Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2003, Qupperneq 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 2003 11
Er Ísland heitur reitur?
SVAR: Heitir reitir nefnast staðir á jörðinni
sem einkennast í fyrsta lagi af mikilli eldvirkni
samanborið við svæðin í kring og í öðru lagi af
því að þeir rísa hátt yfir umhverfið. Þannig
verður ekki um það deilt að Ísland er mun eld-
virkari hluti af hryggjakerfi jarðar en Mið-
Atlantshafshryggurinn bæði fyrir norðan og
sunnan landið. Þetta kemur meðal annars
fram í því að blágrýtisskorpan undir Íslandi er
um 30 km þykk en skorpan sunnan og norðan
við landið er um 6 km að þykkt. Og jafnframt
leikur ekki á því vafi að Ísland rís yfir sjáv-
armál, ólíkt Atlantshafshryggnum fyrir norð-
an og sunnan.
Af þessum sökum er Ísland óumdeilanlega
„heitur reitur“ og hefur svo verið að minnsta
kosti í 60 milljón ár, eins og Grænlands-
Færeyjahryggurinn sannar. En Grænlands-
Færeyjahryggurinn er einhvers konar fram-
hald af Íslandi til VNV og ASA, gerður úr 25–
30 km þykkri blágrýtisskorpu. Bergið í Fær-
eyjum og A-Grænlandi er 60–65 milljón ára,
myndað þegar þessir staðir voru þar sem Ís-
land er nú.
Í meira en 30 ár hefur almennt verið talið að
heitir reitir myndist þar sem „möttulstrókar“
rísa úr iðrum jarðar. Strókar þessir eru 200–
300°C heitari en möttulefnið umhverfis og
þess vegna eðlisléttari. Þeir „sjást“ með jarð-
skjálftabylgjum niður á 450 km dýpi en til þess
að „sjá“ þá lengra niður þyrfti mun víðfeðmari
og fullkomnari net jarðskjálftamæla en nú eru
til staðar.
Hins vegar eru ýmis rök fyrir því að mött-
ulstrókar, að minnsta kosti hinir öflugri
þeirra, nái allt niður að mörkum jarðkjarna og
-möttuls á 2.900 km dýpi, og að varminn sem
þeir bera til yfirborðsins sé frá kjarnanum
kominn. Þá hefur verið sýnt fram á það að eðl-
iseiginleikar möttulefnis, sem hitnar nógu
mikið til að það fari að „ólga“ líkt og grautur í
potti, séu þannig að mjóir, sívalir strókar
myndist í stað þess að efnið allt sé á iði.
Að ýmsu leyti minna möttulstrókar, eins og
menn hugsa sér þá, á saltstöpla sem alkunnir
eru frá Mið-Austurlöndum og víðar: Saltlag
sem liggur undir fargi eðlisþyngri jarðlaga rís
til yfirborðsins í strókum – saltstöplum – og
getur meira að segja náð alla leið upp á yf-
irborð þar sem saltið dreifir úr sér líkt og jök-
ulís.
Kenningin um möttulstróka hefur reynst
öflug við að skýra eiginleika heitra reita. Þeir
(heitu reitirnir) standa hátt vegna þess að und-
ir þeim er (tiltölulega) eðlisléttur sökkull. Hin
mikla eldvirkni, og þar með þykk blágrýt-
isskorpa, stafar af því hve heitur möttulstrók-
urinn er: Blágrýtið myndast þegar heitt mött-
ulefni bráðnar vegna þrýstiléttis, og því
heitara sem möttulefnið er, þeim mun meiri
verður bráðnunin. 200–300°C munur á hita ís-
lenska möttulstróksins og jarðmöttulsins und-
ir Mið-Atlantshafshryggnum fyrir norðan og
sunnan nægir til þess að skýra muninn á þykkt
skorpunnar.
Jarðefnafræðilegar mælingar á íslenskum
blágrýtissýnum benda til um 30% bráðnunar
undir landinu, sem svarar til um 25 km þykkr-
ar blágrýtisskorpu. Og jarðskjálftafræðingar
telja sig greina mörk blágrýtis og möttulefnis
á 25–35 km dýpi. Loks er þess að geta, að
möttulstrókar virðast vera tiltölulega stað-
fastir – og rótfastir í jarðmöttlinum – miðað
við skorpu jarðar, sem skiptist í fleka sem eru
á reki fram og aftur um yfirborð hnattarins
eins og kunnugt er. Þannig hefur fjarlægðin
milli heitu reitanna Íslands og Hawaii haldist
óbreytt í að minnsta kosti 40 milljón ár.
