Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.2004, Side 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. JANÚAR 2004
NÝJASTA bók John le Carré
fær heldur nöturlega dóma hjá
gagnrýnanda New York Times
sem segir
hana skorta
fágun fyrri
verka höf-
undarins,
þess í stað sé
hún einföld
og kreddu-
föst, ekki full
efahyggju
eins og fyrri
verk. Bókin
nefnist Absolute Friends og
segir þar frá Ted Mundy, sem
eftir rótlausa æsku dregst inn
í heim njósna og telur blaðið
reyndar persónubyggingu le
Carrés á Mundy vera hápunkt
bókarinnar. Le Carré er les-
endum þekktastur fyrir bækur
sínar um njósnarann George
Smiley, skáldsögur sem urðu
mörgum að fyrirmynd um rit-
un hinnar sálfræðilegu spennu-
og njósnasögu.
Sögur af vá
RITHÖFUNDURINN Will Self
sendi nýlega frá sér smásagna-
safnið Dr. Mukti and Other
Tales of Woe, eða Dr. Mukti og
aðrar sagnir af vá. Bókin er að
mati gagnrýnanda Guardian
einkar áhugaverð og á það
ekki hvað síst við um söguna
af dr. Shiva Mutki, sem kynn-
ist þekktum geðlækni á ráð-
stefnu. Kynni þeirra fara ekki
vel af stað og leiða af sér eins-
konar greiningareinvígi þar
sem sjúklingasögur eru not-
aðar eins og textar til grein-
ingar og svo sem sprengjur
sem þarf að gera óvirkar. Líkt
og í sínum fyrri verkum fjalla
sögur Self hér að stórum hluta
um mannlegan missi og mis-
skilda mannúð á hans íroníska
hátt.
Skúrkarnir sem
við öll leitum
VÍETNAM og Bandaríkin eru
sögusvið bókar lê thi diem
thúy The Gangsters We Are all
Looking For, sem útleggja
mætti sem Skúrkarnir sem við
öll leitum. Þar segir frá ungri
víetnamskri stúlku á áttunda
áratugnum sem flýr ásamt fjöl-
skyldu sinni til Bandaríkjanna,
þar sem þau flytja úr einni
íbúð í aðra þar til fjölskyldan
leysist upp. Bókin er að mati
gagnrýnanda Daily Telegraph
ánægjuleg en um leið erfið
lesning fólksflutninga og firr-
ingar.
Margar myndir Jesú í
bandarísku samfélagi
Í BÓKINNI American Jesus,
eða Bandarískur Jesús, hefur
Stephen Protheros, deild-
arstjóri
trúar-
bragðafræða
við háskólann
í Boston, rek-
ið sögu
myndrænu
líkingarinnar
og helgi-
myndarinnar
af Jesú í
bandarísku
þjóðfélagi. Myndrænu líking-
arnar og helgimyndirnar eru
líkt og Protheros bendir á
margar og ná allt frá persónu
Jesú að trúarlega tákninu sem
hann stendur fyrir. Hann
fjallar einnig um ólíkar túlk-
anir á Jesú innan mismunandi
skóla kristninnar, sem og
bendir á áhrif kristinnar trúar
á bandarískt þjóðfélag og þá
nálægð sem þar er milli kirkju
og stjórnvalda.
ERLENDAR
BÆKUR
Traustir vinir
John
le Carré
Stephen
Prothero
S
tundum álpast maður til að sjá
verulega forvitnilegt sjónvarps-
efni. Yfirleitt ræður hending ein
slíku áhorfi þar sem fátt gefur
yfirleitt tilefni til að búast við
forvitnilegu sjónvarpsefni. Á
mánudagskvöld sá ég þannig
fyrsta þáttinn af fjórum í
breskri fræðsluþáttasyrpu um Med-
ici-fjölskylduna sem réð ríkjum á fimmtándu
öld í ítalska borgríkinu Flórens. Mun ég gæta
þess að missa ekki af hinum þáttunum þrem-
ur.
Reyndar var fyrsti þátturinn frekar eins og
almennur inngangur en að kafað væri djúpt í
efnið og saknaði ég greinargóðra skýringa á
því hvernig Medici-furstarnir urðu jafnvold-
ugir og raun ber vitni, en saga yfirgengilegs
valds þessarar fjölskyldu er hins vegar svo
heillandi og merkileg að erfitt er leiða hana
hjá sér hversu naum sem frásögnin er. Ragn-
heiður Gyða Jónsdóttir bætti reyndar töluvert
um betur í ágætum pistli sínum um Medici-
fjölskylduna í Víðsjárþætti á Rás 1 sl. þriðju-
dag og fyllti upp í margar eyður í frásögninni í
sjónvarpsþættinum.
Það var þó fleira en efnið sem jók gildi sjón-
varpsþáttarins og það var tímasetningin á sýn-
ingu hans hér á landi. Þátturinn kemur nefni-
lega beint ofan í mikla og heita umræðu
undanfarinna vikna um banka, vexti og valda-
átök hér á landinu bláa.
