Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.2004, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.2004, Page 15
SNORRI Ásmundsson myndlistarmaður opnar málverkasýningu á veitingarhúsinu Sólóni kl. 17 í dag, laugardag. Snorri hefur ekki far- ið troðnar slóðir á list- ferli sínum. Hann hefur ekki haldið mál- verkasýningu í nokkur ár vegna anna og áhuga á öðrum list- miðlum. Hann var val- inn Heiðursborgari Seyðisfjarðar fyrir nokkrum vikum. „Orkuflámaverk Snorra hafa þó gert víð- reist um lönd og vakið eftirtekt fyrir dul- ræna eiginleika. Snorri er sparsamur á málverkið og þykja þau því eftirsóknarverð af söfnurum,“ segir í fréttatilkynningu. Sýningin stendur til 6. febrúar. Snorri Ásmunds- son, heiðursborg- ari Siglufjarðar. Snorri Ásmunds- son sýnir á Sóloni LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. JANÚAR 2004 15 Næsta v ika menning@mbl.is Laugardagur Háskólabíó kl. 17 Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Vín- artónleikar: Sigrún Pálmadóttir sópran. Hljóm- sveitarstjóri: Ernst Kovacic. Listasafn ASÍ, Freyjugötu, kl. 14 Rósa Gísla- dóttir opnar sýn- ingu sína, Kyrra- lífsmyndir frá Plastöld. Í Gryfju opnar Margrét Nordal sína fyrstu einkasýningu. Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–17. Gallerí Skuggi kl. 17 Tvær einkasýningar: Sólveig Birna Stefánsdóttir sýnir málverk á jarðhæð og Hulda Vilhjálms- dóttir er með málverk, skúlptúr og innsetningu í kjallara. Opið kl. 13–17 fimmtudaga til sunnudaga. Nýlistasafnið kl. 17 Belgíski myndlistarmaðurinn Gauthier Huberts og Guðný Rósa Ingi- marsdóttir opna sýningu á báðum hæðum safnsins. Verkin eru unnin sjálfstætt og í and- stæðu en kallast á. Á sunnudag kl. 14.30 efna þau til málþings. Í pallborði sitja: Cel Crabeels, myndlistarmaður frá Belgíu, Edith Doove - sýningarstjóri í MDD-safninu í Deurle, Belgíu, Eva Wittcox, sýningarstjóri í SMAK í Gent, Belgíu, Halldór Björn Runólfsson listfræðingur, Hlynur Hallsson myndlistar- maður, Ólafur Elíasson mynd- listarmaður og Þóra Þórisdóttir myndlistarmaður og stjórnandi Gallerí Hlemms. Hannes Lárus- son stjórnar umræðunum. Fríkirkjan í Reykjavík kl. 14 Jón Gnarr opnar myndlist- arsýningu. Verkin eru trúarlegs eðlis, 10 ljós- myndir úr lífi og starfi Jesú Krists. Um er að ræða ljósmyndir af innsetningu og notast Jón við dúkkur. Opið föstudaga kl. 16–19, laugar- daga og sunnudaga kl. 15–19. Til 20. febrúar. Gallerí Hlemmur kl. 17 Rósa Sigrún Jónsdóttir sýnir verk sitt „Um fegurðina“ sem samanstendur af u.þ.b. 10.000 samansaumuðum eyr- napinnum og vídeói. Opið kl. 14–18 fimmtudaga til sunnu- daga. Gallerí Næsta bar, Ingólfs- stræti 1a kl. 17 Hafsteinn Michael opnar sjöundu einka- sýningu sína. Hafsteinn útskrif- aðist úr Myndlista- og hand- íðaskólanum árið 1999. Að þessu sinni sýnir Hafsteinn mál- verk og teikningar. Pósthúsbarinn, Póst- hússtræti 13 kl. 17 Íris Linda Árnadóttir opnar sýningu á ab- straktverkum gerðum út frá hugmyndum um form og fleti. Íris stundaði