Eins og mál standa er svarið því þetta: Ís-
land er heitur reitur, og undir Íslandi er mött-
ulstrókur, um 200 km í þvermál, sem sennilega
nær allar götur niður að mörkum möttuls og
kjarna.
Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði við HÍ.
Hver er munurinn
á fléttum og skófum?
SVAR: Orðin fléttur og skófir eru að vissu
marki mismunandi nöfn yfir sama fyrirbærið,
sambýli svepps og þörunga. Þó er viss merk-
ingarmunur á orðunum eins og skýrt verður
hér á eftir.
Orðið fléttur í þessari merkingu kemur
fyrst fyrir í bók Helga Jónssonar, Bygging og
líf plantna - Grasafræði, sem út kom árið 1906.
Hann notaði það yfir allan þann hóp sveppa
sem mynda sambýli við þörunga og hefur sú
merking orðsins haldist síðan. Litið var á flétt-
ur sem sjálfstæða fylkingu plönturíkisins al-
veg eins og sveppi og mosa. Ekkert orð í mál-
inu hafði þessa merkingu fyrir, því að fram að
þessu hafði almenningur ekki gert neinn
greinarmun á fléttum og mosum, en kallaði
fléttur oftast mosa (samanber litunarmosi,
hreindýramosi). Blaðkenndar fléttur voru
stundum nefndar skófir (geitaskóf, engjaskóf,
veggjaskóf) eða grös (fjallagrös, maríugrös).
Í dag er hins vegar litið á fléttur sem hluta
svepparíkisins og eru það aðeins sérstæðir
lifnaðarhættir sem greina þær frá sveppum,
það er sambýlið við þörungana sem jafnframt
gerir þær frumbjarga.
Orðið skófir er aftur á móti gamalt í málinu
og er notað yfir blaðkenndar eða hrúð-
urkenndar fléttur, sem auðvelt er að skafa af
steinum. Blaðkenndar fléttur á jarðvegi voru
einnig nefndar skófir (engjaskófir), og jafnvel
mosar með sama vaxtarlag samanber dýjaskóf
yfir mosann Marchantia. Runnkenndar fléttur
eins og hreindýramosi eða skollakræða voru
aldrei nefndar skófir.
Ef við höldum okkur við þessa merkingu
orðanna, má segja að allar skófir séu fléttur ef
við undanskiljum dýjaskófina, en ekki eru all-
ar fléttur skófir.
Hörður Kristinsson, sérfræðingur
á Náttúrufræðistofnun Íslands.
ER ÍSLAND
HEITUR REITUR?
Hvers vegna fyrnast lögbrot, sjá selir í lit, hvað er
DAFO-greining, hvers vegna er bókstafurinn z
notaður til að tákna svefn í myndasögum og hver var Murphy sem lög-
mál Murphys er kennt við? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum
hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að lesa
svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is.
VÍSINDI
Morgunblaðið/RAX
Frá Heklugosi.
F
YRSTU tvær rúnir rúnastafrófsins, Fé og Úr, vísa á heim lífrænnar náttúru, auk
þess sem önnur tengist goðsagnavef hetjukvæða en hin sköpunarsögu í Eddu
Snorra Sturlusonar. Næstu tvær rúnir mynda samstæðu með líkum hætti nema
spennuvídd þeirra er enn víðtækari. Séu Fé og Úr náttúrurúnir þá eru Þurs og
Óss alheimsrúnir því þær benda til máttarvalda sem þarfnast hvort annars svo
jafnvægi haldist í heiminum. Í Egils sögu tengist hin fyrrnefnda líkama mannsins
með hörmulegum afleiðingum. Hann stenst ekki innrás þess sem Þursrúnin
stendur fyrir: eitraðan eld, vetrarstorm yfir eyðilegum fjöllum, dauðann í óbyggð-
inni, grýtt nesið og helkalt afl hafsins fyrir utan.
Færa má rök fyrir því að rún þessi vísi á einu sviði á Ými, forföður hrímþursa, sem varð til
við samruna elds og íss. Sé það rétt þá vísar rúnin á frumrænan efnisheim líkt og Úr. Frum-
kýrin og frumþursinn skópust við sameining elds og íss, sem fyrr getur, við bráðnun eit-
urdropa, en af þeim var kýrin virkt sköpunarafl, nær-
andi kraftur, sem gaf frumverunni Bor mannsmynd.