Undanfarið hefur mikið verið rætt í fjöl-
miðlum um vald á Íslandi og beitingu þess, og
er það að vonum nú þegar ríkið hefur um það
bil afsalað sér öllum völdum í hendur fjár-
magnseigenda. Inn í þetta hefur svo fléttast
umtal um óheyrilegar tekjur bankanna af
vöxtum og þjónustugjöldum. Hvort tveggja
kallast á við söguna af Medici-fjölskyldunni og
valdi hennar sem byggðist á því að hún átti
volduga banka. Það er því engin tilviljun að
Landsbankabyggingin dragi dám af bygging-
arstíl Medici-hallarinnar í Flórens.
Í fyrstu efldust ítölsku borgríkin vegna sí-
felldra væringa milli keisaradæmisins og Páfa-
stóls, en lega landsins skipti líka verulegu máli
þar sem viðskipti milli Evrópu og Austurlanda
nær fóru fram um Ítalíu. Þau viðskipti munu
rakin til krossferðanna og alls þess auðs sem
hinir hugumstóru ferðalangar fluttu með sér.
Tilurð bankastofnana mun einnig rakin til
hinnar kristilegu umferðar um Ítalíu á tímum
krossferðanna og munu Gyðingar gjarnan hafa
tekið að sér að varðveita gersemar ferðalang-
anna fyrir þóknun. Óx auður Gyðinganna ekki
síst vegna þess að margir sneru ekki aftur frá
landinu helga. Einhverjum snillingi mun síðan
hafa komið í hug að ná viðskiptum Gyðinganna
og bjóða krossförunum borgun fyrir að varð-
veita fjármuni þeirra og margvíslegar gersem-
ar. Þar með var búið að finna upp vextina og
bankastarfsemi varð til. Nú man ég ekki leng-
ur hvar ég las þetta, en finnst eins og uppfinn-
ing vaxtanna hafi verið eignuð Medici-ættinni.
Vextir voru þóknun sem bankarnir greiddu
fyrir að fá að varðveita (og nota) fé kristinna
ferðalanga. Nú á tímum hefur þetta dæmi al-
veg snúist við og bankar hagnast á óhóflegum
gjöldum sem þeir setja upp fyrir þjónustu við
þá sem eiga peningana í þeim.
Fyrsti þátturinn fjallaði einkum um hinn
klóka Cosimo de Medici, sem réð Flórens á ár-
unum 1434–1464 og gerði borgina að stórveldi,
sem og það afrek í byggingarlist að koma loks
hinu mikla hvolfþaki yfir dómkirkju borgar-
innar. Flórens var opin borg, auðug og örlát,
og laðaði listamenn og hugsuði til sín. Þar stóð
vagga endurreisnarinnar og til borgarinnar
verða rakin mikil afrek í vísindum og listum.
Cosimo hinn klóki hafði vit á að nýta auð sinn
til góðra og gagnlegra verka í þágu samfélags-
ins og mannkynsins alls; valdið og vextirnir
urðu þannig til þess að auðga viðurværi and-
ans. Má vænta þess að íslenski Landsbankinn
færi okkur nýjan Cosimo?
FJÖLMIÐLAR
VEXTIR, VALD OG ANDANS VIÐURVÆRI
Undanfarið hefur mikið verið
rætt í fjölmiðlum um vald á
Íslandi og beitingu þess, og er
það að vonum nú þegar ríkið
hefur um það bil afsalað sér
öllum völdum í hendur
fjármagnseigenda.
Á R N I I B S E N
JÓLALESTURINN heldur áfram
og nú hef ég lokið við þrjár
bækur, sem allar eiga það
sameiginlegt að snúast um rit-
höfunda: Halldór eftir Hannes
Hólmstein Gissurarson, Ferða-
lok eftir Jón Karl Helgason og
Borgir og eyðimerkur, skáld-
saga eftir Kristmann Guð-
mundsson eftir Sigurjón Magn-
ússon.
Tvær fyrrnefndu bækurnar
eru sagnfræðilegs eðlis, Hann-
es Hólmsteinn fræðir okkur um
ævi Halldórs Laxness og Jón
Karl gerir grein fyrir því, þeg-
ar líkamsleifar Jónasar Hall-
grímssonar voru fluttar til
landsins árið 1946. Þar kemur
Halldór Laxness einnig við
sögu, því að saga hans Atóm-
sstöðin snýst að öðrum þræði
um heimflutning beina Jónasar
og á hinn bóginn um Keflavík-
ursamninginn frá 1946.
[...]
Þeir, sem vilja, að mynd lít-
illætis og kvenréttinda grópist í
huga Íslendinga, þegar þeir
minnast Halldórs Laxness,
hafa fengið nýja áskorun með
ævisögu Hannesar Hólm-
steins.
