða þess and-
lega svigrúms er slík reynsla færir okkur í far-
vegi efnislegs rýmis – hvort sem það er musteri
eða listasafn. Ljós sólar Ólafs er kraftmikið en
mjúkt, minnir á atlot mildra afla náttúrunnar,
fremur en þann ótamda kraft er oft felur í sér
eyðileggingu. Mýkt og mildi ljósgjafans leikur í
heitu litrófi er skírskotar til rómantíkur og for-
tíðarþrár án þess þó að nokkrum blekkingum
sé beitt. Áhorfandinn er sér fullkomlega með-
vitandi um bæði uppbyggingu verksins og vél-
ræna þætti þess, og þar af leiðandi einnig um
sinn eigin þátt í þeim tilfinningum sem sýningin
vekur innra með honum. Verkið vísar til þeirrar
reglu sem er undirstaða lífsins og skapar sýn-
ingunni ákveðinn ramma, en innan hans fær
kraftur innri óreiðu hvers og eins að leika laus-
um hala. Speglarnir í loftinu ýta undir andlega
og tilfinningalega vídd verksins í huga áhorf-
andans, þeir beinlínis varpa til hans mynd af
honum sjálfum og rannsókn hans á verkinu og
verða þannig öðrum þræði að hlutgervingu
þeirrar innri reynslu er felst í skoðunarferlinu
sem slíku. Sú hlutgerving er þó fullkomlega
einstaklingsmiðuð, enda er það hluti af galdri
Ólafs hversu vel honum tekst að miðla því sem
er sértækt og persónubundið til áhorfenda
sinna.
Óreiðan og innra líf
En hvernig skyldi veðrið tengjast þessari
sýningu umfram það sem augljóslega blasir við
í sólbjörtu mistri túrbínusalarins? Landfræð-
ingurinn kunni, Doreen Massey, skrifar
eftirtektarverða grein í sýningarskrá Tate
Modern, helgaða verkefni Ólafs um veðrið, en
þar fjallar hún m.a. um hlutverk veðursins í
skynjun okkar á umhverfinu. Hún bendir á að
viðleitni okkar til að skilja óreiðu himingeims-
ins – það sem nefnt hefur verið kaos – end-
urspeglast í áhuga okkar á veðrafyrirbrigðum.
Texti hennar hefst á tilvitnun í James Gleick,
þekkts höfundar um vísindi, þar sem segir:
„Allan þann tíma sem heimurinn hefur notið
eðlisfræðinga og rannsókna þeirra á náttúru-
lögmálum, hefur heimurinn liðið fyrir sérstaka
vanþekkingu á ringulreiðinni í andrúmsloftinu
... á meðan bylting er að eiga sér stað í hug-
myndum okkar um „kaos“ – ómælisrúm hins
formlausa efnis – finna bestu eðlisfræðingar sig
kinnroðalaust knúna til að rannsaka fyrirbrigð-
ið eins og það birtist okkur í mennskum mæli-
kvörðum. Þeir rannsaka ekki bara stjörnukerfi
heldur einnig ský“. „Og það er reyndar skrítið,“
heldur Doreen Massey áfram, „að í heimi þar
sem við getum átt samskipti í rauntíma án til-
lits til staðsetningar, þar sem við getum ferðast
til annarra hnatta, þar sem erfðaeiginleikum er
hagrætt á háþróaðan máta – með öðrum orðum
leikið með ótrúlegustu tæknileg undur og vald
VERKEFNI UM VEÐRIÐ
Verkefni Ólafs Elíassonar um veðrið hefur verið lýst sem goðsögn í breskum listheimi
og vísað er til leiðslukenndrar umbreytingar á félagshegðun áhorfenda. FRÍÐA
BJÖRK INGVARSDÓTTIR velti fyrir sér átökum andstæðra afla í verkinu; ramma
þess, þeirri innri óreiðu sem það býr yfir og frelsi áhorfandans til formgerðar.
Ólafur Elíasson í sólbjö
Tæknileg uppbygging verksins er augljós, í samspili spegla, ljósa og reykvéla. Hún miðar að af-
helgun þess sem óvirks hlutar, þrátt fyrir augljósar vísanir í rómantík og fortíðarþrá.
Ljósmynd/Tate Modern
Ljósmynd/Tate Modern
Ljósmynd/Tate Modern