Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.2004, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.2004, Qupperneq 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. JANÚAR 2004 11 Hver eru áhrif femínisma í fé- lagsfræðilegum rannsóknum? SVAR: Spurningunni hvað er femínismi er ekki auðsvarað. Flestir sem skrifa um fem- ínisma eru sammála um að ekki sé til ein femínísk aðferð, heldur vísi hugtakið til margs konar hugmynda og aðgerða. Þar fyr- ir utan séu þeir einstaklingar sem aðhyllast femínisma ólíkir innbyrðis og hæpið að þeir leggi sömu merkingu í hugtakið. Margir eru þó sammála um að ákveðnir grundvallarþættir felist í femínisma eða fem- ínismum, það er að segja hugmyndir um póli- tískan, efnahagslegan og félagslegan jöfnuð kynjanna. Með öðrum orðum má segja að femínismi sé viðbrögð við mismunun kynjanna og mótmæli gegn feðraveldi og karllægu stigveldi. Engu að síður eru margir femínistar ósammála um þessi atriði og álíta að slíkar skilgreiningar séu of einhæfar og geri lítið úr þeim fjölbreytileika sem einkenn- ir femínista og konur og karla almennt. Kvennahreyfingin á Vesturlöndum á rætur sínar að rekja til Evrópu á 19. öld. Árið 1910 hafði skipulögð hreyfing myndast þar sem konur með ólíkan bakgrunn sameinuðust um málefni eins og kosningarétt, betri vinnuskil- yrði og rétt kvenna til menntunar, svo fátt eitt sé nefnt. Í dag er gjarnan talað um að til séu þrjár meginstefnur femínisma. Í fyrsta lagi eru til femínistar sem telja að á kynjunum sé eðl- ismunur, en þrátt fyrir þennan mun sé mik- ilvægt að leiðrétta ójöfnuð sem birtist meðal annars í launamun kynjanna. Í öðru lagi ber að nefna femínista sem vilja fjarlægja öll skil milli kynjanna og við- urkenna ekki að til séu líffræðilegir eða fé- lagslegir þættir sem annaðhvort tilheyra bara konum eða bara körlum. Margir sem aðhyllast þessar hugmyndir telja að þann mun sem er á kynjunum í dag, megi rekja til grunngerðar samfélagsins sem leitast við að gera konur undirgefnar körlum. Markmiðið er því að eyða þessari feðraveldishugsun og koma á algjöru jafnræði milli kynjanna. Í þriðja hópnum eru femínistar sem hafa að einhverju leyti dregið úr þeim róttæka femínisma sem tíðkaðist á sjötta og sjöunda áratugnum, en berjast engu að síður ötullega fyrir málefnum á borð við rétt kvenna til fóstureyðinga. Ekki er lengur fjallað um kon- ur og karla sem fyrir fram skilgreinda hópa, heldur er áherslan lögð á fjölbreytileika ein- staklinga og muninn þeirra á milli. Unnið er gegn feðraveldissinnum sem gera lítið úr þessum margbreytileika en undirstrika það sem að þeirra mati einkennir konur og karla. Sameiginlegur þráður allra femínískra hreyfinga í tíma og rúmi felur í sér kenn- ingar og skuldbindingar um að konur og karlar séu jafningjar á öllum sviðum. Þessi „kjarni“ reynir ekki að lýsa því sem er sam- eiginlegt eða ekki sameiginlegt með körlum og konum, né heldur er það markmið hans að útiloka karla og styðja eingöngu við bakið á konum. Hægt er að samþykkja megininntak fem- ínismans án þess að skilgreina sig sér- staklega innan þeirra stefna sem minnst hef- ur verið á hér að ofan, eða annarra sem ekki