Hannes er ekki kominn að
árinu 1946. Við kynnumst
Halldóri á þeim tíma í frásögn
hans í næsta bindi. Af bók-
unum um bein Jónasar annars
vegar og um Kristmann hins
vegar fáum við á hinn bóginn
nasasjón af samtvinnun kalda
stríðsins og menningar-
umræðna. Verður ekki skilið á
milli stjórnmáladeilna og inn-
byrðis átaka rithöfunda og
skálda á þeim tíma hér á
landi frekar en annars staðar
á Vesturlöndum. Er þetta upp-
gjör sársaukafullt fyrir þá,
sem mátu þróun heims- og
þjóðfélagsmála rangt á tímum
kalda stríðsins og töpuðu því.
Hef ég oft lýst þeirri skoð-
un, að ekki eigi að láta deilur
þessa magnaða spennu-
tímabils heima og erlendis
liggja í þagnargildi heldur
gera upp við það af einurð
og hreinskilni.
Björn Bjarnason
www.bjorn.is
Morgunblaðið/Ásdís
Vetrarárbítur.
HREINSKILIÐ
UPPGJÖR
IDraumar birtast í ýmsum formum. Stundumdreymir mann sofandi og stundum dreymir mann
í vöku. Dagdraumar og vökudraumar. Og svo er
stundum sem gengið sé í draumi, einsog allt sé
mögulegt og engin hindrun óyfirstíganleg. Suma
dreymir fyrir daglátum, sjá fyrir sér óorðna við-
burði. Aðrir lifa drauma sína og sjá óskir sínar ræt-
ast á hverjum degi. Daglæti.
Það er draumur að geta samið bók eða gert kvik-
mynd. Skapað listaverk af einhverjum toga. Margir
ganga með slíkan draum ævilangt, dreymir hann
daglega en læti dagsins koma í veg fyrir að draum-
urinn rætist. Sumir fela sig bak við daginn, telja sér
aldrei búið nægilegt næði til að skapa, aðrir eiga
þess hreinlega ekki kost, skortir tíma, aðstöðu og fé.
Listsköpun krefst alls þessa.
Listamenn fyrri tíma töldu sig komna á græna
grein ef þjóðhöfðingi eða aðalsmaður tók þá upp á
arma sína og skóp þeim aðstöðu til að skapa. Vel-
gjörðamenn listanna voru þeir kallaðir. Sagan fer
gjarnan mjúkum höndum um velgjörðamennina og
listamennirnir fyrri alda glímdu ekki við sam-
viskuspurningar um hvort það samræmdist sjálfs-
mynd þeirra sem listamanns að ganga á mála hjá
auðvaldinu. Það þótti sjálfsagt. Annars löptu menn
dauðann úr skel eða sneru sér að öðru.
II Listamenn dreymir um fullkomið sjálfstæði ogdraumurinn snýst um óskilyrtan stuðning. Að
ekkert hangi á spýtunni. Þá megi skapa án tillits til
þess hvaðan stuðningurinn komi og ekki þurfi að
kyssa á höndina sem rétt er út. Ópersónuleg hönd
ríkisins komi í stað hringum skreyttrar handar
hinna ríku velgjörðamanna. Vandinn í ríki hinna
óskilyrtu framlaga er að á bakvið litlausa hönd rík-
isins stendur skipaður velgjörðamaður, litaður af
hugmyndum sjálfs sín um hvað sé list verðug fram-
laga og hvað ekki. Rauður, grænn eða blár. Miðstýr-
ing listsköpunar í skjóli hlutleysis er listpólitík vorra
tíma. Enginn er frjáls nema sá sem gengur í
draumi og þá helst í annars draumi en sjálfs sín.
Velgjörðamenn hins hlutlausa kerfis sem dreymir
sjálfa sig í hlutverki listamanns geta séð draum
sinn rætast. Þeir geta kysst eigin hönd án þess að
samviskan komist þar nokkurn tíma upp á milli og
orðið einlægri furðu slegnir ef bent er á að þeir
standi einir í handabandi við sjálfan sig. Annar lóf-
inn rjóður og hlýr, hinn bláleitur og kaldur. Þá er
gott að eiga vin til að hlýja sér um kaldan lófann.
Fá að leggja höndina á heitt bróðurbakið og ylja sér.
III Bræðraþel og vináttubönd í hinum íslenskalistadraumi eru meira virði en draumkennt
innihald listarinnar. Hverjir eru sannir vinir vina
sinna og hverjir standa þétt við bak vinarins þegar
á móti blæs. Gott er eiga sér bróður að baki þegar
vaknað er upp í nöprum janúarnæðingi raun-
veruleikans eftir ljúfar draumfarir um listræna
getu á aðventunni. Fátt getur dapurlegra að líta en
norpandi janúarskáld sem reynir að halda á sér
hita með gömlum skáldskap úr löngu kólnaðri
deiglu annars draums sem varð að veruleika miklu
fyrr.
NEÐANMÁLS