nám við Mynd- listaskóla Kópavogs 1995–6, myndlistabraut FB 1998–2002 og í Nya Domen Konstskola í Gautaborg 2002–3. Sunnudagur Listasafn Íslands kl. 15 Rakel Pétursdóttir verður með leiðsögn um sýninguna Raunsæi og veruleiki – Íslensk myndlist 1960–80. Sýningunni lýkur í dag. Mánudagur Listaháskóli Íslands, Laug- arnesi kl. 12.30 Gauthier Hubert, myndlistarmaður frá Belgíu, flytur fyrirlestur á ensku um verk sem hann sýnir um þessar mundir í Nýlistasafninu. Þriðjudagur Salurinn kl. 20 Leikur að læra. Tónleikaröð kennara Tón- listarskóla Kópavogs. Guðrún Birgisdóttir, flauta, og Kristinn H. Árnason, gítar, með aðstoð nemenda skólans flytja úrval úr námsefni grunnstigs og mið- stigs fyrir flautu og gítar og Große Sonate op. 85 fyrir flautu og gítar eftir Mauro Giuliani. Fimmtudagur Sunnusalur Hótels Sögu kl. 18 Vinafélag SÍ býður til sam- verustundar fyrir sinfóníu- tónleika kvöldsins. Árni Heimir Ingólfsson og Haukur Tómas- son tónskáld ræða verk á tón- leikunum með hjálp flygilsins og hljómtækja. Aðgangseyrir 1000, en boðið er upp á súpu og kaffi. Sjá nánar www.sin- fonia.is. Háskólabíó kl. 19.30 Sinfón- íuhljómsveit Ís- lands. Hljóm- sveitarstjóri: Susanna Mälkki. Einleikarar: Há- varður Tryggva- son, kontrabassi og Valur Pálsson. Wolfgang Amadeus Mozart: Sinfónía nr. 41. Haukur Tómasson: Konsert f. 2 kontrabassa og hljómsveit. Béla Bartók: Makalausi mand- aríninn. i8, Klapparstíg 33 kl. 17 Sýning á verkum Victors Boul- let. Norræna húsið kl. 17 Jana Vyborna-Turunen sýnir sex textílskúlptúra sem birta tilfinn- ingar hennar til hins stríðs- hrjáða heims. Hávarður Tryggvason Sigrún Pálmadóttir Jón Gnarr Morgunblaðið/Ásdís Elsa Waage og Jónas Ingimundarson. Elsa Waage kontraaltsöngkona ogJónas Ingimundarson píanóleikarihalda tónleika í Salnum kl. 16 í dagen Elsa er hér í stuttri heimsókn frá störfum erlendis. Hún mun m.a. flytja fimm lög Mahlers við ljóð Rückerts en fyr- ir skemmstu söng hún Das Lied von der Erde eftir Mahler á tónleikum í Austurríki og hlaut frábæra dóma fyrir. Þú hefur búið og starfað á Ítalíu und- anfarinn áratug. Hvernig er að vera söng- kona á Ítalíu? „Hér heima tekst maður á við fjölbreytt- ari verkefni en á Ítalíu þar er maður annaðhvort óperusöngvari eða kon- sertsöngvari. Ég hef sungið hvort tveggja, en í bili hef ég einbeitt mér meira að tónleika- haldi. Bæði er að það eru ekki mörg stór óperuhlutverk fyrir mína rödd og einnig krefst óperan þess að söngvari sé í burtu í langan tíma. Það hentar mér ekki nú, því ég á litla stúlku og ættingjarnir fjarri. En það er erfitt að komast að á Ítalíu með tón- leika, þeir eru svo einskorðaðir við óperu- tónlistina, en það er þó að breytast. Núna er ég t.d. að syngja konsert eftir Bergules í Stabat Mater. Mér finnst skemmtilegra að takast á við konserttónlist, bæði með hljómsveit og við píanóundirleik, en ég slæ þó ekki hendinni á móti stórum óperuhlutverkum sem bjóð- ast. Yfirleitt hef ég farið til Sviss eða Aust- urríkis með tónleika mína en fram undan eru þó nokkrir tónleikar á Ítalíu. Það skiptir miklu máli að vera með góða með- leikara og núna er ég að vinna með mjög færum píanistum, aðalmeðleikara Katia Ricciarelli, Giulio Zappa, og einn af pían- istum Scala-óperunnar, James Vaughn.