hefur verið fjallað um. Viljinn fyrir fé- lagslegum, efnahagslegum og pólitískum jöfnuði kynjanna er nægur. Hver og einn getur síðan haft eigin hugmyndir um hvaða leið sé best til að ná settu marki. Þetta frelsi einkennir margbreytileika femínista, sem eiga það þó sameiginlegt að vilja breytingar sem leiða til jafnaðar kynjanna. Að lokum má nefna gagnrýni femínista ut- an Vesturlanda á hefðbundinn femínisma, en á síðustu árum hafa meðal annars litaðar konur og konur sem búa í fátækari löndum heimsins, gagnrýnt hversu mikið af vanda- málum hvítra, vestrænna femínista hafi verið yfirfært á allar konur, alls staðar í heiminum. Í þessu felst að vestrænir femínistar gera ráð fyrir að allar konur hafi sömu markmið að leiðarljósi, en gleyma að taka með í reikn- inginn að margar konur þurfa ekki einungis að kljást við kynjamisrétti heldur einnig mis- rétti sökum litarháttar, stéttar og stöðu. Þar af leiðandi geta femínistar á Vesturlöndum ekki verið málsvarar allra kvenna alls staðar. Snemma á áttunda áratugnum tóku femín- istar að gagnrýna karllæga slagsíðu fé- lagsvísindanna, einkum með tilliti til hversu ósýnilegar raddir kvenna voru í félagsvís- indum. Henrietta Moore, prófessor í fé- lagslegri mannfræði við London School of Economics, hefur bent á hvernig ýmsar rannsóknir mannfræðinga sem áttu að end- urspegla samfélög í heild sinni, hafi í raun aðeins birt þá hlið er sneri að karlmönnum. Til að ýta undir femínískt sjónarhorn í fé- lagsvísindum hefur hlutur kvenna í rann- sóknum verið aukinn, þá hvort heldur sem þátttakendur eða rannsakendur. Þá hafa margar af eldri rannsóknunum verið endur- skoðaðar með tilliti til hvort og hvernig kon- ur birtast í þeim. Að lokum hefur farið fram endurskoðun á kenningum sem í mörg ár sniðgengu konur að miklu leyti og byggðu á sjónarhorni karla. Femínískt sjónarhorn getur haft þau áhrif á rannsakanda að hann er meðvitaður um þann valdamun sem getur falist í kynhlut- verkum. Femínískar nálganir benda á að kyn er aldrei „bara kyn“ í líffræðilegum skilningi heldur erum við öll undir stöðugum fé- lagslegum mótunaráhrifum allt frá upphafi og þar fyrir utan er vert að gera sér grein fyrir að skilningur manna á hvað felst í því að vera „karl“ eða „kona“ hefur ólíka merk- ingu frá einu samfélagi til annars, frá einum hópi til annars, frá einum einstaklingi til ann- ars. Á síðari árum hafa femínistar að sama skapi lagt áherslu á að rannsakendur geri sér grein fyrir valdaafstöðu sinni á vettvangi, að kyn þeirra hafi áhrif og að rannsakendur geti aldrei verið ósýnilegir í rannsóknum sín- um, heldur hafi þeir áhrif á alla sem þeir hafa samskipti við. Að lokum má nefna að sjónarhorn femínista hefur ekki bara haft áhrif á rannsóknir sem snúa að konum, held- ur líka rannsóknir sem snúa almennt að hóp- um sem eiga undir högg að sækja og þá gild- ir einu hvort um karla eða konur er að ræða. Þórana Elín Dietz, meistaranemi í mannfræði við HÍ. HVER ERU ÁHRIF FEMÍNISMA Í FÉLAGS- FRÆÐILEGUM RANNSÓKNUM? Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni, hvaðan er nafnið Istanbúl komið og hversu mörg prósent af heimsbyggðinni eru í fangelsi? