Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.2004, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. JANÚAR 2004 3
Dora Maar
og Lee Miller urðu ódauðlegar sem konur
Picasso og Man Ray og um þær hefur
jafnan verið fjallað sem kafla í lífi þess-
ara fremstu listamanna 20. aldar. En auk
þess að vera uppspretta andagiftar fyrir
þá voru Miller og Maar hæfileikaríkir og
sjálfstæðir listamenn, sem störfuðu í
anda súrrealismans um tíma. Hanna Guð-
laug Guðmundsdóttir fjallar um Doru
Maar en eftir viku verður sagt frá Miller.
Makalausi
mandaríninn
nefnist lát-
bragðsleikur
sem Béla Bar-
tók samdi tón-
verk við árið
1917. Árni
Heimir Ing-
ólfsson segir
frá þessari
merku tón-
smíð, sem var
síðasta sviðs-
verkið sem
Bartók samdi
og sem hann taldi vera eitt af sínum bestu
verkum. Næstkomandi fimmtudagskvöld
leikur Sinfóníuhljómsveit Íslands verkið á
tónleikum í Háskólabíói.
Anthony
Faulkes
hefur helgað sig útgáfustarfsemi í þágu
Íslands og jafnframt hefur hann verið
mikils ráðandi við Víkingafélagið í Lond-
on og stjórnað útgáfum þess og fjár-
munum. Hefur hann tekist á hendur að
búa til prentunar á ensku mörg íslensk
rit sem teljast eiga erindi til enskumæl-
andi lesenda. Jónas Kristjánsson fjallar
um útgáfustarfsemi Faulkes.
Hrollvekjan
hefur það hlutverk að takast á við ýmis mál
sem eru óþægileg og gefa okkur færi á að
horfast í augu við ýmislegt sem við annars
kjósum að horfa framhjá. Þetta kemur
fram í grein Úlfhildar Dagsdóttur. En það
er einmitt einkenni hrollvekjunnar að
hafna þeim möguleika að líta undan, hroll-
vekjan er beinskeytt, og hún stingur í augu.
FORSÍÐUMYNDIN
Sól hækkar á lofti með degi hverjum og lengir daginn um örfáar mínútur.
Ljósmynd/Jim Smart
F
yrir hálfum fjórða áratug
dvaldist ég erlendis yfir
jólahátíð. Að sjálfsögðu reik-
aði þá hugurinn heim til
bernskujólanna en mér til
mikillar undrunar gat ég ekki
munað eina einustu jólagjöf
nema brúðuna sem frændi
minn í Englandi var fenginn til að kaupa en
brotnaði við fyrsta tækifæri. Ég fann ilm af
rjúpum og greni og inni í hugskotinu blund-
aði mynd af fyrstu jólaseríunni sem fjöl-
skyldan festi kaup á og þótti miklum tíð-
indum sæta En það sem ég saknaði mest á
erlendri grund voru ekki jólin sjálf heldur
undirbúningurinn og þá umfram allt laufa-
brauðsbaksturinn.
Þetta var löngu áður en laufabrauð
komst í tísku og var tekið upp á arma for-
eldrafélaga í skólum. Engum hafði heldur
til hugar komið að kaupa laufabrauð í stór-
mörkuðum enda voru þeir ekki komnir til
vits og ára. Hefðina fengum við frá afa og
ömmu sem höfðu flust að norðan í krepp-
unni miklu og ófu fjölskylduböndin af
sannri list. Ég heyri enn tifið í gömlu
klukkunni, sem afi hafði fengið í tannfé, þar
sem við sátum í borðstofunni á Skólavörðu-
stígnum og mínir tíu þumalfingur reyndu
að skera út mynstur í kökur sem mamma
og systur hennar höfðu hnoðað og flatt út
með ærinni fyrirhöfn. Ég heyri líka fyrir
mér snarkið í palmínfeitinni á gashellunni
hennar ömmu þegar hvítum kökunum var
dýft ofan í svo að þær fengu þennan ynd-
islega ljósbrúna lit. Umfram allt minnist ég
þó samvista stórfjölskyldunnar, þeirrar til-
finningu að ég væri lítil grein á sterkum
meiði sem aldrei brysti og það pund, sem
ég legði fram til sameiginlegra þarfa, skipti
máli þótt óverulegt sýndist.
Síðar var fjölskyldunni skipt upp í nýjar
laufabrauðseiningar og hefðin hefur færst
hús úr húsi á umliðnum áratugum. Fallegar
minningar tengjast samverunni af heimili
foreldra minna þar sem lítil systkinabörn
tóku við keflinu og skáru út mynstur með
hátíðarbrag við hlið afa síns og ömmu undir
söng Vínardrengjakórsins, sem hafði sleg-
ist í förina með okkur eftir að grammófónn
komu til sögunnar. Hann hefur reynst okk-
ur tryggur förunautur og hljómað á heimili
mínu undanfarin 20 ár þar sem enn ein
kynslóðin hefur tekið hefðina í arf. Mað-
urinn minn heitinn, sem varla hafði heyrt
laufabrauð nefnt þegar hann var leiddur
inn í fjölskylduna, heillaðist svo af þessari
siðvenju að laufabrauðsdagurinn varð ein
helsta hátíðin í okkar búskap.