“ Hvernig er efnisskrá tónleikanna í dag? „Verkin tengjast öll ástinni á einhvern hátt, römmuð ítölskum lögum. Við byrjum rólega, förum ekki of geyst eftir jólafrið- inn, flytjum í upphafi þrjár gamlar radd- vænar og ljúfar antíkaríur. Hina kunnu Amarilli, mi a bella eftir Giulio Caccini, Come raggio de sol eftir Antonio Caldara og Se tu mami, se sopiri eftir Pergolesi. Þá syng ég ljóðaflokkinn Frauen Liebe und Leben eftir Schumann. Hann hef ég ekki sungið áður en langaði að flytja hann með Jónasi hér heima. Söngvari verður að hafa öðlast vissan þroska til að flytja þennan til- finningaþrungna ljóðaflokk og það er ekki fyrr en nú að ég finn mig tilbúna að túlka þær tilfinningar sem Schumann fjallar um. Hann er svo mikill tilfinningamaður, svo óþrjótandi og ólgukenndur. Eftir hlé fer ég í annars konar rómantík og syng fimm lög Mahlers við ljóð Rückerts. Ég hef flutt töluvert eftir Mahler og finnst hann afar spennandi tónskáld. Ljóðin hef ég ekki flutt fyrr og Jónas í fyrsta sinn, í minni tónhæð. Mahler er á Jugend-tímabilinu þegar hann semur tónlistina við ljóð Rück- erts. Hún er mjög persónuleg og náin en þó gætir fjarlægrar dulúðar, engu líkara en að vera áhorfandi eigin tilfinninga. Ljóðin eru sjaldan flutt og þá yfirleitt með stórri hljómsveit. Það reynir töluvert á okkur Jónas svona í fyrsta sinn, en það er alveg frábært að vinna með honum. Það er eins og við séum dúett en ekki undirleikari og söngvari. Að lokum förum við svo í rómantík ljúflingsins Paolo Tosti, einföld og falleg ástarlög.“ Er ekki krefjandi að flytja svona tilfinn- ingaþrungna tónlist? „Jú, það má segja það og undanfarna daga hef ég verið fjarlæg, ég dett svolítið út. Ég þarf að safna öllum tilfinningaskal- anum saman, upplifa þær og að lokum gefa þær allar áheyrendunum. Tónar eru ekki fallegir nema þeim fylgi tilfinningar og þær öðlast maður með reynslu. Ljóða- tónlist er miklu persónulegri en óperu- tónlist, þegar vel gengur og ég næ sam- bandi við áheyrendur, tekst að láta þá upplifa eitthvað sem þeir gera ekki dag- lega, þá er ég alsæl.“ Hvernig er að koma heim? „Það er dásamlegt. Eftir því sem maður eldist finnur maður meiri þörf til að vera nær rótinni, foreldrum og fjölskyldu. Myrkrið er meira að segja sjarmerandi. Ítalirnir eru svolítið latir að skreyta, en hér er engu líkara en maður detti inn í lit- ríkt ævintýraland ljóssins. Ég hef komið fram á tvennum tónleikum nú í desember og mér finnst mikil breyting á áheyr- endum, þeir eru frjálsari og opnari. En kannski ekki eins og Ítalirnir sem standa upp með húrrahrópum og tárum ef þeim líkar vel.