Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 2003 9 – þar göngum við enn út úr húsi og verðum óvænt og algjörlega, holdvot“. Hún telur veðrið vera tæki í lífi okkar til að auka samsömun við aðra sem og umhverfið; „upplýsingar um veð- urfar eru teknar fram til að auka áhrif af ein- hverju; sem tákngerving“. Massey færir rök að því að við notum veðrið með þessum hætti m.a. til að upplifa tímann í því rými sem við byggjum hverju sinni. Hún rekur þá póstmódernísku hugmyndafræði sem leynist í togstreitunni á milli okkar persónulegu reynslu og þess sem gerist umhverfis okkur – einnig þar sem við erum ekki viðstödd og er ut- an við okkar valdsvið. Reynsla er raunveruleg þó við upplifun hana ekki sjálf, hvort sem hún hefur áhrif á líf okkar eða ekki. „Upphafs- punktar og ákvörðunarstaðir lifa sínu eigin lífi. Afhjúpun á þeim hefðbundnu andstæðum sem felast í virku viðfangsefni og óvirkum hlut er þáttur í vinnuferli Ólafs Elíassonar. Hann ögr- ar þessari stöðnuðu, fyrirframgefnu, ósættan- legu „hlutgervingu“ listarinnar, þegar áhorf- andinn nálgast hana,“ segir hún. Með þeim hætti tekst honum einnig að ögra fyrirfram- gefnum hugmyndum okkar um rými með því að framkalla „hreyfingu“ eða „ferli“ í víðasta skiln- ingi þessara hugtaka – í þeim skilningi er felur í sér framvindu eða breytingar. „Rými býr yfir tíma/tímum. Ekki sem óvirkur samtími [sam- tími í merkingunni þar sem allt gerist sam- tímis] lokaðs kerfis heldur sem samtími hreyf- ingar. Og það er allt annar hlutur.“ Frelsi til formgerðar Það er því ekki bara listamaðurinn sem hefur frelsi til að formgera þá reynslu er Verkefni um veðrið býr yfir, heldur er það frelsi eftirlátið áhorfandanum sjálfum. Ólafur hefur lagt hart að sér við að leita leiða í verkum sínum til að skapa það svigrúm er listaverk þurfa að búa yf- ir til að slíkt megi takast. Allt frá því að sýning Ólafs var opnuð fyrir rúmum tveimur vikum, hefur þetta frelsi til formgerðar meðal annars lýst sér í því að fólk liggur á gólfinu í túrb- ínusalnum í tugatali gagngert til að framkalla myndir, form og hreyfingar í speglunum fyrir ofan sig, jafnvel í þeim mæli að fjallað var um það sem „listgjörning“ í langri grein í The Guardian í vikunni. Þar var verkinu jafnframt lýst með þeim hætti að það væri þegar orðið að „goðsögn“, sem vitaskuld er fyrst og fremst til marks um hversu vel listamanninum hefur tek- ist að fá áhorfendur til að þreifa sig áfram í því virka ferli framvindu og breytinga er Verkefni um veðrið felur í sér. Ólafur gerir sér þó fulla grein fyrir að fram- setning þessarar hugmyndafræði um áhorfand- ann og hlutverk hans í sýningarferlinu er ekki einungis undir honum einum komin sem lista- manni, hún er órjúfanlega tengd því umhverfi þar sem list hans er til sýnis; staðnum, arki- tektúrnum, stofnuninni, markaðssetningunni og samofnum hlutverkum allra þessara þátta. Eins og fram kom í viðtali er birtist í Morgunblaðinu í sumar við Susan May, sýningarstjóra Ólafs í túrbínusalnum, ákvað hann því að reyna að af- hjúpa meðvitaðan og/eða ómeðvitaðan þátt safnsins sem stofnunar, í því hvernig safngest- urinn upplifir verkið. Að sögn May vildi Ólafur „sjá til þess að safnið sem liststofnun, [miðlaði] ekki niðurstöðu um verkið fyrirfram – eins og oft gerist þegar fólki er sagt að það muni upp- lifa þetta eða hitt frammi fyrir listaverki – því það er andstætt því sem hann er að fást við á þessari sýningu“. Í pallborðsumræðum sem prentaðar eru í sýningarskrá verkefnisins segist Ólafur hafa gert sér grein fyrir því að sýning í Tate Modern feli það í sér að listamaðurinn „gangi inn í tilbú- ið líkan af því hvaða upplifun felst í list, [...] ég vildi komast að því hvað felst í því að ganga inn í strúktúr þar sem framsetning reynslu hefur þegar verið framleidd, sem pakki, sem end- anleg heild. Ég á ekki við að öllu leyti, heldur fagurfræðilega. Tate, sem stofnun, hefur mark- aðssett pakka tilfinninga og reynslu. Þá á ég við hugtakið [að baki sýningarinnar], kynninguna, túlkunina, ítarefnið, þetta allt saman, auk rým- isins.