Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.2003, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 2003 3
Þ
ESSI setning móður minnar
frá unglingsárunum hljómar
enn í eyrum mér: Farðu nú
ekki mjög seint að sofa. Svo
bætti hún reyndar oft við:
Það verða svo falleg í þér aug-
un ef þú ert vel sofinn.
Þetta hafði nú ekki mikil
áhrif á mig í þá daga. Ég varð þvert á móti
hinn mesti nátthrafn, ætlaði aldrei að koma
mér í rúmið á kvöldin, fannst notalegt að
vera einn á ferli í íbúðinni þegar allir voru í
fasta svefni, enginn að skipta sér af mér og
ég gat haft mína hentisemi með ýmsa hluti.
Ég sat oft yfir bókum langt fram á nótt á
milli þess sem ég fór í ísskápinn eða köku-
boxin hjá móður minni.
Auðvitað þurfti ég að vakna í skóla á vet-
urna og til vinnu á sumrum og það fer
hrollur um mig þegar ég minnist sumra
þessara morgna sem líktust mest hræði-
legri martröð. Ég bætti mér upp svefnleys-
ið um helgar og í fríum og það var þá leikur
einn fyrir mig að sofa í 12–14 tíma í strik-
lotu ef svo bar undir. Bróðir minn, sem er
tíu árum yngri en ég, sagði mér einu sinni
að hann hefði ekki séð mig nema í eitt eða
tvö skipti í einu jólafríinu og verið að velta
því fyrir sér hver þessi maður væri.
Já, það var mikið búið að reyna að hafa
áhrif á mig til hins betra. Móðir mín, systir,
vinir og eiginkona kappkostuðu öll að koma
mér á réttan kjöl, en með litlum árangri.
Ég snerist alltaf til varnar. Hinni hvimleiðu
tuggu: Morgunstund gefur gull í mund –
svaraði ég með: Ef maður fer snemma í
háttinn og snemma á fætur hittir maður
aldrei skemmtilegt fólk. Og ef ég var í góðu
skapi fór ég með vísukornið eftir Stephan
G. sem byrjar svona: Það er hollt að hafa
átt/ heiðra drauma vökunætur.
En ég var alltaf á síðustu stundu, í skól-
anum, vinnunni, á stefnumótum og sam-
komum og menn höfðu orð á því að senni-
lega hefði ég fæðst hálftíma of seint. Vinir
mínir voru óþreytandi að finna á mig alls
konar háðuleg uppnefni og ég mátti sífellt
sitja undir óviðurkvæmilegum glósum af
þessu tilefni. En ekkert virtist duga. Þetta
var orðinn minn lífsstíll og ég tók vandræð-
unum sem sköpuðust af þessu hátterni sem
hverju öðru hundsbiti.
Það var ekki fyrr en ég gerðist kennari
að málin tóku aðra stefnu. Ég þurfti sjálfur
að fara að gefa of seint í kladdann, brýna
stundvísi og reglusemi fyrir nemendum
mínum seint og snemma og hlusta á ræðu
skólastjórans í byrjun hverrar annar að
kennarar ættu að vera fyrirmyndir nem-
endanna í þessu sem öðru. Það var kominn
tími til að gera eitthvað í málinu.
Ég stillti margar vekjaraklukkur, samdi
við vini mína, kærustur og síðar eiginkonu
að sjá til þess að ég kæmi mér á fætur í
tæka tíð. Þetta gekk sæmilega í nokkurn
tíma en svo fóru vekjaraklukkurnar að bila,
vinirnir að týna tölunni, kærusturnar að yf-
irgefa mig og loks þegar í hjónabandið var
komið hló konan mín alltaf upp í opið geðið
á mér þegar ég ámálgaði þetta við hana.
Og ég hélt áfram að sofa yfir mig. Ekki
einu sinni hið mikilúðlega andlit skólastjór-
ans, sem birtist mér stundum milli svefns
og vöku, gat komið í veg fyrir það. Þeim
skiptum fækkaði að vísu sem ég kom of
seint eða svaf yfir mig en þegar það kom
fyrir fann ég yfirleitt upp á einhverjum af-
sökunum. Að börnin mín hefðu verið með
ælupest um nóttina, að bíllinn hefði bilað
eða bíllyklarnir hefðu ekki fundist, að það
hefði verið hringt í mig frá útlöndum, að
vinur minn hefði komið til mín í stökustu
vandræðum þegar ég var að leggja af stað
o.s.frv.
Stundum varð þetta dálítið pínlegt og ég
neita því ekki að stundum óskaði ég þess í
hljóði að ég yrði nú einn góðan veðurdag
laus við allt þetta umstang, án þess mér
dytti þó í hug að fara fyrr að sofa á kvöldin.
Það hefði nefnilega verið átakanleg nið-
urlæging að viðurkenna réttmæti hinnar
smáborgaralegu klausu um morgunstund-
ina.