Kýrin kann að vera tákn um frum-orku gagnstætt Ými
er stendur fyrir frum-efni, efnismassa sem „fórnað“
var af þremur guðlegum verum, frumvitund alheimsins
í líki Óðins, Vila og Vés. Sköpun Bors og dráp Ýmis
varði veg frá ís og hrími, óviti og formleysu, frá efn-
isglundroða til forms og vitundar.
Þursrúnin er óreiðutákn í göldrum sautjándu aldar,
en í baksýn er dauðahneigð mannsins, eyðingarvilji
sem birst getur í þungri, stjórnlausri heift. Þessi merk-
ing kemur að hluta fram í rúnakvæðunum þar sem
rúnin er skýrð; „Þurs veldur kvenna kvillu;/ kátur
verður fár af illu“, stendur í því norska. Rúnin er líkt
og í Skírnismálum tengd þjáningum kvenna, barns-
farasótt eða tíðum. Jötuneðli rúnarinnar er auk þess
dregið fram í íslenska kvæðinu; Þursinn er „kletta
búi“, sem var kenning fyrir tröll og jötna, og „varð-
rúnar ver“, en „Varðrún“ er eitt af nöfnum tröllkvenna
í Snorra-Eddu. Þar er rúnin að auki kennd við Sat-
úrnus.
En Þursrúnin átti sér tvær hliðar líkt og aðrar rúnir.
Hún er að vísu tákn fyrir hráan og andlausan eyðilegg-
ingarkraft sem beint var gegn Ásum er stóðu fyrir
meðvitund og skipulag. Þeir gátu hins vegar goldið líku
líkt, mætt ofríki með ofbeldi, auk þess sem uppruni guða og jötna var samslunginn. Þursrúnin
er því ekki aðeins rún frumlægs glundroða heldur vísar hún um leið á guð þrumufleygsins,
nauðsynlegan niðurbrotskraft, Þór, sem var jötnaótti, gýgjargrætir, ormsvoði og Hrungnis
haussprengir samkvæmt fornum kvæðum. Hafa verður hugfast í þessu samhengi að guðir voru
jötnum háðir á ýmsan hátt. Hvorir þörfnuðust hinna enda leitaðist Þór ekki við að tortíma ætt-
um jötna. Hlutverk hans var að tryggja jafnvægi í lífkerfi alheimsins, eða eins og segir í Hár-
barðsljóðum Eddukvæða: „Mikil myndi ætt jötna,/ ef allir lifði,/ vætur myndi manna/ undir
Miðgarði.“
Arfsagnir Snorra-Eddu sýna að Þór átti sitthvað sameiginlegt með jötnum, var son Jarðar
og átti afkvæmi með Járnsöxu. Mynd hans er margþætt því hann var í senn ægilegur þrumu-
guð, geðstrangur jötnabani og guð mildrar náttúru, frjósemisguð sem gaf sólskin um daga og
döggvar um nætur. Þetta tvíeggjaða vald tengist mætti þrumunnar sem Þór var kenndur við.
Enginn kemst hjá því að fyllast lotningu þegar eldingar leika við himin, en jafnframt vaknar
ótti því hver veit hvar eldinn ber niður? Menn finna fyrir návist guðsins sem í öndverðu var
ekki greindur frá þrumunni sem slíkri, heldur bjó hann í henni, var þruman sjálf, en einhvern
tíma seinna varð til guð í mannslíki, og fólk trúði því að hann veitti ljúfu og langþráðu lífi yfir
eyðilega jörð, með regni því sem þrumunni fylgir, en gæti um leið valdið skaða og tjóni með
hagli og eldingum.
Þessi túlkun styður það sem áður er sagt um tvíeðli fyrstu rúnanna, Fés og Úrs, tákn hafa
aldrei einfalda merkingu, en Þursrúnin er eftir sem áður hættulegasta rún rúnastafrófsins.
Jafnvægið er alla tíð brothætt og hætt við afturhvarfi, frá Þór, um ættir jötna til Ýmisveru
upphafsins, enda er Þursrúnin notuð óspart í meinstöfum og fordæðuskap sautjándu aldar; þar
er óveðursafl hennar virkjað um tvíundir og þríundir, hlekkjun tveggja eða fleiri rúna, eins og
lög kváðu á um.
RÚNAMESSA LESBÓKAR
Morgunblaðið/RAX
„Þursrúnin stendur fyrir: eitraðan eld, vetrarstorm yfir eyðilegum fjöllum, dauðann í óbyggðinni,
grýtt nesið og helkalt afl hafsins fyrir utan.“
ÞURS
RÚNALÝSING 3:16
M AT T H Í A S V I Ð A R S Æ M U N D S S O N