“ Sá vandi sem hann taldi sér vera á höndum fólst í því að áhorfandinn er með fyrirfram- gefnar hugmyndir um rýmið sem leiða til þess að hann sér það ekki eins og það er, heldur eins og honum hefur verið sagt að það sé. En þessi vandi á ekki einungis við um rými sem notað er til sýningarhalds því Ólafur tekur einmitt fram að hann „trúi því ekki að til sé sönn reynsla, vegna þess að ég held að fólk sjái það sem það vill sjá; sitt eigið frávarp“. Átök andstæðra afla Doreen Massey telur að með verki sínu hafi Ólafi tekist að minnka þetta frávarp til mikilla muna. Honum hafi tekist að sýna fram á að rými hafi marga tíma; ekki einungis í afstæðum skilningi, heldur einnig í persónulegri reynslu okkar sjálfra. „Til þess að ljúka rými upp fyrir þessari tegund af ímyndunarafli þarf að sam- þætta tímann og rýmið,“ segir hún. Ekki það að hún vilji halda því fram að myndlist er byggir fyrst og fremst á framsetningu hlutar jafngildi hlutgervingu rýmisins, heldur fremur að þau einkenni sem af slíkri listsköpun leiða (stilling sjónarinnar á einn hlut, stöðugleiki hans) hafa hingað til einnig verið álitin eiga við um rýmið umhverfis. Röksemd hennar er „að framsetn- ingin/hlutgerving rýmisins setji hömlur á þann þrótt er felst í tímanum. Rýmið fær vont orð á sig,“ segir hún. En með því að skapa forsendur í sýning- arrýminu þar sem áþreifanlegur ramminn – það sem við áhorfendum blasir – er einungis kveikja að virkri þátttöku þeirra í eigin rann- sókn hefur Ólafi tekist að skapa nýja vídd í upplifun á myndlist. Vídd þar sem rýmið býr yfir fjölþættri reynslu óteljandi þátta er gerast samtímis. Verkið myndar þannig hliðstæðu við ytri óreiðu ómunavíddar tilvistarinnar – veðrið og himingeiminn – sem og við innri óreiðu hvers og eins sem upplifir það, ekki síður en við ringulreiðina í hugmyndafræði samtímans. Ófyrirsjáanlegt veðrið, sem er stöðugum breyt- ingum háð frá augnabliki til augnabliks og end- urtekur sig aldrei, verður þannig að hugmynda- fræðilegu tæki sem listamaðurinn notar til að brjóta niður þá viðteknu klisju að listaverk (eða jafnvel hvað sem er) geti verið til sem „statísk“ eða óvirk hugmynd er standi óhögguð og tíma- laus án þess að verða fyrir þeim hvörfum er eiga sér stað hvert augnablik fyrir tilstilli upp- lifunar áhorfandans. Nítjándu aldar heimspekingurinn P.D. Ouspensky gerir í verkinu Tertium Organum tilraun til að lýsa ámóta óræðri reynslu og felst í verki Ólafs. Hann segir að ef við snertum yf- irborð borðplötu með fingurgómunum, „þá muni þar birtast fimm hringir, er á flötu yf- irborðinu gefa enga hugmynd um uppbyggingu handarinnar og þeirrar manneskju er höndin tilheyrir. Á borðinu birtast fimm aðskildir hringir,“ segir hann, „og hvernig er þá hægt að nota þá sem fosendu til að gera sér manneskju í hugarlund ásamt öllu því ríkidæmi líkamlegs og andlegs líf sem henni tilheyrir?“ Verk Ólafs vinnur einmitt á þessum sviðum; þeim óræðu sviðum er gera mannsandanum kleift að þreifa sig áfram og skynja það sem erfitt er að skil- greina með öðrum hætti en fyrir tilstilli full- komlega afstæðrar upplifunar, á mörkum hins fagurfræðilega, heimspekilega og vísindalega. Ð OG VERULEIKANN Ljósmynd/Ari Magg örtu mistri sköpunarverks síns í túrbínusal Tate Modern á opnunardaginn. Ljós sólar Ólafs er kraftmikið en mjúkt, minnir á atlot mildra afla náttúrunnar, fremur en þann ótamda kraft er oft felur í sér eyðilegg- ingu. Mýkt og mildi ljósgjafans leikur í heitu litrófi er skír- skotar til rómantíkur og fortíðarþrár án þess þó að nokkrum blekk- ingum sé beitt. Áhorf- andinn er sér full- komlega meðvitandi um bæði uppbyggingu verksins og vélræna þætti þess, og þar af leiðandi einnig um sinn eigin þátt í þeim tilfinningum sem sýningin vekur innra með honum. fbi@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.