Á þessum tímum hefur margt breyst.
Ekki er lengur þörf á að hnoða deigið með
handafli því að kröftugar hrærivélar hafa
tekið við því hlutverki. Úskurðarhnífarnir
eru liprari en breddurnar sem ég reyndi að
handleika heima hjá afa og ömmu og fyrir
löngu komu til sögunnar sérstök hjól sem
gera útskurðinn þægilegri. Stóri steik-
arpotturinn með palmínfeitinni hefur vikið
fyrir djúpsteikingarpottum með jurtaolíu
og nú í ár bættist enn ein nýjung við
tæknina. Einn frændinn birtist með pasta-
vél sem leysti af hólmi liðið er hingað til
hafði flatt út deigið með ærinni fyrirhöfn og
gat nú einbeitt sér að útskurði, steikingu,
flokkun og talningu auk þess sem fram
voru bornar veitingar sem hver fjölskylda
hafði tekið með sér. Fyrir vikið tókst okkur
að fullgera 200 kökur á nokkrum klukku-
stundum. Við vorum 23 talsins að þessu
sinni og unglingarnir höfðu að venju tekið
sér hlé frá próflestri til að taka þátt í ár-
legri samveru fjölskyldunnar á jólaföstu
sem lauk með því að yngstu börnin sungu
fyrir okkur fullorðna fólkið jólalögin sem
við mundum eftir frá fyrri tíð.
Þrátt fyrir allar breytingar svífur sami
andi yfir vötnunum og á Skólavörðustígn-
um forðum daga. Þarna sitja saman nokkr-
ar kynslóðir og keppa að sama marki. Að
sjálfsögðu væri hægt að stytta sér leið og
kaupa tilbúnar afurðir frá Eystrasalts-
löndum sem nú ku komnar á markað eða
útflattar kökur til að skera út og steikja en
okkur, sem fengum hefðina í vöggugjöf,
kemur ekkert slíkt til hugar. Mestu skiptir
að allir fái verkefni við hæfi, að litlum fingr-
um verði sýnd rétt handbrögð og þeir fái að
leggja sín lóð á vogarskálina. Við þessa ár-
legu samveru þéttast fjölskylduböndin,
gamlar sögur fá nýjan búning og nýjar sög-
ur verða til. Við, sem fullorðin erum, hverf-
um aftur til bernskunnar og rifjum upp
minningar af ástkærum foreldrum og
frændliði sem horfið er yfir móðuna miklu
og sá, sem var hjá okkur í fyrra og stjórn-
aði umferðinni, var með okkur í anda þótt
hans nyti ekki lengur við. ,,Hann var nú
duglegur í laufabrauðinu,“ sagði 7 ára
drengur – til marks um að minningar frá
fyrri árum hafa ekið sér bólfestu í korn-
ungum huga.
Það kemur síðar í ljós hvort honum og
hinum börnunum, sem kepptust við að
skera út laufabrauð heima hjá mér að þessu
sinni, verður sú iðja minnistæðari en jóla-
gjafirnar en mér segir hugur að svo verði.
Af þeirri gnótt sem nú er á boðstólum glata
einstakir hlutir miklu fyrr gildi sínu en áð-
ur fyrr þegar leikföng voru nánast ófáanleg
og það þurfti stóran frænda í Englandi til
að útvega lítilli stúlku fallega brúðu.
Þótt ekki sé ætlunin að fjargviðrast enn
einu sinni út af dansinum í kringum gull-
kálfinn, sem stiginn var af miklum móð fyr-
ir þessi jól eins og endranær verður ekki
hjá því komist að minnast á fánýti hans. Að
sjálfsögðu dönsum við öll með að einhverju
marki en þegar upp er staðið erum við laf-
móð og ringluð og lítið stendur eftir til að
byggja á til framtíðar. Það sem við gefum
hvert öðru í nafni trúar og kærleika rúmast
sjaldnast inni í glæstum umbúðum heldur
felst í hugarþeli, umhyggju og samvistum.
Með því að miðla slíkum verðmætum til
komandi kynslóða treystum við þann grunn
sem þær byggja tilveru sína á og reynst
hefur okkur heilladrjúgur. Að sjálfsögðu
gerist það á margan hátt annan en við
laufabrauðsgerð. Hún er bara sú birting-
armynd sem ég þekki einna best og ein
þeirra leiða sem fjölskylda mín hefur farið
til að treysta böndin milli okkar en blóð er
nú einu sinni þykkara en vatn. Á það erum
við ekki síst minnt þegar óvænt örlög taka í
taumana.
EFTIRÞANKAR
JÓLANNA
RABB
G U Ð R Ú N E G I L S O N
STEINN STEINARR
SJÁLFSMYND
Ég málaði andlit á vegg
í afskekktu húsi.
Það var andlit hins þreytta og sjúka
og einmana manns.
Og það horfði frá múrgráum veggnum,
út í mjólkurhvítt ljósið
eitt andartak.
Það var andlit mín sjálfs,
en þið sáuð það aldrei,
því ég málaði yfir það.
Ljóðið er úr bókinni Ljóð sem gefin var út árið 1937.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
2 . T Ö L U B L A Ð - 7 9 . Á R G A N G U R | U M S J Ó N Þ R Ö S T U R H E L G A S O N
EFNI