En svo er það einn vetrarmorgun að ég
rumska í brúna myrkri, píri augun og tekst
með erfiðismunum að teygja mig í vekj-
araklukkuna. Og það sem ég tel víst að sé
mið nótt er nú allt í einu orðið að ísköldum
staðreyndamorgni. Hvernig sem ég sný
helvítis klukkunni er hún alltaf hálfníu. Og
þar sem ég á að byrja að kenna tíu mínútur
yfir átta og er auk þess búinn með of seint-
kvótann þennan mánuðinn rýk ég upp í
dauðans ofboði, hringi á skrifstofu skólans
og bið um að þeim skilaboðum verði komið
til nemenda minna að ég hafi tafist af óvið-
ráðanlegum ástæðum og muni koma eftir
nokkrar mínútur. Síðan tíni ég á mig spjar-
irnar með titrandi höndum, þýt út í bíl og
ek af stað.
Þær eru ekki prenthæfar kveðjurnar
sem ég sendi ökumönnunum sem tefja fyr-
ir mér á leiðinni í skólann en þangað kemst
ég loks, þó miklu seinna en ég ætlaði, og
hleyp út úr bílnum með skjalatöskuna í
hendinni. Þetta var í þá daga þegar ég tók
alltaf með mér alls konar gagnmerk skjöl
og pappíra í kennslustundirnar. Ég tek
steintröppurnar upp á aðra hæð í nokkrum
skrefum og mér til mikils léttis sé ég að
nokkrir nemendur tvístíga enn vandræða-
lega fyrir framan kennslustofuna. Ég er að
byrja að semja útskýringarnar á þessari
óviðráðanlegu töf minni þegar ég rek tána
harkalega í efstu tröppuna og stingst beint
á höfuðið ofan í steingólfið.
Skjalataskan skellur af svo miklu afli í
gólfið að hún splundrast og innihaldinu
rignir yfir nemendurna. Blýöntum, bréf-
klemmum, bírópennum, yddurum, reglu-
stikum, námsáætlunum, fjarvistarreglum,
prófúrlausnum og síðast en ekki síst tveim-
ur brauðsneiðum með eggjum og tómötum
sem ég hafði dundað mér við að útbúa áður
en ég fór að sofa og ætlaði að gæða mér á í
hádeginu.
Þegar ég staulast á fætur, opna dyrnar
og hleypi nemendunum inn í stofuna örlar
ekki á brosi á andliti nokkurs manns. Þvert
á móti eru tveir eða þrír náfölir og gott ef
ekki vottar fyrir tárum á kinn einnar stúlk-
unnar.
Ég var að velta því fyrir mér um kvöldið
þegar ég kom heim hvort stúlkan hefði fellt
tár af vorkunnsemi eða af örvæntingu og
vonbrigðum yfir því að ég skyldi vera
kennsluhæfur eftir allt saman.
Ekki veit ég enn svarið við því en hitt
veit ég að þetta ævintýri megnaði að venja
mig af þeim ósið sem gjörvöllum ættbálki
mínum og ástvinum hafði ekki tekist til
þessa.
SVEFN-
VENJUR
RABB
E Y S T E I N N B J Ö R N S S O N
eystb@ismennt.is
ÞÓRA JÓNSDÓTTIR
SÓLMYRKVI
Stráin sem lengi sváfu
uxu úr næturbirtunni
Hún er sjálft eirðarleysið
Ég vil burt
Raddir kalla mig
inn í fjarlægðir
inn í fjöll
Það gengur yfir
eins og sólmyrkvi
á meðan ég mála ruslatunnuna
með hreingerningaklút á höfði
Þóra Jónsdóttir (f. 1925) á að baki átta ljóðabækur. Ljóðið Sólmyrkvi er úr nýj-
ustu bók hennar Einnota vegi (2003).
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
4 5 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R
EFNI
Jóhann
Hjálmarsson
hefur sent frá sér ljóðabókina
Vetrarmegn sem er sú síðasta í
Eyrbyggjuþríleiknum svokallaða.
Þröstur Helgason ræðir við hann
um bókina sem fjallar að hluta til
um veikindi sem skáldið hefur
þurft að glíma við.
Jessica Morgan
er sýningarstjóri Tate Modern í
London og allt bendir til þess að hún
verði sýningarstjóri alþjóðlegrar
sýningar á samtímalist í tengslum við
Listahátíð í Reykjavík árið 2005.
Fríða Björk Ingvarsdóttir ræddi við
hana um verkefnið.
Staðleysu-
bókmenntir
boða heimsmynd sem ekki er alltaf
raunsæ. Valur Gunnarsson veltir því
fyrir sér hvort sýn Orwells í 1984 hafi
ræst í tilefni af sýningu Stúdentaleik-
hússins á verkinu og kemur við í ýms-
um öðrum staðleysum.
FORSÍÐUMYNDIN
er af Galdra-Brandi úr myndröðinni Söguhetjum eftir Sigríði Jóhannsdóttur
og Leif Breiðfjörð. Myndvefnaður unninn úr hör og íslenskri ull, 1986. Mynd-
in er á sýningu þeirra sem verður opnuð í Gerðarsafni í dag.
IceLit
nefnist grein um sjálfsmynd íslenskra bók-
mennta eftir Kristján B. Jónasson sem segir
að við verðum að svara spurningunni um
það hver við erum sem allra fyrst.