“ „Áheyrendum gef ég allar mínar tilfinningar“ STIKLA Söngtónleikar í Salnum helgag@mbl.is RÓSA Sigrún Jóns- dóttir opnar sýningu í Galleríi Hlemmi kl. 17 í dag. Verkið sem Rósa sýnir heitir „Um fegurðina“ og samanstendur af um það bil 10.000 sam- ansaumuðum eyrnapinnum og vídeói. Þetta verk var sýnt í Luleå í Svíþjóð sumarið 2003 og hlaut þar viðurkenningu. Rætur verksins liggja í vangaveltum um fegurðina. Rósa útskrifaðist úr skúlptúrdeild Listahá- skóla Íslands vorið 2001 og hefur verið ötul við listsköpun síðan. Sýning Rósu Sigrúnar er síðasta sýning Gallerís Hlemms í Þverholtinu, þar sem gall- eríið tekur sér hlé frá sýningarhaldi til þess að skilgreina betur og fjármagna starfsemi sína. Opið kl. 14–18 fimmtudaga til sunnudaga. Fegurðin á loka- sýningu Eitt verka Rósu í Galleríi Hlemmi. LISTASAFN KÓPAVOGS gerðarsafn, hamraborg 4 12. desember - 22. febrúar opnunartímar: alla daga nema mánudaga kl. 11 - 17 leiðsögn: miðvikud. og fimmtud. kl. 12 laugard. og sunnud. kl. 15 www.carnegieartaward.com Nina Roos, Untitled from Habbit Suddenly Broken c a r n e g i e a r t awa r d 2 0 0 4 Myndlist Borgarskjalasafn, Grófarhúsi: Ólíkt – en líkt. Til 2. febr. Gallerí Hlemmur: Rósa Sigrún Jónsdóttir. Til 31. jan. Gagllerí Kling og Bang: Ingo Fröhlich. Til 8. febr. Gallerí Skuggi: Sólveig Birna Stef- ánsdóttir og Hulda Vilhjálmsdóttir. Til 1. febr. Gerðuberg: Myndskreytingar úr nýjum barnabókum. Til 11. jan. Hallgrímskirkja: Bragi Ásgeirsson. Til 25. febr. Listasafn ASÍ, Freyjugötu: Rósa Gísla- dóttir. Gryfja: Margrét Norðdahl. Til 1. febr. Listasafn Einars Jónssonar: Opið fyrir hópa eftir samkomulagi í janúar. Listasafn Íslands: Íslensk myndlist 1960– 80. Til 11. jan. Listasafn Reykjavíkur – Ásmund- arsafn: Nútímamaðurinn. Til 20. maí. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals- staðir: Ferðafuða. Myndlistarhúsið á Miklatúni. Til 25. jan. Mokkakaffi: Olga Pálsdóttir. Til 10. jan. Nýlistasafnið: Gauthier Huberts og Guðný Rósa Ingimarsdóttir. Til 8. febr. ReykjavíkurAkademían: Örn Karlsson – yfirlitssýning. Til 1. febr. Safn – Laugavegi 37: Opið mið.–sun. kl. 14–18. Breski listamaðurinn Adam Barker- Mill. Lawrence Weiner: Fimm nýjar teikni- myndir. Til 1. mars. Hreinn Friðfinnsson. Til 15. febr. Jón Sæmundur Auðarson og Sæ- rún Stefánsdóttir. Til 1. mars. Leiðsögn alla laugardaga kl. 14. Skálholtsskóli: Staðarlistamenn – Jóhanna Þórðardóttir. Jón Reykdal. Til 1. febrúar. Skaftfell, Seyðisfirði: Fredie Beckmans. Til 11. janúar. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Skáld mánaðarins – Jóhannes úr Kötlum. Samsýning Freyju Bergsveinsdóttur og Guðrúnar Indriðadóttur. Leiklist Þjóðleikhúsið: Vegurinn brennur, sun., fim. Jón Gabríel Borkmann, fim., fös. Rík- arður III, lau. Dýrin í Hálsaskógi, sun. Pabbastrákur, sun. Græna landið, fös. Borgarleikhúsið: Lína langsokkur, lau., sun. Sporvagninn Girnd, lau., sun., fös. Grease, lau. Loftkastalinn: Eldað með Elvis, fim. Sveinsstykki, lau. Bless fress, sun. Iðnó: Sellófon, lau., fös. Hafnarfjarðarleikhúsið: Meistarinn og Margaíta, lau., fim.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.