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is. VÍSINDI Æ tla má að rúnin Bjarkan myndi andstæðu við rún Týs, en hvað skyldi hún merkja? Í Íslenska rúnakvæðinu er sagt að Bjarkan sé „laufgrænstur lima; Loki bar flærðar tíma“, en ekkert er á Loka minnst í norska kvæðinu: Bjarkan er laufgað lim og lítið tré og ungsamlegur viður. Þessi rún hefur lengi verið tengd lækningum, líkamlegri og andlegri endurnýjun, nýjum vexti, enda hafa menn veitt því athygli að sé birkitré höggvið þá vaxa sprotar upp úr sárinu. Lækningarmáttur bjarkartáknsins tengist því einnig að birkigreinar innihalda efni sem náskylt er aspiríni og notað í alþýðulyfjum norrænna þjóða og amer- ískra indíána. Jafnvel má ímynda sér að átt sé við þessa rún með „limrúnum“ í Sigurdrífumálum: Limrúnar skaltu kunna ef þú vilt læknir vera og kunna sár að sjá, á berki skal þær rísta og á baðmi viðar á baðmi…limar: þeim er lúta austur limar á börk af tré sem snýr greinum sín- um í austur. Þegar horft er til „andlegrar“ merkingar þá skiptir litlu máli við hvaða trjátegund er átt. Þetta er rún hinnar miklu og fjölleitu Birkigyðju, taldi rúnaspekingurinn Edred Thorsson, sem ríkir yfir náttúrulegum breytingum, svo sem fæðingu, kyn- þroska, hjónabandi og dauða, en einnig hringrás árstíða, frá tilurð um verðandi og dauða til nýrrar byrjunar; ekkert fær gróið í heimi náttúrunnar nema fyrir kraft þessarar rúnar. Rúnin tengist eftir því að dæma máttarsviðum Freyju, hinnar fornu frjósemisgyðju, enda skapar hún nauðsynlegt mót- vægi við rún Týs sem ríkir yfir mannþingum og mælir mönnum réttlæti. Bjarkan stendur með öðrum orðum fyrir kynferðisleg sköpunaröfl sem koma í veg fyrir ofríki sem skert geti vaxtarmöguleika mannsins og hindrað eðlilega útrás/þroska. Freyja og Týr eiga í stöðugri baráttu, jafnt í sjálfi sem samfélagi, en hlutur Loka í ís- lenska rúnakvæðinu sýnir að ekki er um einfalda andstæðu (gott/illt) að ræða. Í Lokasennu Eddukvæða gerir hann lítið úr dómarahlutverki Týs og hrósar sér af því að hafa getið son með konu hans (líklega Freyju). Mig skortir hönd en þú missir sonar þíns, svaraði Týr, böl er beggja þrá. Ummæli Loka um lauslæti Freyju eru enn athyglisverðari. Gefið er í skyn í óljósum vísuhluta að hún hafi legið með bræðrum sínum, – „og myndir þú þá, Freyja, frata“ [þ.e. freta]: Þegi þú, Freyja, þig kann eg fullgerva. Er-a þér vamma vant. [er-a…vant: þig skortir ekki lesti] Ása og álfa, er hér inni eru, hver hefir þinn hór verið. [hver: sérhver; hór: friðill] Fretríki Freyju getur leitt til hömlulausrar kynlífsóreiðu, en sérhvað leitar innra og ytra jafnvægis; líkami náttúrunnar og andi laganna krefjast hvor annars. Að öðrum kosti trénun eða ofgróska, skyndiflæði stjórnlausra hvata sem engum lögum lýtur ellegar rökrænt vit sem drepið getur í dróma, lagt í læðing eða bundið silkifjötrum eðlilega útrás lífsins. RÚNAMESSA LESBÓKAR Bjarkan stendur með öðrum orðum fyrir kynferðisleg sköpunaröfl sem koma í veg fyrir of- ríki sem skert geti vaxtarmöguleika mannsins og hindrað eðlilega útrás/þroska. BJARKAN RÚNALÝSING 13:16 M AT T H Í A S V I Ð A R S Æ M U N D S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.