Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.2004, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.2004, Qupperneq 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. JANÚAR 2004 ASTRUP Fearnley-nútíma- listasafnið í Noregi hefur ákveð- ið að hætta að rukka safngesti um aðgangseyri og treysta þess í stað frekar á aðra tekjumögu- leika, m.a. sölu upplýsinga um listaverk í gegnum gsm-síma, en í fyrra kynnti safnið þá þjónustu sína. „Til að ná til fleiri ætlum við að hafa ókeypis aðgang,“ hafði Aftenposten eftir Gunnari Kvar- an, forstjóra safnsins, sem kvaðst vona að með tímanum tækist að auka tekjur safnsins með þessu móti. En til þessa hafa aðgang- stekjur numið um 500.000– 600.000 norskum krónum af um 10 milljóna króna árlegri fjár- hagsáætlun safnsins, eða 5–6 milljónum íslenskra króna af hundrað milljón króna fjárhags- áætlun, en um 40.000 manns heimsóttu safnið á síðasta ári. „Tilraunir í Svíþjóð til að bjóða upp á ókeypis aðgang sýndu auk- inn fjölda gesta, m.a. í hópi ungs fólks og þeirra sem ekki höfðu skipulagt heimsókn sína,“ bendir Gunnar á. „Við höfum til þessa haft aðgang ókeypis á þriðjudög- um. Þá daga hafa fleiri komið, sérstaklega ungt fólk og þeir sem koma oftar en einu sinni til að skoða sömu sýninguna.“ Að hans mati er það eðlileg út- víkkun á núverandi starfsemi safnsins að fella niður aðgangs- eyri. „Það er ekki hvað síst hér á Norðurlöndum sem söfnin gegna mikilvægu hlutverki sem menntastofnanir. Aðgangseyrir getur þar verið hindrun. Þegar við fellum aðgangseyrinn niður hverfur sú hindrun og stuðn- ingur stjórnarinnar tryggir að ekki dregur úr gæðunum í kjöl- farið.“ Verðmætur bókafundur í kjallaranum SAFN bóka sem metið er á20–25 milljónir danskra króna, eða um 240–300 milljónir íslenskra króna fannst fyrir skemmstu í kjallara menntaskólans sem kenndur er við dómkirkjuna í Haderslev á Jótlandi. Bækurnar uppgötvuðust við hefðbundið verðmætamat á eignum stjórn- sýsluumdæmisins og kom, að sögn Berlingske Tidende, mönn- um þar verulega á óvart er Bruun Rasmussen uppboðshúsið mat bækurnar svo háu verði. Um er að ræða einar 4.000 bækur, m.a. handrit frá 14. öld sem og bækur á þýsku frá þeim tíma er þessi landshluti var undir þýskri stjórn. Í umdæminu hefur millj- ónafundurinn vakið athygli og einnig vangaveltur um hvort bækurnar hafi verið metnar með það að markmiði að fjármagna nýja hraðbraut með sölu þeirra. Anna Margrethe Ikast, formaður mennta- og menningarmála í umdæminu, vísar hins vegar slík- um vangaveltum á bug. „Við hvorki getum né viljum selja bækurnar. Bæði er stór hluti þeirra í eigu kirkjunnar og svo er líka um að ræða ómetanlegan menningararf [umdæmisins],“ sagði Ikast. Aðgangseyrir lagður niður ERLENT Astrup Fearnley-listasafnið. Í HAUST fjallaði ég annarsvegar og Ragna Sigurðardóttir hinsvegar um nokkur listaverk sem reist voru á opinberum vettvangi á því ári, innan- sem utanhúss. Er ærin ástæða að halda þessháttar umfjöllun áfram þegar færi gefst enda kunna slík listaverk að leiða til heitra umræðna og skoðanaskipta eins og raunin er með listaverkið „Klettur“ eftir Brynhildi Þor- geirsdóttur sem íbúasamtök Grafarvogs keyptu á nýliðnu ári. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu, en aðallega í Grafarvogs- blaðinu, þá hefur listaverkið vakið miklar um- ræður á meðal íbúa Grafarvogs. Ég get ekki sagt að ég hafi sökkt mér sérstaklega í þessar umræður og er það heldur ekki ætlun mín að fjalla sérstaklega um þær í þessari grein. Deil- urnar eru þó skiljanlegar og eru þessháttar deilur algengar víðsvegar um heim enda ekk- ert sjálfgefið að allir séu á eitt sáttir þegar „objektar“ eru reistir á almanna færi, hvort sem það er listaverkið sjálft sem fer fyrir brjóstið á mönnum eða að staðsetningin skapi ósætti eins og er með verk Brynhildar. „Klett- urinn“ stendur við strandlengjuna í Grafarvogi og finnst mörgum íbúum hverfisins, þ.e. helm- ingnum ef marka má skoðanakönnun sem Greiningarhúsið og PSN gerðu fyrir fjöl- skylduþjónustuna í Grafarvogi, það miður að skúlptúrnum skuli hafa verið komið fyrir þar sem náttúran er að mestu ósnortin, þ.e. mal- bikuð gönguleið meðfram ströndinni. Þetta er fögur gönguleið með sjóinn, eyjarnar og fjöllin okkar í sjónmáli og er „Kletturinn“ afar lít- illátur í því samhengi. Efnið er ryðgað stál, réttara sagt stál sem ryðgar á yfirborðinu en er að öðru leyti ryðfrítt. Hefur ryðáferðin skír- skotun í náttúruna, jarðlit eða moldarlit, unnið úr jarðefnum, mótað við hita o.s.frv. Skúlptúr- inn er holur að innan og þar er stálið sand- húðað. Er Brynhildur einmitt gjörn á að tefla saman ólíku efni eins og steinsteypu, sandi, gleri o.fl. og skapa þannig spennu eða samtal. „Klettur“ er annars mjög hefðbundinn formal- ískur skúlptúr í anda abstraktlistarinnar á sjötta og sjöunda áratugnum. Hvass og eilítið villtari en tíðkaðist í þá daga, en með sterka náttúruvísun eins og algengt er hjá íslenskum abstraktlistamönnum. Brynhildur hefur reynd- ar aldrei gefið sig út fyrir að vera annað en hefðbundinn skúlptúristi og sem slík er hún ein af þeim fremstu hérlendis. Ég mundi þó ekki setja Klett í hóp athyglisverðustu verka sem ég hef séð frá listakonunni. Þótt skúlptúr- inn steli ekki athygli frá útsýninu og ryðið hafi rökræna skírskotun í náttúruna þá finnst mér ryðáferðin ekki sóma sér sérlega vel í þessu umhverfi, er eilítið „subbuleg“ að mínu mati. Hlið Það er vissulega viðkvæmt samspil sem á sér stað á milli umhverfislistaverks og um- hverfis og skiptir efnisvalið því gríðarlega miklu máli. Í nóvember síðastliðnum var í Gufuneskirkjugarði vígður minnisvarði, eða réttara sagt minningarreitur, um horfna, þ.e. þá sem hafa horfið sporlaust og enginn veit frekari deili á. Höfundur verksins er Rúrí og var verkið valið til útfærslu í samkeppni sem haldin var árið 2001. Nefnist það „Hlið“ og er stílhrein og einföld konstrúktsjón, nokkurskon- ar hof, þrír metrar á hæð, sem er opið í höf- uðáttirnar fjórar og til himins. Verkið er að- allega unnið í granít og samræmist efnið því vel umhverfinu, þ.e. kirkjugarðinum. Á þak- röndinni eru glersteinar sem glampa í lýsingu, en ljóskastarar leika mikilvægt hlutverk í verkinu. Umhverfis er svo granítflísum raðað í hringlaga völundarhús, en völundarhús hefur táknfræðilegt gildi, t.d. sem leit. Verkið er í senn rýmislistaverk og minningarreitur og er listakonan fyrst og fremst að „hanna“ rými sem maður getur heimsótt og átt þar stund með sjálfum sér. Sker listaverkið mörk arki- tektúrs og myndlistar sem reyndar eru þegar óskýr og brotin frá báðum áttum. Dettur mér í hug verkefni svissnesku arkitektanna Philippe Rahm og Jean-Gilles Décosterd, „Hormonori- um“, sem vakti alþjóðlega athygli á síðasta ári og snýst um að hanna almenningsrými í stór- borgum þar sem menn geta átt stund með sjálfum sér. Rýmið sem Rahm og Décosterd hönnuðu er á stærð við sundlaug. Það er lýst með ljósum neðan frá og ljósmagnið miðast við að augun hvílist. Einnig miðast súrefnið í rým- inu við fjallaloftslag í 3000 metra hæð. Engir hlutir eru í rýminu nema bekkir til að sitja á. Gengur tvíeykið því nokkuð langt í því að hjálpa gestum að komast úr borgarstemning- unni og til sjálfs sín eins og markmiðið virðist vera hjá Rúrí, nema „Hlið“ Rúríar er jú opið og miðast stemningin þá við það veðurfar og birtu sem er utandyra. Sjálf „konstrúktsjónin“ hefur síðan hvetjandi áhrif á að maður gefi sér stund og horfi til himins í ró og næði. Tími, vatn og hraun Halldór Ásgeirsson er myndlistarmaður sem skapað hefur listaverk sem samræmast arki- tektúr eða „hönnuðu“ rými. Má þar m.a. nefna sundlaugarturninn í Laugardalslauginni sem Halldór breytti árið 2002, í samvinnu við Þor- stein Geirharðsson arkitekt, með því að líma li- tafólíur utan á plexirúðurnar svo litirnir bland- ast og breytast eftir dagsbirtunni. Að auki settu þeir lýsingu innan í turninn sem teiknar skugga fólksins sem gengur hann upp. Sem- sagt, einfalt en mjög áhrifaríkt. Á nýliðnu ári voru sett upp tvö listaverk eft- ir Halldór. Annað er í höfuðstöðvum Lands- virkjunar og hitt er í Orkugarði á Grensásveg- inum. Verkin eru innanhúss, en listamaðurinn vann þau sérstaklega fyrir staðina. Verkið í anddyri Landsvirkjunar gerði lista- maðurinn í samvinnu við Guðmund Einarsson iðnhönnuð og Bjarna Pálsson verkfræðing og nefnist það hinu kunnuglega nafni, „Tíminn og vatnið“, líkt og meistaraverk Steins Steinarr. Verkið er glerkúpull sem stendur út úr vegg. Þar inni frussast vatn og stjórnast krafturinn og magn þess af hitastiginu utandyra. Kring- um kúpulinn eru ljósskífur sem spanna litrófið en kvikna og slokkna í samræmi við birtuna að utan. Verkið er því síbreytilegt. Minnir það mig svolítið á einhver fyrirbæri á vísindasafni en hugmyndin að baki er auðvitað allt önnur. Þar vænti ég að áhugi listamannsins á aust- urlenskum fræðum spili mikilvæga rullu, þ.e. hringrás náttúrunnar, orsök og afleiðing o.s.frv. Þetta er vel heppnað listaverk hjá Hall- dóri, en þó snart verk hans í Orkugarði mig mun meira. Það er súla sem gengur fjórar hæðir, frá jarðhæð og upp í loft, meðfram hringstiga. Súlan er gerð úr gegnsæjum plex- ihólkum sem fylltir eru af spírablönduðu vatni. Neðst er vatnið fagurblátt en lýsist svo smám saman eftir því sem hærra dregur og er glært á efstu hæðinni. Meðfram súlunni hanga 4 hraunsteinar sem listamaðurinn hefur borið að eldi og brætt svo að hraun taumar niður eftir súlunni. Teflir listamaðurinn hér saman nátt- úrufyrirbærum sem að mörgu leyti eru and- stæð hvað táknfræði og tilfinningu varðar. Hraunsteinninn er hið grófa karlmannlega ying, en vatnið hið tæra kvenlega yang, svo ég haldi mig nú við austurlenska táknfræði. Það sem svo skiptir mestu máli er að listaverkið vinnur ekki bara með rýminu heldur virkar það eins og lífgjafi þess, þ.e. að stífur og leiði- gjarn arkitektúrinn lifnar við. Úti og inni MYNDLIST Strandlengjan í Grafarvogi SKÚLPTÚR BRYNHILDUR ÞORGEIRSDÓTTIR Gufuneskirkjugarður RÝMISLISTAVERK RÚRÍ Landsvirkjun/Orkugarður RÝMISLISTAVERK HALLDÓR ÁSGEIRSSON „Tíminn og vatnið“, listaverk eftir Halldór Ásgeirsson í höfuðstöðvum Landsvirkjunar. Hlið eftir Rúrí í Gufuneskirkjugarði. Plexisúla Halldórs Ásgeirssonar í Orkugarði gengur upp 4 hæðir. Jón B.K. Ransu Morgunblaðið/Einar Falur Klettur Brynhildar Þorgeirsdóttur á strandlengj- unni í Grafarvogi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.